Vísir - 24.09.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 24.09.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 24. september 1958 V f S I R 3 Harry Belafonte hefur verið á hljómleikaferðalagi undan- farnar vikur í Evrópu. Á blaða- mannafundi í London kvaðst hann ekki vera calypsó söngv- ari eingöngu. Hann sagði, að miklu nær væri að kalla sig þjóðlagasöngvara, því hann syngi fyrst og fremst lög af þjóðlegum toga spunnin. Þar á meðal væru lög frá Vestur- Indíum eða svokölluð calypsó lög, en á hljómleikum syngi hann t.d. aldrei fleiri en þrjú calypsó lög, hitt væru allt þjóð- lög írá ýmsum löndum og hann kvaðst reyna að syngja lög frá sem allra flestum löndum. Harry Kelafostle syngtar ekk.i íslenzk Enn hefur honum sennilega ekki tekizt að ná sér í lagstúf frá íslandi og er því hér með skotið að viðkomandi aðilum, rámnadanslög að senda honum eins og eitt tvö rimnadanslög, verðlaunuð eða óverðlaunuð. Fyrst víkublað — svo dagblað Gunnar Skúlason; blaðamaöur 6 ára gamall . Um síðustu helgi birtist við- tal í danska blaðinu Berlingske Tidende við „yngsta riststjóra og útgefanda Norðurlanda", Gunnar P. V. Skúlason, en hann er (eða kannske var?) ritstjóri Borgarblaðsins, sem kom hér út þrisvar eða fjórum sinnum og fullyrða má örugg- lega að frægt hafi orðið að endemum! Gunnar Skúlason segir frá þvi i greininni, að hann hafi byrjað blaðamannaferil sinn 6 ára gamall, og dregur víst eng- inn það í efa eftir að hafa les4 ið efni Borgarblaðsins, því það getur ekki hafa verið skrifað af öðrum en sex ára. óvita! Gunnar segist með tíð og tima ætla að gera Borgarblaðið sem kemur (kom) út vikulega að dagblaði með því að láta það koma út tvisvar í viku síðan þrisvar, þá fjórum sinnum og svo fimm sinnum og enda að lokum máð dagblaði (sem þá kemur væntanlegá út tvisvar á dag?). Sannleikurinn í málinu er hins vegar sá, að Borgarblaðið hefur ekki komið út í nokkrar vikur og má því sennilega reikna með, að það sé hrokkið uppaf — og þá jarðarförin væntanlega auglýst síðar! Skólastúlka nektardansmær í París Allt frá stríðslokum hafa ríkisstjórnaskipti verið svo tið Frakklandi, að menn hafa það í flimtingum, að annarhver maður í Frakklandi sé fyrrver- andi ráðherra. Annars er sá hópur i Frakk- landi, sem stækkar hröðum skrefum, það er að segja: nekt- ardansmeyjar. I París einni saman eru tæplega fjörutíu skemmtistaðir, þar sem nektar- dans er sýndur. Ef menn skyldu vera í utanfararhugleiðingum og hefðu hug á að lita á „lamba kjötið“ þá eru þetta helztu stað- irnir: Folies Eergéres, Lido, La Nouvelle Eve og hinn nýjasti Crazy Horse Saloon. Vinsældir síðasttalda staðarins hafa auk- ist mjög siðustu árin, enda er sagt að þar séu glæsilegustu dansmeyjarnár. Auk franskra dansmeyja hafa.þar verið dansmeyjar frá Kína, Kýpur, Egyptalandi, ein frá Spáni sem klæddist, eða öllu heldur ‘afklæddist nauta- banaklæðum, önnur ensk, sem batt dúska við brjóstin á sér og lét þá snúast hvorn á móti öðrum i takt við tónlistina. Allt eru þetta prúðar og sið- samar stúlkur, enda staðirnir undir eftirliti lögreglunnar. Ein stúlka stundar menntaskóla. Frh. á 11 s. Einar Pálsson; Ég elska þig á ellefu tunpm Yngstu borgaramir okkar bafa þegar setiS á skólabekk í þrjdr vikur, en frá og með nœstu mánaðarmótum hefst skólahald að fullu og þús- undir unglinga setjast