Alþýðublaðið - 09.01.1958, Page 8

Alþýðublaðið - 09.01.1958, Page 8
i Alþýðublaðið Fimmtudagur 9. janúar 1958 Leiðir allra, sem ætla að kaupa eða selja B í L Uggja til okkar Bílasalan Klapparstíg 37. Simi 19032 önnumst allskonar vatns- og hitalagnir. Hifalagnir s.f. Símar: 33712 og 12899. Húsnæðis- miðlunin, Vitastíg 8 A. Sími 16265. Sparið auglýsingar og hlaup. Leitið til okkar, ef þér hafið húsnæði til leigu eða ef yður vantar húsnæði. KAUPUM prjóratuskur og vað- malstuskur hæsta verði. Álafoss, Þingholtstræti 2. Sigurður Ólason Hæstaréttarlögmaðui Austurstræti 14. Sími 15535. Viðtalst 3—6 e. h. Miisningarspjöld D. A. S. fást hjá Happdrætti DAS, Vesturveri, sími 17757 — Veiðarfæraverzl. Verðanda, -sími 13786 — Sjómannafé lagi Reykjavíkur, sími 11915 — Jónasi Bergmann, Háteigs vegi 52, sími 14784 — Bóka verzl. Fróða, Leifsgötu 4, sími 12037 — Ólafi Jóhanns synl, Rauðagerði 15, sími 33096 — Nesbúð, Nesvegi 29 ----Guðm. Andréssyni gull smið, Laugavegi 50, sími 13769 — í Hafnarfirði í Póst húsinu, sími 50267. og Krtsfján Eiríhsson hæstarcttar- og héraðs dómslögmenn. Málflutningur, innheimta, samningagerðir, fasteigna og skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. Samúðarkort Slysavamafélag Islands kaupa flestir. Fást hjá slysa vamadeildum um land allt. í Reykjavík £ Hanny ’ðaverzl uninni í Bankastr. 6, Verzl. Gunnþórunnar Halldórsdótt ur og í skrifstofu félagsins, - Grófin 1. Afgreidd í síma 14897. Héitið á Slysavarnafé lagið. — Það bregst ekki. — LEIGUBÍLAR Bifréiðastöðin Bæjarleiðú Sími 33-500 —0---------- Síminn er 2-24-40 Borgarbílastöðin Bifreiðastöð Steindórs Sírni 1-15-80 —o— Bifreiðastöð Reykjavíkm Sími 1-17-20 SENDIBÍLAR Nýja sendibílastöðin Sími 2-40-90 Sendibílastöðin Þröstur Sími 2-21-75 NÝ HÁRGREIÐSLA. í nýjum tízkublöðum er bor- ist hafa, er getið um nýja línu í hárgreiðslu en þessi lína er að eftir henni á konan að vera ó- greidd. Hárgreiðslumeistarar norður- landa hafa alltaf á hverjum vetri verið að reyna að berja það inn í viðskiptavini sína, að sam- kvæmt nýjustu Parísartízku ætti að klippa hárið enn styttra, en næsta vetur á u’ndan, Það vakti því ekki undrun svo fárra þegar eftir öðrum leiðum var kunngjört frá París að nú væri tími hinna löngu hártízku lið- inn, og þá var um leið boðuð hin nýja lína, ógreidda tízkan. egar litið er aftur tií 1950— ’54, munu víst flestir liér heima minnast þess að fjöldinn allur af ungum stúlkum gekk með stuttklippt og undantekningar- iítið ógreitt hár, svo að hér ætti þá þegar að vera komin remsla á þessa nýju línu og segja lá að hún hafi á sínum tíma verið geysivinsæl og á að öllum Iik- indum eftir að verða það aftur. Annars er þessi lína á ensku kölluð „Free Flow“, eða flögr- andi frjálst. Ekki var henni gef- ið nafn á sínum tíma ,en þá var rétt að byrja að lcomast í tízku að gefa hverri nýrri tízkuhug- dettu sérheiti. Þá var meðal upphafsmannna þessarar greiðslu þekkt stúlka í Frakklandi, sem stundum hefir verið kölluð dýrlingur hins ó- mögulega. En hún var í svo rík- um mæli aðdáandi efnishyggju og raunsæistsefnu, að jafnvel það að gaíiga með hár sem þyrfti að klippa, var af og frá. Þessi hugmynd hennar náði brátt vinsældum og varð út- breidd í 2—3 ár, en það snjall- asta við þetta var, að vesalings konan hafði aldrei haft í huga, að orð hc-nnar eða yfirlýsingar hvað hárgreiðslu snerti, kæmi til með að hafa váranleg áhrií á samferðafólkið. Hún ætlaði að flytja því, annan og merkari boðskap, en nú er sá boðskapur að mestu gleymdur, nema hjá einstaka heimspekingum, sem urðu hissa í bili, en hárgreiðslan skýtur nú enn upp kollinum og á sennilega eftir að gera það öðru hvoru, svo lengi sém kon- um vex hár. Það eru svo út af fyrir sig mikil þægindi að því fýrir hár- greiðslustofurnar að geta tekið upp aftur og aftur gamiar greiðsiur, því að þegar þær komast í' tízkú í seinna skiptið, kunna allár með þær að fara., Aðeins væri ákjósanlegt að sleppt yrði löngum og röngum- fræðilegum