Vísir - 13.10.1958, Blaðsíða 4
Vf SIR
ff
Mánudaginn 13. okótber 1958
En siðar kom 1 ljós, að hann
var ekki fullkominn. Einn af
þessum ellefu, sem sat í fangelsi
fyrir að hafa borið byssu í leyf-
isleysi, kallaði á leynilögreglu-
þjón og sagði honum alla sög-
una af ráninu og nefndi alla
þátttakendurna. Á meðan hann
enn var að segja sina löngu sögu
nokkrum leynilogreglumönnum
var eltingaleikurinn við félaga
hans hafinn. Tveir voru lausir
og liðugir löngu seinna, en eftir
nokkrar klukkustundir var bú-
ið að handtaka þá alla nema
þrjá. Einn dó tveim árum eftir
ránið og tveir eru enn í fangelsi
fyrir aðrar yfirsjónir.
Frásögnin af þessum glæp er
í tveim aðalþáttum og eru báðir
jafn eftirtektarverðir.
1. þáttur er um sjálfan þjófn-
aðinn. Tony Pino, sem var glæpa
maður frá Boston hafði gert á-
ætlanir um hann í mörg ár. Tony
Pino var fæddur í Messina á
Sikiley og hafði komið til Ame-
ríku með foreldrum sínum þegar
hann var aðeins nokkurra mán-
aða. Þegar harm var tekinn fast-
ur vacfiann 48 ára að aldri. Eft-
ir glæpaferil, sem hófst á nauðg
un og næst á stuldi 12 golfbolta,
og þar á eftir aðallega á ránum
og árásum á menn hafði Pino,
eins og svo margir aðrir glæpa-
menn, fest með sér þa hugsun
að vinna stórvirki.
Viðbúnir árás en
ekld brögðum.
Hann ákvað að láta flutn-
ingafélag Brinks verða T,'rir val-
inu. En það sér um flesta pen-
ingaflutninga í milljónaborginni
Boston. Það flytur peninga til
iðnfyrirtaekja fyrir launagreiðsl-
tir og til annarra fyrirtækja, líka
tekur það að sér flutninga fyrir
póstinn, sem ekki á nóg af bíl-
tim. 1 þessum tilgangi á Brink
marga brynvarða bíla, sem
aldrei flytja flutning sinn án
þess að hafa með sér vopnaða
verði. Skrifstofa Brinks í Boston
er eins og vei varin borg með
flóknum símatækjum til varnar
árásum. Á hverri nóttu eru
geymdir þar peningar i járn-
skápum, sem bíða brottflutnings
næsta dag, og er gengið upp
eina tröppu þangað. Peningarn-
ir eru reiknaðir út af hóp af
gjaldkerum, sem sitja þar innan
brynvarðra dyra og í stálþráðar-
búrum. Brink er viðbúinn hvers
ikonar vopnuðum árásum. En að
einhverju leyti var félagið ekki
viðbúið brögðum, ekki viðbúið
því að menn læddust þangað inn
á flókaskóm og rændu fjárhirzl-
tma.
Og það var það sem Pino og
félagar hans hans gerðu.
Pino hafði þetta verk í huga
I 5 ár. Hann valdi með ná-
kvæmni þá menn sem hann taldi
sig þurfa. Það áttu ekki bara að
vera óragir og kaldir glæpa-
menn, sem þann vissi að myndi
ekki rjúka upp til handa og fóta
og skjóta, ef svo bæri undir.
Hann vildi sjálfur hafa vald yfir
þeim, vita af einhverjum glæp,
sem þeir hefðu framið og ekki
verið refsað fyrir og væru sér í
lagi hræddir um að upp kæmist,
Æfingar á staðnnm.
