Vísir - 13.10.1958, Blaðsíða 9

Vísir - 13.10.1958, Blaðsíða 9
Mánudaginn 13. október 1958 1 VÍSIB Reykjalundur framleiðir einangr- unarrör, sþekkt annarsstaðar. Ititjaveiian t&Júnjr Jfwins f&fjjimsh<ssmcíi pví ezö pesn teszB’esst tihfii é §ös'$m. ■ Samband íslenzkra bcrkla- sjúklinga (SÍBS) er tuítugu ára gamait í þessum mánuði og á að baki geysilega mikið starf, en frægust eru samtök þessi fyrir vinnuheimilið að Reykja- lundi. Þar hafa enn verið reist- ar stórbyggingar á þessu ári, og hafin ný framleisla, sem ekki er aðeins nýjung liér á landi, heldur það sem meira er, sennilega nýjung í heiminum, svo að enn á liróður Reykja- lundar eftir að aukast. Einangrunarpípúr, sem ekki tærast. Forustumenn SÍBS ræddu við fréttamenn um daginn og sögðu frá starfsemi samtak- anna og framleiðslunni og bygg ingum þar á árinu. Hafin var í fyrsta sinni hér á landi fram- leiðsla á gólflistum úr plasti, og ennfremur á einangrunarpíp- um fyrir heit rör í jörðu, og vita menn ekki hér til þess að þau séu eins staðar framleidd nema hér á landi. Efnið, sem notað er Hircn f uIEkomni gSæpur - Frh. af 4 s. flokksmanna, þegar þeir töluðu um ránið. Það var í sjálfu sér fullgild sönnun fýrir sekt þeirra. En hér kom lagalegt vafaspurs- mál í veginn. Var gert ráð fyrir að dómstóll í Massachusetts myndi fallast á það sem fullgilda sönnun, en sambandslagadóm- stóll hafði nýlega neitað að taka það sem gilda sönnun, sambands- lagastarfsmenn voru staðráðnir í því að fella glæpaflokkinn fyrir sambandslagadómstóli. Nú reyndi lögreglufulltrúinn að þrýsta Pinó til að játa, með því að hóta honum að hann skyldi rekinn úr landi til Italíu. Pino var nefnilega ekki amerisk- ur borgari. Foreldrar hans höfðu ekki haft vit á að gera hann að amerískum borgara, en sjálfur hafði hann ekki hugmynd um þetta. En þessi viðleitni, að ráðast ekki á frelsi einstaklingsins, að gera ekki neitt í bardaganum við lögbrjótana, sem gæti skert rétt- indi þeirra, og kom svo greini- lega í ljós hjá sambandsdómstól- unum, þegar þeir vildu ekki fall- ast á símahleranir sem vitnis- burð — kom líka Boston lögregl- unni til að falia frá útvísunar- hótuninni til Pinós. Hann hafði byrjað líf sitt nokkurra mánaða þar í Bandaríkjunum og þá heyrði það Bandaríkjunum til, að taka hann að sér. Það á ekki að- eins að refsa honum, heldur á að bæta hann, gefa honum nýtt tækifæri; Hann er okkar maður og á okkar ábyrgð, sagði lögregl- an. Og að lokum í janúar 1956 — sex árum eftir mesta rán í heimi, varð forystumaðurinii Tony Pino fenginn sambandslögreglunni í hendur. Sambandslögreglan tók hann fastan og hann hlaut dóm sinn fyrir sambandsdómi. En vitanlega er ekki ögn eftir af peningunum. í þessar pípur, heitir polyet- hylene og hefir þann kost, að það tærist ekki í jarðvegi, en það eru einmitt helztu vand- kvæðin, sem við hefir verið að etja við hitaleiðslurör í jörðu. Hitaveita Reykjavíkur hefir þegar pantað tíu kílómetra af rörum þessum, sem nota á þannig, að stálrörunum, sem heita vatnið er leitt í, er stung- ið inn í þessi einangrunarrör. Þá hafa á árinu verið fram- leiddar sömu vörur, sem áður, en það eru stálhúsgögn, eldhús- áhöld, plasthúðaðar veggflísar, vatnsrör úr plasti, rafmagnsvír, vinnusloppar og leikföng úr plasti og tré. Á árinu sem leið, nam fram- leiðslan 7,3 milljónum króna. Nýjar byggingar. Byggingar þær, sem nýjastar eru af nálinni að Reykjalundi, mega kallast stórbyggingar, en þær eru fyrir skrifstofur, vöru- geymslur, þvottahús og vinnu- stofur. Nú þegar er byggðin þar efra orðin það mikil, að