Vísir - 20.08.1958, Blaðsíða 4
L
V í S I R
Miðvikudaginn 20. ágúst 1958
WÍSSM.
DAGBLAÐ
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
—Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Eitstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuðí,
kr. 2.00 'úntakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan b.f.
VEGIH
Yfir á 3ja hundraðið.
Samkvæmt tilkynningu um
síðustu útreikninga á vísi-
tölu framfærslukostnaðar, er
hún nú komin yfir 200, og
ekki er ósennilegt, að hún
sé enn á hraðri ferð. svo að
hún verði orðin enn liærri,
þegar næst verður gefin út
tilkynning um það, hvað
ferðum hennar líður. Kemur
þetta raunar engum á óvart,
og í rauninni ætti vísitalan
að vera miklu hærri, ef hún
tæki raunverulegt tillit til
þess, sem er að gerast í
verðlags- og framfærslu-
málum þjóðarinnar.
Þetta kemur ráðherrunum og
stjórnarliðinu heldur ekki
á óvart, því að það stóð ekki
aðeins fyrir ölium þeim gíf-
urlegu verðhækkunum, sem
fram eru komnar — og fram
eiga að koma á næstu vikum
— heldur stóð það einnig að
alhliða kauphækkun urn land
allt, þar sem bjargráðalögin
ákváðu 5% kauphækkun,
eins og menn muna. Stjórn-
arliðið hafði þess vegna áhrif
á bæði þau atriði, sem mestu
ráða um gang skrúfunnar, og
mun vera fyrsta ríkisstjórn-
in er gengur svo hreint til
verks. Er það gott dæmi um
úrræðaleysi hennar, þar sem
verðlag var hækkað til að
draga úr kaupmætti, en svo
var hann aukinn jafnhliða.
Ríkisstjórnin og stuðnings-
flokkar hennar hafa gert ráð
fyrir, að þörf verði nýrra úr-
ræða þegar í haust — þá
verði núgildandi bjargráð
búin að ganga sér til húðar.
Þetta kemur meðal annars
fram í því, að ýmis verka-
lýðsfélög, sem stjórnað er af
stuðningsmönnum stjórnar-
innar, hafa ekki viljað binda
sig með samningum nema
stuttan tíma eða aðeins til
hausts. Þau sjá, hversu allt
er ótryggt, þegar stjórn
„vinnandi stétta“ heldur um
stjórnvölinn, og telja hags-
munum sínum ekki borgið
VEGLEYSUR .
EFTIR
Víðförla
nema með því
samninga lausa.
að hafa
Gera má ráð fyrir að næstu úr-
ræði ríkisstjórnarinnar verði
af sama tagi og þau, sem al-
menningur hefir átt við að
búa undanfarna mánuði og
ár. Meiri skattar af öllu tagi,
hærra verðlag á hverjum
hlut, hækkuð vísitala að
nokkru leyti, meiri erfiðleik-
ar fyrir atvinnuvegina og
einstaklingana. Þetta er
myndin af ástandinu, eins og
það er um þessar mundir, og
hætt er við, að ríkisstjórnin
verði ekki úrræðabetri eða
hyggnari og hugaðri, er ald-
urinn færist yfir hana. Þá
væri hún skyndilega orðin
býsna ólík sjálfri.sér.
Menn mundu ekki taka úr-
ræðaleysi hennar svo ákaf-
lega nærri sér, ef hún hefði
ekki gefið svo gullin loforð
á sínum tíma. Það var ekkert
smáræði sem átti að gera:
Taka út þjóðarbúið fyrir
allra augum, brjóta síðan í
blað og framkvæma lækn-
ingu á helsjúku efnahags-
kerfi með nýjum undralyfj-
um, sem væru, þeirrar nátt-
úru, að enginn fyndi til sárs-
auka við notkun þeirra. Og
hvað er það svo, sem stjórn-
in hefir gert? Hún hefir kynt
elda . dýrtíðarinnar, sem
munu áður en varir brenna
.ofan af þjóðinni — brenna
hana jafnvel inni — ef ekki
verður tekið í taumana og
breytt um stefnu og aðferðir.