Meðan hann var önnum kafinn
við þetta merkilega verk, að
velja sér menn, setti hann upp
aðalstöðvar sínar í bílskúr í
nánd við fyrirtæki Brinks. Marg-
ar nætur læddist hann inn í virki
Brinks, þó að hann væri óþægi-
lega feítur, teiknaði „skissur"'
yfir öll herbergi, tröppur og dyr,
lærði bókstaflega að rata þar í
svarta myrkri, kynnti sér hvar
allar fjárhirzlurnar-voru og hver
þeirra geymdi mesta peninga.
Þegar hann var búinn að velja
sér mann gerði hann meira að
segja innbrot í skiptistöðina, þar
sem varúðarbjöllur hjá Brink
voru við tengdar. Auðvitað vissi
hann nákvæmlega hvar allar
milljónir, sem þeir fengu. Þeir
fóru úr skrifstofunni og skrúf-
uðu á allar þær viðvörunarbjöll-
ur, sem þeir höfðu tekið úr sam-
bandi er þeir fóru inn. Síðan
hoppuðu þeir upp i bílinn og
hurfu. Heimsóknin hafði staðið
í 20 mínútur.
Gjaldkerarnir, sem ráðist hafði
verið á, losuðu sig og kölluðu á
lögregluna eftir nokkrar mínút-
LÆPU
r >'
Arangurinn varð hinn
sami og venjuiega.
Þ. 17. janúar 1950 var sett heimsmet , þjófnaði, sem enn
liefur ekki verið hrundið. Ellefu atvinnubófar útveguðu
sér aðgang að flutningafélagi Bruiks í Boston, — en það
flytur eingöngu peninga og verðmætan póst í brynvörðum
vögnum — og stálu þar 2.115,395 dölum. Þeir höfðu falska
lykla. Þeir urðu, ekki neinum að grandi. Þeir hótuðu með
skammbyssum, en skutu aldrei. Fyrir andlitunum höfðu
þeir herfilegar grímur, eins og börn í Ameríku nota á ösku-
dagsskemmtunum.. Þeir höfðu hanzka á höndum og flóka-
skó á fótum og skildu ekki eftir nein spor. Þeir fóru á brott
með peningana og það orðspor að þeir hefðu framið full-
kominn glæp.
varúðarbjöllurnar voru staðsett-
ar.
Þar næst hélt hann æfingar
eins og fyrir mikla frumsýningu
og síðast hafði hann aðalæfingu
í búningum.
Grímur fyrir andlitinu.
Þeir réðust í verið 17. janúar
1950. Allt gekk eins og til var
ætlast. Þeir óku til Brinks í
kassabíl, sem hafði verið stolið
fyrir hálfu ári og honum breytt.
Inni í bílnum settu þeir upp hin-
ar herfilegu grímur. Þeir höfðu
lykla að öllum dyrum auk úti-
dyranna, og héldu upp á loftið,
þar sem gjaldkerarnir sátu og
reiknuðu út þá peninga, sem
biða áttu þar um nóttina. Árás-
in á starfsfólkið var áhrifarík —
þegjandi var það gert —. Hend-
ur þess voru bundnar á bak aft-
ur, limt yfir munnana á því og
það var lagt á gólfið á grúfu —
nokkrar konur voru í hópi starfs
fólksins. Pino sjálfur og bilstjór-
inn bíðu í bilnum og var vélin í
gangi.
Aðstoðarforingi fyrir árásar-
flokknum var fanginn, sem sagði
frá, Gleraugna Ó’Keefe, var
hann kallaður. Hann var nógu
„kaldur" til að opna fyrir einum
af starfsmönnum Brinks, sem
hringdi á einar dyrnar. Hann
batt hann líka eins og hina. Á-
rásarmennirnir höfðu með sér
sekki, sem þeir fylltu.
