Alþýðublaðið - 16.03.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.03.1958, Blaðsíða 4
'A AlþýSnblaBiB Sunnudagur 16. marz 1958 VETTVA#6Uft 3>AÐ ER MJÖG MIKIÐ talað iim breytingar á kjördæmaskii>- •sj;ninni. Það er eðlilegt. Enn stefnir þróunin í sömu átt. Byggðir eyðast, þrátt fyrir allt, sem gert er fyrir þær. Milljón- um er eytt í byggingar, land- toúnaðarvélar og ræktun. Eítir síartda steinhús, sem ekki er bú- «ð í og allt fer í órækt. ÞEGAR ÉG HOEFÐI A Horn strandakvikmynd Ósvalds Knud sens og sá eyddar byggðir, fór ég að hugsa um það, hvernig farið yrði að ef byggð, heilt kjördæmi, eyddist alveg. Það er liægt að bjóða fram í kjördæmi meðan nógu margir meðmælend ur eiga þar búsetu og sami fram bjóðandi fær þá alla til að mæla með sér. Það þarf ekki nema tólf í einmenningskjördæmun- um, nema í kaupstöðunum, Það mundi ef til viil borga sig fyrir efnamikla flokka að haida tólf kjósendum, segjum einu heimili við í kjördæminu á sinn kostn- Æ.ð. En ef ekki fengjust nema ell- efu til þess, Hvað þá? Eða ef einn af tólf snerist og neitaði að skrifa undir. Hvað þá? ÓRÉTTLÆTIÐ nær vitanlega ekki nokkurri átt. Þróunin hef- ur gert kjördæmaskipunina að nátttrölli. Hiín hefur dagað uppi. Ég tók saman íbúafjölda í átta einmenningskjördæmum. Þar eru 10 775 kjósendur. Þeir fcjósa átta þingmenn. f Reykja- vík búa 64 000 manns. Þeir fcjósa átta þingmenn. ílæit um kjördæmaskip- umna. Ef heilt kjördæmi eyðist af fólki Meðan tólf kjósendur btía þar, er allt í lagi 0 milljóna skuld kjör- dæmis Nýskipun á öllum sviðum LÍKAST TIL er hin snarvit- lausa kjördæmaskipun ekki að- eins stjórnarfarslegt mál, hela- ur og eitt helzta fjárhagsvanda- mál okkar. Mér er sagt að minnsta kjördæmi landsins, sem hefur nú tvo ágæta þingmenn, skuldi ríkissjóði og stofnunum hans þrjátíu milljónir króna. Það mun láta nærri að hver einn og einasti íbúi kjördæmis- ins þar með talin ómálga börn og karlæg gamalmenni, skuldi því ríkissjóði og stofnunum hans um 43 þúsund krónur. ÞETTA VERÐUR því hörmu- legra þegar þess er gætt, að ekki einn einasti íbúi kjördæm- isins myndi geta greitt helming Ingoifscafé Ingólfscafé í Ingólfs Café í kvöld klukkan 9. Hljómsveit Óskars Cortes leikur. Söngvarar: Haukur Morthens — og Didda Jóns. Óskalög kl. 11,39-12.00. Aths.: Kl. 11—11,30 geta gestir reynt hæfni sína í dægurlagasöng. Aðgöngumiðasaia frá kl. 8. — Sími 12-8-26. inn af þessari upphæð ef skuld- in væri innheimt, því að yfir- leitt býr þar fátækt fólk. En svona er þetta. Við eyðum millj ónum í það að reisa steinhús á jörðum um land allt, sem eng- inn vill búa í. Mér var sögð saga af stórri jörð í ágætri sveit. Þar var fyrir nokkrum árum byggt veglegt steinhús. Nú stendur það autt, enginn vill búa á jörðinni. Hve mikil voru lánin til bygg- ingarinnar? Hver borgar þau? Af hverjum hafa peningarnir verið teknir? VIÐ ÞURFUM AÐ endur- skoða þjóðfélagsbygginguna frá grunni. Það, er bókstaflega eins og við íslendingar höfum aldrei kunnað að stjórna okkur sjálí- ir. Meðan allt var að komast í kviksyndi sagði Ólafur Thors í útvarpsræðu: „Hvaða svartsýni er þetta? Það er allt í lagi. Haía ekki allir atvinnu? Er ekki allt í fullum gangi?“ Hann segir allt annað nú af því að það passar í kramið. Hann á ekki minnsta sökina á því hvernig komið er, þó að hann eigi hana alls ekki alla, því að allir eiga nolckra sök, allir, ekki aðeins stjórn- málaforingjarnir, heldur eiiinig ég og þú. ÞAÐ VANTAR stjórnarskrá, nýja kjördæmaskipun og nýjan fjárhagsgrundvöli fyrir þjóðfé- lagið til að byggja á. Þurfum við að verða , algerir beininga- menn til þess að skilja þetta? Hannes á horniuu. Æskulýðsvikan, í kvöld kl. 9. Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Söngvari: Ragnar Bjarnason, í kvöld tala Gísli Arnkels- son kennari og Páll Frið- riksson húsasmiður. Kvenna- kór KFUK syngur. Allir vel- komnir. KFUM, KFUK. Sálarrannsókna- félag íslands heldur fund í Sjálfstæð- ishúsinu mánudaginn 17. marz kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Sigvaldi Hjálmarsson blaðamaður, flytur erindi um Atlanitis. Gestir velkomnir, Stjórnin. Bazar. Bazar, heldur bazar á morgun, mánudag, kl. 3 síðd. í húsi prentarafélagshis, Hverfisgötu 21. MAEGIR GÓÐIR OG ÓDÝEIR MUNIR. N e f n d i n . Framhald af 6. sífíu. hann, en fyrr verður móteitrið ekki nothæft til varna gegn krabbameini í fólki. Hefur sá árangur þegar náðst í rannsókn um þessum, að vísindamenn fullyrða að ekki geti liðið á löngu áður en efnið, — móteitr ið, — verður einangrað og fund ið. Enda þótt alltaf megi búast við vonbrigðLim, þá virðast öll rök hníga að því að nú sé þ.iart ara fram, undan hvað snertir baráttuna við krabbameinið, — þótt ótrúlegt hljóti að virðast að starfsstúlka í tilraunastofu hafi fyrir hendingu fundið þá leið,- sem árangurslaust hefur verið leitað af öllum frægustu læknavísindamönnum heims undanfarna áratugi. KEILULEGAN sem endist iengst vegna þess að hún er smíðuð úr nikkel- stáli, sem síðan er innbrennt og hert — þannig að það myndast harður slitflötur en SEIGUR IÍJARNI sem skapar AUKIÐ BURÐARÞOL Biðjið því ávallt um R.EGISTER.ED TR.ADE MARIf.j TIMKEM. Licensed user Brídsh Timken Ltd. ILULEG FRAMLEIDDAR A F BRITISH TIMK EN LT D DUSTON — NORTHAMPTON — ENGLAND Aðalumboð á íslandi: STÁL EIF. — Reykjavík - SÖLUUMBOÐ: VÉLADEILD SÍMI: 1 86 70 — LAUGAVEG 24 REYKJAVÍK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.