Vísir - 12.07.1958, Side 10

Vísir - 12.07.1958, Side 10
VISTO . Laugardaginn 12. jólí, 1953 Líbanon... Frh. af 9. síðu: á latínu, heldur á dauðri mál- Jýzku, sem runnin er af sýr- lenzku og er mjög skyld aram- eisku, en þá tungu talaði Jesús. Vorið 1957 voru frjálsar kosningar í Libanon. Þær fyrstu og einu, sem fram hafa farið í Arabaríki. Og kosningarnar snerust aðallega um stefnu Eisenhowers. Atkvæðagreiðsl- an sannaði það, að þjóðin hyllti einkum vestræna stefnu. Hinn frjálsi heimur gladdist þess vegna. Vilja vestræna samvinnu. Camille Chamoun sagði, að um tveir þriðju hlutar þjóðar- innar væru hlynntir vestræn- um þjóðum. Fyrir tíu árum myndi 100% þjóðarinnar hafa greitt samvinnu Libanons og vesturveldanna atkvæði. Kosningarnar gengu ekki hljóðalaust. Meiri hluti múham- eðstrúarmanna var æstur upp gegn vesturveldunum af Egypt- um og Sýrlendingum. Umboðs- menn þessara þjóða komu til Libanons og beittu miklum á- róðri og mútum. Það skemmdi fyrir málstað vestrænna þjóða í augum Libanonsmanna, að Bandaríkin höfðu veitt Israel mikla aðstoð gegn vesturveld- unum. Þúsundir af mönnum frá Libanon hafa setzt að í Ame- ríku. Og þótt lútherskum trú- boðum hafi ekki orðið mikið á- gengt við trúboðsstarfið í Lib- anon, hafa þeir á öðrum sviðum getið sér góðan orðstír. Fyrir það eru menn í Libanon þakk- látir — jafnvel múhameðstrú- armenn. Það voru trúboðarnir, sem komu með fyrstu, nýtízku prent vélina til Libanons með ara- bisku letri, árið 1834, og tveir þeirra gengust fyrir þýðingu Nýja testamentisins á arabisku. En frá því er það verk var unnið eru liðin hundrað ár. Þessi þýðing var svo vel gerð, að hún er hvarvetna álitin sí- gild meðal Arabaþjóða. Trú- boðarnir hafa einnig þýtt ó- teljandi kennslubækur vest- rænna þjóða á arabisku. Og bandarískir trúboðar ' komu á fót háskóla í Beirut. Þessi frægi háskóli stendur í óvið- jafnanlega fallegum háskóla- garði í fegursta hluta Beirut. í háskólanum eru 2500 stúd- entar frá 51 landi við nám. Meðal þeirra 15.000 stúdentar sem tekið hafa lokapróf frá há- skólanum í Beirut, er að finna forsætisráðherra og ýmis stór- menni frá flestum löndum heimsins. Það er talið hjónaband. Þegar SÞ var stofnað 1945 kom það á daginn, að undan- genginni rannsókn, að af full- trúunum, er gengið höfðu í háskóla, voru tiltölulega flestir útskrifaðir frá „The University in Beirut“. Charles Malik utanríkisráð- herra, sem hefur verið vinur vestrænna þjóða, héfur alvar- lega varað Améríkana við þeim afleiðingum, sem Iraelspólitík þeirra geti fylgt. Hann hefur beðið þá um að taka meira tillit til skoðana Araba, en þeir hafa gert. En Ameríkanar hafa ekki breytt um stefnu í þessu efni. Chamoun forseti og Malik líta á sambandið við hinn vest- læga heim eins og einskonar hjónaband, sem er stundum gott og stundum ekki. En hvað sem fyrir kemur má ekki koma til skilnaðar. Vesturlandaþjóðirnar mega ekki liggja í leti og áhyggju- leysi. Rússar græða á æsingu Araba gegn Israel og þeir munu verða vinsælli og vinsælli er þeir auka lán og aðra hjálp til Araba. Vilja ekki hlutleysi. Fram til þessa hefur þó eng- inn leiðtogi í Libanon beitt sér fyrir eða mælt með vináttu við kommúnista. En það er talað um hlutleysi gagnvart Egypt- um og Sýi'lendingum. Chamoun forseti hefur þó afneitað þess- ari hugmynd, sem ómögulegri. Hann sagði við mig: „Þetta hlutleysistal, sem eingöngu er notað af stórnmálamönnum, á rót sína að reka til hugleysis. Þessir menn þora ekki að segja sannleikann á kommúnisman- um“. En Chamoun er ekki myrkur í rnáli, og segir það eitt, sem er sannfæring hans. Hann á ann- ríkt, og hefur margt á sinni könnu. Á meðan eg sat og tal- aði við hann í forsetahöllinni, sprakk „mótmælasprengja“ í tveggja kílómetra fjarlægð. Loftið yfir höfðum okkar sprakk og nokkuð af múrhúð- unarlaginu datt á gólfið með braki og brestum. Þessi atburð- ur undirstrikaði á greinilegan hátt hvernig ástandið er nú á þessum slóðum. tsliín — ea slapp. Lcgreglan í Köln stöðvaði Sorajii, i'v. drottningu, í sl. viku en sloppti lienni strax aftur. Uppgafadrottningin ætlar að búa í V.