Alþýðublaðið - 10.01.1958, Síða 5
Föstudagur 10. janúar 1958.
Alþýðublaðið
5
ENGINN franskur rithöfund-
ur núlifandi er jafn áhrifasterk
ur og Albert Camus, sá er híaút
Nóbelsverðlaunin síðastliðið
liaust, aðeins hálffimmtugur að
aldri. Skáldsaga sú, ,,La Chu-
te“, sem hann lét frá sér fara
fyrir rúmlega ári síðan, er þeg-
ar talin helzta skáldverk í
frönskum nútímabókmenntum.
Þar eð höfundur rökræðir þar
siðfræðiieg vandamál út frá
heimspekilegum sjónarmiðum
mætti halda að skáldsaga þessi
væri rituð fyrir fámennan hóp
bóklærðra, en reyndin hefur
sýnt annað. Fáar bækur hafa
vakið viðlíka deilur þær sem
ritaðar hafa verið eftir síðari
heimsstyrjöld, og hún hefur
þegar verið gefin út hvað eftir
annað á öllum helztu tungu-
málum heims. Höfundur náði
'því til þeirra, sem skáldsagan
var ætlúð af hans hálfu.
Albert Camus er einn af þeim
fáu veigamiklu nýtízku rithöf-
undum, sem ekki hleður múr á
milli sín og fjöldans. Iiann vill
að sem flestir skilji það, sem
hann ritar, og lesendur hans
vita alltaf hvað hann er að fara,
jafnvel þegar hann tekur hin
örðugustu viðfangsefni til með-
ferðar. Á þessu hiks og hviks
tímabili eftir heimsstyrjöldina
hefur hann hvað eftir annað
stutt gómum á viðkvæmustu
meinbletti menningar vorrar
og það svo sáran sveið. í skáld-
sögunni ,,Le Chute“ krjúur
hann orsakir þess órökræna
,,ótta“, sem efst hefur verið á
baugi hjá menningargagnrýn-
endum eftir styrjöldina; sem
við minnumst í verkum Kafka
og Satre og ýmissa annarra, og
ýmist hefur verið talinn eiga
rætur sínar að rekja til heims-
stjórnmálanna, eða til fasism-
ans eða þess kvíða og örvggis-
skorís sem nýjustu vísindaleg-
ai* uDpfinningar vekja með okk
ur. Camus telur hann unprunn-
inn í mannssálinni sjálfri: álít-
ur hann ekki fyrst og fremst
nútímafyrirbæri, heldur gaml-
an sjúkdóm, sem legið hafi
niðri og innibyrgður um skeið
en briótist nú skvndilega út í
ofsa. Hann viðurkennir hann,
og gengur að bví leyti í berhögg
við þá gaffnrýnendur, sem telja
hann órökrænan eða anga af
ofsóknarbrjálæði. Það má lengi
deila um hvað sé rökrænt eða
ekki. Er óttinn við skyndiWan
dauðdaga órökrænn? Hann
byggist þó að minnsta kosti á
raunsæi.
Hinn órökræni ótti birtist í
menningarlífi okkar sem tor-
tryggni og vantraust í samskipt
um þjóða og manna, og verða
orsakir þess ekki staðsettar. í
þessari síðustu bók sinni, ,,La
Chute“, reynir Camus að graf-
Albert Camus.
ast fyrir rætur óttans með því
að láta einn einstakling tala og
og tala tímum saman, fletta
ofan af einstaklingssál, sem
vekur með okkur hatrama and-
úð þar til við komumst ef til
vill að raun um að slík sé ein-
mitt okkar eigin sál. Þá snýst
andúð okkar upp í samúð, eða
allt að því aðdáun. Fyrir játn-
ingar hins margmála, iðrandi
dómara, Jean-Baptitse Cleman-
ces, neyðumst við til að hefja
endurskoðun á viðteknu mati
okkar á réttu og röngu, sann-
leika og lygi. Og þegar dómar-
inn hefur sagt sína síðustu setn
ingu, hefur Camus grafið grund
völlinn undan öllu okkar borg-
aralega kristilega siðgæði og
því bákni laga og kenninga,
sem við höfum reist af rök-
hyggju okkar.
í leikriti sínu, „Caligula",
sem samið er 1938, birtist enn
einn þáttur þessa ótta. Þegar
maðurinn í manninum deyr,
þegar ástin deyr og engu er
lengur að treysta, á maðurinn
ekki annars úrkosta en fresta
að vinna sér fullt frelsi með
því að gerast guðum líkur, til-
einka sér kæruleysisró þeirra
og drottna yfir lífinu. En Caji-
gula getur aðeins tileinkað sér
það drottinvald með því að
eyða lífi eftir sínum eigin duttl
ungum, myrða og drepa af brjál
aðri grimmd og telur það æðri
lífspeki og siðgæði. Þarna er
því lýst þegar sjálfsblekkingin
fær útrás í hræsnisofstæki und
ir merkjum siðgæðis og trúar;
lýst hinni hættulegustu mann-
gerð, manninum, sem hefur
völd, en svíkur kærleikann og
fyrirlítur meðbræður sína í
magnþrota örvæntingu.
