Vísir - 12.07.1958, Side 9
Laugardaginn 12. júlí 1958
VlSIR
líbanoti — laml og þjób...
: 'í*l'h. á 9. s.
.Þeir komu á tólf talnakerf-
inu, og enn eimir eftir af því.
Tó'lf þumlungar eru í einu feti,
tolt mánuðir í ári, tólf ensk
líerfce í shillingj. Þeir gáfu Ev-
róptí nafnið Evrópa eftir gyðju,
er þeir tilbáðu.
♦ En mesta gjöfin frá þeim er,
áð vorum dómi, stafrófið. —
Lærðir menn segja, að Föníkíu-
mönnum hafi, er tímar liðu,1
farið-að leiðast hið þunglama- 1
lega fleygrúnaletur (hieroglyfd
fer) §em, eins og kínverskan, *
háfði merki eða tákn fyrir I
hvert orð. Þeir tóku upp eins- 1
konar hraðritun og í þessu'
kerfi var sama táknið haft fyr- I
ir samskonar hljóð í öllum orð-^
urh. Þeir tóku t. d. táknð „uxa-^
höfuð“ aleph — og gáfu því
hljóðmerkið a. Táknið fyrir hús|
— beth — fékk hljóðmerkið b
o .s. frv.
, Alls urðu hljóðmerkin tutt-
ugu og tvö.
Um árið 1000 f. Kr. hafði
kerfi þetta algerlega rutt sér
til rúms. Vestræn og semitísk
stafróf eiga rót sína að rekja
til þessa hljóðkerfis.
Rómverjar og kristindómur.
'. Um 800 f. Kr. fóru stórveldi
ná yfirráðum- yfir Fönikiu
•—er nú heitir Libanon. Hér var
um að ræða Babyloníumenn,
Ássyringa, Egypta og Persa.
Árið 332 f. Kr. lagði Alex-
ander mikli landið undir sig.
En Grikkir voru kjarninn í liði
hans. íbúarnir tóku gríska
'inenningu. En kölluðu sig
Kanaanea þar til h. u. b. árið
500. Pompejus og hinir róm-
versku herir hans unnu land-
ið árið 65 f, Kr., og Beirut varð
ein af uppáhalds nýlendum
Rómverja. Fimm rómverskir
keisarar höfðu libaniskt blóð
í æðum.
• Kristindómurinn fékk
snemma fótfestu í landinu.
Jesús kom alla leið norður til
Sidon og rak illan anda út af
ungri stúlku, er ættuð var úr
héraðinu. Tyrosbúar voru
hreyknir af því, að þar var
fyrsti kristni söfnuðurinn
stofnaður á þessum slóðum. Páll
postuli heimsótti söfnuð þenn-
an. Frá Libanon eru fimm páf-
ar ættaðir. Af þeim voru tveir
teknir í dýrlingatölu.
Á sjöundu öld, þegar arabisk-
ir , sigurvegarar fótumtróðu
krossinn frá Tyrklandi til Mar-
okko, gátu hinir kristnu íbúar
Libanons bjargað Hfinu meðþví
að búa í fjöllunum, en þar var
næstum ómögulegt að ná til
þeirra. Þessir Libanonsbúar
héld.u trú sinni, þótt þeir væru
flestum gleymdir í hinum vest-
læga heimi.
Bandamenn krossfaranna.
Þegar hinir fyrstu kross-
riddarar, árið 1099, riðu eftir
strandvegum Libanons urðu
þeir allundrandi er þúsundir
hrifinna manna komu ofan úr
fjöllunum, heilsuðu þeim vin-
gjarnlega og buðu þá vel-
komna sem kristna bræður og
buðu hjálp sína við það að taka
Jerúsalem. Um 30.000 kristnir
Libanonsm. börðus með kross-
riddurunum. Þeir skutu vel
af boga og notuðu aðallega það
vopn. Einnig gerðu þeir mikið
gagn sem leiðbeinendur og far-
arstjórar. í þakkarskyni gerði
Loðvík hinn helgi Frakka-
kóngur þá að „heiðurs-Frökk-
um“, og með því myndaðist
samband milli ibúa Libanons og
Frakka sem staðið hefur fram
á vora öld.
Tyrkir fóru mjög illa með
Libanonsbúa við lok fyrri
heimsstyrjaldarinnar. En svo
komust þeir undir yfirráð
Frakka. Þ. e. a. s. Libanon varð
umboðsríki þeirra vegna gam-
allar vináttu.
En hveitibrauðsdagarnir urðu
ekki margir. Innan skamms
fóru Libánonsmenn að krefjast
rneira sjálfstæðis. Frakkar voru
því mótfallnir. Það kom til á-
taka. Verkföll dundu á og all-
margir menn voru fangelsaðir.
Að lokinni síðari heimsstyrj-
öldinni lögðu Ameríkanar og
Bretar fast að Frökkum með
það, að þeir veittu Libanon
meiri tilslakanir. Og Frakkar
komust ekki hjá því að gera
það. Árið 1946 fékk Libanon
frelsi sitt eftir að hafa lotið er-
lendum yfirráðum í meira en
2700 ár.
