Alþýðublaðið - 31.01.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.01.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 31, jan. 1958 AlþýðublaðlS 3 Alþgöublaðið Útgefandi: Ritstióri: Fréttastjóri: Auglýsingas t j óri: Ritstjórnarsímar; Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Aiþyðullofckurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 1 4 9 0 1 og 149 02. 1 4 9 0 6. 1 4 9 0 0. Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Tími tíl kominn ÞJÓÐVILJINN ræðir bosningaúrslitin í forustugrein sinni í gær og gérir Alþýðuflokkinn mjög að umtalsefni í því samlbandi. Ýmislegt er aíhyglisvert í þeim málflutn- ingi, þó að tilgangurinn og niðurstöðurnar orki sannarlega tvímælis. Skal hér áð gafnu tilefni minnzt á nokkur aðal- atriðin. Greinarhöfundur ályktar réttilega, að kosningaúrslitin þurfi að verða öllum einlægum og sönnum vinstri mönnum til mikiliar viðvörunar í framtíð'nni. Og síðar kemst hann svo að orði: ,,Það er nú áríðandi að öll alþýða og vinstn menn dragi réttar ályktanir af úrslitum kosninganna.“ Þetta er hveriu orði sannara. En svo kem.ur hinn gamli Adam upp í Þjóðviljanum. Ráðizt er að Alþýðuflokknum og einstökum mönnum í fylkingu hans. Ósigur AHþýöu- flokksins í Réykjavík er túlkaður á þá leið, að vegna sam- starfs iafnaðarmanna við íhaldið hætti kiósendur að gera greinarmun á Alþýðufiokknum og- íhaidinu og Sjálfstæð- isfiiokkurinn hafi að lokum betur með yifirburðum sínum í áróðri. Og svó er Alþýðuflokknum getfið það ráð að hreinsa. til innan vébanda sinna að rússneskri fyrirmvnd, og kasta sér í náðarfaðm kommúnista. Hér dvlst ekki, hver hugur fylgir máli. Einingarviljinn reynist aðains í orði, og óvildin til Alþýðuflokksins segir eftirminnilega til sín. Málefnisins vegna er þó skylt að taka þessi atriði til frekari atlhugunar. Þjóðviljinn gleyinir beirri staðreynd, að Alþýðuflokk- urinn er ekki cinn um það hlutskipti að hafa farið hall- oka fyrir Sjálfstæðisflokknum i Reykjavík að þessu sinni. Alþýðubandalagið tapaði við þessar kosningar 1542 atkvæðum af því fylgi, sem það fékk í Reykjavík sumarið 1956. Útkoma þess er rösklega 20% tap. Hvað hefur svo valdið þessari staðreynd? Alþýðublaðið telur greinarhöfundí Þjóðviljans ekki síður mikilvægt að hug- leiða hana en vera með getsakir í garð Alþýðuflokksins Vissulega virðist mikil ástæða til að ætla, að þetta fylg- istap Alþýðubandalagsins hafi orðiö vatn á myllu íhalds- ins. Og jafnframt er staðreynd, livað olH því að vinstri flokkarnir nráttu sín ekki meira en raun bar vitni í við- ureigninni við Sjálfstæðisflokkinn í höfuðstaðnum. Þús- undir Reykvíkinga, sem eru einlægir og sannir vinstri- menn, hafa ótrú á því. að kommúnistar séu liðsterkasti aðilinn, ef meirihlutavaldi Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn veröur hrundið. Þjóðviljanum er því sæmsl að líta sjálfum sér nær, ef hann vill af einlægnj og ábyrgð- artilfinningu raunhæfa vinstri stefnu, sem reynist sig- urstrangleg og marki tímamót í íslenzkrj stjórnmálasögu. Sundrung verkalýðsns er mikið hryggðarefni eins og Þjóöviljinn bendir á. En meginorsök hennar er athæfi kom- miúnista fyrr og nú og ekki sízt þau hörmulegu mistök, sem uröu á síðasta Alþýðusambandsþingi, þegar samstarfsvilji Alþýðuflokksmanna' var algerlega virtur að vettugi af Hanr.ibal Valdimarssyni og núverandí samherjum hans. Alþýðuflokkurinn vill umfram allt sameina verkalýðs- hreyfinguna og leggja þjóðinni til raunhæfa vinstri stefnu. En kommúnistar hafa staðið í vegi þeirrar þróunar fram á þennan dag. Forustugrein Þjóðviljans í gær bendi til þess, að svo sé enn. Þess vegna verður að ko.ma á stofn vinstxi hreyfingu, sem hafnar liðveizlu, hvað þá forustu. komrn- únista um leið og hún tekur upp farsæla og raunhæf; baráttu við íhaldið. Víst er tíml til þess kominn, að framtíð vinsti'i stetfn- unnar á íslandi verði tryggð i drengilegu starfi manna og kvenna, sem hafa lýðræðislega jafnaðarstefnu að leiðar- ljóst. Úrslit kosninganna á sunnudag minna á þá nauðsyn. Og því marki verður að ná, ef hér á ekki ilia að fara. Alþýðublaðið vanlar ungiinga til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfuna: Túngötu, Talið við afgreiðsluna - Sími 14900 Adolf Hitler á velmaktardögum sínum. „ÞENNAN austurríska liðþjálfa geri ég aldrei að kanzlara,” sagði Hinden- burg, forseti Þýzkalands. Þrem dögum síðar, mánu- daginn 30. janúar 1933, út nefndi hann Adolf Hitler ríkiskanzlara. Nóttina eftir æptu. Auðvitað