Vísir


Vísir - 26.07.1958, Qupperneq 12

Vísir - 26.07.1958, Qupperneq 12
Ekkert blaS er ódýrara i áskrift en Víslr. LátiS hana færa yður fréttir og annað iettrarefnl heim — án fyrirhafnar al yðar hálfn. ; Súni 1-16-60. Laugardaginn 26. júlí 1958 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendoi Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaCið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. * y Iranskeisari velur ser drottningarefni. Hún er 18 ára og hefir stundað nám í í>að er nú almennt álitið, að Iranskeisari hafi valið sér nýja eiginkonu. Er hér um að ræða ^ Þetta er Lilly Mythra Fallah, væntanlegur arftaki Sorayu. 18 ára gamla íranska stúlku, LiIIy Mythra Fallah. Hún hefur verið kölluð heim til Teheren frá skóla þeim sem hún sólti í Surrey á Englandi. Gert, er ráð fyrir að í næstu viku íljúgi hún til Parísar til þess að velja sér brúðarkjól. Það var fyrir fjórum mánuðum síðan að faðir stúlkunnar, Reza Fallah, sem er einn af hinum auðugu yfirmönnum olíu- vinnslunnar í íran, var boðað- ur á fund hins 38 ára gamla keisara. Þar tjáði keisarinn Falla.h að dóttir hans væri með al þeirra sem höfð væri í huga sem væntanlegur arftaki Sor- ayu á drottningarstóli. — Þó skyldi stúlkan halda áfram námi sínu í Englandi unz end- anleg ákvörðun hefði verið tek- in í málinu. Fyrir tveimur vikum síðan var einkabifreið íranska sendi- ráðsins ekið upp að dyrum sk'ólans í Surrey, og ungfrú Fallah fór með honum. — Skömmu síðar flaug hún til heimalands síns. Gert er ráð fyrir að vali keisarans verði vel tekið meðal þegna landsins, en eins og kunnugt er hefur hann tvívegis verið giftur áður. Óperusöngvari, fegurðar- drottning og silfurlampa- handhafi á síld. Hörgull á herruen og síid. Símtal við Raufarliöfn í gær- kvöldi: — Eru þeir að fá hana? — Nei, hingað hefur engin síld borizt siðan um helgi. Það er ekki útlit fyrir að verði veiðiveð- ur næsta sólahring. Sama leið- inda veðrið, rigningar súld og kuldi en ekki mjög mikill vindur hér, en strekkingur úti. — Eru mörg skip inni? — Líklega tíu skip, þau komu sum af vestursvæðinu því þeir gera ráð fyrir að fá síld þegar hægir. Það hefur mælzt mikil síld hér fyrir austan, en hún kemur ekki upp meðan brælan er. — Er dauft yfir mannskapn- um? — Síður en svo, en það er ekk- ert að gera meðan síldin kemur ekki, en menn eru vongóðir. Nú bíða menn eftir annarri hrotu eins og kom um daginn. Á þess- um átta dögum höfðu margir miklar tekjur. Sumar stúlkurnar söltuðu í 200 tunnur eða meira og höfðu 5—6000 krónur. Það er hægt að bíða nokkra daga eftir annarri eins upphæð finnst þér þáð ekki? Það eru aðeins þeir sem fást við veiðar sem hafa biðlund. — Getur verið, en hér kennir margra grasa. — Nokkur sérstæð? — Varla, í síld eru menn á- þekkir útlits í síldargalla með tunnustafla að baki sér, en við höfum samt óperusöngvara. -— Hvern? — Demets og lika fegurðar- drottningu, það er að segja eina sem hefur verið krýnd auk allra hinna, sem koma til greina. — Hver er fegurðardrottning- in? — Bryndís Schram. Hún vinn- ur hér á plani. — Er þarna fleira af frægu fólki? — Leikara, meira að segja silfurlampa handhafa Robert Arnfinnsson. — Hvað um skemmtanir? — Það er ball annað hvert kvöld, en þegar bátarnir eru ekki inni er skortur á karlmönn- um dansinn. — Hvernig væri að hafa dömufrí? — Nei, alls ekki dömufrí, eins og ástatt er. □ Rafniagnsnotkun á Norður- irlandi er injög vaxandi, eink- nm í sveitunum, enda lagt mest kapp á rafvæðingu þar. f sveitunum bættust við 1900 heimili, sem fengu rafmagn 1951. Bræla fyrir Norðan. Frá fréttaritara Vísis — Siglufirði í gæi’kvöldi. Það er stöðugur straumur skipu inn fjörðinn, og svo hefur verið í allan dag, enda er ekl:i útiit fyrir batnandi veður. 1 dag hellTIgndi og svo kalt var að það hefur gránað í í.iöll. Mörg skip hafa legið við Gríms ey í norðaustan brælunni og beð- ið, en nú koma þau inn til að fá sér olíu vatn og vistir. Þeir lóð- uðu síld á Grímseyjargrunninu, en það þýðir ekkert að bíða þar þvi hún kemur ekki upp fyrr en veðrið lægir. Það er orðið mannmargt á göt- unum, og ef að lík.um lætur verð- ur fjör i tuskunum í kvöld. Frjálsar íþróttir: eisfaramót Islands ná ifvorjjÍB‘ Simnast sk E31 í Stalik* háSsná s eífgaíst. Sprengjuárás í Aden. Brczkar orrustuþotur liafa skotið í rúst höfuðstöð upp- reistarforsprakka í norðan- verðu Aden. Hann hafði notað hús sitt sem höfuðbækistöð. — Vopna- birgðir fékk hann frá Yemen. „Svarti tindurinn“ sigraður, Fjallamenn frá Bretlandi og Pakistan liafa klifið Rakoposhi- tind í Karakoram-keðjunni, sem