Vísir - 19.09.1958, Page 3

Vísir - 19.09.1958, Page 3
Föstudaginn 19. september 1958 V í S I R 3 Rœktun njtfaskóga Jiéi*. þegar staðrejnd, Á Hallormstað hefur verið unnið að skógrækt í meira en hálfa öld. Yi&éesH stbö SH&sssiízi shófjav vörð. Á Hallormsstað’ er kominn upp sá vísir að nytjaskógi að ekki verður lengur efast urn að hér á landi eru skilyrði til ræktunar barrskóga. Á Hallormsstað hafa jólatré verið ræktuð cg þau fyrstu seld þaðan fyrir 3 eða 4 árum. Þaðan hafa tré verið seld í girðingarstraura og úr stærstu trjánum þar myndi ,vera hægt að fletta borðvið livenær sem er úr þessu. Á Hallormsstað er stærsti sam íelldi birkiskógur Islands, um €50 hektarar að stærð og þar hefur verið unnið að skógrækt lengur en víðast hvar annars- staðar á íslandi, eða um rösklega hálfrar aldar skeið. Þar er nú ár- íeg framleiðsla trjáplantna á þriðja hundrað þúsund og 25— 30 manns vinna þar á hverju vori að skógræktarstörfum, þann tímann sem mest er að gera. • Fréttamaður Vísis kom að Hall ormsstað í sumar og skoðaði þá skóginn og græðireitina undir leiðsögn Sigurðar Blöndals skóg- árvarðar, sem hefur nú síðustu árin haft umsjón skógarins og gróðrarstöðvarinnar með hönd- um. Þar ríkir mikil snyrti- mennska hvar sem augum er lit- ið og allt gert til þess að fegra landið sem unt er. Stærsti skógur landsins. — Hvað er skógurinn stór? — Hallormsstaðaskógur er 650 hektarar að stærð og er talinn stærsti samfelldi skógur á Is- landi. Þórðarstaðaskógur í Fnjóskadal mun vera af svipaðri stærð, sagði Sigurður. — Hvenær hófst skógrækt á Hallormsstað? — Árið 1903 og hefur þeirri starfsemi verið haldið áfram ó- slitið síðan. En um gróðursetn- ingu að verulegu ráði var þó ekki að ræða fyrr en fyrir um það bil áratug. Síðan hefur gróð- ursetningin aukist þar ár frá ári rriest þó undanfarin þrjú ár. — Og í hverju er aðalstarfið fólgið? — Það er við græðireitina, en þar getum við með þeirri stærð, sem nú er á þeim, framleitt á þriðja hundrað þúsund plöntur á ári. Nær 30 manns að starfi. — Það er margt fólk, sem vinn ur við gróðrarstöðina? -— Það er flest á vorin, stund- um allt að 30 manns þegar flest er, en fækkar þegar líður á sum- arið. Mest eru það stúlkur sem vinna við græðireitina. — Hvernig er útlit og horfur með vöxtinn eftir sumarið? — Það er ekki hægt að segja að viðrað hafi vel. Maímánuður var úr hófi kaldur, enda þótt við slyppum við frost. Vegna kuld- anna var mjög erfitt að athafna sig og afgreiðsla plantnanna miklu seinni en venjulega. 1 júní og júlí var mikið sólfar og óvenjulegir þurrkar. Það var reyndar í maí líka. Á öllu þessu tímabili var naumast hægt að segja að kæmi dropi úr lofti, og undir venjulegum kringumstæð- um er þetta mjög óhagstætt fyrir trjárígktina. Sinn eigin veðurguð. -— Hvernig fóruð þið að? ■— Sem betur fór komu þessir þurrkar ekki að sök í græðireit- unum, því við höfum eignast á- gætt vökvunarkerfi og þess- vegna getum við ráðið nokkuð yfir „veðrinu" sjálfir. Það má fullyrða að þetta vökvunarkerfi hafi komið að góðu liði í sumar, enda eru ágæt höld á plöntunum fyrir bragðið. — Hver verður helzta plöntu- uppskeran eftir sumarið? — 1 sumar verður það aðal- lega birki og ýmsar grenitegund- ir, en annars er það nokkuð mis- munandi frá ári til árs. — Er mest af plöntuframleiðsl- unni gróðursett þar eystra? — Því miður er því ekki þann- ig varið. Það er mikill minn Jólatré í Hallormsstaðaskógi. Eftir 10—15 ár mun framleiðsla jólatrjáa innanlands fullnægja þörfum landsbúa. hluti — í mesta lagi þriðjungur af framleiðslunni, sem við gróð- ursetjum hér. Á þessu ári höfum við gróðursett á Hallormsstað um 40—50 þúsund plöntur, mest norskt greni. Hitt er allt sent suður á land. Fimmtiu ára greni. — Gefst grenið vel hjá ykkur, og hver er svo ætlunin með þvi þegar það stækkar? — -Það vill svo vel til að við eigum hér á Hallormsstað 50 ára gömul rauðgrenitré, sem sýna það að þau dafna hér ágætlega og hafa náð góðum vexti. Eg geri mér von um að rauðgreni verði sú trjátegundin, sem við gróðursetjum hér hvað mest á- samt síberíulerki. Báðar þessar trjátegundir dafna hér vel. Þá má ennfremur geta þess að rauðgrenið hefur þann kost að við fáum fyrr af því nytjar en af nokkurri annarri greni- tegund, Það er vegna þess að það er aðal jólatréð okkar. — Eruð þið byrjaðir að selja jólatré nú þegar? — Ekki er því að leyna a-ð við erum byrjaðir á sölu jólatrjáa, þótt.