endaði ur Berlínar, sungu og æptu. i Auðvitað endað þetta eins og svo oft áður með slagsmálum, morðum og gyðingaofsóknum. En eitt hafði breytzt. Þessir ræningjahópar voru nú studdir af ríkisvaldinu, fórnarlömb þeirra rétt- laus. Nazisminn var kom- inn til valda í Þýzkalandi. EN það var á síðasta augna- biiki að Hitler fékk völdin. Sú saga er furðu lífseig, ao bann ihafi sigrað vegna þess að þjóð- in stæði á bak við hann. Þessu var annan veg farið. Kostnað- urinn við stormsvei lo'nar var ■orðinn gífurlegur, en fjárhagur flokksins í bágasta lagi. Göbb- els hMði orðið að gripa tii þess ráðs að senda flokksmenn út á strætin með samskotabauka. Það leit sannariega ekki vel út tfyrir nazistunum í ársiok 1932. En 30. janúar var Hitler skip- aður kanzlari þýzka rikisins. Hvernig mátti það veröai’ Hitler sagði að örlögin hefðu því ráðið. Heimska, valdasýki, ragmennska og misskúningur ruddu nazismanum brautina til valda, — valdasýki og rag- mennska annarra lyftu Hitler í valdastólinn. í kosningunum 1930 . varð nazistaflokkui’irm næststærst-i flokkur iandsins. Þá voru 3 milljónir atvinnu- leysingja í Þýzkalandi, næstu tvö árin tvöfaldaðist fjöldi þeirra. Efnáhagskreppa ríkti á öllum sviðum. Vesturveldin neituðu að gefa eftir stríðs- skaðabætur þser, sem Þjóðverj- um var gert að greiða sam- kvæmt Versalasamningnurn. í kosningunum 1932 tapaði nazistaflokkurinn miklu fyigi. Vandamái Hitlers var nú að finna leið til valda, án þess að hafa meirihluta kjósenda bak við sig. Þrátt fyrir stormsvéit- irnar gat hann ekki náð valdi með ofbeldi. Hann varð að finna önnur ráð. Hitler hefur í Mein Kampf lýst því á hreinskilinn hátt hvernig hann gæti náð almenn- ingi á sitt band. Lygi og áróður voru helztu vopnin. Gyðinga- hatrið notaði hann á hinn ó- svífnasta máta. Uppáhaldsslag- orð hans var: „Að hafa götulýð- inn á sínu bandi er Ieiðin til valda.“ Hitler átti sterkustu stuðn- ingsmenn sína meðal stciðju- 'hölda ríkisins. Árum saman jusu þeir fé í flokkinn, og það var fyrir þeirra atbeina, sem Hitler varð kanziari. 1932 var Hindenbmg kosinn forseti, en hann var algeriega á valdi sonar síns pg einkarit- ara. Hann útnefndi Frit.z von Papen í embætti kanzlara. Hit- ler lcfaði að styðja stjórn hans gegn því að ríkisstjórnin ■hreyfði ekki við stormsveitun- um. En miklar óeirðir hóíust þegar í stað, morð og uppbot vou daglegir viðburðir. í næstu kosningum töpuðu nazistar fylgi, þeir virtust í upplausn, en enginn stjórnmálamaður þýzkur notfærði sér þau læki- tfæri, sem buðust til að ganga milli bols og höfuðs á nazist- um. Schleicher hershöt’ðingi fékk Hindeniburg til að vísa von Papen úr embætti, og hvaiti iðjuhöidana að styrkja Hitier. Hitler gatf í skvn. að har.n vissi ýmislegt um fjármálabrask Hindenburgs, — stormsveitin- ar æddu um strætin, án þess að yifirvöldin gætu rönd við reist. j Hindenburg neyddist til að fela Hitler stjórnarmyndun. í þeirri I stjórn, sem hann myndaði, áttu | nazistar aðeins 3 af 11 ráðherr- um. En það kom brátt í ljós, að Hitler hafði skipað sína menn í valdamestu embættin. Göring var skipaður lögreglustjóri Prússlands og hóf þegar ofsókn ir gegn andstæðingum nazista. I Daginn eftir- að Hitler settist i stjórnarstóiinn, sknfaði Gör- ! ing í dagbók sína: — Við mun- um nú halda kyrru fyrir. Við bíðum þess eins að kommúnisi,- ísk bylting brjótist út, þá gríp- um við til vopna. j 24. fabrúar réðst iögregian I inn í höfuðstöðvar kommúnista í Berlán. Opinber tilkynning gaf í skyn að byltingaráætlun hefði fundizt þar. Skjö!, sem j áttu að sanna það, voru þó aldrei birt. En 27. febrúar brann Ríkisþinghúsið í Berlín. Þeir Göring og Göbbels hugs- uðu upp þinghússbrennuna. Nokkrir stomsveitarmenn und- 1 ir forustu Karl Ernst helltn ol- íu yfir teppi, stóla og glugga- j tjöld, þeir tóku með sér mann- I ræfil að nafni van der Lubbe 1 inn í bygginguna, hann hafði oft setið í fangelsi fyrir í- kveikjutiiraunir. Það sannað- ist aldrei hvort hann kvei'kti í eða ekki. Það kemur heldur ekki málinu við. Göring hafði allan veg og vanda af íkvcikj- unni. Réttarnöldin út aí þing- húss'brunanum voru mikið á- fall fyrir hann. Honum tókst ekk; að velta sökinni á Dimi- trof og félaga hans, sem ákærð- ir voru fyrir ódæðið. Rétturinn sýknaði þá alla. Þinghússbruninn gaf Hitler það tækifæri, sem hann beið eftir. Weimarstjóxnarskráin var úr gildi felld. Ritskoðun sett á, máifrelsi afnumið, dauða Frambuld á 8-. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.