Alþýðublaðið - 15.01.1958, Page 3
Miðvikudagur 15. janúar 1958
Alþýðtiblaðií
3
Alþýöubioöiö
Útgefandi:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Ritstj órnar sín-.ar:
Auglýsingasírai:
Afgreiðslusími:
Aðsetur:
AlþýSuflokkarinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson.
Emilía Samúelsdóttir.
14901 og 1490 2.
1 4 9 0 6.
1 49 0 0.
AlþýðuhúsiS.
Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10.
iJ fsmarkið dauðamerkið
OPT hafa andstæðingar Alþýðuflokksins 'haldið þvi
fram, að hann væri deyiandi eða iafnvel dauður. Sá mál-
flutningur heyrist sjaldan í kosningábaráttunni að þessu
smni. Orsökin liggur í augum uppi. Alþýðuflokkurinn
genguv einhuga og samtaka til baráttunnar. Landsmenn
hafa falið honum úrsiitavald í íslenzkum stjórnmálum. Víg-
staða hans í bsejarstjórnarkosningunum er iíka óvenju góð.
Bvaðanæva fréttist af því, að hann sé í sókn. Hér í Reykja-
vík er öllum sanngjörnum mönnum ljóst, að aukin íhlutun
Alþýðuílokksins er vinnustéttum höfuðborgarinnar rnikil
nauðsyn. Hann er líklegur til að hemia öfgarnar til hægri
og vinstri og stöðva gegndarlaust kapphlaup Sjálfstæðis-
flokksins og kommúnista um ofstiórn og óstjórn bæjarins.
•Þess vegna er honum trúandi fvrir úrslitavaldi í Reykjavík
á næsta kiörtímabili bæjarstjórnarinnar. Þetta vita and-
stæðingarnir. Og þess vegna stendur þeim ótti af Alþýðu-
flokknum.
Þjóðviljinn reyndj á dögunum einu sinnj enn að rifja
UPP .gamla sönginn um dauðamerki Alþýðuflokksins, en sá
málflutningur var laus við' að vera borginmannlegur. Þjóð-
viljinn sagði orðrétt um Alþýðufiokkinn: „Hann þolir ekki
marga álíka „sigra“ í verkalýðsmálum og í Iðju og Tré-
smiðafélaginu í fyrra . . .“ Og svo kom gusa um vonda menn
í Aiþýðuflokknum, óalandi og óferjandi hægri krata. Fyrst-
ui' í þeirri upptalningu eins og allaiafna var Áki Jakobs-
son, fyrrverandi ráðherra Sósáalistaflokksins, en nú er hann
sennilega versti maður á íslandi að dómi samherianna forð
um daga!
Víst er sú kenning til, að hægt sé að sigra sig dauðan
og þess vegna hófs þörf í flestuni greinum. Hitt liggur í
augum uppi, að Alþýðuflokkurinn megi sæmilcga við
þau „dauðamerki“ una, að hafa komizt til áhrifa og
valda í Iðju og Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Allt öðru
niíVii gegnir uni kommúnista. Þjóðviljinn ætti til dæmis
að spyrja félaga Björn Bjarnason hvort hann teljj bæri-
legra að vinna Iðiu eða tapa henni. Maðurinn þekkir
livort tveggia aí reynslu. Vafalítið myndi liann heldur
kjósa sér til handa ,.dauðamerki“ Alþýðuflokksins i l'é-
laginu en „lífsmark“ komniúnista. Og ekki væri nema
kurteisi að spyrja Halldór Pétursson að þessu sama.
Hann hcfur iðulega ritað og talað um feigöarstríð Al-
þýðuflokksins unz lianri hraktist burt frá brurinu fyigi-
skjölunum i Iðiu. Síðan lifir hann og starfar í k.yrrþey.
Reiði Þjóðviljans í garð Alþýðuflokksins stafar af því, au
hann eigi allt of margra kosta völ um samstarf við aðra
flokka. Þetta er Alþýðuflokknum ekkert vandamál. Harm
lætur málefni ráða úrslitum þess með hverium hann vinn-
ur á hverium tíma. En kommúnistar búa báglega í þessu
efni. Þeir grátbiðia andstöðuflokkana að vinna með sér,
samfylgjast sér og innlimast sér. Þær bónorðsferðir hafa
stundum borið árangur. En nú er af sú öldin. Nú fást engir
til faðmlaga við kommúnista nema Málfundafélag jafnað-
armanna, sem er pólitískt lík, þó að' eftir sé að færa dánar-
tilkynninguna í bækur.
