Vísir


Vísir - 15.10.1958, Qupperneq 6

Vísir - 15.10.1958, Qupperneq 6
6 V 1 S I B Miðvikudaginn 15. október 1953 VÍSIIR D A G B L A Ð yfrfr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eCa 12 blaðsíður. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. tltatjómaríkrifstofur blaðsinf eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kL 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Framfarir í umferðamálum. Ekki eru nema fáeinar vikur, síðan ný umferðarlög gengu í gildi, og hefir síðan verið unnið við margvíslegar fram kvæmdir til að auka öryggi manna í umferðinni. Hefir þetta einkum verið gert hér í bænum, enda er slysahættan fyrst og fremst í þéttbýlinu. Hafa ýmsar nýjungar verið teknar upp og breytingar gerðar til dæmis varðandi umferð um hringtorgin, þar sem márgar götur koma sam an. Tekur að vísu nokkurn tíma fyrir allan almenning að átta sig á þessu, en með nægri fræðslu af hálfu yfir- valdanna verður það tiltölu- lega auðvelt. Margir voru í vaía um gagn- semi eins atriðis í bifreiða- lögunum nýju. Það var at- riðið, sem hækkaði lág- markshraða bifreiða bæði innan bæja og úti um sveit- ir. Að vísu má benda á það, að enginn hafi farið eftir hinum gömlu fyrirmælum, ; svo að það hafi verið verra en ekki að hafa þau í gildi, en það er einnig mikil spurning, hvort rétt hafi verið að rýmka ákvæðin eins mikið og gert var. Það er sannað hvarvetna, að auk- inn hraði eykur slysahætt- una til muna, og þess vegna verður að fara varlega í að slaka til á kröfum á því sviði. Annars hlýtur að verða fróð- legt að athuga vandlega slysaskýrslur, þegar frá líð- ur, og gera samanburð á fjölda slysa fyrir og eftir að nýju lögin gengu í gildi. Þegar komið verður eitthvað fram á næsta ár, ætti að vera hægt að fá no.kkra bendingu um það, hvort þróunin sé ó- breytt, slysum fari fjölgandi eins og áður, eða hvort þær breytingar, sem ákveðn- ar voru í lögunum, bera ein- hvern árangur. Og einnig ætti að vera hægt að fá bendingu um það hvort breytinga er þörf á þeim nýmælum, sem í- lögunum eru fólgin. Þa5, sem mestu ræiur. Annars er það vitanlega aug- ljóst mál, að það er ekki nóg að setja reglur, ef menn eru svo ólöghlýðnir í eðli sínu, að þeir skeyti engu um þær. Ef menn eru tillitslausir gagnvart öðrum — gagnvart öllum reglum og vegfárend- um — verða slysin alltaf miklu fleiri en þau þyrftu að vera. Þess vegna þarf að skapa mönnum öflugt að- hald. Það má vitanlega gera með mörgum hætti, en þó eru það einkum fáeinir aðilar, sem mest geta gert að þessu leyti. f fyrsta lagi á almenn- ingur að hjálpa lögreglunni Trygging Þá vkðist loks sérstök ástæðg til að gera menn að nokkru leyti ábyrga fyrir því tjóni, sem þeir kunna að vinna. Hingað til hafa menn slopp- ið mjög létt, þótt þeir hafi valdið stórkostlegu tjóni. Tryggingin borgar, er við- kvæðið hjá mörgum, þegar eitthvað kemur fyrir, sem tjóni veldur. Með þessu móti eru menn los- aðir undan ábyrgð að miklu leyti, og fer varla hjá því, að það hefir þau hr.if, að menn verða miklu kæru- lausari en ella, þegar þeir i sitja við stýri á bíl. Þegar öllu er á botninn hvolft, er til að gæta reglu með því að tilkynna um brot á umferð- arreglum, sem hann verður var við. Það er ómetanleg hjálp fyrir lögr'egluna, sem getur vitanlega ekki verið alls staðar í senn. Skólarnir verða að innræta nemendum sínum, á hvaða a’dri sem þeir eru, nauð- synina á að sýna öðrum til- litssemi í umferðinni og kenna umferðarreglurnar. Að sjálfsögðu ættu útvarp og blöð að gera sitt til að halda almenningi vakandi, og varla þarf að efast um liðsinni þeirra aðila. og ábyrgí. það þó ekki aðeins trygging- arfélagi, sem fær að borga, því að ekki l^ggur það fram þann gjaldeýri, sem nauð- synlegur er tíl kaupa á vai-a- hlutum. Hann er tekinn af