skýringum á því af; hverju tízkan hnéigist í þessa, átt, auk þ'ess s.ein sleppt yrði að gefá t. d. þsssári greiðslu nokkurt rfýtí' nafn, sem alls ekki á við, því að þetta er sama greiðslan og var í tízku fyrir nokkrum árum, jafnt þó liún sé- nú heitin „Free Flow“. EITT merkilegasta ríki ver- aldar er munkalýðveldið Athos yzt á Khalhidikeskaganuni, um það bil 130 kílómetra frá Saló- niki. Þar hafa munkarnir háft griðland frá því á 10. öld, og jafnvél allir soldánar Tyrkja- veldis virtu sjálfstíéði þeÍTra og blönduðu sér ekki í mál þeirra. Blómgaðist þarna auðugt menn ingarlíf um allar miðaldir. -— Söfnuðust þangað margir dýr- gripir býzantiskrar listar, fjol- mörg handrit og skjöl. Því rniður eyðilagðist mikill hluti safnsins í frelsisstríði Grikkja 1821—29. Tyrkirræntu og brenndu á Athos eins og annars staðar, rifu niður perga mentshandrit og notuðu í skot- hylki, fluttu burt myndir og skildu allt eftir í rústum. En klaustrið reis upp á ný og eru þar nú á fimmta þúsund raunk- ar, er skipta tímanum milli starfs og bænagerðar. í fyrravor dvaldí danski kvik myndatökumaðurinn Ulrik Uhr skov meðal munkanna á Athos urn tveggja mánaða skeið, og tók kvikmyndir af lífi þeirra og starfi. Er hann fyrsti mað- urinn, sem þangað kemur í beim tilgangi. Hann ritaði ný- lega grein um dvöl sína þar, og kemst þar svo að orði meðal annars: Það er ekki hlaupið að því að komast inn yfir landamæri munkalýðveldisins Athos. Eng- ir bílaveeir liggja yfir hinar bröttu fiallaskriður og hrika- legu gljúfur, sem margskefa skagann. Múldýr er eina farar- tækið, sem kemur að notum í bessu hrikalega landslagi. Á landamærunum var og yfir- heyrður tímum saman af fiór- um munkum úr æðsta ráði regl unnar. Að lokúm varð ég að af- klæðást til sönnunar því að ég væri ekki kvenmaður í karl- mannsklæðum. Konum er sem kurinugt er stranglega banriað að koma inn á landsvæði munk- Munkiu’ í Athos. anna. Eitt ákvæði í munkaregl unum frá 1016 hljóðar svo: Svo mögulegt sé að stofna ríki frið- ar, eindrægni og rósemdar skal hverri kvenlegri veru meinað- ur aðgangur til Athos. Ekkert skegglaust andlit skal nokkurn tíma voga sér yfir landamerki vor. Að lokum fékk ég þó leyfi hjá munkunum að ferðast með al hinna tuttugu og tveggja klaustra ríkisins. Landslag er þarna mjög stórbrotið. Víðáttu miklir eikar- og furuskógar bekja neðri hlíðar fjallanna en hrikalegir fjallatindar gnæfa yfir. Villisvín og gazellur skjót ast um skógana, og vængbreið- ir ernir þjóta með ofsahraða milii tinda. Vegir eru engir, utari stígar, sem munkarnir hafa berfættir troðið um alda- raðir. Munkarnir ferðast alltaf með staf og berja honum kring um sig á göngunni. Er það gert til að styggja burt höggorma, semi úir og grúir af alls staðar. Á Athos er notað býzantíska tímatalið og átti það ekki hvað minnstan þátt í því að mér fannst ég vera kominn á aðra. plárietu, þarna eru á fimmta þúsund munkar, á öilumi aldri, þeir yngstu 16 ára og þjóna beir eldri munkunum til borðs. Hvert klaustur er sjálfstæð stofnun, með sérstakar þjón- ustureglur og einrátt yfir fjár- málum sínum. Ég hélt til í klaustri kínóbíta, sem er hvað strangast um guðsþjónustur og bænagjörð. Liggja munkar þess á bæn átta stundir í senn dag hvern. Þeir kalla til bæna á bann hátt að berja lurk í eik- arbút. Andrúmsloftið er mett- að fornri tíð, óraunvérulegt og framandi. Og þó var ég þar svo lengi, að ég varð vitni að af- brýðismorðum, en þeim er ekki refsað með dauðadómi, heldur með brottrekstri úr munkarík- inu. Tekjur hafa munkarnir aðal- lega af skógarhöggi. Flytja þeir viðinn á múldýrum og sjálfum sér til landamæranna, þar sem timburkaupmenn taka við hon- urn. Annars eru munkarnir nokkurn veginn sjálfum sér nógir um mat. Vínrækt er all- mikil, og er kátlegt að sjá munkana koma rogandi með vínber á öxlinni. Minntu þeir mig á lifandi vínauglýsingar. Lík eru grafin í jörðu og geymd Framhald á 4. síðu,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.