Vísir - 19.07.1958, Side 12
I 'íkkeri biað er ódýrara I áskrift en Vísir.
j ILatið bana færa yður fréttir og annað
Kettrarefni heim — ám fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
VXSIR
Laugardaginn 19. júlí 1958
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðiS
ókeypis til mánaöamóta.
Sími 1-16-60.
Stóreignaskatturinn:
Hví var hann einungis
lagður á ein«ta,í|'nna 'f
Tifl þess að hlífa auðféflögum
framsölinar.
Þegar rætt er um bað, hvers vegna ríkasta og stærsta
verzlunarfyrirtæki landsins, SÍS, greiði engan stóreigna-
skatt af eignum, SEM NEMA MÖRGUM HUNDRUÐUM
MILLJÓNA KRÓNA, segja framsóknarmenn með miklum
reigingi, að við því sé ekki að búast vegna bess, að stór-
eignaskatturinn sé aðeins lagður á einstaklinga en ekki
félög.
En hvers vegna var það órcttlæti framið að leggja stór-
eignaskattinn á einstaklingana en ekki félögin, sem þó eru
viðurkenndir og löglegir skattgreiðendur?
ÞAÐ VAR GERT AÐEINS TIL ÞESS AÐ SAMVINNU-
FÉLÖGIN GÆTU SLOPPIÐ VIÐ AÐ GREIÐA SKATT-
INN.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn
mynduðu stjórn 1950, var ákveðið að leggja á stóreigna-
skatt í sambandi við gengisbreytinguna, sem þá var gerð.
Sjálfstæðismenn vildu, að skatturinn væri lagður á alla
skattþegna, einstaklinga og félög, eins og tíðkast v>,m tekju-
skatt til ríkisins. Hitt þekkist ekki að leggja skatt á nokkurn
iiluta skattgreiðenda.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN HÓTAÐI ÞÁ AÐ
SEGJA SIG ÚR STJÓRNINNI ÞEGAR í STAÐ, EF
FÉLÖGIN VÆRI LÁTIN GREIÐA SKATTINN.
Framsóknarflokkurinn kom sínu máii fram og Sam-
bandið og kaupfélögin sluppu við að greiða fyrri stóreigna-
skattinn, eins og hinn síðari. Félögin voru -skylduð til að
greiða skattinn af hluta einstaklinganna í félögunum, en
framsóknarmenn vissu það, að fáir eða engir af þeim ein-
staklingum sem í kaupfélögunum eru mundu komast í stór-
eignaskatt og því mundi SÍS og kaupfélögin þurfa að
greiða — eins og komið hefur á daginn.
SAMVINNUREKSTURINN í LANDINU ER SKATT-
FRJÁLS MEÐAN SKATTARNIR SJÚGA MERGINN ÚR
ÖLLUM ÖÐRUM ATVINNUREKSTRI.
HIN SVONEFNDA „SKATTSKYLDA" SAMVINNU-
FÉLAGANNA Á PAPPÍRNUM, ER HINN MESTI SKRÍPA-
LEIKUR HRÆSNINNAR í SAMBANDI VIÐ SKATT-
GREIÐSLU SEM ÞEKKIST Á BYGGÐU BÓLI.
Kaupfélögin greiða nú engan tekjuskatt til ríkisins.
Allar tekjur þeirra renna í ska^ttfrjálsa sjóði. Síærsta
fyrirtæki landsins, sem á stærsta skipastólinn, fjölda af
verðmætum eignum og stærstu verksmiðjurnar — GREIÐIR
ENGAN STÓREIGNASKATT vegna þess að pólitísk rotnun
og ósvífin hlutdrægni verndar þessi fyrirtæki gegn skatt-
greiðslum, sem allir aðrir verða að bera. Þetta eru sömu
fríðindi og hinar gerspilltu yfirstéttir höfðu á miðöldunum.
Að vestan:
Aldarafmæli
Hólskirkju.
Einkaskeyti til Vísis.
ísafirði í gær. —
Tuttugu manna hópur úr
Bolvíkingafélaginu • Reykjavík
kom hingað í gærkvöldi í heim-
sókn
Heimsóknin ei’ nieðfram
vegna aldarafmælis Hólskirkju
í Bolungarvík.
Keknetaveiðar.
Vélbátar frá ísafirði Og Súg-
andafirði hafa ákveðið að hefja
xeknetaveiðar í næstu viku.
Holloway stjórnar
landgönguliðinu.
James L. Holloway flotafor-
ingi er yfirstjórnandi landgöngu-
sveita Bandaríkjanna i Libanon.
