Alþýðublaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. jaa. 1958 Alþý8ubla81B S Alþgöubtaúiú Útgelandi: AlþýSullokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: S i g v a Idi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasimi: 149 0 6. Afgreiðslusími: 149 0 0. Aðsetur: AlþýðuhúsiB. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Dómur reymkmnar FYRIR KJÖRDAG urðu miklar deilur um breytinguna á kosningalögunum. Sjálfstæðismenn héldu því fram, að verið væri að níðast á þeim, sér í lagi í Reykjavík, og g'era höfuðstaðai’búum erfiðara fyrir að nota atkvæðisréttinn. Alþýðublaðið bar á riióti þessum fullyrðingum. Það mælti eindregið rnað breytingunni á sínum tíma og tók þá afstöðu í þeirri trú, að hún reyndist sanngjörn og farsæl, Tilgarig- urinn var sá að gera stjórnm'álaflokkunum torvelt að not- færa sér kosningarétt þeirra kjósenda. sem látið hafa smala sér ó kjörstað nauðugum eða viljugum. Og nú er reyns'la fengin. Hver er svo hún? Öllum sanngjörnuin mönnum, sem fylgdust með fram kvæmd kosninganna í Reykjavík, mun bera saman um, að breytingin hafi orðið til mikilla bóta. Sennilega befur kosningaathöfnin aldrei farið hér siðmennilegar fram um langt áraskeið. Og ótti Sjálfstæðismánna um, að á þeim ætti að níðast, reyndist ímyndun ein. Kosningaþátttakan í Reykjavík varð meiri en í síðustu alþingiskosningum, sem þó voru að smnarlagi í bliðskaparveðri. Reykvíkíng- a-r létu alls ekki á sér standa að mæta á kjörstað og greiða atkvæði eins og frjálsum mönnum í frjálsu landi ber skylda <11. Og Sjálfstæðisflokkurinn var vissulega engu ofríki beittur. Reykvíkingar gerðu sigur hans meiri en nokkru sinni fyrr. Nú dettur því engum í hug, að kosniiu’alagabreytingunni hafi verið annað ætlað en stuðningsmenn hennar lýsíu yfir í ræðu og riti. Ástæða er til að ætla, að állir telii breytinguna hér eftir sjálfsagða eins og Alþýðublaðið spáði. En hvað kom þá til þess, að Siálfstæðisflokkurinn tók henni svo illa sem raun bar vitni? Forustumenn hans hafa vafalaust trúað því, að kosningalagabreytingunni væri stefnt gegn flokki beirra. Á þeim sanriast, að margur heldur mig sig. Hér hefur sagt til sín rótgróið sérhagsmunasjónarmið Sjálfstæðisflokksins, sem stundum er aðeins ímyndun. Sökum tortryggni og í- haldssemi heldur hann fast við gamlar venjur, þótt úreltar séu. Hann á svo bágt með að vera víðsýnn og frjálslyndur. íslendingum ber að fagna því, að kosningalagabreytiug- in er komin til framkvæmda. Hún reynist stórt spor í rétta átt. Og við eigum tvímælalaust að halda áfram á sömu braut. Gegndariaus fjársóun við kosningar á ekki að líðast. Hún brýtur í bága við a'llt lýðræði og er rróðgun við ákvörðunarrétt og persónufrelsi kjósendanna. Og áróð- ur stjórnmálaflokkanna í sambandi viðG'ramkvæmd kosn- inganna er engum til góðs. Honum á aö víkja til hliðar. Þá sparast ærinn tími og mikil fyrirhöfn. Hins vegar eiga flokkarnir að leggja því ríkari áherzlu á að kvnna fólkinu mákfni sín, marka stefnu og sækja hana og verja í áheyrn alþjóðar. Og um þetta eiga allir íslenzku stjórnmálaflokk- arnir að sameinast, ef beir m.eta lýðræðið og persónufrels- ið eins mikils og látið er í veðri vaka. Kosningabaráttan í Reykjavík var að þessu sinni mun skapfelldari og siðmennilegri en oft áður. Og það er áreið- anlega beint eða óbeint nýju fyrirkomulagi kosningaiaga- breytingarinnar að þakka. Hún var þess vegna tímabær eins og' dómur