Alþýðublaðið - 16.03.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. marz 1958 AlþýSnblaSll S Alþýðubloöiö Crtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri; Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Augiýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjómarsímar: 149 0 1 og 149 02. Auglýsingasími: 1 4 9 0 6. Aígreiðslusími: 1 49 00. Aðsetur: Alþýðuhúsið. «1— Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Beíri frandeiðsla UNDANFARIÐ hafa sérfróðir menn um framleiðslu og vöruvöndun hvatt okkur íslendinga til aukinnar hug- kvæmni í atvinnumálum og ríkari vandvirkni. Það eru áreiðanlega orð í táma töluð. íslendingar eru miklir dugn- aðarforkar um aflaíbrögð og framleiðslu, en okkur lætur ekki eins vel að gera smátt stórt með útsjónarsemi og vand- virkni. Þar mieð fara ærin verðmæti forgörðum. Og við eigum að taka því vel. að útlendingar bendi okkur á þenn- an sannleika. Orð þeirra eru í senn athyglisverð og tíma- bær. Aiþýðiumaðurinn á Akureyri ræðir þessi mál nýiega að gefnu tiletfni og segir: „í Albýðublaðinu 26. febrúar birtist svo grein eftir Pál OddrgeÍKssoii um skreiðarverkun. Veitir hann þar ýmsar upplýsingar um verkunina, sem flestum mun hrjósa hugur við, ef sannar eru, cn um þa® getur Alþýðu maðurinn að vísu rkki fuiiyrt að svo stöddu. M. a. getur höf. þess, að oft anuni ekki unnt að ineta nema usn 10—-12% íslenzkrar Skreiðar í 1. flokk, en 80 —90% fari í 3. og 4. flokk. Þetía fari þó injög eftir veðr- áttu, og sé imikil úrkomu eða vætutíð skreiðinni skað- væn, komizt bleytan á hana, en ,greinarhöfundur telur það einmitt trassaverkun, að eiga ekki ábreiðslur yfir skreið í venkun til að verja hana vætu. Þetía telur hann svo alvarlegt máí, að t. d. árið 1956 hafi minnst af skreiðinni þótt hæft fyrir Ítalíumarkað, þar seim 290 sterlingspund fengust fyrir smálestina, heldur hafi 88% framleiðslunnar verið seld til Afríku, þar s'em sninni kröfur eru gerðar um vöruvöndun, og aðeins seld fyrir 81 sterlingspund ssnál. Tapið frá því að geta selt á Italíumar'kað hefnr þá numið 39 milljón- um islenzkra króna, eða sem næst andvirði þriggja ný- tízku togara. Oft er ud það talað, að íslenzka þjóðiu franileiði ekki nóg til þess að svara gjaldeyriseyðslu sinni, Meira fram- leiðsla er vígorð dagsins. Sízt skal úr því dregið hér, að þessa <muui þörf. En þuffuni við ekki að ,bæta öðru kjör- orðinu við, srm sé: BETÍtl FRAMLEIBSLA.“ Enn ber allt of mikið á því, að íslendingar iflytj-i út hrá- efni, sem hægt væri að fullvinna í landinu með margfalt verðgildi íyrir augum. Og vöruvöndunin er engan vegi.nn í hlutfalli við dugnaðinn og framtakssemina, þegar um aílabrögð og framleiðslu er að ræða. Þiatta er kannski skiljanlegt, þegar litið er á ævintýralega atvinnubyltingu síðustu áratuga á íslandi. En vissulega er tími til þess klominn, að við íhugum einnig þessi efni og temjum okkur vandvirkni og nýtni til að verða í senn afkastamiklir og' hagsýnir búþegnar. ALLMIKLAE, blaðadeilur hafa orðið um grein eftir einn af starfsmönnum Morgunblaðsins, sem ætlaði að koma á framlfæri við málgagn brezkra útgerðarmanna upplýsing- um um fyrirætlanir íslenzku ríkisstjórnarinnar í efna'hags- málum. Ritsmíð þessi leit þó aldrei dagsins Ijós. Embættis- maður, sem um þessi miál fjallar og jatfntframt er kunnur að fylgi við Sjáltfstæðisflokkinn, fræddist um greinina og fékk istöðivað hana. Nú er svo um það deilt í blöðum, hvort ritsmíðin mundi batfa orðið til góðs eða ills. Alþýðublaðið hetfur á þessu stigi málsins engan áhuga á því að skera úr umþetta atriði. Hins vegar sýnist fara vel á því, að Morguniblaðið komi greininni á tframtfæri við ís- lenzka lesenditir, ef það er sannfært um ágseti