Ekkert minna er í húfi, eins
og korhið er hag okkar undir
vinstri stjórninni.
Flugfélag' íslands mun eiga i '
nokkrum. erfiðleikum um þessar
mundir. Á síðastliðnu ári varð [
milljóna tap á rekstri þess. 1 vor
hækkuðu fargjöldin hjá því á
öllum flugleiðum verulega og
afleiðingarnar urðu þær að far-
þegum hefur fækkað. Á Akur-
eyri var mér t. d. sagt að farþeg-
ar þangað og þaðan í lofti væru
mun færri en aftur á móti svo
margir með vögnum Norðurleið-
ar að það félag hefði tæpast und
an. Það virðist líka heldur óskyn-
samleg ráðstöfun að hækka far-
gjöldin svona mikið einmitt á
þeim tíma þegar samkeppnin við
flutninga á laiidi er sem hörðust.
Það eru fleiri ástæður en far-
gjaldahækkunin fyrir þessu. Því
miður verður maður oft var við
töluverða óánægju með þjónustu
Flugfélagsins við farþega og æ
ofan í æ heyrist sama setningin
endurtekin: „Þeir þyrftu sann-
arlega að fá dálitla samkeppni."
Á meðan ég beið eftir einni af
flugvélum þeirra úti á landi fyr-
ir skömmu átti ég tal við mann,
sem ferðast töluvert með þeim.
Hann sagði nokkuð á þessa leið:
,Það má heita óþekkt fyrirbæri,
jafnvel í Reykjavík, að vélar
Flugfélagsins fari af stað á rétt-
um tima, og ég hef vitað til þess
að hópur af farþegum varð að
bíða vegna þess að einhver úr
áhöfninni mætti ekki réttstund-
is. Það hefur komið fyrir mig
að ég hef orðið áð biða lengur á
flugvellinum á Akureyri eftir
farangrinum mínum, en það tók
mig að fljúga þangað frá Reykja
vík, bara vegna þess að dótinu
mínu var blandað saman við
fragtina. Eg hef farið frá Seyð-
isfirði með bíl til Egilsstaða og
þar upp í flugvél. Síðan hef ég
stanzað á Hornafirði eða Akur-
eyri, stundum á annan klukku-
tíma, og farið svo til Reykjavík-
ur. Allan þennan tíma hef ég
ekkert tækifæri fengið til að fá
heitan sopa ekkert nema sæl-
gæti og ölglundur. Flugfreyj-
urnar færa okkur brjóstsykur,
blöð og teppi, segja okkur hvern-
ig veðrið er á áfangastað, hve-
nær við komum þangað og taka
farmiðana okkar. En þær hafa
enga hressingu fyrir okkur, ekki
einu sinni að hægt sé að fá
keypt molakaffi. En maður verð-
ur oft var við að þær eru með
mat og kaffi fyrir áhöfnina og
ég hef meira að segja lent í því,
að þurfa að bíða úti í ferðbúinni
flugvél eftir slíkri sendingu."
yiaðurinn sagði fleira og þar
á meðal að honum líkaði margt
vel hjá Flugfélaginu, t. d. fragt-
þjónustan. Sjálfur ætla ég engu
að bæta við þetta nema því, að
það er í hæsta máta undarlegt
að er maður afhendir farþega-
flutning við brottför fær maður
ekkert í hendurnar sem sýnir
hvað maður hefur afhent. Og sá
siður að blanda farþegaflutn-
ing saman við fragt verður að
leggjast af.
Suðurnesjaniaður sendir mér
Iangt bréf út af skrifum mínum
um Keflavíkurveginn og mun ég
birta nokkuð af því í næsta
dálki. En nú langar mig til að
varpa fram einni spurningu til
vegamálastjóra: „Hvernig stend-
ur á þvi, að sá vegur, sem áreið-
anlega leggur til meira benzín-
fé en nokkur annar vegaspotti á
landinu skuli vei’a eins gersam-
lega vanræktur og hann er. Er
það máske með það fyrir aug-
um að benzin- og gúmmígjald
(verði sem mest.“
Sviss eða Kína.