Miklir kaupmenn.
Um fjögur þúsund ára skeið
hefur fólkið á þessari strönd
einkum verið rómað fyrir snilli
í kaupsýslumálum. Enginn lif-
andi maður getur staðið Liban-
onsbúum á sporði í verzlunar-
kænsku, sagði útlendingur,
sem bjó í Beirut. Ef til vill hata
og óttast þeir Israelsmenn, sem
eru nágrannar þeirra, en ekki
sem keppinauta á heimsmark-
inum. Libanonsmenn segja
hreyknir: „í Beirut fara Gyð-
'ingar ætíð á hausinn, þ. e.
verða gjaldþrota“.
Hér kemur dæmi, sem sýnir
kaupsýsluhæfni Libanonsbúa.
Libanonsbúi var á ferð í New
York, veitti hann því athygli,
að Ameríkanar fleygja fatnaði,
sem nota mætti miklu lengur
en gert er. Hann keypti notað-
an klæðnað, cg hagnaðist vel á
því. Hann gaf h. u. b. eina
krónu fyrir kílóið í Ameríku
en seldi svo fötin háu verði í
Libanon og víðar.
í nokkrum fjallaþorpum og
bæjum í Libanon gengur nú
annar hver karlmaður í her-
mannabúningum frá U. S. A.
Hafði kaupsýslumaðurinn kom-
ist að góðum kaupum á ein-
kennisbúningum hersins, er
margir vorú lítið notaðdr, og
lágu í haugum í birgðastöðvum
hersins.
Libanonsmenn eru að flestu
leyti kappsamirverzlunarmenn.
Þeim. geðjast ekki að því að
vaxta miklar upphæðir um
langan tíma með lágum rent-
um. En það er nauðsynlegt ef
koma á s tóriðnaði í landinu.
Þess vegna er einungis um
smáiðnað að ræða, enn sem
komið er. Þeir framleiða
neyzluvörur, sælgæti, öl, dálítið
af vefnaðarvörum og „úlfalda-
söðla“, sem seldir eru útlend-
ingum sem sjónvarpsstólar. í
Beirut eru framleiddir h. um b.
200,000 þessara stóla ár hvert.
Stólarnir eru mjög heppilegir
sem sjónvarpsstólar. En úlföld-
um mundi ekki geðjast að þess-
um endurbættu söðlum.
Margir trúflokkar.
,,Ef kastað er steini inn í hóp
manna á götu í Beirut, lendir
hann ábyggilega á einum bisk-
upi, ef ekki fleiri,“ segir
máltæki, sem allir kunna á
þessum slóðum.
Hvergi í heiminum, meðal
jafn fámennrar þjóðar, mun
þvílíkan fjöldá trúflokka vera
að finna og í Libanon. Þar eru
sjö trúflokkar með yfir 20,000
meðlimi hvei', og um eitt
hundrað minni sértrúarflokkar.
Mai-gir þessara flokka hafa eig-
in dómstóla, eigin lög, t. d. við-
víkjandi giftingum og hjóna-
skilnaði. í Beirut er fjöldi
klerka og kennimanna. Þar eru
tveir kaþólskir kai’dínálar (en
það á sér hvei’gi stað í heimin-
um nema í Róm og Beirut),
herskarar af biskupum, yfir-
ábótum, múhameðstrúarprest-
um o. fl. o. fl.
Einn sértrúarflókkurinn borð
ar ekki salat né radisur, og
forðast bláa litinn. Annar trú-
flokkur heldur mikið af bláum
lit, og álítur hann hamingju-
gjafa. Hinn þriðji heldur eins-
konar sálumessu vegna her-
manna Faraós, sem drukknuðu
í Rauðahafinu, er það lokaðist
eftir að Mose hafði fai'ið yfir
það með Israelsmenn.
Mikil áhrif Maronita.
Meðlimir fjórða flokksins
brjóta allar leirskálar, sem
kristnir . menn eða múhameðs-
trúarmenn hafa matast úr. Þótt
trúboðar mótmælenda hafi
unnið mikið að trúboðd í Liban-
on frá 1820, eru þó í dag ekki
fleiri en tæplega 14.000 mót-
mælendatrúarmenn í landinu,1
og er það ekki einn af hundraði
af þjóðinni.
Stærsti trúflokkurinn er
maronitar. Þeir fengu nafn sitt
eftir St. Maro, sem dó einhvern
tíma á fimmtu öld. Uppruni
hans er óviss. Um þriðjungur
íbúanna í Libanon telst til þess-
arar kii'kju eða ti’úarstefnu, og
um 55% af hinum kristnu þar
aðhyllazt hana. Maronitar við-
urkenna páfann, sem sinn and-
lega yfirmann. En eigi að síður
víkja þeir þó frá mörgu í trú og
trúarsiðum kaþólskra manna.