-Þýzltalandi fyrst um sinn, þar sem faðir hennar er sendiherra írans. Hún var að byrja að læra á bifreið og ók um gatnamót „gegn rauðu“, er hún var tekin. an/iar óögut — ej'tir Uenió. Engin kona var betri skytta en hún. SAGAN AF * ANNIE DAKLEY Njósnarar líflátnir í Kína. Kínverska stjórnin hefir til- kynnt um aftökur njósnara. Segir í tilkynningu, að í síð- ustu viku hafi sjö þjóðernis- sinna verið líflátnir í Kwan- tung-héraði., Okama verður sjéve Fr.rpiii :■ frá Haifa (Israel) hermir, að Ghan i, seni ::r oitt af !)r:;zku samveldislöndunum, ætli r.3 koma sér upp flota. Undirböningur er hafinn og eitt fyrsta ski efið er að stofna skóla fyrir liðsforingjaefni (na- val academy), og hefur ís.raelski sjóliðsfoi'inginn Yehude Benron verið ráðinn til að veita skólan- um forstöðu. Aðrir kennarar skólans verða einnig frá Israel. Benron verð- ur og ráðunautur Nkrumah for- sætisráðherra um flotamál. 1) Yndisþokki Annie Oakley var slíkur, að karlþjóðin bráðn- aði lireint fyi'ir henni. Hún var kunn undir nafninu „Metskytta heims". Slík var leikni heiinar með riffil — og skammbyssu, að fáir hafa farið fram úr henni í þeim efmim til þessa dags'. Um hana hafa spunnizt margar þjóð sögur, sem eru á livers manns 2) Annie var ekki nema sjö ára, þegar hún hleypti í fyrsta sinn af gamla rifflinum lians föður síns. Höggið sló Iiana nið- ur og' hún nefbrotnaði, en hún lét það eleki aftra st*r frá þvi að skjóta, og áður en leið á löngu var hún orðin svo markvís, að hún gat farið á dýraveiðar og fært fjclskyldu sinni bráð.------- vörum í Ameriku----------. Það er óvíða utan Ameríku, sem Annie Oaldey liefði getað náð slíkimi vinsældum. Ameríku- menn dá methafa í nálega öllum greinum, en Jæir lofa þó frelsið enn meir, og réttur borgaranna til að bera vopn er einhver helg- asti réttur, seni hverjum Amer- íkumanni er-tryggður. Hann er skráður í sjálfa stjórnarskrá Bandaríkjanna. — — — Annie Oakley var fædd 1860 í bjálka- kofa í ríkinu Ohio. Hún ólst upp við sára fátækt, sem hefði fyilt margt barnið beizkju gagnvart heiminum. En Annie var svo bjartsýn og geðgóð, að húm harkaði allt af sér og taldi kjark í systkini sín sjö. — ÞegarAnnie var 16 ára, gerði liún samning við stórt liótel um að veiða fugla fyrir það, og varð þannig sem skytta fyi'irvinna lieimilsins. Svo fær var hún orð- in sem skytta, að þegar hótelið kvartaði undan því, að fugls- skrokkur hefði skaddazt af skoti, æfði hún sig þangað til ekki brást að liún hæfði fljúgandi fugl í höfuðið--------Eitt sinn J er hún var á ferð að lieimsækja (systur sína, lenti hún í skol keppni við Frank Butler, sem I var skytta að atvinnu. Hún bar ' auðveldlega sigur af hólmi, þó að jiianu væri 'einhver frægasta skytta landsins. Butler varð injög lirifimi af ieikni hinnar ungu stúlku. 3) Annie og Frank urðn ást- fnngin við fyrstu sýn, og giftust áður en árið var iiðið. Brúðkaup Jiessarar litlu, grannvöxnu stúlku og Butlers var uppliaf að æfi- löngu hamingjusömu lijónabandi — — — Annie og Frank léku listir sínar saman, ferðuðust um a!lt landið og héldu sýningar hvarvetna. Anrie vcrð einna trægust íyrir þá list sina að skjóta sígarettu, sem Butler iiafði milli varanna, á 50 feta færi. Þetta vakti geysimikla hrifningu áhorfenda.----------Á einni sýningu þerra í St. Pau! j Miu-esota var frægur Indíána- höfðingi meðal áhorfenda. Harni varð svo hrifinn af leikni Annie, að hann iók hana sér í dóttur stað. Siðar átti það fyrir þeim Annie og F -anlc að liggja, að hafa sameigir.lega sýningu með Indíána þessui-i. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.