Alþýðublaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 1
( I i I j ! XXXIX. árg. Laugardagur 25. janúar 1958 18. tbl. Ávarp til reykvískra kjósenda frá framhjóðendum Álþýðuflokksins Þá er hagsmunum reykvískrar alþýðu bezí borgið ALÞÝÐUFLOKKURINN er flokkur lýðræð- isjafnaffiarstefnunnar á íslandi. Á liðrnun áratug- um hefur alþýðan fengið langmestu áorkað í kjaramálusn sínum, réttindabaráttu og menning- arviðleitni fyrir fulltingi hans. í fullu samræmi við grondvallarhugsjónir jafnaðarstefnunnar valdi haw.ii sér það hlutverk í upphafj að bæta hag þeirra, sem ranglát þjóðfélagsskipan hafði dæmt til örbirgðar, samtímis því sem hann und- irbjó og Meyptj af stað hægfara en markvissri byltingu í þjóðfélagsmálum. Með stuðningi alþýðunnar tókst Alþýðu- flokknum að hrinda í framkvæmd mörgum stór- virkjum til hagsbóta fyrir almenning á íslandi. Minnumst þess, þótt margt hai’i áunnizt, þá er fleira enn ógert. Til þess að koma því í fram- kvæmd þarf Alþýðuflokkurinn enn á öflugum stuðningi hins vinnandi fólks að halda. Við heit- um á alla alþýðu að veita Alþýðuflokknum þann styrk, sem til þess þarf að gera ísland að far sældarrfki jafnaðarstefnunnar. Alþýðuflokkurinn leggur höfuðþunga á þá þjóðfélagslegu nauðsyn, að allir þegnar þjóðfé- lagsins búi við jöfn skilyrði og hver einstakling- ur megi mjóta sín innan þeirra takmarka, sem hróðurskyldan setur mönnum. Þess vegna miðar liann stefunskrá sína í bæjarmálum fyrir þessar kosningaur, eins og ævinlega, við hag f jöldans. — Öllum vinnufærum bæjarbúum skal tryggð næg atvinna við þjóðnýt störf og atvinnumöguleikar auknir með öflun nýrra atvinnutækja í sjávar- útvegi og íðnaði. Heildaráætlun sé gerð um framkvæmdir þæjarins, svo að unnt sé að gæta meiri hagsýni og jafna vinnumarkaðinn. Kapp sé lagt á að leysa húsnæðisvandræðin, stórauka byggingu verkamannabústaða og útrýma heilsu- spiliandi húsnæði algerlega á kjörtímabili því, sem nú fer í hönd. Hitaveitan sé aukin, svo að allir bæjarbúar geti haft af henni not. Leitað sé samstarfs við ríkið um virkjun Þjórsár með það fyrir augum aðkoma á fót stóriðju. Stakrar hag- sýni sé gætt í rekstri bæjarins og nýir tekju- stofnar fundnir til að létta útsvarsbyrðina. Þetta er það í fáttm orðum, sem Alþýðuflokk urinn vill til leiðar köma í bæjarstjórn Reykja- víkur. Starf sitt allt miðar hann við þær grund- vallarliugsjónir, sem 3águ að alþýðuhreyfingunni í upphafi. Sú hugsjónaarflf ifð gerir hann sterk- ari og traustari en aðra flokka, þolbetri, fram- sýnnj og heilsteyptari. Hún cr það hjarg, sem 1 dægurmálastefnuskráin grundvallast á. Alþýðu- flokkurinn eggjar nú reykvíska kjósendur lög- eggjan að veita sér brautargengi við þessar kosningar, eggjar þá til að Ijá sér lið til að hrinda jafnréttishugsjónunum í framkvæmd, eggjar þá til að gera hlut hans svo stóran, að , hann fáj úrslitaálirif á stjórn bæjarfélagsins, um leið og bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins er að velli lagður. Reykvískir kjósendur! Þið stjórnið bæjarfé- laginu heilt kjörtímabil með því að kjósa einn dag. Gerið sigur Alþýðuflokltsins sem mestan. Þá