á skólabekk. En það eru líka fleiri en unglingarnir, sem setiast á skólabekk, alls konar fólk á öllum aldri sœkir einkatíma eða kvöldskóla og leggur þá helzt stund á tungumála- nám. . í málskólann Mími hafa þegar innritast margir tugir nemenda, sem leggja stund á eitt eða fleiri hinna ellefu tungumála, sem kennd eru í skólanum, margir hverjir með utanferð framundan síðar meir. Við spurðum Ein- ar Pálsson, stjórnanda skól- „Svejnsýki í nautjé“, þannig hljóðaði ein fyrirsögnin hjá okkur í Vísi í síðustu viku. Við gátum ekki annað en bros- að, og báðum Atla Má að teikna fyrir okkur svefnsjúka kú, og nú sjáið þið, hvernig hann hugsar sér slíkt fyrir- brigði, og aftur brosum við, og vonandi líka þið. ans, hvaöa erlend setning það vœri, sem fólk lœrði fyrst. Hann sagði það geta verið góðan daginn, komdu sœll eða annað ámóta, en sú seíning sem flestir óskuðu eftir að lœra 'fyrst vœri lík- lega: ÉG ELSEA ÞIG, og ekki nema von, sagði Einar, því með þes.sari einu setningu geta menn komizt ansi langt hvar sem er í heiminum, ef hún er sögð á réttri stundu og stað. Síoan skrifaði Einar setn- inguna upp fyrir okkur svo lesendur okkar geti þegar í stað lœrt að elska hver ann- an á ellefu tungum: Franska: Je t'aime. Sœnska: Jag cilskar dig. ítalska: Ti voglio bene. Þýzka: Ich liebe dich. Norska: Jag elskar deg. Enska: I love you, Spœnska: Te quiero. Hollenska: Ik hou van jou. Danska: Jeg elsker dig. Rússneska: Ja ljúbljú tébja. íslenzka: Ég elska þig. mipíSig Áhugi fyrir dœgurlög- um hefur sennilega aldrei verið meiri hér á landi heldur en einmitt á þessu ári. Það kemur varla fram nýít lag að annarhver maður, og líklega hver einasti unglingur, sé ekki farin að iralla það sam- dœgurs. Til að halda þeim á- hugasömu við efnið mun- um við reyna að birta viku lega röð tíu vinscelustu laganna eins og hún er erlendis. Núna var röðin þessi: 1. Nel blu dipinto di blu, 2. Little star, 3. Bird dog, 4. Poor liitle fool, 5. Just a dream, 6. Everybody loves a lover, 7. Fever, 8. It's all in the game, 9. My baby loves western movies, 10 When. Jóhann Hjálmarsson; kannski aldrei aldrei kannski Jóhann Hjálmarsson, heitir tvútugur piltur, sem nýlega hef- ur sent frá sér aðra ljóðabók sína. Heitir sú Undarlegir fisk- ar og hefur inni að halda 25 ljóð. Um leið og við segjum ykkur frá þessu nýja skáldverki pilts- ins birtum við eitt Ijóðanna í bókinni. Það heitir Menn i gul- um sjóstökkum: 1 Menn í gulum sjóstökkum lögðu rauða fiska á svarta stéttina og hurfu síðan hljóðlaust úti nóttina 2 Ung kona horfði út um glugga og sá báta sigla í norður 3 Kannski Kannski Kannski 4 Aldrei Aidrei Aldrei Undarlegir fiskar og fleiri kvœði 5 Því hafið mun dansa. og dansa dansihn sem ekki tekur enda 6 Andartak mun ljóðið koma til þín og fara • Það þarf náttúrlega ekki að taka fram, að skáldgáfa pilts- ins virðist komast á hvað hæst stig í þrioju og fjórðu vísunni, þó kannski kannski kannski megi finna einstaka mann, sem aldrei aldrei aldrei mundi kalla svona nokkuð kveðskap. Skötuhjúin Nína og Friðrik eru á hvers manns vör- um þessa dagana, enda sýnd skemmti leg mynd með þeim í Austurbæj- arbíói. Ekki alls fyrir löngu brugðu þau sér á gömlu dans- ana, þar sem Nína krœkti sér í stúd- ent og Friðrik í stútungs bónda- konu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.