reynslunnar hefur eftirminnilega sannað. Rangtúlkaður sigur MORGUNBLAÐiÐ er í gær að vonum kampakátt yfir kosningaúrslitunum, en þarf endilega að rangtúlka sigur sinna manna. Það seair, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi feng- ið hreinan meirihluta atkvæða í kaupstöðum og kauptún- um. Þetta er ,,litii sannleikur". Staðreyndirnar segja þetta: Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta atkvæða í tveimur kaupstöðum landsins •— Reykjavík og Vestmannaeyjum. Stjórnarflokkarnir eiga hins vegar samanlagt meira fylgi að fagna í öllum hinum kaupstöðunum, sem eru sérstök kjördæmi. Útkoma Morg- unblaðsins fæst með því að iáta atkvæðamagn Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík ráða úrslitum í hinum kaupstöðun- um, þó að slíkt sé fjarri sanni. Hafa ekki sigurvegararnir í Reykjavík og Vestmanna- eyjum ráð á því að segja allan sannleikann að kosningun- um loknunri Leikfélag Reykjavíkur - Glerdýrin eftir Williams ÞAÐ er einkennilegt hversu fljótt ýrnsar þær bókmennta- stefnur, sem komið hafa fram að undaniförnu, ganga sér til húðar í vitund manna. Flestar af þeim, sem hrífa um skeið, reynast dægurfyrirbæri, sem lítinn hljómgrunn e:ga í vtund manns nokkru síðar. Er það auglýsingaskrumið sem veldur? Eða eru það hinar skjótu breytingar á öilum svið- um? Sennilega hvorutveggja. Víst er um það, að flest þau skáldverk, sem skrifuð hafa ver ið að undanförnu að meira.eða minna leyti eftir forskrift ein- hverrar stefnu, skvurnauglýstr- ar og lofsunginnar sem hinn- ar einu sönnu samtíöar lausnar og leiðar út úr þeim ógöngum, se mbókmenntir vorai' væru komnar í og svo framvegis, hafa lifað skamma hrið. Orð- ið að þoka fyrir nýjum for- skriftarspámönnum sem vissu hina einu lausn, og þannig koil af kol'li. Því er hætt við að kjökurmærð Tennessee W>]lj- ams í leikriti hans, „Glerdýr- in“, haifi ekki rík áhrif á okk- ur nú, þótt það þætti hið áhrifa- mesta vek, fyrir svo sem ára- tug. Sumir kurina að halda að það sé okkar eigin velmegun, — gervivelmegun, — sem veld- ur því að við nennum ekkj að sitja vfir því heilt kvöld að vor kenna illa staddri fjÖlskyldu, sem hefur þó nægilegt að bíta og brenna, að framtíðaröryggi bennar virðist í onkkurri ó- vissu. Ég er þó ekki viss um að það sé orsökin. Mér er nær að ha'lda að okkur pyki slíkt varla kjökurvert þegar gervalt mannkyn má eins búast við því að bíða hinn hörmulegasta dauðdaga einhverntíma á næst- unni. Annað mál er það að fáir kunna betur til verks en Tenn- essee þegar hann vill það við hafa. Þrátt fyrir ýkt áhrif hversdagslegra hluta, þá er leikrit þetta óvenjuiega vel gert hvað byggingartækni snertir. En öll viðkvæmnin ger ir það vandmeðfarlð, — ekki ósvipað og glerdýrin, — og það þarf ekki að sæta ýkja harka- legri meöferð tii þess að ein- hyrningurinn missi hornið og verði að venjulegum hesti. — Fiytjendur þess eru því ekki öfundsverðir. Og allur flutning- ur þess hvílir einvörðungu á Leikurunum sjálfum, þar sem tjcld og annar sviösbúnaður er að miklu leyti aukaatrlði. Það gerir þeim heldur ekki hægara fyrir, að höfundur iætur leik- ritið endurgerast í minningu einnar persónunnar, og fyrir það ber það á sér mjög daufan stimpil raunveruleikans. Per- sónutúlkun leikenda verður því að miðast við það. Það er því ekki hvað sízt vandaverk leik- stjóra við að fást. Helga Valtýsdóttir leikur móðurina, mjög vandmeðfarið hlutverk. Helga er vaxandi leik