Afstaða Alþýðuflokksins til kommúnista er skýr og ó-
vefengjanleg. Ef samstarf tekst ekk; um málefni alþýóu-
stéttanna og verkalýðshrevfingar með þessum flokkum og
til aflburða kemur eins og þeirra, er gerðust á síðasta þingi
Alþýðusambands íslands, þá heldur baráttan um ágrein-
ing’sefnin áfram. Og Alþýðuflokkurinn getur sannarlega
unað henni. Þióðvilianum hefur missýnzt um úrslitin i
Iðju og Trésmiðafélaginu. „Liífsmarkið“ er Alþýðuflokks-
ins en ,,dauðamerkið“ kommúnistanna. Spyrji mennirnir
bara Biörn Bjarnason og Halldór Pótursson, ef þeir vilja
ekki trúa Alþýðublaðinu. Þar er um að ræða aðila, sem
þekkja þetta dálítið af persónulegri reynslu. Björn og Hall-
dór eru varla svo pólitiskt dauöir, að Brynjólfur til dæmis
nái*ekki sambandi við þá með öllum sínum miðlum.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
öfn ver
Tillögur dönsku nefndarinnar.
í ÞVÍ SKYNI að reyna að
stuðla að jákvæðri lausn deil-
unnar um íslenzku handritin,
var 16. september 1957 mynd-
uð nefnd áhugamanna í Kaup-
mannahöfn. Formaður hennar
er Bent A. Koch, ritstjóri, Kaup
mannahöfn og aðrir nefndar-
menn H. Dons Christensen,
biskup í Rípum, cand. mag. 3.
Haugstrup Jensen, lýðháskóla-
stjóri, Hilleröd, Edv. Henrik-
sen, bókaútgefandi. Khöfn, G.
Sparring-Petei'sen, prófostur,
Khöfn, og A. Riehard íMöller,
hæstai’éttarlögmaður, Kahöfn.
Einn lið'ur í stai'fi nefndar-
innar var að semja tillögu, sem
í dag, mánudag, var afhent H.
C. Hansen, foi'sætis- og utan-
ríkisráðherra, Jörgen Jörgen-
sen, menntamálai’áðherra, svo
og formönnum bingflokka
stjórnmálaflokkanna í Dan-
mörku.
Jaíníramt afhenti nefndin á-
lit. sem 18 danskir áhrifamenn
standa að, bar sem stjórnmála-
mennirnir eru hvattir til að
hefja viðræður um handritin
og ef til vill leggja til grund-
vallar tillögur 16.-september-
nefndarinnar.
í tillögunum, sem ekki hafa
verið birtar opinberlega lið fyr-
ir lið, segir, að íslenzk hand-
rit í opinberum dönskum söfn-
um eigi að afhenda Islandi að
gjöf og að breyta skuli skipu-
lagsskx'á Árnasafns, þannig að
íslendingar hafi meirihluta-
vald (overvejende indflydelse)
í stjórn stofnunarinnar og að
safnstjórnin hafi rétt til að
koir.a handritunum þar fyrir,
sem hún álítur að skilyrði séu
til að uppfvlla ákvæði skipu-
iagsskrárinnar um varðveizlu
þeirra og not.
Með tilvísun til ritgerðar
prófessor, dr. jur et ph’l. Alf
Ross í Ugeskrift for Retvæsen
sl. ár leggur nefndin til, að lit-
ið sé á safnið sem sjálfseignar-
stofnun, og að það verði þessi
sjálfseignarstofnun, sem flytji
handritin til íslands. Þau hand-
rit Árnasáfns, sem nefndin
hugsar sér þannig flutt til ís-
lands, eru handrít, sem eru
skrifuð af íslendingum. fvrir
íslendinga og á íslandi (skrev-
et af, for og i Island), þó þann-
ig, að stungið er upp á, að sá
hluti safnsins, sem notaður er,
meðan unnið er að hinni miklu
íslenzk-dönsku orðabók, verði
kyrr í Danmörku, þar til vinn-
an við orðabókina er á enda,
þó ekki lengnr en 20 ár.
Nefndin leggur þannig til, að
handrit í dönskum söfnum séu
afhent að gjöf til Islands, og
það er vegna þess, að þau kom-
ust í eigu Dana, þegar Island
hevrði undir dönsku krúnuna.
og eftir sambandsslitin er
þeii’ra eðlilega heimili á ís-
landi.
Til stuðnings tillögunni um
breyting á skipulagsski’á Árna-
safns, þannig að handritin
vei’ði flutt til íslands, vill nefnd
in benda á í fyrsta lagi, eins og
það er orðað: „óumdeilanlegan
siðferðilegan rétt íslendinga“,
í öðru lagi á þau sjónarmið,
sem px'ófessor Ross hefur kom-
ið fram með, en samkvæmt
þeim á Kaupmannahafnarhá-
skóli engan eiginlegan eignar-
j i’étt á safninu, heldur aðeins
jneimild til að stjórna bví í
! samræmi við mark og mið
skipulagsskrárinnar.
j í tillögu nefndarinnar segir
að lokum:
-----— Það er skoðun okk-
ar, að jákvæð lausn þessarar
! gömlu deilu um handritin muni
ekki verða aðeins mikils virði
fyrir sambúð íslands og Dan-
merkur, en einnig fyrir nor-
ræna sámvinnu. um leið og hún
gæti verið gott fordæmi þess,
hvernig tvær þjóðir geta með
skilningi hvor á garð annarar
ieyst viðkvæmt, þjóðernislegt
vandamál, og því eru bað ein-
di'egin tilmæli okkar, að hand-
ritamálið verði nú tekið fyrir
til endanlegrar lausnar.
| í álitsgerð þeirri er 18 dansk
ir áhrifamenn sendu jafniramt
stjórninni og stjórnmálaflokk-
unum, er hvatt til þess, að við-
Framhald á 8. síftu.