Þeir slepptu því að ræna eina
fjárhirzluna, ekki af gleymsku,
heldur af því að þeir álitu sig
ekki geta borið meira. Þar
misstu þeir eina milljón í reiðu
fé. (Það var fé, sem „Genaral
electric" átti að greiða í Iaun
degi síðar).,En þeir gátu svo
sem vel verið ánægðir með 2,7
ur. Öllum vegum út úr Boston
var lokað skömmu siðar. Boston
stendur á nokkrum eyjum og
skögum og lögreglan áieit sig
hafa góðar vonir um að ná í á-
rásarmennina og bíl þeirra. En
18. jan, morguninn eftir ránið
skildist þeim, að ræningjarnir
hefðu ekki flúið. Var þá allt erí-
iðára að ná í þá og koma upp
um þá. Eftir nokkra mánuði
fannst bílinn, að nokkru leyti
eyðilagður eftir kemíska vökva,
sem höfðu eitt öll merki á hon-
um. Fingraför voru auðvitað
engin.
Enginn hafði meiðzt. Fyrir-
tæki Brinks var tryggt hjá Lloyd
í London og allir sem áttu pen-
inga hjá Brink var borgað upp
á eyri. Af þessum ástæðum varð
gremja manna til ránsmannanna
mjög lítil.
Vinátta lögreglu
og glæpamanns.
Hér kemur frásögn af öðrum
hluta þessa atriðis — og hófst
hún kringum 1920.
Þegar flokksforinginn Tony
Pino var unglingur á lausum
kili í hinu stóra ítalska fátækra-
hverfi i Boston, hafði hann eitt
kvöldið framið innbrot. Ungur
írlendingur, sem nýlega hafði
verið útnefndur lögregluþjónn
elti hann. Hann sá ekki í myrkr-
inu að þetta var drengur. Það
hafði verið margbrotist inn i
hans hverfi og kaupsýslumenn
höfðu kært og nú kallaði lög-
regluþjónninn að hann skyti, ef
Tony stanzaði ekki. Tony stökk
þá upp á girðingu. Lögreglu-
þjónninn skaut. Með skotinu
særði hann Tony óviljandi svo
að hann varð aldrei jafngóður,
hann gat aldrei eignast börn.
UPP af þessu spratt einkenni-
leg vinátta milli hins ítalska
vanaglæpamanns og hins írska
lögreglumanns. Báðir héldu á-
fram sínum störfum sitt hvoru
megin við lögin. Lögreglumaður-
inn heimsótti Pino í fangelsinu
í hvert sinn sem illa hafði farið
fyrir honum og hjálpaði honum
þegar hann var látinn laus úr
fangelsinu. Hann varð fremsti
„sögumaður" lögregluþjónsins,
sagði honum frá atburðum í
undirheimunum.
Lögreglumaðurinn sagði yfir-
mönnum sínum frá þessu og þeir
féllust á sambandið: ekkert lög-
regluvald í heiminum kemst af
án þess að hafa sína „sögumenn"
meðal glæpamannanna, hvorki
Scotland Yard, né aðrir.
Tveir ólíkir iögi'eglu-
flokkar á veiðum.
Það liðu ekki margir dagar frá
innbrotinu hjá Brink þangað til
lögreglufulltrúanum skildist, að
vinur hans Pino væri sá seki. Og
eftir þeirri línu rakti Boston lög-
reglan rannsóknir sínar. En nú
rakst hún á sambandslögregl-
una (sem almennt eru kallaðir
G-menn) því að ránið var bæði
rikis. og sambandslagalegtbrot
samkvæmt amerískum lögum.
Það fól í sér að bæði lögregla
borgarinnar og rikisins Massa-
chusetts áttu að rannsaka málið
en lögregla sambandsrikjanna,
sem heyrði undir stjórnina í Was
hington átti lika að rannsaka það
þar sem peningarnir voru send-
ir til Boston frá öðrum ríkjum
en Massachusetts: það voru pen-
ingar þarna frá öllum 47 ríkjum
Bandarikjanna, þar af leiðandi
var ránið sambandslagabrot.
Það væri rangt að segja að
þessir tveir lögregluflokkar
kæmu sér ekki saman, en sam-
vinnan milli þeirra var ekki full-
komin.
Grunurinn um að Pino væri
að baki ráninu þótti réttur og
allir samstarfsmenn hans voru
þekktir af Boston lögreglunni.
