Alþýðublaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 10, janúar 1958. AlþýSublaðlð 3 Atþýöublaöió Útgef-andi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritst j órnarsímax: Auglýsingasími: Afgreiðslusíxni: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emi.lía Samúelsdóttir. 1 4 9 0 1 og 14902. 1 4906. 1 49 0 0. Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. ( Utan úr Heimi ) ,U- • Litli sannleikurimi MORGUiNBLAÐIÐ er farið að birta kosningamyndirnar til vegsömunar fráfarandi bæj arstj órnarmeirihluta í Reykjavúk. Um þær er út af fyrir sig gott eitt að segja. Þetta eru yfirieitt ágætar myndir og ljúga víst ekki. Hins vegar fer því í'iarri, að þær segi allan sannleikann. Dýrð íbaldsins í bæjarstjórninni hrekkur skammt, og Morgun- blaðið lætur aðeins Ijósinynda þá hlið hlutanna. sem er sólarmegin. En skuggáhliðin er vitaskuld þar fyrir á sínum stað. Tökum sem dæmi Ijósmyndirnar í iMorgunblaðinu í gær. Þær boða þann fögnuð, að skólastofurnar í Breiða- gerðisskóla séu bjartar og rúmgóðar. Þetta liggur í aug- um uppi, «g falleg eru blessuð rcykvísku börnin við störf sín ,í skóianum. Enjhér er aðeins Isagður lítill hluti af sögu skóiamálanna í Reykjavík. iSkóIastofurnar eru ekki nógu bjartar og rúmgóðar. Hér vantar tilfinnanlega skólahús- næði. Þess vegna verður enn að notast við skólastofur, sem til stóð að leggja niður fyrir mörgum árum. Og jiess vegna eru skólastofurnar margsetnar dag hvern ölium aðilum til ama og erfiðleika. Morgunblaðið lætur ekki liessa ,getið. Það reynir að gera litla sannleikann að aðal- atriði. Annars færi vel á því, að Morgunblaðið gerði grein fyrir efndum á loforðum þeim, sem Sjálfstæðisflokkurinn gaí Reykvíkingum fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Þá voru myndirnar líka óspart í frammi hafðar. íhaldið lofaði gulli og grænum skógum. En hverjar hafa efndirnar orðið? Hvað eru möra loforðin orðin að veruleika, oe hvað hafa mörg gleymzt? Er hér ekki um að ræða mikið og tímabært verkefni fyrir Morgunblaðið? Svo mun þúsundum Rej'k- víkjnga finnast þessa dagana. Og anjög skortir á það að gcrð sé viðhlítandi grein fyrir meðferð þeirra fjármuna, sem koma í hlut bæjar- félagsins. Til dæmis nnin ýmsuin leika forvitni á að vita, hvað veizluhöld Reykjavíkurbæjar kosta. Þau eru til- komumikil og hafa vissulega sína þýðingu. Engum dett- ur i hug að mótmæla því, að Gunnar Thoroddsen sé prýðilegur veizlustjóri. Hann kemur vel fyrir við slík tækifæri og kann sannarlega að haga orðuni sínum. En eru ekki veizlurnar dýrar? Og er ekki yfirleitt l>á sögu að segja, að fjármálastjórn Reykjavíkurbæjar einkennist af eyðslusemi, sem fari illa flokki Jóns lieitins Þorláks- nd Macmillans RÆÐU MACMILLANS, þar j sem hann stingur upp á að: gerður verði griðasamningur við Sovétríkin, hefur verið mis jafnlega tekið í brezkum blöð- um, en Parísarblöðin láta hins vegar cfll í ljósi rnikla tor- tryggni gagnvart þeim uppá- stungum. Flest brezk blöð tjá sig frem- ur hlynnt hugmyndinni um griðasamninginn, e>n fæst þeirra þó nema með mjög vægu orðalagi. íhaldsblaðið „Daily Telegraph'1, bendir á það, að svo fremi sem stungið sé upp á þessu í alvöru, þá hefði Mac- millan annað hvort átt að koma fyrst fram með uppá- stungumar í neðri deild þings- ins, ellegar þá í svari sínu við bréfi Búlganíns. Frjálslynda blaðið „Manchester Guardian“, leggst á sveif með Macmillan, og kveður mikilvægast að menn komi sér saman um eitt- hvert samningsatriði, — griða- samning, bann við kjarnoi'ku- vopnatilraunum, eða hlutlaust svæði, — og reyni síðan með öllum i'áðum að komast að ein- hverju samkomulagi um það. íhaldsblaðið „Yorkshire Post“, telur uppástungu Macmillans raunhæfa, og óháða blaðið „Seotsman", segir að ekki muni reynast