Alþýðublaðið - 16.03.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.03.1958, Blaðsíða 9
Surmudagur 16. marz 1958 AlþýSablaSlS C ÍÞróltir •} Úr ársskýrslu íþréttabandala§s Keflavíkur árið 1957-1958. Stjórnin hélt 21 bókaðan fund á stanfsárinu. Auk stjórn- ar ÍBK sátu formenn nefnda og forustumenn félaganna nokkra stjórnarfundl. Stjórn ÍBK fyrir síðasta starfsár var þannig skipuð: Florm. Hafsteinn Guðmunds- son. Varaform. Þórhallur Guð- jónsson (UMFK). Gjaldk. Heim ir Stígsson (KFK). Ritari Hörð ur Guðmundsson (UMFK). Með stj. Skúli Fjalldal (KFK). Vara menn: Sigurður Steindórsson, KFK, Gunnar Albertsson, KF’K, Guðfinnur Sigurvinsson, UMFK og Jóhann Benedikts- son, UMFK. FASTANEFNDIR Þrj-ár fastar nefndir störfuðu á vegum Í'BK, frjálsíiþrótta- nefnd, knattspyrnunefnd og sundnefnd. Félögin tilnefndu einn mann í hverja nefnd, en stjórn ÍBK áramótum og var æft undir stjórn Höskuldar Karlssonar. Utiæfingar hófust í byrjun marz og var æft fyrst einu sinni í viku úti en æfingum síðar fjölgað. Frjálsíþróttamenn tóku þátt í mörgum mótum á árinu og stóðu sig yfirleitt prýðilega. Unnu þeir til dæmis tvöfaldan sigur í dreng.jahlaupi Ármanns (þriggja og fimm manna sveita keppni), sigruðu í fjögrahéraða keppninni (ÍBK, ÍBA, UMSE og UMSK), sem haldin var að þessu sinni í Keflavík, þá áttu þeir og sigurvegara í drengja- og unglingameistaramóti ís- ilands, tvo keppendur í lands- liðinu gegn Dönum og loks sigr uðu þeir í frjálsíþróttaviku FRÍ með yfirburðum. íþrótta- mót í Keflavík voru: Drengja- hlaup UMFK, Hvítasunnumót fjögrahéraðakeppnin og 17. júní mótið. Þá tóku keppendur frá í tilnefndi þriðja manninn. Þó jBK þátt f öllum meiriháttar oskaði KFK eftir því að til- m(jlumi sem haldin voru í nefna ekki mann í frjalsiþrotta Reykjavík s.l. sumar nefnd og tilnefndi UMFK því tvo menn í þá nefnd. iNefndir voru þannig skipað- ar: Frjálsíþróttanefnd: Formaður Guðfinnur Sigurvinsson. Knattspyrnunefnd: form. Sig urður Steindórsson. Sigurður Steindórsson var f jarverandi úr bænum um tímá og gegndi Sig urður Albertsson formennsku í knattspyrnunefnd á meðan. Varamaður Garðar Pétursson tók sæti í nefndinni í fjarveru Sigurðar Steindórssonar. Sundnefnd: Form. Guðmund ur Ingólfsson. HÉRAÐSÐÓMSTÓLL Héraðsdómstóll ÍBK var þannig skipaður á starfsárinu: Form. Hennann Eiríksson, Tóm as Tómasson, Ragnar Friðríks- son. ) Verður nú gefið stutt heild- ary-firiit yfir þær íþróttagrein- ar, sem iðkaðar voru á vegum ÍBK, len viðkomandi nexndir munu gefa nánari skýrslu. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR. Inniæfingar hófust upp ur SUND. Sundæfingar voru sameigin- legar hjá báðum félögum og var æft fimm sinnum í viku. Þjálfari var Guðmundur Ing- ólfsson. Æft var í 9 mánaði þ.e. janúar—júní loka og október— desember. Rétt er að geta þess að KFK ákvað að hætta sund- æfingum þegar æfingar hófust s.l. haust vegna kostnaðar í sambandi við þjálfun, og sam- þykkti stjóm ÍBK þá að taka að sér allan kostnað í sambandi við sundið. Sundmeistaramót Keflavíkur fór fram