segja má, að risið sé þar á skömmum tíma heilt þorp, og hið glæsilegasta að allri gerð og útliti. Vistmenn geta verið 91, og verður áreiðanlega hvert rúm skipað í vetur. Á síðasta þingi SÍBS var heimilað að taka almenna öryrkja á Reykjalund. Þetta hefir ekki enn komið til framkvæmda. Enn þarf því að byggja, því að vistmannafjöld- inn helzt óbreyttur, enda þótt berklasjúklingum fari ört fækkandi. Lánaaðstoð við berklasjúklinga. SÍBS aðstoðar berklasjúk- linga á margan annan hátt en með því að fá þeim dvöl að Reykjalundi. Fjöldi þeirra berst fyrir því að eignast íbúð, en hefir ekkert fjármagn til þess. SÍBS hefir haft milligöngu milli þeirra og lánastofnan og þannig t. d. gert 17 berklasjúk- lingum kleift að eignast 17 íbúðir í Gnoðavogshúsunum og 7 í raðhúsunum. Aðilar þeir, I sem Þórður Benediktsson, for- seti SÍBS, ber sérstaklega vel söguna og þakkar einkum fyr- | irgreiðslu í þessum málum, eru ! Tryggingarstofnun ríkisins, | Bæjarstjórn Reykjavíkur og ' Húsnæismálastjórn. Alls hefir 1 verið hægt að útvega hátt á þriðja hundrað sjúklinga ein- hverskonar lán, einkum í sam- bandi við húsnæði. „Annars er það ýkjulaust sagt,“ mælti Þórður Benedikts- son að lokum, „að það er hreint eins og hver einasti maður. telji sér skylt að hjálpa okkur í starfinu. Eg hef oft verið alveg gáttaður á allri þessarri hjálp- fýsi. Mér liggur stundum við að halda, að hér á íslandi búi bezta fólk í heimi, því að það er alltaf reiðubúið að leggja eitthvað af mörkum', þegar ein- hver á bágt.“ Tæknífrjóvgun — Framh. af 3. síðu. tíð og tíma. Þannig er það lítið í dag, sem var mikið í gær. Eigum við að neita konu um þá heitustu ósk hennar, að eignast barn, af því að hún get- ur ekki orðið þunguð á eðlileg- an hátt? Ekki neitum við manni, sem misst hefur fótinn, um leyfi til að fá sér gervifót, Ekki ætlumst við til þess að hann sé farlama alla ævi vegna þess að náttúran hefur ekki gefið honum annan fót í stað- inn fyrir þann, sem hann missti. í grein, sem enska leikkonan Yvonne Mitchel hefur ritað um þetta mál, segir hún frá því, að hún eigi að fara að leika í kvik- mynd, sem fjalli um konu, sem gift er manni, sem er ófrjór. Konan reynir margt til að ná sér í elskhuga, er hún geti átt barn með. Leikkonan segist hafa lært það af þessu hlut- verki sínu, að tæknifrjóvgun sé lífsspursmál fyrir sumar konur. Konur, sem eignast börn á þenna hátt, elska börn sín ekki síður en hinar ‘ham- ingjusamari kynsystur þeirra og ala ekki síður önn fyrir þeim. Engin kona færir slíkar fórnir, nema af því að hún þrá- ir að eignast barn. Það eru svo mörg börn, ,sem koma óvelboð- in í þenna heim, að þau fáu, er eiga tæknifrjóvgun líf sitt að þakka, ættu að vera velkomin. En samt sem áður er hætta á því, að það barn, sem fréttir það eða fær það að vita frá móður sinni, að það sé komið í heiminn á þennan hátt, verði fyrir miklum vonbrigðum og eigi eftir að glíma við tilhugs- unina um þetta óeðlilega upp- haf sitt alla ævina. Öll viljum við tilheyra mannkyninu, hversu miklum tökum sem and- úð okkar á mönnum kann að ná á okkur. Og sjónarmiðin eru mörg og margvísleg. Hugsunin urn það; að líf hafi verið „búið til“ í tilraunaglösum á rannsóknar- stofum — hugsunin um hinn ó- kunna uppruna — hugsunin um þjóðir, sem kynnu að taka sér fyrir hendur að „framleiða" eitthvert úrval manna, „herra- þjóðina“ — allt þetta fyllir okkur hryllingi. Eg trúi á fjölskyldulfið, seg-' ir leikkonan, sem getið var um áðan, eg held að það sé bezta skjólið, sem við getum eignast þar sem við getum fundið hamingju, öryggi, skilning