auðvelt að komast að samkomulagi, en Maemillan byrji taflið á réttum leik. Frjálslynda blaðið „New Ohronicle“ álítur ræðuna lofa hyggilegri stefnu Vestur- veldanna í utanríkismálum hér eftir en hingað til. INNANRÍKIS FYRST OG FREMST? Frönsku blöðin gefa það hik laust í skvn að uppástungan sé fyrst og fremst borin fram til áhrifa innanlands, eða til þess að „setja bragð fyrir alþýðu- flokksmennina brezku“, og ef ast um heiðarlegan vilja tii að komast í kallfæri við þá rúss- nesku. Júgóslavneska blaðið „Poli- tika“, kveður uppástungur Mac mil'ans í samræmi við tillögur Buiganins, og séu þær skref í rétta átt að bættu samkomu- lagi og auknum skilningi, Þó séu framkomnar aðrar og mik ilvægari tillögur, til dæmis póisku tillögurnar um svæði, þar sem kjarnorkuvopnum megi ekki koma fyrir og stöðv un allra tilrauna með kjarn- orku\ropn, — og fund æðstu framámanna stórveldanna". Moskvuútvarpið lýsti yfir því að ekkert væri nýtt við þess ar uppástungur, þar sem Sovét veldin hefðu viljað um margra ára skeið vinna að slíkum griðasamningi við Vesturveld- in. Þar með hafi Macmillan verið neyddur til þess af brezku þjóðinni sjálfri að koma til móts við einlægan vilja Sovétvaldhafanna. VILJI SOVETVELDIN . . . í ,,New York Times“ segir að uppástungur Macmillans verði prófsteinn á það hvort Sovét- veldin vilii í rauninni gera slík an griðasamning eða ekki. Ræðan var í og með tilraun til að róa þá flokksmenn sem teknir voru að hneigjast að Utan úr heimi — 2. þeirri skoðun alþýðuflokksins, að þeir ,,æðstu“ ættu að hafa fund með sér á næstunni, og þegar bæri að stöðva allar til- raunir með vetnisvopn. John Heffernan, stjórnmála- fréttaritari Rauters i Washkig- ton segir að þögn Bandaríkja- stjórnar í þessu máli hafi víða vakið grun um að Bandaríkja menn væru uppástungunum andvígir. Þeir, sem gerst þekki til í utanríkismálaráðuneytinu viti þó að sú þögn þurfi ekki endilega að túika þjóðarvijl- ann. UNDRUN, OTTI OG GREMJA Vestur-þýzk blöð segja að til lögur forsætisráðherrans hafí vakið hina mestu undrun í Bonn. Eitt þeirra hefur þó eft- ir Brentano utanríkismálaráð- herra, að þetta sé einmitt vilji Vestur-Þjóðverja. Beri að fagna uppástungum Macmill-j ans, sem séu að mörgu leytj h:nar merkilegustu. ■ Seinna telur blaoið að hin- ar köldu viðtökur sem uppá- stúngurnar hlutu í Bandaríkj-; unum hafi orðið til þess ap vestur-þýzk blöð tóku að draga í land. Að Macmiilan vilji ekki annað með uppástungum sín- um en að skaþa sér gott „ferðaveður“, — hann hyggist innan skamms sækja heim menn eins og Nehru, sem sí- fellt dreymi um samkomulag milli austurs og vesturs. í vestur-þýzku blaði sem hlynnt er jafnaðarmönnum segir að uppástungurnar hafi vakið undrun á Bretlandi, ótta í Washington og gremju í Moskvu. En hugmyndin . sé góð engú að síður. Griðasamn- ingur, sem þó enginn of- treysti, geti lagt grundvöll að samkomulagi og einangrað hernaðarsinnana í Washing- ton. Hin ,hvíia bók' sænsku siiórnarinnar sonar og lærisveini hans í íslenzkum stjórnmálum? Oneitanlega er margt að athuga við stjórn Reykjavíku.r. og ýmislegt mætti laga með lítiili breytingu, ef vilji væri fyrir hendi. Sú viðleitni kæmi að góðum notum, þó að raun- ar sé stórhreytingar þörf. En það, sem aflaga fer, er að verulegu leyti sök Morgunblaðsins. Það afsakar allar gerðir bæjarstjórnaríhaldsins og telur þær hafnar yfir gagnrýni og aðfinnslur. Skýring þessa er sennilega ekki sú, að Sjálf- stæðisflokkurinn beiti blaðið ótilhiýðilegu ofríki. Hugsun- arhátturinn er orðinn svona spilltur. Og hann skánar ekki við húsbóndavald Biarna Benediktssonar, sem þykist öilu eiga að ráða. Ofríkið kemur svo í liós, þegar kosningar eru háðar. Þá ætlast Morgunblaðið til þess, að það geti talið lesendunuim trú um allt, sem áróðursmönnum