í Sundhöllinni 8. des. s.l. og var þátttaka lítil. Bæjar- keppnin Keflavík—Akranes fór að þessu sinni fram á Akra- nesi og báru Keflvíkingar sig- Ur Úr bítum. Þá átti ÍBK þátt- takendur í flestum sundmót- um, sem haldin voru í Revkja vík á árinu. KNATTSPYRNA. Mikill áhugi var fyrir knatt- spyrnunni á s.l. starfsári og voru æfingar vel sóttar. Æft var inni frá áramótum en úti- Áhorfendur voru nærri 150 þúsund, þegar skíðastökk heims meistarakeppninnar í Lathi fór fram. Myndin er af sigurveg- aranum Juhani Kárkinen, Finnlandí er hann stötok 74 m. í 1. umferð eða 6 metra lengra 'en nótokur hafði stokkið í keppninni. Urðu margir af keppendunum taugaóstyrkir við þetta og fóru algjörlega úr jafnvægi. Þetta var langlengsta stökk kenpninnar. Kárkinen stötok 66,5 m. J seinni umferð. Annar í keppninni var Ennie Hyytiá, Finnlandi, 3. Helmut Reckr.agel, A.-Þýzkalandi, 4. Harry Glass, A.-Þýzkalandi, 5. Asbjörn Osnes, Noregi, og 6. Antero Immonen, Finnl. æfingar hófust í byrjun marz. Æfingar yngri flokkanna stjórn uðu þeir Sig. Steindórsson, Skúli Fjalldal, Hafsteinn Guð- mundsson og_ fleiri. Þá hélt sendikennari ÍSÍ, Axel Andrés- son, hér námskeið fyrir yngri flokkana og var það mjög fjöl- sótt. Æfingum 1. og 2. flokks stjórnaði Hafsteinn Guðmunds- son o. fl. Alls munu 110—120 manns hafa tekið þátt í 54 knattspyrnukappleikjum s.l. sumar á vegum ÍBK. Heildar- úrslit urðu þessi: Unnir leik- ir 25, jafntefli 10 og tapaðir 14. Fimm leikir voru leiknir af fé- lögum utan bandalagsns. Alls voru skoruð 134 mörk gegn 83 í þeim 49 leikjum, sem banda- lagið tók þátt í. Knattspyrnunefnd hefur skráð alla kappíeiki í sérstaka bók og verður ekki farið nánar út í einstaka leiki hér, þó má geta þess, að ÍBK tók þátt í ís- landsmóti í 2. deild og 3. og 4. flokkum. Komst ÍBK í úrslit gegn ísfirðingum í 2. deild. Lauk þeim leik með jafntefli eftir framlengdan leik. Annar úrslitaleikur var boðaður á ísa- firði, en stjórn ÍBK tilkynnti KSÍ að ÍBK mætti ekki með lið sitt til leiks þar. Málið er nú í dómi hjá Knattspyrnudóm stól KSI og er dómsniðurstöðu að vænta næstu daga. Keflavíkurmót í knattspyrnu var haldið í 1., 3. og 4. fl. Þá sá IBK um vor- oghaustmót Suðurnesja í knattspyrnu, og hluta af íslandsmóti II. deild- ar eða 7 leiki. Knattspyrnu- flokkar frá eftirtöldum stöðum komu til keppni í Keflavík: Reykjavík, Akureyri, Akranesi, ísafirði, Hafnarfirði, Sand- gerði, Garði og Keflavíkurflug velli, en lið iBK keppti á eftir- töldum stöðum: Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, Akra- nesi, Garði og 'S'andgerði. Auk þess fór 1. flokkur ÍBK í keppn isferð til Færeyja og lék þar 4 leiki. UNGLINGAÞJÁLFARA NÁMSKEIÐ. Fyrir forgöngu ÍBK var hald ið þjálfaranámskeið í knatt- spyrnu s.l. sumar. Yoru þátt- takendur í því frá Keflavík, Sandgerði og Njarðvíkum, alls 15 manns. Fór námskeiðið fram í Ytri-Njarðvík og var kennt jöfnum höndum innf og úti. Kennarar námskeiðsins voru þeir Karl Guðmundsson og Árni Njálsson, en námskeiðið var haldið á vegum Unglinga- nefndar