og vernd gegn einstæðingsskapn- um og kveðið niour í okku.r sjálfselskuna. Þess vegna erum við ekki á móti tæknifrjóvgun, hún er blessun þeim, sem sjá enga aðra færa leið. Kishi forsætisráðherra Jap- ans hefur lýst yíir enn á ný, að utanríkisstefna stjórnar hans byggist á sam- starfi við frjálsar þjóðir og einkum við Bandaríkin. •fo Þingkosningar eiga fram að fara í Ungverjalandi 16. nóvember, en þing var rofið 26. sept. s.l. — í seinustu almennum þingkosningum þar kusu 5 millj. kjósenda (1953) og greiddu 95% at- kvæði með kommúnistum. Þessi mynd er frá landslcik milli Banmerkur og Vestur-Þýzka- lands, sem háður var í Kaupmannaliöfn nýlega og lauk með jafntefli 1:1. Á að friða gæsina - þann Eftirfarandi birtist nýlega í Frey, og leyfir Vísir sér að endurprenta það: 1 útvarpinu í gærkvöldi var aðvörun til almennings frá Dýraverndunarfélaginu um að nú væru endur og gæsir frið- aðar. Það er svo með mannúðina eins og svo margt annað, að hún getur gengið út í öfgar, og á- reiðanlega gerir hún það með friðunarlögunum varðandi gæs- ina. Nú á sejnni árum er gæsin orðin hrein landplága á vissum stöðum á landinu. Þes.si aðvör- un Dýraverndunarfélagsins, um það að gæta nú þess að ,gera ekki gæsinni mein, kom nokk- urn veginn samtímis því, sem þessi meinvættur flykkist á ræktarlöndin í fyrstu gróönd- unum og hirðir hvern grænan sprota, sem upp úr sverðinum gægist. Hér í Fljótsdalshíraði hefur þessum meinvargi fjölgað svo gífurlega á seinni ár.um, að, heita má að öll ræktunarlcnd, sérstaklega fram með Lagar- fljcti og Jökulsá, séu alsett þessum grasbít allt sumarið, að j frátöldum þeim tíma, serh gæs- irnar eru í sárum. Það tjón er ómetið, sem þúsundir og tug- þúsundir gæsa bíta af grasi á ræktuðu landi á hverju sumri, auk annarra skemmda í görð- uffl- og kornökrum, þar sem þeir eru. Allt virðist benda til þess að þessum fugli muni fjölga á- fram ár. frá ári, enda eru hon- um skapaðir meiri og meiri möguleikar með aukinni rækt- un, og nýræktin er hans uppá- hald, enda kveður þar mest að eyðileggingu eftir hann. Mér virðist að allir, sem skotvopn eiga, leggi sig fram við að skjóta gæsina, en það segir ekkert; bæði er það að fuglinn er mjög var um sig og hitt, að mergðin er svo mikil að það sér ekki högg á vatni, þó nokkur stykki falli.þannig. Það er því fullkomið alvöru- mál og áhyggjuefni fyrir land- búnaðinn, að stutt sé að því með friðunarlöggjöf að fjölga þessum skaðsemdarfugli frá ári til árs. Bændur verða því að taka upp baráttu fyrir því að fá lögfest útrýmingarákvæði varðandi þennan fugl og láta framkvæmdina heyra undir veiðistjóra landsins svo sem nú er með útrýmingu refa og minka. Til þess að fækka þessum fugli þurfa sérstök ráð að koma til, t. d. að sækja að honum meðan hann er ófleygur og smala honum saman og rétta. Til þess þarf almenn samtök. Þessari aðferð mundi auðveld- lega vera hægt að koma við hér á Lagarfljóti, þar sem hann er í tugþúsundum meðan hann er ófleygur. Aðvörunin í útvarpinu kom mér til að skrifa þessar línur í þei-m tilgangi að benda á það tvennt í þessu sambandi: — annarsvegar fjarstæðuna í því að hafa þennan fugl friðaðan, og hinsvegar nauðsyn þess að hefja aðgerðir gegn ágangi og eyðileggingu af völdum þessa fugls, eða fyrir fullkominni út- rýmingu hans. Vil ég beina því til bænda í þeim héruðum, þar sem gæsin er aðgangsfrek, að þeir geri á- skorun til næsta Búnaðarþings um að taka þetta mál, „Gæsa- pláguna“ til athugunar. Egilsstöðum, Sveinn Jónsson. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.