Fyrir nokkrum dögum var
tilkynnt, að stjórnin í Sviss
hefð í hyggju að afla kjarn-
orkuvopna . handa herjum
sínum, svo að þeir hefðuekki
lakari vopn en ýmis önnur
1 ríki. Jafnskjótt og þetta
hafði verið tilkynnt, heyrð-
ust mótmæli austan úr
Moskvu. Fáeinum dögurn
síðar var tlkynnt, að sovét-
stjórnin mundi leggja kom-
múnistum í Kína til kjarn-
orkuvopn. í Moskvu möluðu
ráðamennirnir aðeins, mót-
mæltu engu í sambandi við
þessa frétt, möluðu eins og
ánægðú’ kéttir.
Heimsfræg heilindi kommún-
ista komu þarna betur í Ijós
en oft áður. Smáríki, sem
hefir öldum saman fylgt
hlutleysisstefnu, má ekki
afla sér nýtízku vopna til að
geta varið hlutleysi sitt á-
fram á sem öruggastan hátt.
Það er fordæmt og fullyrt,
að með þessu móti ætíi það
að hverfa frá hlutleysi sínu.
Fáeinum dögum síðar, áður
en mönnum eru mótmælin
gegn ákvörðun Sviss úr
minni liðin, er tilkynnt, að
mikið stórveldi, sem hefir
þegar gert sig sekt um yfir-
gang í Kóreu, Tíbet og víðar,
fái samskonar vopn og- Sviss.
Þá þegir Moskva, og af mjög
IVIIIVIIMISBLAÐ FERÐ AMAMIMA:
NORÐURLAND III.
Hótel KEÁ, Akureyri. Á þetta hótel þykir mér alltaf gott
að koma, og eg hefi dáðst að myndarskap Kaupfélags Eyfirð-
inga að .halda uppi þessu góða hóteli, áreiðanlega með tapi.
En er eg kom þarna síðast brá mér nokkuð í brún. Það hefur
öllu hrakað þarna nokkuð, og þá sérstaklega rnatnum. Ekki
svo að skilja að þetta hótel sé enn ekki framar flestum á
landinu en eg vil ekki sjá það setja niður. Og af hverju eru
þarna ekki vínveitingar.
Hótel Varðborg, Akureyri. Mér er sagt að þarna sé snyrti-
legt og sómasamlegur aðbúnaður. Sjálfur hefi eg ekki komið
þangað til dvalar.
Reynihlíð og Reykjahlíð við Mývatn. Þessi 2 gistihús standa
hlið við hlið og mun hvergi á landi hér eins vel séð fyrir
gistiþörf og við Mývatn. Þetta eru hvorttveggja sómasamleg
hús og mér er sagt að þar sé gott að vera. Og vatnið leggur til
einhvern bezta mat í heimi, silunginn,. sem eg gæti vel borðað
daglega í viku að minnsta kosti. ,
Húsavík. Einu sinni kom eg á þennan stað og fékk Ijóm-
andi viðtökur en það hafa nú máske verið hinar fallegu
heimasætui’, sem settu glansinn á það. Eg fékk þarna" góðar
viðtökur fyrir 2 árum líka og varð var við góðan vilja hjá
gestgjafa. En húsakynni eru heldur takmörkuð og standa
til bóta. ■
Með þessu minnisblaði má segja að lokið sé hringferð minni
um landið og vil eg þakka þeim mörgu er látið hafa í Ijósi
þakkir fyrir þau. Víðförli.
eðlilegum ástæðum, því að
kjarnorkuvopnin verða það-
an fengin. Og Kína er
stjórnað af „góðri“ stjórn,
kommúnistum, og það gerir
gæfumuninn.