sameiginlegum sjóði, sem er ekki of gildur.. Með nýju umferðarlögunum hefir mikilvægt ski’ef verið stigið til að auka öryggi í umferðinni, en vitanlega næst ekki hinn ákjósanleg- asti árangur nema sem flestir aðilar legg'i sem mest af mörkum til hins sameig- inlega áhugamáls, sem er færri siys. Frakkar reyna ai koma sér í mjúkimt hjá Berbum. Ofurefli teflt fvtutt t/ea/tt 2000 ttttttetatt Itði. Frakkar reyna nú mikið til þess að sefa og friða Berta í fjallalandinu Kabyliu, fyrir austan Alsír. Um 44 þúsund hermenn eru nú þarna til þess að bæla nið- ur 2 þúsund manna vopnaðan her uppreistarmanna. Stórfé er varið til að biðla til almenn- ings með skólum, heilsuvernd- arstöðvum, nýjum vegum og alis konar þjónustu opinberri. Vignon, héraðsstjórinn í Kabylíu hinni miklu.heldur að Frakkland sé að vinna á. Hann hefur sem sé getað tilnefnt borg arstjóra hraðar en uppreistar- menn hafa getað afmáð þá! Frakkar hafa útnefnt 38 borg arstjóra, sem hafa verið Múham eðstrúar. Fimm eða sex af þeim hafa verið myrtir. Nokkr- ir aðrir hafa sagt af sér, en Frakkar neita að taka það gilt. Vignon hefur líkd sett á stofn aðalráð með 28 mönn- um og þar af eru 23 Múham- eðstrúarmenn og sjö manna deildarráð hefur hann stofn- að og er formaður fyrir því Ail Aly, sem áður var full- trúi Múhameðsmanna í Al- sírska þinginu. Múhameðstrúarmönnum hótað hörðu. Vignon sýndi skýrslu um að Múhameðstrúarmenn sæktu franska skóla og lækningastof- ur í vaxandi mæli. „Aðalvandamál okkar er að sigrast á óttanum og það verð- ur löng leið og erfið,“ segir Vignon. Fréttamenn þurftu ekki að aka nema stuttan spöl upp í hæðiimar til þess að komast í kynni við óttann. í Macouda hafði ný útnefndur borgarstjóri verið skotinn til bana nýlega. Hermenn komu með hinn starf- andi borgarstjóra, Ali Bonabid, og hann stóð við veginn titr- andi á beinunum meðan liðs- foringjarnir spui’ðu hann út úr. „Eruð þér fús á að starfa með okkur?“ spurði höfuðsmað- urinn. „Við ei’um að ráðgera alls konar opinbera þjónustu: Raf- magn, símaklefa, nýja vegi fyr- ir Maconda,“ sagði höfuðsmað- urinn fréttamönnunum. Hinn starfandi borgarstjóri var efablandinn á svip. „Það er ekki enn hafizt handa um neitt af þessu,“ sagði hann. (N. Y. Times). Það hefur vakið nokkurt umtal og talsverða óánægju, að Strætis vagnar Reykjavíkur hafa gert þá breytingu á sölufyrirkomu- lagi á farmiðum, að nú verða fullorðnir að greiða 50 kr., e£ þeir vilja fá miða, en áður var hægt að fá miðaspjald fyrir 20 krónur. Um þetta skrifar „Lang- holtsbúi", Minnstu auraráðin. „Eg verð að segja það, eins og mér finnst, að ég tel það mjög misráðið hjá SVR að taka upp þá breytingu, sem nú hefur ver- ið ákveðin við sölu farmiða. Það má kannske segja, að 50 krónur sé ekki mikill peningur á vorum dögum, en það er þó alltaf mun- ur að verða að snara út 50 krón-- um í stað 20 eins og áður. For- ráðamenn SVR ættu líka að vita það, að viðskiptamenn þeirra eru yfirleitt það fólk, sem minnst auraráð hefur. Minnkandi vinsældir. Eg trúi ekki öðru en að SVR vilji helzt halda vinsældum sin- um. Þær hafa farið í vöxt upp á síðkastið, því að aflað hefur verið nýrra og ágætra vagna, auk þess sem teknar hafa verið upp nýjar leiðir, en mér er nær að halda, að þessar vinsældir geti minnkað fljótlega aftur, ef dregið er úr þjónustu við al- menning. Þessi breyting á sölu farmiða er nefnilega minnkandi þjónusta — annað ekki. Sendiherra afhendir skilriki. Ot/ flytttr ftBtt leið tivttv/t- Hinn nýi ambassador Sovét- ríkjanna á íslandi, Alexander Mikhailovitch Alexandrov, af- henti í dag (þriðjudaginn 14. október 1958) forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, að við- stöddum dr. Gylfa Þ. Gíslasyni ráðherra, er gegnir störfum ut- anríkisráðherra. Ambassadorinn flutti við þetta tækifæi’i