er vesturliluti Himalaja- fjalla. Tindur þessi (Rakaposhi þýðir svarti tindur) er 8500 metrar á hæð, og einn hinn hæsti á þessum slóðum. Leið- angursmenn höfðu gert þrjár árangurslausar tilraunir til að klífa hann, er það tókst um síðir í hvassviðri og hríð. □ Beinar fiutningaskipasam- göngur eru mjög að aukast milli Beifast og ástralskra liafna. Kom stórt ástralskt flutningaskip beint til Belfast með farm fyrir skömmu. Var það Stentor, 11 þús. lesta skip. Flutti það stærsta far.m sem nokkru sinni liefur komið jiangað beint frá Ástralíu. Mikil viðskiptaaukning milli landanna er ráðgerð. Meistaramót íslands í frjáls- nni íþróttum fer fram i dag, sunnudag og mámidag. Er hér um að ræða aðalúrtökuksppnina fyrir Evrópumölstaramótið í frjálsum íþróttum sem háð verð- ur í Stokkhólmi í ágúst. Mótið hefst í dag kl. 2 og verð- ur þá keppt í 200 m hlaupi, 800 m hlaupi og 5000 m hlaupi, Iiá- stökki, kúluvarpi, 400 m grinda- hlaupi, spjótkasti og langstökki. Annar dagur mótsins verður sunnudagurinn og hefst mótið þá á undankeppni í stangarstökki kl. 8, en sjálf aðalkeppnin hefst kl. 8.30 og verður þá einnig .keppt í 100 m hlaupi, kringlu- kasti, 110 m grindahlaupi, 400 m hlaupi, þristökki og sleggju- kasti. Vilhjálmur Einarsson mun ekki taka þátt í mótinu, þar eð hann og da Silva flugu til Sví- þjóðar í fyrramorgun til þess að taka þar þátt í mótum nú r.:u helgina. Mánudagurinn er síðasti dagur Meistaramótsins og verður bá keppt bæði í 4x100 og 4x400 m boðhlaupum, 3000 m hindrunnr- hlaupi og fimmtarþraut. Mótið hefst kl. 8 á mánudagskvöld. Eins og sagt var áður hér um að ræða úrtökukeppni fyrir Evrópumeistaramótið, og þótt aðeins 5 Islendingar hafi enn náð hinum tilskilda lágmarksárangri sem settur var til hliðsjónar við val keppenda á mótið, þá bendir allt til þess að 8—9 íslendingar fari til þeirrar keppni. Hvort svo verður og hverjir það þá verða kemur í ljós nú um helgina. Má því búast við harðri keppni í flestum greinum, enda verða þar mættir til leiks 80 keppendur og eru þar á meðal flestir af fremstu íþróttamönnum lands- ins. Vinnustöðvun 220.000 manna yfirvofandi í Noregi. Kemur tll framkvæmda 23. ág., takist samningar ekki fyrir þann tíma. Frá fréttaritara Vísis. Osló í fyrradag. — Til vinnustöðvunar kann að koma í Noregi í næsta mánuði, er nær til 220,000 manna, þar sem kaup- og kjarasamning- um, sem nú eru í gildi, hefur verið sagt upp af Landssam- bandi verkamanna. Verkföll hefjast að loknum vinnudegi 23. ágúst, hafi nýir samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Uppsögn samninga nær enn sem komið er ekki til þeirra, sem starfa við raforkuver og stöðvar, við dreifingu á olíu og benzín, né flutningaverka- manna og starfsmanna SAS. Þotur, sem flytja 1S0 farþega, brátt í notknn. llfliimar sJúMvirkinai ..sallra veðra“ Iriaflingartadijiiii]. Frá Buffalo er símað, að lent liafi verið þar stórri farþega- þotu (Boeing 707), án þess að snert væri við neinu í stýris- klcfanum. Flugvélin hefur þrívegis lent í þessu mánuði og voru notuð sjálfvirk tæki til löndunar, sem eiga að koma að fullum notum hvernig sem viðrar. Þessi tæki (automatic all-weather land- ing' system) eru framleidd í verksmiðjum Bell Aircraft Corporation. Flugvélar af þessari gerð eru ætlaðar til notkunar sem flutn- ingaflugvélar heimsálfa milli og verða teknar í notkun á þessu ári. Þær geta náð 960 km. hraða á klst. og flutt 180 far- þega, séu þær innréttaðar til farþegaflutninga. Samkomulagsumleitanir vegna verðlagsvísitöu hækkun- ar milli Landssambandsins og Vinnuveitendafélagsins stóðu skammt, eins og búist hafði verið við, og krafðist Land- sambandið hækkunar í sam- ræmi við hækkun vísitölunnar, sem er komin yfir 160 stig, en samkomulag var um, að ekki skyldi krafist kauphækkunar meðan hún færi ekki þar fram yfir, en hún er nú 160,4 stig. Af hálfu Landssambandsins var | farið fram á kauphækkun sem nemur 25 aurum á klst. vegna verðlagshækkunarinnar, en þeirri kröfu var hafnað um- j ræðulaust af vinnuveitendum og samkomulagsumleitunum þar með slitið. Sáttasemjari ríkisins mun hafa gert ráð fyrir þessu, þar sem hann hefur boðað aðila á sinn fund þegar á mörgun (föstudag). í blöðunum kemur sú skoð- un, að vitanlega sé allra von, að deilan leysist án þess að til vinnustöðvunar komi, — það sé knýjandi nauðsyn vegna efnahagsástandsins. — Blöðin telja einnig, að báðir aðilar séu fúsir til einhverra tilslakana, svo að samkomulag náist. Vinnustöðvunin mundi ná til meginþorra kaupþega í land- inu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.