Pi'estar þeii'ra hafa leyfi til að
kvænast og gera það flestir.
Mai’onitar eiga sína eigin dýr-
linga og hátíðardaga. Guðs-
þjónusta þeirra fer ekki fram
Frh. á 10. s.
Atómið athugað. —
Framh. af 3. síðu.
skuli jafnframt geta verið harð-
ir, ódeilanlegir og áþreifanlegir
og myndað jafn fast efni og t. d.
járnklump, og auðvitað verður
að reyna að skýra þetta fyrir-
brigði betui’.
Skýringin er sú, að auk hinna
„hörðu" og „áþreifanlegu“
prótóna, nevtróna og elektróna
er annað og meira í atóminu.
Þetta annað og meira er orkan.
Orkan í atóminu.
Hið „tóma i'úm“, sem er hlut-
fallslega svona geysistórt eins
og áður segir, og er á milli at-
ómskeljarinnar og kjarnans, er
reyndar ekki eins „tómt“ og
maður skyldi ætla. Það er miklu
nær að segja, að það sé fullt —
fullt af oi’ku. Og þessi orka er
ekki síður hluti atómsins en
kjarninn og skelin, nema síður
sé.
Ef þessi orka væri ekki fyrir
hendi í atóminu, mundi þetta
„loftkennda" hrófatildur, pró-
tónur, nevtrónur og elektrónur,
hrynja í í’úst, og það yrði sára-
lítið eftir, já og svo sannarlega
mætti segja, að það sem eftir
væi'i væri „steindauð" óvera í
orðsins fyllstu merkingu.
Það er vegna þessarar orku,
að atómið birtist oss sem harð-
ur, fastur hlutur, sem myndar
síðan hin þéttustu efni. Það er
líka þessi orka, sem gerir það
að verkum, að atómið getur í
vorum augum orðið lifandi, seig-
ur, teygjanlegur „skapnaðui’",
sem meira að segja getur „fælzt
og tryllzt" — og það er skýring-
in á því, að vér getum búið til úr
því ýmis efni, bæði fljótandi og
loftkennd. Það getur birzt
á þrennskonar hátt — í föstu
formi (t. d. ís), fljótandi (vatn)
og sem lofttegundir (gufa).
Þetta kemur til af því, að sú
atómoi'ka, sem hér er um að
ræða og ekki nefnist kjarnorka,
heldur ekki aðeins saman þeim
öreindum, sem atómið sjálft er
gert af, heldur heldur hún einn-
ig saman atómunum sin á milli.
Það er þessi atómorka, sem vér
mennirnir höfum hagnýtt oss
frá upphafi alda, þó að vér höf-
um ekki gert það vitandi vits —
ekki gert oss grein fyrir því. Það
er fyrst nú á seinni tímum, að
vér höfum komizt upp á lagið
með að nýta hana vísvitandipog
1 er þá átt vjð hina „tegund" at-
1 ómorkunnar: Kjarnorkuna.
| Vilji maður reyna að skilja,
:hvei’nig'þetta gerist, og hvaða
þýðingu þetta kann að hafa,
verðum vér að vita meira um
byggingu atómsins og starfsemi
þess og hvernig vér getum haft
áhrif á það með því að hagnýta
oss orku þess. Þess vegna er
nauðsynlegt að líta nánar á hin-
ar ýinsu tegundir atóma.
Næsta grein: Atómið og friini-
efnin.
ii. C. Æ nniersest :
Sólskinssögur. - 3
Einn af drengjunum tók
handfylli sína af leir og
mótaSi og leinnn varð að
mynd hins glæsilega Jason,
sem hafði sótt hið gullna
skinn. Annar drengurinn
hljóp strax út á engið, þar
sem blómin fríð í fögrum
litum uxu. Hann tók hand-
fylli og kreisti svo að saf-
'inn sprautaðist inn í augu
hans, vætti hringinn og
fyllti hug hans litum og
línum og um daga og ár
talaði fólkið í borginni um
hinn mikla málara. Þnðji
drengurinn hélt hringnum
svo fast í munni sér að hann
hljómaði, það var bergmál
frá hiartanu. Hugsun hans
og tilfinningar stigu í tón-
um frá hjartanu. Hver þjóð
sagði seinna: ,,Þetta er
okkar tónskáld.“ Fjórði
snáðinn, jú, hann var
sannarlega fjörkálfur. —
Hann var líka með spé-
koppa, „eri ég sendi honum
sólskinskoss,“ sagði sól-
skinið. Hann hafði skáld-
gáíu, hann var faðmaður
og kysstur enda bar hann
hamingjuhringinn frá hin-
um gullna svani. Hugsamr
hans svifu um eins og gullin
fiðrildi, tákn ódauðleikans.
„Þetta var löng saga,“
sagði stormurinn,“ — „og
Ieiðinleg,“ sagði rigning-
in.“ „Blástu á mig svo ég
geti náð mér aftur.“ ^