kona og tekur viðíangsefni sín sterkum tökum. Ef til ví-li helzt til sterkum í þetta skiptið, en myndin, sem hún dregur upp af móöúrinni, er mjög sjálfri sér samkvæm, og eflaust er þetta bezta afrek Helgu á leik- sviði tii þessa. Kristín Anna Þórarinsdóttir leikur dóttur- ina, Lauren, hið viðkvæmasta hlutverk í þessu leiOfriti, þar sem engu má skeika svn ekki jaðri við tilgerð. Kristfn er ung leikkona, hún heíur ytra útlit sem með þarf í slíkt hlutverk, en ekki veröur með góðri sam- vizkú sagt að hún valdi hlut- verkinu til fulls. Spurning er þó að hve miklu leyti það er sök leikstjóra, sem út aí' ber. Hlutverkið krefst fyrst og fremst einlægni og látleysis. Ytri leikbrögð mega hvergi skyggja á hinn hljóða, innri leik. Þessum vanda veldur Kristín Ánna ekki nema á köfl- að geta ráðið herzlumua og lagfært það, sem á skortir. — Engu að síður sýnir Kristín Anna það í meðferð þessa hlut- verks að hún leggur sig alla fram við leik sinn og hirðir ekki um auðveldan árangur. — Jón Sigurbjörnsson Jeikur O’ Connor, írs'ka herrann. sem kemur í ehimsókn, mjög hressi- lega. Gfeli Halldórsson leikur Mjólkurframleiðsla Framhald af <2. síðu. gróðri). Mjólk, sem í er veru- legt magn af g'erluni (lifandi eða dauðum), verður að teljast skemmd vara, hvað sem allri sýkingarhættu líður. Þess vegna er nauðsynlegt að vita, hvað veldur mjólkurskemmd um og hvernig unnt er að koma í veg fyrir þær. Þar sem mjólk er seld ógerii- sneydd beint til neytenda. er nauðsynlegt að dýralæknir skoði kýrnar mánaðarlega með tilliti til júgurbólgu og ann- arra sj-úkdóma. Ennfremur er nauðsynlegt, að læknisskoðun' á heimilisfólki fari fram árlega að minnsta kosti. Mjólk frá slík um framleiðendum þarí að rannsaka sem oftast á opir.ber- um rannsóknarstofum. svo að Tom, soninn, og er leikur hans snotur vel í Jeiknum sjálfum,, en framsögn hans milii atriða bregöur til væmni; það er nóg kjökurhljóð í leiknum þótt hann grípi ekki til þess, er hann segir endurminningarnar per- sónuiega. Tregi hans má ekkí veða á'berandi um of; í þessari, framsögn má hann likjast föð- ur sínum. Ég er því ekki vanur að gera þýðingar leikrita að umtals- efni í leikdómum, þar sena manni er yfirleitt gert ókieyft að kynna sér þær nánar en það, sem maður heyrir á frumsýn- ingunni. En þegar önnur eins setningaskrípi og það „að falla fyrir langlínukapli“ kemur fyr ir hvað eftir annað, verður varla fram hjá því gengið. —- Slík hroðvirkni er með öllu óaf- sakanleg. Loftur Guðmuudsson. unnt sé að fylgjast með gæðum mjólkurinnar. Nú hagar svo til, að opinberar rannsóknarscofur eru aðeins tvær, er armast rannsóknir fyrir heilbrigðis- starfsmenn og aðra, sem þess óska, þ. e. Atvinnudeild Há- ! skólans og tilraunastöðin að Keldum. Báðar þessar rann- sóknarstofur eru í umdæmi Reykjavíkur, og koma þær þtd um en þeim, er starfa þar eða ekki að notum sem skyldi öðr- í næsta nágrenni. Er því brýn nauðsyn að fjölga rannsóknar- stofum í landinu, svo aö allir starfsmenn heilbrigðisstjórn- arinnar, hvar sem er á landinu, eigi þes kost að rannsaka eða láta rannsaka mjólk og mjólk- urvörur og þær vörur aðrar, sem þeir hafa eftirlit nteð. Þá fyst verðu unnt að fylgjast full- komlega með framleiðslunni og kippa því í lag, sem aflaga fer. um, og víða hefði íéikstjóri átt Kristín Anna Þórarinsdóttir — Laura og Jón Sigurbjörnsson scm írski herrann í heimsókn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.