ávarp. Lét hann fyrst í ljós ánægju sína yfir hinum vinsamlegu samskiptum milli íslands og Sovétríkjanna og kvaðst mundu vinna að því af heilum hug að treysta bönd vináttu og gagnkvæms skiln- ings milli þjóðar sinnar og ís- lendinga. Þá lýsti hann því og sérstaklega yfir, að Sovétríkin fylgdu stöðugt þeirri stefnu að varðveita friðinn og treysta vináttubönd allra þjóða. Þær gætu lifað í sátt og samlyndi enda þótt þær hefðu mismun- andi stjórnskipulag. Einn horn- steinn þeirrar stefnu væri sá, að virða fullveldi allra ríkja og forðast hvers kyns afskipti af innanríkismálum þeiri’a. Að lokum kvað ambassador- inn sovétþjóðirnar fyigjast af alhug með baráttu íslendinga fyrir rétti sínum í fiskveiðilög- sögumálinu og óskaði forseta og íslenzku þjóðinni allra heilla. Forseti íslands svaraði á- varpi ambassadorsins, bauð hann velkominn til íslands til hins nýja starfa og fór nokkrum 'orðum um hinn ágaata þátt, | sem fyi’irrennai’i hans, Pavel K. Ermoshin, hefði átt í að treysta vinsamleg samskipti íslendinga og Sovétríkjanna á undanförnum árum. Lét forset- inn í ljós ánægju yfir auknum samskiptum milli landana á sviði viðskipta og menningar- mála, svo og yfir yfirlýsingu sendiherrans varðandi friðsam- leg samskipti milli þjóða heimsins með virðingu fyrir fullveldi allra ríkja. Að lokum fullvissaði forset- inn ambassadoi’inn^ um, að ís- lendingar mætu mikils þá af- stöðu sem Sovétríkin hefðu tekið, er þau viðurkenndu hina nýju fiskveiðiiandhelgi íslands. Þakkaðá hann góðar óskir sendiherrans íslendingum til handa og bað hann að flytja stjórn sinni kveðjur og árnað- aróskir til þjóða Sovétríkjanna. Að athöfninni lokinni snæddu ambassadorinn, ásamt ráðherra og frú hans, hádegis- verð í boði forsetahjónanna, á- samt nokkrum öðrum gestum. Reykjavík, 14. okt. 1958. Útvarpstónleikar á degi S.þj. Alþjóðlegir útvarpstónleik- ar verða haldnir á degi Sam- einuðu þjóðanna 24. þ. m., og standa að þeim 48 útvarps- stöðvar víðsvegar uni Iönd og er Ríkisútvarpið hér meðal þeirra. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem reynt er að hafa svo víð- tæka a'þjóðasamvinnu um flutning á einum og sömu tón- leikunum samtímis í mörgum löndum. Meðal þeirra, sem koma Biðskýlin. Varla mun það heldur verða til að auka vinsældir SVR, að ætlun in skuli vera að taka farmiða- sölu alveg úr höndum vagn- stjóra og hafa hana einvörðungu í biðskýlum, sem Guð má vita, hvenær verða komin upp. Þá mun margur maðurinn bölva SVR fyrir að neyða hann til að arka langar leiðir til miðakaupa í vitlausu veðri að vetrarlagi. Þetta er enn verra en hið fyrra, sem þegar hefur verið tekið upp, og það vil ég ráða SVR að hverfa frá þessari firru, áður en vin- sældum hrakar enn meira en fyrir sjáanlegt er ...“ Tvöfaldir skattar. Langholtsbúi segir margt fleira, sem verður að biða betri tíma, en allt er það á þá leið, að SVR megi ekki draga úr þjón- ustu, en að því virðist stefnt nú. Loks er svo rétt að koma á fram færi uppástungu, sem barst fyrir löngu en hefur dregizt að birta. Hún er í bréfi „Edisons" og hljóðar svo: „Hvernig væri að hafa staukana, sem hafðir eru í bílunum fyrir miða og peninga, tvöfalda og með tveim opum —- öðrum fyrir peninga og hinum fyrir miða. Mundi það ekki draga úr umstangi þeirra, sem eiga að „skilja sauðina fré höfr- unum“, miða frá peningum?" I-Ivað s'sgia yfirmenn hjá SVR um þetta? Gaman væri að hcyra það. jfram á tónleikunum, eru Pablo Casals, Yehudi Menuhin, David Oistrakh og Indverjinn Ravi Shankar. Þá leikur Bostonar symfóníuhljómsveitin undir stjórn Charles Munch fdramtu svmfónfu Honeggevs. og la Suisse Romande hljómsveit; i með einleikurum og ká-r undir stjórn Ernest Ansermet leikur niðurlag níunda symfóníu Beet. hovens.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.