í litlum stíl sé, enda enn af litlu að taka. Þannig höfum við undanfarna þrjá vetur látið Seyðisfjarðar. og Neskaupstað jólatré í té, auk lítilsháttar jóla- trjásölu til einstaklinga. Innlend jólatré. — Getið þið aukið jólatrjásölu á næstu árum? — Ekki að neinu ráði fyrst um sinn. Hinsvegar byrjuðum við í sumar að gróðursetja í sérstaka teiga, þar sem ætlunin er að upp- skera verði í framtíðinni ein- göngu jólatré. Og að 10—15 ár- um liðnum eigum við Islending- ar ekki að þurfa að flytja inn jólatré framar. Þau eiga að verða innlend framleiðsla og þannig nokkur sparnaður á gjaldeyri. Skógur til annarra njrija. — Þetta verða sem sagt fyrstu nytjarnar af barrskógi á Islandi? — Já, og næsta stigið er svo framleiðsla á efni í girðingar- staura. •—Eruð þið nokkuð byrjaðir é því? -— Við höfum selt ofurlítið af girðingarstaurum úr lerki. Það er hérna á Hallormsstað vísir a? lerkiskógi, 20 ára gömlum. Hann er tæpur hektari að stærð og trén allt að 11 metra há. Úr þessum lerkiskógi höfum við sennilega fengið sem næst 3 þúsund girðingastaura, sem eftir núverandi verðlagi myndi vera um 10—15 þúsund krónur að verðmæti. — Hvaða fleiri not verður svo unnt að hafa af íslenzkum barr- skógi? — Þriðja stigið í ræktun nytja skóga myndi verða efni í trönur eða fiskþurrkunarhjalla. Við eig- | um nú þegar i Hallormsstaða- | skógi 35 ára gamalt lerki, sem • er af þeirri stærð er henta ( myndi til slíkra nota. Loks er fjórða stigið fram- leiðsla á trjám til borðviðar. Hér Þegar veðurguðirnir láta þurrka herja viku eftir viku og mánuð eftir mánuð svo að a.llur' grcðnv ’mrnar r" skrælnar tekur skógarvörðurinn á Hallormsstað til sinna ráða, býr til sitt eigið veður, svo að gróðurinn megi dafna. Eér sést hið nýja vökvunar- kerfi í fullum gangi og hefur bað gefizt með hreinum ágætuin í sumar. Nytjaskógur á Hallormsstað felldur. Þetta eru 20 ára gömul lerkitré sem scld verða í girðingarstaura. eru til hálfrar aldar grenitré, fá að visu, sem hafa náð þeirri stærð, sem hægt myndi að flétta úr þeim borðviði. Ekki lengur skýjaborgir. — Þú telur með öðrum orðum möguleika á ræktun nytjaskóga hér á landi? — Talið um ræktun nytjaskóga á Islandi er ekki lengur innan- tóm slagorð, draumórar eða ■ skýjaborgir. Þetta er þegar orð- in staðreynd. Enn er að visu óreynt hversu viða er hægt að rækta nytjaskóg á Islandi, en vafalaust er það mjög víða og á næstu 10—20 ár- unum verður skorið úr um það hvar skilyrði eru fyrir hendi í þessu skyni, því þegar hafa til- raunir verið gerðar með gróður- setningu barrtrjáa i flestum, ef ekki öllum, sýslum landsins. ir víðskiptastríð haflð miili Rússa og iúgdsiava. Rússar hætta hveitisendingum. Fregnir lierma nú, að Rússar Iiafi hætt liveitisendingum sinun til Júgóslavíu. Samkvæmt samningi þeim sem gerður var milli landann? skuldbundu Rússar sig til af senda 200.000 tonn af hveiti ár lega til Júgóslavíu. Það va: blaðið Borba, sem skýrði frá þessu og nokkra athygli vakti. að í beinu framhaldi af þessari fregn kom frásögn af því að Rússar byggjust nú við metupp- skeru hveitis. Gera nú ýmsir ráð fyrir því, að yfirvofandi sé við- skiptastríð milli Rússa og Júgó- slava, ekki ósvipað því sem Stal- ín skelti á eftir atburðina 1948. Rúmur fjórðungur af útflutn- insvörum Júgóslafa fer til landa undir yfirráðum Rússa, og mik- ( ið af því eru vörur, sem enginn markaður er fyrir á Vesturlönd- um. En Rússar eru ekki einir um að draga úr viðskiptum við Júgó- slavíu. Kínverjar hafa þannig dregið tii baka pantanir sínar á tóbaki. Nú 'um nokkui-t skeið hefur kínverska sendiráðið í Júgóslavíu staðið fyrir út- breiðslu tímarits, sem hefur haft það fyrst á dagskrá að skrifa nið um Titó. Það má nú ga-nga út frá þvi sem vísu, að Bandarikin muni auka efnahagsaðstoð sína við Júgóslaviu, og muni þar jafnvel fara inn á svið, sem áður voru háð samskiptum Júgóslaviu við Rússa.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.