Aðalsteinn Guðjohnsen, raf-
magnsverkfræðingur, hefur rit-
að Bergmáli eftirfarandi bréf:
„Varðandi bréf frá „ófróðum’*
(Bergmál 15. þ. m.), þar sem
götulýsing er gerð að umtalsefni,
óskar Rafmagnsveitan að taka
þetta fram:
Ef vinnurafmagns
er þörf.
1. Það er rangt, að oft sé látið
„loga á götuluktunum um miðj-
an daginn um hásumarið í
glampandi sólskini". Urn „há-
sumarið" (júní—júlí) er alls ekki
kveikt á götuljósum til götulýs-
ingar. Hins vegar getur kornið
fyrir, að nota þurfi rafmagn til
vinnu í götum, og er það þá
stundum tekið frá götuljóskerf-
inu, af því að þægilegt er að
komast að því í stólpunum. Verð
ur þá ekki hjá því komizt, að
Ijós logi á allmörgum luktum,
enda mikið álitamál, hvort hag-
kvæmt sé að taka „perur“ úr öll-
um viðkomandi luktum á með-
an, nema um langan tíma sé að
ræða.
1 sumar var óvenjumikið um
slíka notkun götuljósakerfisins
við Snorrabraut, Borgartún og
nágrenni vegna tenginga á há-
spennustreng.
Rofar stjórna
lýsingunni.
2. Bréfritari virðist álita, að
„ljósameistari“ Rafmagnsveit-
unnar telji þess oft „ekki þörf
að tendra ljósin, þegar skyggja
fer“. Slík ásökun er vitanlega
þvættingur og ber ekki að taka
alvarlega. Götuljósin eru ekki
tendruð af neinum duttlunga-
Jfullum „ljósameistara", sem geri
sér að leik að því að menn
„staulist heim í myrkri að kvöld-
inu“. Ljósunum er öllum stjórn-
að af sjálfvirkum rofum, sem
stilla þarf með vissu millibili og
halda vel við. Á það skal ekki
dregin dul, að Rafmagnsveitan
hefur átt í nokkrum erfiðleikum
með suma þessara rofa. 1 einni
tegund þeirra hefur komið fram
smíðagalli erlends framleiðanda
og í suma þeirra hefur gengið
erfiðlega að fá varahluti.
Viðgerðir eða endurnýjun.
3. Þegar skipta þarf um „per-
ur“, setja nýja stólpa eða finna
bilun á götuljósakerfinu, er oft
hauðsynlegt að tendra luktir á
viðkomandi svæði. Skiljanlega
er slík vinna framkvæmd í
björtu; jafnvel í glampandi sól-
skini.
4. Bréfritari reynir að fara
háðulegum orðum um „vísinda-
grein“ „ljósameistarans", en svo
finnst, að fyrirspurnarbréf sem
þetta mætti rita með meiri hóg-
værð einkum þar sem bréfritari
lýsir sig í upphafi bréfsins „ó-
fróðan“ um þessi mái.
Skemmdarstarf.
5. Rafmagnsv. tekur að sjálf-
sögðu við kvörtunum um ljós-
leysi og hvers kyns ólag; sem
kann að vera á götuljósakerfinu
í bænum. Meir að segja er það
til mikils hagræðis að fá sem
fyrst slíkar upplýsingar frá í-
búum viðkomandi' hverfis.
Hinu er rétt að vekja athygli
á, að víða í bænum eru skemmd-
arverk á götuluktum svo tíð, að
fil vandræða horfir. Víða erlend-
is beita rafveitur hefndarráð-
stöfunum, sem eru fólgnar í því
að gera ibúa hverfisins að
nokkru leyti ábyrga fyrir þvi, að
luktirnar séu ekki brotnar án
þess að sökudólgurinn náist.
Menn eiga að festa sér slík og
, þvílík heilindi í minni. Þau
eru gott dæmi um allt inn-
ræti og hugsunarhátt kom-
múnista — hér á Iandi sem Framsal á sökudólgi.
annars staðar. * Til greina kemur eftirfarandi: