Vísir - 26.07.1958, Page 6

Vísir - 26.07.1958, Page 6
6 V í S I R Laugardaginn 26. j.úlí 1953 WK'SIRL D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru 1 Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, cpin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar lir. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 ’intakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. KIRKJA OE TRUMAL: Hvar er Gnð'? Vígbúnaður og stríðsotti. Wndanfarna daga hefir verið mikið um að vera í heims- naálunum, því að óvenjulega margar orðsendingar hafa farið á milli helztu höfuð- borga heimsins. Orðsending- ar þessar hafa allar fjallað um það, hvort æðstu menn þjóðanna geti komið saman til fundar til að ræða friðar- málin og draga úr spennu í heimsmálunum, svo og, hvar og hvenær unnt sé að halda slíkan fund, svo að nokkurs árangurs sé að vænta. Hefir að sjálfsögðu verið fylgzt með fréttum af þessu um heim allan því að ekkert er mannkindinni mikilvægara en að kalda stríðinu linni. Vígbúnaðarkapphlaup hefir verið milli stórþjóðanna undanfarið og leggur það þungar byrðar á þær, sem þátt taka í því, og er þá ekki getið hættunnar fyrir allt mannkyn, sem því fylgir. En kapphlaupið er bein afleið- ing af þeirri tortryggni, sem ríkir þjóða í milli, hvort sem mönnurn finnst hún. eðlileg eða ekki. En þegar á það er litið, hvernig þróun sögunn- ar hefir verið undanfarinn áratug og lengur, er ekki nema eðlilegt, að lýðræðis- þjóðirnar vilji vera við öllu búnar gagnvart kommúnist- um og vígbúnaði þeirra. Þær hafa því einnig vígbúizt, og þar með er kapphlaupið komið af stað. Raunar má rekja þetta allt til þess, þegar tekizt hafði að ganga á milli bols og höfuðs á Þjóðverjum og Japönum á árinu 1945. Þegar svo var komið, töldu lýðræðisþjóð- irnar, að kyrrt mundi verða í heiminum á eftir, svo að þær sendu heri sína heim eins fljótt og því varð við komið. Þær' afvopnuðust eins og þær höfðu gert eftir fyrri heimsstyrjöldina, og gerðu ráð fyrir, að það mundu fleiri gera. En þar skjátlað- ist þeim, því að hinum kald- rifjuðu ráðamönnum Sovét- ríkjanna var allt annað í huga en að leggja frá sér vopnin. Þeir töldu einmitt að rétta tækifærið væri komið ,þar sem þeir höfðu einhvern stærsta her undir vopnum, sem sögur fara af, en hinir, er helzt gátu komið i veg fyrír framkvæmd áforma þeirra, höfðu fleygt vopn- unum, Þá var hafin útþensl- an, sem leiddi til þess, að kommúnistar hrifsuðu völd- in í hverju landinu á fætur öðru með aðstoð rauða hers- ins, enda þótt stefna þeirra ætti víðast sáralitlu fylgi að fagna. Og með aðstoð vopna ráðstjói-narinnar halda kommúnistar þeirri aðstöðu, sem þeir náðu forðum. Þessi er undirrót vígbúnaðar- kapphlaupsins í heiminum og þess ótta, sam mannkynið á við að búa. Sökin er hjá foringjum alþjóðakommún- ismans og engum öðrum. Ef þeir hefðu látið heri sína af- vopnast 1945 eins og lýðræð- isþjóðirnar, mundi öðru vísi vera umhorfs í heiminum en raun ber vitni. Þá mundu fleiri þjóðir vera frjálsar og una glaðar við sitt og þá mundi mannkynið geta sof- ið rótt, laust við stríðsótta, sem foringjar kommúnista ala á, um leið og þeir berja sér á brjóst og þykjast vera hinir einu vinir friðar og frelsis í heiminum. Undanfarið hefir —- eins og sagt er hér að ofan — verið mikið um það rætt að koma á fundi æðstu manna. Eins og gera mátti ráð fyrir hefir æðsti prestur kommúnista, Nikita Krúsév, talað og rit- að manna mest um þörfina á slíkri samkundu, og er heiminum vitanlega ætlað að telja hann einn meiri háttar friðarvin af þeim sökum. Það er nefnilega mjög senni- legt, að ekki sé um annað en áróðursbragð að ræða, þegar Krúsév skrifar og talar þannig. Látalæti hans, hvað snertir friðarmál og sáttvísi, eru fræg um allan heim. En nis sanianf kunnara er þó innræti hans, þegar til alvörunnar kemur, því að innræti sitt birti hann alheimi fyrir tuttugu mán- uðum, þegar hann sig'aði hersveitum sínum á Ung- verja, sem vildu aðeins fá að lifa einir og í friði í land- inu sínu. Og hann undir- strikaði innræti sitt fyrir fimm vikum þegar kunnugt varð um kaldrifjuðustu hefndarmorð, sem sagan kann frá að greina — aftök- ur Nagys og félaga hans. Það er ekki hægt annað en að tortryggja menn, er þannig hegða sér, þótt þeir geri ekk- ert annað á milli óhappa- verkanna en að lofa friðar- Hvar er Guð? Hver hefur séð hann? Hver veit yfirleitt nokk- uð um hann? Hvaða meining er í því, að segjast trúa á þann, sem enginn sá og enginn getur þreifað á? Þannig er oft sagt. Þetta eða þvílikt hafa allir heyrt. Það er vissulega rétt, að eng- inn hefur séð Guð. Það segja ekki aðeins afneitarar og niður- rifsmenn. Guðs orð segir: Eng- inn hefur nokkurn tíma séð Guð. Hann býr í ljósi, sem enginn fær til komizt, sem enginn leit i né litið getur. t I Þetta segir Biblían. Guð er sve hár, að ekkert auga fær litið hann eins og hann er, ekkert auga í alheimi. Meira að segja englarnir, sem eru við sjálfa. há- sætisskör Guðs, þeir sjá ekki annað en endurskinið af dýrð hans. Engin sköpuð vera myndi þola að sjá hann eins og hann er. Hvar sem Guð birtist verður hann að hylja sig, h.júpa sig með einhverju móti til þess að blinda ekki það auga, sem lítur hann. Ef gufuhvolfið, sem er umhverf- is jörðina, væri horfið, myndi sólskinið verða ofraun öllu lífi. Geislar sólar eru ^ijúpaðir. Það er miskunn fólgin í þvi. Guð hjúpar hátign sína. Það er ennþá meiri miskunn. Enginn getur litið Guð og lífi haldið, segir Biblían. Og engin sköpuð skynjun get- ur rúmað hann. Hann sem rúm- ar alheiminn og allt, sem í hon- um er, hvernig ætti nokkur skap- aður hugur að geta rúmað hann? Jörðin i'úmar ekki sólina, þótt |hún þiggi yl og líf af henni. ^Það þyrfti nokkur hundruð þús- unda af jörðum til þess að fylla upp i sólina. Þó er jörðin stór miðað við sólu og sóhn smár hnöttur í samanburði við marga aðra. Miðað við vetrarbrautina er sólin ásamt því kerfi hnatta, sem snúast kringum hana, ekki stærri en títuprjónshaus í sam- anburði við Island. En sú vetrar- braut er þó ekki nema eins og dropi í útsæ alheimsins. Enginn mannshugur getur í rauninni gert sér neina grein fyrir stærð alheimsins, og er þó stærðin ekki nema eitt af óteljandi undrum j hans. Og samt er allur þessi ytri veruleiki, -veraldir algeimsins, ekki annað en rétt sem fis í lófa skapara síns. Það væri gerlegra fyrir þig í.ö stinga sólkerfinu í vasa þinn en að rúma heilagan leyndardóm Guðs í huga þér. Nei, Guð verður ekki séður. Hann er of hár til þess, of stór- kostlega undursámlegur. Reyndar er það fleira, sem þú sérð ekki. Þú sérð ekki sjálfari þig. Þú getur séð andlitsskapnað þinn í spegli, en það er ekki þú sjálfur, það er aðeins mynd, og þú veizt, að þú ert annað en myndin. Þú sérð ekki sjón þína, heyrir ekki heyrn þína, skynjar ekki skynjun þína, þú getur ekki þreifað á huga þínum. Og Guð er innar en sjón þin og heyrn og ást sína. En ef þeir geta sýnt hana í verki, svo að óyggj- andi sé að þeir sé batnandi menn, þá er það vitanlega mikils virði. skynjun og hugur, nær þér en æðaslögin í sjálfum þér. Þú sérð ekki lífið. Þú getur kramið skor- dýr milli fingra þér. Þú sérð ekki leyndardóminn, sem hverf- ur frá þvi, þegar það breytist úr iðandi, kvikandi lífveru í dauða klessu. Því siður geturðu kallað það ósýnilega afl aftur, þegar það er farið. Þú sérð ekki lifið | í sjálfum þér, það Öularfulla afl, sem bærist í blóði æða þinna, í viðbrögðum tauga þinna, í hugs- un heilans. Hvað er þetta afl? Svolitið brot af lífi Guðs. Guð er i þér og þú í honum. Hann er uppspretta lífsins, í honum lifum, hrærumst og erum vér, segir Biblían líka. Hann er nær þér en allt annað. Svo nærri þér, að þegar af þeirri sök gætirðu ekki séð hann, ekki fremur en þú sérð sjálfan þig. Litla rauða eða hvita blóðkornið í æðum þínum er hluti af þér. En það veit ekki af þér, getur ekki séð þig, gæti það ekki, þótt það hefði augu. Þú ert miklu minni en lítið blóðkorn í Guði. Þannig er Guð í senn of fjarri þér og of nærri til þess að þú getir séð hann eða skynjað á likan hátt og þú skynjar það, sem er utan þín og af sama heimi og þú. En annað skiptir enn meira máli í þessu sambandi: Það er svo margt, sem með þér býr, sem er ekki Guð. Þú hefur þitt sjálf- stæði, þinn eigin vilja, þitt eigið hugarfar. Þú ert skapaður frjáls. Og þetta frelsi notum við til þess að fara eigin götur en ekki Guðs vegu. Jesús segir: Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guðs ríki sjá. Við erum ekki hreinir í hjarta. Þú sérð til botns í, tærri lind, sérð sjálft augað, þar sem vatnið kristals- tært streymir fram úr æðinni neð anjarðar. 