S.l. miðvikudag voru þangað
komnir 3600 menn úr land-
göngusveit flotans, en fleiri hafa
bæzt við síðan.
Holloway sagði við fréttamenn
í gær, að hermenn hans hefðu
tekið sér stöðu við flugvöllinn
utan Beirut og við höfnina, og við
samgönguleiðir þar í milli. Voru
þar með framkvæmdar fyrstu að
gerðir landgönguáætlunarinnar.
Hann kvað sambúðina við íbú-
ana að öllu vinsamlega.
- -:
Ný uppíinning léttir
mönnum ferðalög.
Svartaþoka á miðunum
— Síldarbræðsla hafin á Eskifirði.
Bandariskt fyrirtæki hefur ný-
lega fundið upp hreyfil, er gerir
menn svo létta í spori að likast
er því, að um veðhlaupahesta sé
að ræða.
Setja menn tæki þetta á sig
og segja framleiðendurnir, React
ion Motor Company, að það sé
ekki flugvél í neinni mynd, held-
ur hreyfill, sem dregur úr þyngd
araflinu og léttir vöðvastarfsem-
ina.
Verkfræðingur einn, sem
reyndi hréyfilinn, hljóp hraðar
en nokkur maður hefur gert til
þessa, stökk yfir ár, kleif kletta
og gerði sitthvað fleira ótrúlegt
— en var sem óbreyttur á eftir.
Hreyfillinn er lítill og svo fá-
brotinn, að gert er ráð fyrir að
hægt muni vera að framleiða
hann fyrir tiltölulega lágt verð.
Bandarískir hernaðarsérfræðing-
ar, sem hafa athugað uppfinn-
inguna, eru sannfærðir um, að
hún hafi mikla framtíðarmögu-
leika.
Stúlka sigrar í ritgerða-
samkeppni um flugmál.
Barnablaðið Æskan og Flug-
félag fslands efndu fyrir nokkru
til ritgerðarsamkeppni um efnið:
„Hvaða þýðingu hafa flugsam-
göngair fyrir íslendinga?“
Þátttaka í samkeppninni var
mjög góð og bárust yfir 100 rit-
gerðir frá börnum hvarvetna af
i landinu. Það er allathyglisvert í
j sambandi við keppnina, að fleiri
ritgerðir bárust frá stúlkum en
piltum. — Kanske er það flug-
freyjustarfið sem freistar þeirra,
sagði Njáll Símonarson fulltrúi
flugfélagsins, þegar hann í gær
skýrði blaðinu frá niðurstöðu
keppninnar ásamt fulltrúa Æsk-
unnar. Og enginn vafi er á því,
að sú er a.m.k. ein ástæðan tii
þátttöku þeirra.
Fyrstu verðlaun í ritgerða-
samkeppninni eru flugferð til
Kaupmannahafnar og heim aft-
ur. Þau hreppir 13 ára stúlka,
jGerður Steinþórsdóttir, Ljós-
, vallagötu 8, Rvík, dótturdóttir
Jónasar Jónassonar frá Hriflu,
fyrrum ráðherra. Önnur verð-
laun fær Rögnvaldur Hannes-
son, 14 ára, Höfn í Hornafirði, og
þriðju verðlaun falla í skaut
Ragnheiði Kristínu Karlsdóttur,
13 ára, Leifsgötu 5 í Reykjavik.
— Síðari verðlaunin eru bæði
flugferðir eftir egin vali á milli
staða hér innanlands.
Þess má að lokum geta, að í
júlí—ágúst hefti Æskunnar er
fyrsta verðlaunaritgerðin birt.
Og hinar tvær verða birtar síð-
ar.
Danir sigruðu 2:1.
Knattspyrnukappleiknum á
leikvanginum í Laugardal í
gærkvöldi lauk með því, að
Danir sigruðu Suðvesturlands-
liðið með 2:1.
Frá fréttaritara Vísis.
Eskifirði í gærkvöldi. —
Síðan í morgun hefur aðeins
einn bátur tilkvnnt komu sína
með síld hingað, enda er þoka
á miðunum og lítið um afla af
þeim sökum.
Bátur þessi er Sveinn Guð-
mundsson, sem fékk 3—400 mál
út af Dalatanga . svartaþoku.
Og segja skipv’erjar að það sé
hrein tilviljun, er bátarnir
finna síld, meðan skyggnið er
svona siæmt, bó að asdic-tækin
komi að vísu að nokkur gagni,
Að öðru leyti er veður mjög
gott hér eystra.