En örugg sönnun, sem gilti fyrir
rétti var þó ekki íyrir hendi.
Þeir seku voru þekktir
en rétturinn var
vanmáttugur.
Ríkislögreglan (G-mennirnir)
réðust þá i málið með stuðningi
frá þeim gögnum, sem Boston-
lögreglan og sérstaklega vinur
Pinos, lögreglufulltrúinn, höfðu
viðað að sér. Þeir kölluðu málið
fyrir svokallaðan * „grand jury,
búákvið 1953. Þetta er í amirísku
réttarfari stofnun, sem ekki hef-
ur alveg greinilega starfsemi. Til
gangur hennar er — í henni eru
16 til 20 menn — að ákveða hvort
sennilegar ástæður séu fyrir
hendi til að sækja menn til saka
fyrir ýmis lagabrot. Það getur
verið bæði lítill og óvenjulega
sterkur myndugleiki, sem svona
búakviður hefur. Er það allt
undir þvi komið hversu mikil-
virkir og greíndir mennirnir í
dómnum eru. Yfirheyrslurnar
fyrir honum eru alls ekki réttar-
far, en tilgangurinn er, að tína
fram allar sannreyndir, sem geti
verið nægilegar til að sækja
vissa menn til sakar. Vitni eru
kölluð og verða að koma. Það
var svona stóri dómur, sem árið
1930 gerði Thomas Dewey mögu-
legt að hreinsa til í glæpalýð
New York-borgar. Á öðrum svið-
um hefur dómurinn ekki afrekað
neitt.
Fyrir búakvið sambands-
rikjanna var nú Pino og fleiri af
samstarfsmönum • hans kallaðir,
einnig lögregluþjónar: jafnvel
lögreglan verður fyrir búa-
kvið að láta uppi allar þær upp-
lýsingar, sem hún hefur fyrir
hendi.
Þeir, sem voru í glæpaflokkn-
um og skylt var að vitna neituðu
að gera það. Þsim var hótað að
þeim skyldi refsað fyrir „fyrir-
litningu gagnvart dómstólnum“.
Og þeir tóku fúslega við refs-
ingu fyrir slíkt afbrot heldur en
að segja frá nokkru, sem leiddi
til þess að málið upplýstist.
Sambandslaga ákærandi gerði
líka tilraun til að sanna það fyr-
ir réttinum, að lögreglufulltrú-
inn sem hafði verið vinur Pinós
í þrjátiu ár, hefði þegið mútur
Hann varð fyrir óþægilegum
yfirheyrslum. Hann var spurður
um lifnaðarhætti sína og varð að
framvisa bókfærslu sinni til
sannindamerkis um það að hann
lifði ekki dýrara en laun hans
leyfðu. Yfirmaður hans kom hon-
um til liðveizlu og var hann
sýknaður af öllum grun.
Um þetta leyti bjó Hollywodd
til kvikmynd um málið og var
nöfnum breytt. Myndin hét
„Glæpama.ðurinn“ og hafði Tony
Curtis aðalhlutverkið.
Símahlnstanir voru ekki
teknar gildar sem sönnun.
Bæði Boston-lögreglan og á-
kæruvald sambandsríkjanna
höfðu um þetta leyti aðgang að
leynilegum símahlerunum (sem
voru bundnar eiði) milli glæpa-
Framh. á 9. síðu.
Landbúnaðar- og fiskimálaráðherra Ereta, John Ilare (t.h.) sést
hér ásamt Karl Skytte, landbúnaðarmálaráðherra Danmerkur,
og var mynd bessi tekin, er sá fyrrnefndi heimsótti Kaupmanna-
höfn nýlega. John Hare er einn beirra manna, sem hvað mesf
afskipti hafa haft af fiskveiðilögsögnmálunum ai Breta hálfu.
svo sem af embætti hans leiðir, og hefur hann m.a. tekið' þátt í
samningaviðræðunum við Dani um útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar við Færeyjar.