er bezt séð fyrir stjórn’’ bæjarfélagsins næstu fjögur ár. Sigur Alþýðuflokksins er sigur Reykjavíkxu*. Jl/La^ k..................... ' ‘ '' . f : - j , y ' . * ■ "■ "'.V / / / Til vansæmdar fyrir sljórn Isæjarins a§ láfa siíki viðgangast. EINHVEK sjálfsagðasta framkvæmd í hverri horg er, að fráremnsli frá íbúðarhverf unum sé veitt til sjávar í lok uðum holræsum, enda munu heilbrigðissaniþykktir allra menningai’horga mæla fyrir um, að svo skuli gert. Eins ®g allir vita, er þó fjarri því, að ráðamönnnm Reykjavíkurbæjar hafi tekizt að fullnæ-gja þessari sjálf- sögðu heilbrigðis- og menn- ingarkröfu, og er það ,svo, að heil bæjarhverfi verða árum sainan að búa við þau ósköp, að frárennsli frá húsum þar séu leidd í opnum skurðum til sjávar. í braggahverfunum eru þess jafnvel dæmi, að frá rennslið rennur á milli íbúð- arskáJanna, þar sem börn eru að leik og fólk á ferli. Slíkri ómenningu er ekki hægt að una til lengdar, en verður því erfiðara sem lengra líður úr að bæta, ef hol ræsagerð er ekki látin hald- ast í hendur við vöxt byggð- Framhald á 8. siðu. Kjósendur í Kópavogi istinn KOSNINGIN í KÓPAVOGI á morgun stendur um úrslitaaðstöðu Alþýðuflokksins í hinni nýju bæjarstjóm kaupstaðarins eða hvort kommúnistar eigi að hafa þar meirihluta áfram. Kópavogsbúar ættu sannarlega að hafá fengið nóg af óstjórn og vanefndum Finnboga Rúts Valdemarssonar og fylgifiska hans. Kommún- istar í Kópavogi gerðu sameminguna við Reykja -vík að aðalmáli sínu við síðustu kosnmgar. Þá sögðu þeir vitað, að Gunnar Thoroddsen væri því mjög hlynntur, að sameiningin tækist. Síðan hefur ekkert í málinu gerzt. Og á framboðs- fundinum fyrir nokkmm dögum hafði Finnbogi Rútur sér það eitt til afsökunar, að hann skildi ofurvel þau sjónarmið borgarstjórans í Reykja- vík að vilja ekki fá Kópvogsbúa á kjörskrá í höfuðstaðnum! Mennimir hafa orðið innilega sammála um svikin! Finnbogi Rútur hafði ekki meiri áhuga á lausn húsnæðismálanna í Kópavogi en svo, að hann gleymdi að brýna fyrir Hnnibal, bróður sínum, að mmia eftir fólkinu hinum megin við Fossvogslækinn. Hingað til hefur þó Finnbogi fengið orð fyrir að vera ráðríki bróðirinn. En hann missti skapsmunina, þegar umbjóðendur hans í Kópavogi þurftu á liðveizlu hans og for- ustu að halda. Á framboðsfundinum stóð Finn- bogi varnarlaus í þessu máli. Hann man eftir því einu, að koma fjölskyldu sinni í allar trún- aðarstöður í Kópavogskaupstað. Maðuriim virð- ist sem sé hata andstæðingana, en fyrirlíta sam- herjana. Olluin Kópvogsbúum er Ijóst, að eina tækifærið til að hnekkja einokunaraðstöðu Finnboga Rúts og Marbakkafjölskyldunnar er að Alþýðuflokkurinn KÁÐI ÚRSLITUM við bæjarstjómarkosningarnar á morgun. Þeir, sem kjósa A-listann, velja atvinnuör- yggi, framfarir, bætt skipulag kaupstaðarins, heill og hag bygðarlagsins. Stefnuskrá A-list- ans túlkar vilja og óskir Kópavogsbúa. Þess vegna þarf að tryggja henni sigur á morgun. Hinir kjósa kyrrstöðu fráfarandi meirihluta eða úrræðaleysi íhaldsins. Veljið Kópavogi lýðræðislega stjórn. Kjósið ! \ $ V "s s \ s \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.