Síldarbræðslan hér byrjaði
að bræða síld á hádegi í dag,
en fram til þess tíma hafði verið
bræddur karfi, er Austfirðing-
ur lagði upp hér. Verður nú
haldið áfram við síldarbræðsl-
una og afkastar verksmiðjan
6—800 málum á sólarhring. —
Löndun úr þeim bátum, sem
biðu hér í morgun, lýkur senn.
Austurborg - nýr leikskcii Sumar-
gjafar fyrir smábörn.
Hofur aðseiur í féiaffsheimili
Óháðu safnuðurins.
Barnavinafélagið Sumargjöf j Viðstaddir voru við fyrrnefnt
hefur tekið á leigu kjallara fé- tækifæri, auk formanns, Bogi
lagsheimilis Óháða fríkirkju-
safnaðarins við Háteigsveg og
hefur byrjað þar starfrækslu
leikskóla fyrir smábörn.
Páll S. Pálsson formaður
Sumargjafar skýrði fréttamönn
um frá því í fyrradag, að um-
sóknir að leikskólunum hefðu
tíðum verið meiri en unnt var
að sinna. Reynt hefði verið eftir
megni að sinna óskum og þörf-
um í þessu efni, en ný hús fyrir
dagheimili og leikskóla hefðu
ekki verið reist seinustu árin
og húsnæði því skort. En svo
barst tilboð í vetur frá for-
manni Óháða fríkirkjusafnað-
arins um að leigja Sumargjöf
kjallara félagsheimilisins til of-
annefndrar starfsemi. Samning-
ar tókust og var starfrækslan
hafin 8. maí s. 1., eftir að nauð-
synlegum undirbúningi svo sem
girðingu lóðarinnar hafði verið
lokið.
Skólinn starfar í einni deild
enn sem komið er. Forstöðu-
kona er nú Hjördís Jónasdóttir.
Gert er ráð fyrir, að þarna
verði 25—30 börn síðdegis.
Skólinn hefur hlotið nafnið
Austurborg og er með stofnun
hans bætt úr brýnni þörf.
Misheppnuð flóttatilraun
póisks togarasjómanns.
Pólskur togarasjómaður gerði
tilraun til þess s.l. mánudag
að komast á land í Skotlandi,
vafalaust til þess að fá landvist-
arleyfi sem pólitískur flótta-
maður.
Togarinn var fyrir utan Mon-
trose í Skotlandi, þegar sjómað-
urinn gerði flóttatilraun sína.
Sjómenn á skozkum fiskikútter
sáu til mannsins á sundi og voru
í þann veginn að komast til
hans, en bátur frá togaranum
kom fyrr og náði manninum.
Togarinn hvarf suður á bóginn.
Skozku fiskimennirnir segja,
að krækt hafi verið í manninn
með krakstjaka og hann inn-
byrtur.
Sigurðsson frkvst. Sumargjaf-
ar, Jónas Jósteinsson og Þór-
unn Einarsdótti.r forstöðukona í
Tjarnarborg, og Andrés klæð-
skeri Andrésson, formaður Ó-
háða fríkirkjusafnaðarins, sen~
óskaði Sumargjöf til hamingju
með nýja leikskólann.
Norrænt vinabæjamét
á Isafirdr.
Frá fréttaritara Vísis —
tsafirði í gærdag.
Norrœna vinabœjamótið hefst
hér klukkan 14 á laugardag
með opinberri móttöku erlendra
fulltrúa í Alþýðuhúsinu.
Mótið sækja 26 erlendir full-
trúar, 10 norskir, sjö danskir,
fimm sænskir og 4 finnskir. —
Þetta er fyrsta vinarbæjamótið
sem haldið er hér. Ráðgert er
að það standi þrjá daga. Bæjar1-
stjómin sér um móttökur og fyr
irgreiðslur gestanna, en einnig
ætlar Norræna félagið að halda
kvöldveizlu fyrir þá. Félags-
málaráðherra er boðinn hingað
meðan mótið stendur.
Vinabæir ísafjarðar eru Töns-
berg í Noregi, Roskilde í Dan-
mörku, Linköping í Svíþjóð og
Joensuu í Finnlandi.
2461 tonn karfa
á einni viku.
í yfirstandandi viku hefur
verið landað 2416 lestum af
karfa úr toguri’.m í Reykja-
vík, eða því sem næst.
Aflinn skiptist bannig á
togarana: Pétur Halldórsson
með 337 tonn, Marz 324,
Neptúnus 365, Þorsteinn
Ingólfsson 320, Jón forseti
270, Fylkir 320, Hallveig
Fróðadóttir um 270 og Geir
um 260. Löndun stendur yfir
úr tveim hinum síðasttöldu.