( Utan úr heimi )
owers
UPPLÝSINGAR Eisenhow-
ers um ástandið í Bandaríkjun-
um fá yfirleitt góðar móttökur
í bandarískum blöðum. Einna
harðastri gagnrýni sæta þær í
„New York Times“. Telur blaÓ
ið að helzti kostur ræðunnar
hafi verið boðskapur forsetans
um að þegar sltyldi hafizt handa
og sú áherzla, sem hann lagði á
friðarvopnin, — fyrst og fremst
efnahagslega’aðstoð. — umfram
strí'ðsvopnin, í samhand: viö
varnir Bandaríkjanna og hins
vestræna heims.
Hins vegar hafi bað fyvst og
fremst skort í ræðuna, að næg
áherzla væri lögð á mikilyægi
þess að grípa til skjótar og Imit
miðaðra aðgerða nú, þegar
Nú vilii banöaríska þjóðin
bretta upp ermarnar og taka
Bandaríkjunum ríður almest á.
tafarlaust til henainni. jafnvel
þótt það kunni að kostr. hana
erfiði og svita og senniiega
nokkuð af blóði og tárum, ■ —
svo fremi sem ekki verði efast
um að rússneska ógnunin sé
eins alvarleg og af er lálið.
segja þeir í „New York Times“.
„New York Herald Trinune“
telur hins vegar að ræðan hafi
verið gædd áhrifamætti og
traustvekjandi hvöt til eining-
ar og samtaks, bæði meðal þjóð
ar og þings. Það hafi verið sá
gamli trausti og harðsnúni Eis-
enhower. sem gengið hafi fram
fyrir skjöldu þingsins og hlotið
makléga hrifningu og lófai.ak að
launum. Þjóðin hafi einmitt
vonað að ein'hver taéki i taum-
ana og boðaði aðgerðir og fram
kvæmdir, og nú hafi emmitt sá
maður, sem þjóðin hafi tvivegis
•kjörið leiðtoga sinn, borið fram
djarfar og þaulhugsaðar lillög-
ur um tvenns konar frarn-
kvæmdir, — öryggi fyrir afl og
ráðstafanir til varanlegs íriðar.
Bostonblaðið „Christian Sei-
enee Monitor" bendir á að
hvetjandi tillögur Eisenhowers
varðandi aukin fjárframlög til
framleiðslu flugskeyta og geim
vopna ætti að sanna fjand-
mönnum Bandaríkjanna, aö rík
isstjórnin teldi nauðsyn taera lil
skjótra aðgerða, þegar örýggi
þjóðarinnar væri í húfi. Aístaða
ríkisstjórnarinnar veki vonir
um áð flókkastréitur vérði
látnar niður falla, þegar það
komi á daginn að flokkarnir
eigi að miklu leyti samstööu
hvað viðbrögðin snertir, þegar
tryggja þurfi öryggi landS og
þjóðar, segir í blaðinu.
Flest brezk blöð láta yfirieitt
í ljós ánægju með tilganginn í
ræðu Eisenhowers, en margt
gagnrýna þau þó varðandi upp-
lýsingar hans um ástandið vest-
ur þar. Telja mörg blöðin að
menn hafi orðið fýrir vonbrigð
um með tóninn í ræðu hans, en
þó eru einkum tvö atriði i ræðu
hans, sem þau gagnrýna: Að hin
til þess að Bandaríkin færist pf
mikið í fang í einu, og óskir fdr-
áttþætta áætlun hljóti að leiða
setans um frið geti orðið tii þess
að ljá Sovétríkjunum um of
frumkvæðisaðstöðu.
Frjálslynda blaðið „Man-
chester Guardian1' álítur að
ræðan beri vitnj glöggskvggni
og jafnvægi. Hins vegar telur
blaðið að tillögur Eisenhowers
um aukin fjárframlög til eld-
flaugavopna og annarrar hern-
aðartækni og um leið aukin
framlög til aðstoðar við erlend
ríki, réttlæti gagnrýni varðandi
það að Bandaríkin ætli sér ekki
af, en hyggist gera allt í einu.
Óháða blaðið „Times" teliir
a'ð ræðan hafi ekki hrifiö eins
og ráð hafi verið fyrir gert.
Einnig það blað telur að Ban,da
rikin muni færast of mikiðj í
fang. Einnig að Eisenhower hafi
um of látið Sovétveldunum eft-
ir tækifæri til frumkvæðis, á
ýmsum sviðum.