Og þarna birtist hin mikla
spurning, sem fólgin er í öllum
ritverkum Camus. „Hvaða
tryggingu höfum við fyrir því,
að þeir fáu, sem nú hafa heim-
inn í hendi sér, séu ekki örvænt
ingaróðir lífshatarar, sem þá og
þegar verði arftakar Caligula?"
„Skynsamir" og „heimspeki-
lega þenkjandi“ gagnrýnendur
Camus bera honum það á brýn
að hann sé slakur rökhugsuður,
og hann hirði yfirleitt ekki um,
eða sé þess ekki umkominn, að
byggja upp kerfi í stað þeirra,
sem hann brýtur niður. Megnið
af „opjnberu hugsanastarfi11 fer
í það að slá fostu í eitt skipti
fyrir öll hver hafi rétt fyrir sér
og beri heiður fyrir, hver rangt
og skuli grýttur. Slík þróun
hefur óhjákvæmilega mvndun
alls konar kerfa í för með sér,
en eigi kerfið að reynast ein-
hlýtt verður ýmist að höggva
af hæli eða sneiða af tá. Og
kerfið verður að vera einhlýtt,
eigi það að reynast nothæft
sem grundvöllur að lögum og
reglugerðum.
Sem slíkur rökhugsuður er
Camus ekk sérlega uppbyggi-
fegur. Hann er ekki fylgjandi
neinni kerfisbindingu. Hann
telur að ef einhver krefst þess
að það sé viðurkennt að hann,
— og hann einn hafi á réttu að
standa, — þá sé það einmitt
merki þess að hann hafi ekki
rétt fyrir sér.
Þeim, sem ekki vita betur,
gæti komið til hugar að Camus
hpeigðist að ,,exstensialisma“.
Víst er um það að eftir að hann
fluttist til Parísar árið 1942,
stóð hann mjög nálægt Sartre.
Stóð meira að segja ásamt hon-
um að stofnun stjórnmála-
flokksins Rassemblement Dé-
mocratique Révolutionaire, en
samvinnu þeirra lauk með hörð
um deilum, þegar Sartre þótli
sér bera skylda til, fyrir trú
sína á kommúnismann, að verja
stalinismann, en Camus gagn-
rýndi hann harðlega. Deildu
þeir af hinni mestu hörku og
beittu hinum persónulegustu
vopnum í opnum bréfum sínum
í „Les Temps Modernes“ árið
1952. Má segja að það stríð
hafi náð hámarki sínu, og um
leið hámarki í lubbaskap slíkr-
ar baráttu á vorum dögum, þeg
Framhald á 8. síðu.
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
KI. 4 í dag verður dregið í 1. flokki, um 200 vinninga að fjárhæð samtals 740 þús. krónur. .
Hæstl vinmfigur /2 miiljéu ' króna.
Öllum hagnaði af happdrættinu er varið til nýbygginga i Reykjalundi, víðkunnasta vinnuheimilis, sem
reist hefur verið á Norðurlöndum og þó víðar sé leitað, fyrir öryrkja af öfium stéttum þjóðfélagsins.
Styðjum Reykjalund, i óskaharii okkar ísléndinga
ísiesizk &g érlend úrvagsijóð:
efíir GuSmynd Friðjónsson.
HVER vinnur eins ágæta vegabót,
þó verkatíminn sé naumur,
og léttir eins stirðan og fúinn fót
og feðgarnir: Stefn og Draumur?
Þeir leggja eimbrautir austur að sól,
um Atlantshaf þvert og norður á pól,
á sál mín flugham þeir festa,
hinn fegursta, nýjasta og bezta.
Þeir eiga vörubúr fögur og fé,
sem fáum er kunnugt sem skyldi,
þó lána þeir öllum og láta í té,
sem leita á náð þeirra og mildi.
Þar tek eg út allt það, sem óskar mín fýst,
sem auga fær séð og tunga lýst.
Til endurgjalds aldrei þó kemur;
en úttektin milljónum nemur.
Mig fýsir að sjá hina fjarlægu storð,
en farkostinn hefi ég eigi.
Og tunguna skortir hin algiítíu orð
og útsýni, leiðir og vegi.
Á ströndinni sit eg og stari á mar,
er stikar sæinn hið eimknýna f ar;
og klökkur úr kreppunni ryni
að kvöldroðans purpuralíni.
Hvort jörðin er gráofnum grímuhjúp sveipt
eða glitskikkju vorsólar búin,
er gulltoppu feðganna á himininn hleypt
af himnesku eldfjöri knúin.
Þeir eiga verksmiðju austur frá sól,
á aljarðarstraumum og norður á pól.
Úr geislunum glitvef þeir Búa
r -j. .i^-*
og glerþráð úr kristöllum snúa.
í himininn flytja þeir fýst mína í sel,
er flýja mig vökunnar annir;
þá renni eg göndum um ragna hvel
og reikistjarnanna hrannir.
Því draumvonin býr fyrir.-handan höf,
á hæðinni sunnan og ofan við gröf,
í allaufgum, angandi runni
hjá ódáins Ijósveiga brunni.
s
s
\
\
s
;
V
\
\
\
\
s
\
s
s
\
\
\
\
\
\
\
1
\
\
s
s
s
s
s
\
\
s
\
s
\
\
c
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
\
s
s j
\ .
\
s --
V'
s
s
s
s
s
s
s
s
\
s
s
s
s
s
s
s