KSÍ. FRÆÐSLUFUNDIR. Á síðastliðnu starfsári voru 3 fræðslufundir á vegum ÍBK. Meðal þeirra sem fluttu erindi á þessum fundum voru: Björg- vin Schram, Benedikt Jakobs- son, Vilhjálmur Einarsson og Ríkharður Jónsson. Fræðslu- fundir þessir voru mjög vel sóttir og er nauðsynlegt að halda slíka fundi árlega íþrótta mönnum til fræðslu og ánægju. LOG ÍBK OG SLYSA- SJÓÐUR. Stjórn KSÍ hefur látið prenta lög bandalagsins og lög slysa- sjóðs í lítinn handhægan bæk- ling. HAPPDRÆTTIÐ. í desembermánuði s.l. fór bandalagið á stað með skyndi- happdrætti. Voru vinningar 10 og verðmæti þeirra alls kr. 13.500,00. Gekk sala happdrætt ismiðanna allvel og varð ágóði af happdrættinu alls kr. 13.708, 50. Samþykkti stjórnin að láta kr. 5.000,00 af þessum pening- um renna í sl.ysasjóð. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ. Hinn 25. janúar s.l. var lang- þráðum áfanga náð í íþrótta- málum Keflvíkinga, en þá var íþróttahúsið opnað til afnota f.yrir skóla bæjarins og íþrótta félög. Fékk bandalagið húsið til afnota frá kl. 7—11 síðdegis. Hafa æfingár bandalagsins í húsinu verið mjög vel sóttar og mun láta nærri að kringum 100 manns æfi þar íþróttir á hverju kvöldi. LOKAORÐ. Hér að framan hefur verið stiklað á því helzta, sem frá- farandi stjórn íþróttabanda- lagsins hefur fjallað um á s.I. starfsári. Störfin hafa verið margvísleg og unnið hefur ver ið að þeim eftir beztu getu. Stjórnin skorar á alla Kefl- víkinga, sem íþróttum unna, að taka höndum saman og vinna að eflingu íþrótta hér í Kefla- vík. Verkefnin eru næg og með sameinuðu átaki er mikið hægt að gera. Takmark okkar er að gera æsku þessa bæjar að dugmikl- um og nýtum borgurum. Með auknum íþróttaiðkunum stuðl- um við að því, að svo verði. Að lokum þakkar stjóm í- þróttabandalags Keflavíkur öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa stuðlað að framgangi íþrótta hér í Kefla- vík, og vonar að þeir leggi á- fram málefnum bandalagsins lið á ókomnum árum. BANDALAGSMERKI. Á síðasta ársþingi var stjórn inni falið að ganga frá banda- lagsmerki, sem Skúli Fjalldal hafði teiknað. Er búið að full- teikna merkið og er nú unnið að gerð lítilla bandalagsfána, sem væntanlega verða tilbún- ir fyrir sumarið. ■ ir um lóðir fyrir íbúðarhús í í Reykjavík. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið, að um- sóknir uim lóðir fyrir íbúðarhús á bæjarlandinu sikuli senda á þar til gerðum eyðublöðum og ennfremur skuli endurnýja fyrri umsóknir, ef þess er óskað að þær haldi gildi. Eyðblöðin fást í skrifstofu bæjarverikfræðings, Skúlatúni 2 og framfærsluskrifstofunni, Hafnarstræti 20 (Hótel Heklu). Athygli er sérstaklega vakin á því, að allar fyxri umsóknir um lóðir fyrir íbúðarhús eru úr gildi fallnar. Reykjavík, 14. marz 1958. BORG ARST J ÓRINN. Enskar kápur m. a. mjög hentugar fermingarkápur. MARKAÐURINN, Laugavegi 89 Eiginmaður minn. LÁRUS IIANSSON, andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu þann 14. þessa mánaðar. Guðbjöi-g Brynjólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.