1 grugguðum polli sérðu ekki til botns. Mannshjart- að er gruggug lind. Um það seg- ir Jesús: Innan að frá hjarta mannsins kemur allt það, sem saurgar manninn og blindar hann. Mý IJóftasbeík : Strokfl um strengi. Nýkomin er út Iióðabók, „Strokið um strengi“, efíir Lárus Salómonsson lögreglu- þjón. Hér er um allmikið safn ljóða og vísna að ræða, — bók- in er rúmar tíu arkir í stóru broti, og vönduð að öllum frá- gangi. Alkunnugt er, að Lárus er mikill aðdáandi alls þess, sem ísland á bezt, í sögu og ljóðum, og hans eigin ljóðagerð ber þeirri a.ðdáun vitni, karl- mannslund og drengskap. Og hann sér glöggt hver mein þjóðinni eru hættulegust. „Glæst var okkar gullöld forðum, göfgar bækur menning sanna. Færði stjórn úr föstum skorðum flokkadráttur valdhafanna. Þjóðareining þraut og frelsi. Þjóðin fyrri synda geldur, Margir vilja búa. — Mikið hefur verið rætt og rit- að fyrr og síðar um flóttann úr sveitunum — og framtíðarskil- yrðin þar og við sjávarsíðuna Flóttinn úr sveitunum var kom- inn til sögunnar fyrir þá öld vél- tækninnar, sem nú er upp runn- in, og fyrrum hefur ef til vill verið um vantrú manna á fram- tið sveitanna að ræða. Sú vantrú mun nú vart við lýði. Enginn efast nú um framtíðarskilyrðin þar, fyrir dugandi fólk, svo fremi að það geti stofnað þar heimili. Sannleikurinn er vafalaust sá, að margir vilja búa í sveit, sem sjá enga möguleika til þess, og flytja til Reykjavíkur, annara bæja og kauptúna, þar sem atvinna býðst og miklu auðveldara er að stofna heimili. I Vélarnar, — nútíma- ' búskapar fyrirkomulag. | Nú hefur búskapur komizt í það horf, að sem flest er unnið með vélum. Heyskapur er allur á ræktuðu landi að kalla, nema þar sem eru nærtækar engjar, sem hægt er að vinna með vél- |um. Án allmikils vélakosts get- ur enginn búið. 1 fróðlegri grein í Frey er rætt „hvert fjármagn liggur í vélvæðingu eins heimilis, eða þá öllu heldur þeim véla- kosti, sem þarf að fylgja einni dráttarvél, svo að hún nýtist að Jullu við búreksturinn“. Þessi ^ tæki öll kosta — miðað við verð- lag áður en bjargráðin komu til sögunnar — 105.000 kr. Er þá é- talinn sá vélakostur, sem þarf til að „verka fóðrið og vernda það i heystæðunni", og er þar átt við súgþurkun, en sá liður „sé engu ómerkara viðfangsefni eins og komið er en heyöflunin, Og er þá ógetið mjaltavéla o.fl. Engin furða — Það er engin furða þótt ung hjónaefni eða hjón, sem gjarnan vilja búa í sveit hugsi sig um tvisvar, er þau hugleiða fjárhags hliðar málsins. Minst hefur ver- ið á vélakostinn einan — ekkert á jörðina, áhöfn, innbú, líéimilis- tæki o.m.fl. Það er því augljóst hverjir erfiðleikar eru á vegum hinna efnalausu eða efnalitlu, enda frágangssök fyrir aðra að hefja búskap en þá, sem hafa getað undirbúið allt fyrirfram, og munu hafa staðið þar einna bezt að vigi bændasynir, sem hafa getað komið sér upp nokkr- um bústofni og ef til vill fengið land til nýbýlastofnunar heima, að slepptum þeim, sem geta tekið við búi og jörð af foreldrum sín- u.m. Aðrir geta augljóslega ekki nema sérstakar ástæður séu fyr- ir hendi stofnað bú af eigin ram- leik. I grein þeirri, sem hér hef- jur verið vikið að, og er eftir |Guðm. Jósafatsson bónda í Aust- lurhlíð í Húnavatnssýslu, ræðir jm.a. um nauðsyn aðstoðar við ; frumbýlinga, og bendir á, að j stofnfjárþörf búanna hef.ur vax- ið mikið síðasta áratug og að- Jstaða frumbýlinga þvi verri en áður. — Tillögur ýmsar, sem hann ræðir í grein sinni, kveðst hann munu senda næsta Búnað- arþingi til athugunar og um- ræðu. —1 að við hlutum erlent helsi. Okkar réttur þá var seldur.“ En þjóðin fann þróttinn „í hreim og bögu“ og „aldrei verður erlent helsi aftur hér, né réttur seldur“. Mörg tækifæriskvæði eru í bókinni, en annars eru yrkis- efnin allmörg.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.