hennar. Þá gefst kostur á að vega og meta það andans gull, sem blaða- mienn Bjarna Ðenediktssonar vilja gera að útflutningsvöru, þó að jatfnivel kunnir Sj álfstæðismenn líti á það sem eins konar óþverra. Og víst er atihyglisvert, að Morgunblaðið skuli komið í samíélag við málgagn þeirra að.ila á Bret- landi, sem verst reyndústu okkur íslendingurn í tfisklönd- unardeilunni. Sjálfstæðisfliokkurinn ætti bó að hatfa lært aif reynslunni að fara varlega í samskiptin við brezka útgerðarmienn. Hitt væri vel til fundið, að einíhver glöggur og sann- gjarn Sjálfstæðismaður veldist til þess að fylgjast með skeytum og greinum M'orgun'blaðsmanna til útlanda. Myndin er frá rústunum í Pompei. Hún sýnir byggingar og mannvirki, sem staðiS hafa uppi. í baksýn mótar fyrir eld fjallinu fræga Vesúvíus, sem lagði bogina í rústir og gróf hana í ösku og gjalli fyrir nærri tvö þúsund árum. VIÐ RÆTUR eldfjallsins mikla Vesúvíusar og í nám- unda við borgina Napólí á Italíu, borgarinnar, sem um hefur verið sagt: ,,Sjá Napólí og dey síðan“, eru rústir borg arinnar Pompei. Hún var fyr- ir 2000 árum mikil og merk borg, en nábýlið við eldfjallið var háskalegi'a en menn hugðu. Árið 79 eftir Krists- burð gaus Vesúvíus, og það gos varð með þeim ósköpum, að borgin hvarf undir þykkt lag af ösku og gjalli, — borg- in öll með mönnum og mann- virkjum. Þau urðu örlög henn ar. Oldum saman lá hún þann ig hulin undir gosefnum, unz uppgröftur afhjúpaði leyndar- dóma hennar fyrir nokkrum áratugum, og síðan eru þess- ar rústir, einhverjar þær merk ustu, sem til eru, einkum fyr- ir þser sakir, að þama mátti finna margt og óskemmt und- ir goslögunum. Aðrar róm- verskar borgir eru nú horfn- ar eða hrundar með öllu. Eng in hefur varðveitzt betur með svip hinnar fornu gullaldar en einmitt sú, sem eldgosið tortímdi. Götur og byggingar, Sá, sem komið hefur til Pompei, gléymir því naumast aftur, svo furðulegt er að horfa yfir auð stræti og hálf- fallin hús, sem þó eru ekki meira orðin eyðileggingunni að bráð en svo, að ósjálfrátt fara menn að vænta þess að mæta fornum vegfaranda eða hitta rómverskan hermann. Langar súlnaraðir standa að kalla uppi á torginu, leikhús- ið mikla er lítið skemmt, fag'- urlega gerð líkneski standa á stöllum sínum óhreyfð og ó- sködduð eftir allar aldirnar, í hátignarró og virðuleik, og veggskreytingar eru óskemmd ar, svo sem hin fegurstu mál- verk. Herculanum. í nágrenni Pompei er önn- ur borg, sem einnig fór í kaf í eldgosi. Hún hét Hereulan- um, og er um fimm mílna leið frá Pompei. Meiri hluti henn- ar er enn hulinn þykku jarð- lagi, því að hún grófst ekki undir ösku og gjall eins og Pompei, heldur hraun og leðju. Hefur uppgröftur þeirr ar borgar gengið seint, enda gífurlega seinlegt verk. Ferð til Pompei. Nú um páskana er ráðgerð ferð til Ítalíu á vegum ferða- skrifstofu ríkisins. Verður komið til Pompei í þeirri ferð og hún skoðuð, ásamt fjallinu Vesúvíus, sem eitt sinn gróf hana í ösku. Íia.. i i S. H. S s s s s s ,v s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s c s s s s s s s s s s s s s Reykvíkingar 45 ára og yngri, sem bólusttir voru í 1. og 2. sinn á tím- anum febrúar — maí 1957 -og enn hafa ekki ferígið 3. bó'lusetnilngu, eru beðnir að mæta í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur dagaua 17.—31. marz. Opið virka daga kl. 9—11 f. h, — kl. 1—5 e, h., nema laugardaga kl, 9—12 f. h. Inngangur um austurdyr (frá baklóð). Fólki er bent á, að við fyrri bó'lusetningar hafa flestir komið síðustu dagana. Þeir, sem vilja forðast bið raðir, ættu því að koma sem fyrst. Heiilsuverndarstöð Reykjavíkur. S * $ s ! s i c s s s s i s * s s V s s ! s s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.