Sjálfstæðis- flokksins dettur í hug. Og myndavélin er meira að segja notuð í þessurn tilgangi. En lítill sannleikurinn á ekki að ala af sér kosningasig- ur. Og Sjálfstæðisflokknum væri hollt að verða þeirri reynslu ríkari eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Þá færi Morguriblaðið sennilega að temja sér að segja satt — einnig með bjálp ljósmyndavélarinnar. Alþýðublaðið vanlar unglinga • til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: Laugarási Mclunum Talið við afgreiðsluna - Sími 14900 SÆNSKA utanríkisráðuneyt- ið Iiefur nú gefið út svo kallaða „hvíta bók“ um jiær viðræður, sem Svíar áttu við Dani og Norðmenn í síðustu stríðslok, þess efnis, að Svíar .gripu til hernaðaraðgeröa ef Þjóðvcrjar gæfust upp á mcginlandinu, en héldu áfram baráttunni í Nor- egi og Danmörku. Flestar stað- reyndir í þessu máli voru áður kunnar og hirtar í bæklingum eða bókum,. sem áður hafa kom ið út og fjallað um stjórnmál Norðurlanda í stríðslok, en í þessari nýju „hvítu bók“ eru upplýst ýmis minni háttar at- riði, og sjónarmið Svía er tekið af viðræðum þeirra Himmlers og Bernadottc greifa, þegar leið að stríðslokum. " Bæði Norðmenn og Danir sneru sér í apríl 1945 til Svia og spurðust fyrir um möguleika á að Svíar gripu til hernaðar- aðgerða ef svo færi, að Þjóð- verjar héldu áfram baráttúnni með þeim tiltölulega mikla herstvrk. sem þeir höfðu þá í þessum tveim löndum. Akveðn ast orðuð er þessi málaleitun í orðsendingu frá norsku út- lagastjórninni 12. apríl 1945. Þar var sagt. að það. hvernig þýzku hersveitirnar í Noregi og Danmörku brygðust við, ef ai- gjör uppgjöf yrði annars stað- ar. væri spurning, sem vekti kvíða. Norska stjórnin gæti eins búizt við að Þjóðverjarnir héldu áfram baráttunni, og þess vegna gæti svo farið að hún leitaði til sænsku stjórnarinn- ar um hernaðaraðstoð. Norska stjórnin áleit það mikils virði, að þýzka hernum í Noregi yrði gert ljóst, að aðstaða þeirra væri vonlaus í Noregi, og að búast mætti einnig við árás frá Svíþjóð. Til þess að taka af all- an efa, yrði nauðsynlegt að hafa allan viðbúnað í Svíþjóð til slíkra aðgerða. ÓLÍK SJÓNARMIÐ. Sænska stjórnin er á önd- verðum meiði í þessu máli, og segir það hefði verið mjög ó- skynsamlegt að ganga svo til vega sem norska stjómin mælir með. Svíar álitu, að full ástæða væri til að trúa því, að þýzku hersveitirnar í Noregi og Dan- mörku myndu gefast upp um leið og hersveitir þeirra á meg- inlandinu. Við vitum í dag, hvernig fór, og einfaldlega mætti orða það þannig, að Svíar hafi haft á réttu að standa. Hins vegar væri það, að gera málið einfaldara en það var. Stríðslokin og uppgjöf Þjóð- ■verja fóru ekki eftir forskrift sænsku stjórnarinnar. Hina dramatísku atburði, sem þá gerðust, hefði ekki verið hægt að segja fyrir. Af hinum sænsku heimildum er ljóst, að viðræður Bernadotte greifa við Himler voru að miklu leyti grundvöllur að skoðun Svía á þróun mála í Noregi. Himmler hafði í viðræðum þessum að- hyilzt stefnu, sem fól í sér upp gjöf í Noregi og kyrrsetning þýzkra hermanna í Svíþjóð. En í dag vitum við, að Hitler var ókunnugt um viðræðufundi Himmlers og varð ofsareiður. þegar hann fékk vitneskju um þá. Himmler var ekki gerður að eftirmanni Hitlers, heldur var honum þvert á móti vikið úr öllum ábyrgðarstöðum. Upp- gjöf Þjóðverja á engan hátt af- leiðing af viðræðum Himmlers og Bernadottes, heldur fyrir skilyrðislausa kröfu Banda- manna um algjöra uppgjöf alls staðar. Eðlilegt má teljast, að sænsku stiórninni var mjög annt um að halda Svrþjóð htut- lausri einnig i lokarimmunni, og þetta mun einnig hafa sagt til sín, þegar tekin var afstaða í bessum málum. SJÓNARMIÐ NORÐMANNA. Hins vegar hafði hin stríð- Fiamhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.