Alþýðublaðið - 21.03.1958, Side 3

Alþýðublaðið - 21.03.1958, Side 3
Föstudagur 21. marz 1958 Alþý8abla81S 3 % Alþgöublaðið Útgefandl: Alþýðuflokkurinn, Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingast j óri: Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r. Ritstjórnarsímar: 14901 og 1490 2. Auglýsingasími: 149 06. Aigreiðslusími: 149 00. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. v ■é ( Ulan úr Heimi ) Miiljónamæringur s kosningabaráltu - Baráttan um alþýðu- samtökin TIMINiN harmar í gær átökin um verkalýðshxeyfinguna og reynir að gera hlut Framsóknarmanna í því efni sem . öeztan. Tilefnið er grein Eggerts G. Þorsteinssonar hér í hlaðinu ‘á dögunum. Við hana þarf hér raunverulega engu að bæta. Hins vegar mun tímabært að víkja dálítið nánar að einstökum atriðum. Aifstaða Framsóknarflokksins í verkalýðsmálum verðtm ekki krufin til mergjar með þeirri fullyrðingu, að hann sé að verjast völdum og áhrifum S.jálfstæðisflokksins, en á það vill Tíminn leggja mikla áherzlu. Meginfylkingarnar í íslenzku verkalýðshreyfingunni eru tvær — jafnaðar- menn og kommúnistar. Þess vegna er deilt og barizt um, hvor þessara tveggja aðila eigi að hafa á hendi forustuna í heildarsamtökum alþýðunnar hér á landi. Þetta kom glöggt í ljós á síðasta Alþýðusambandsþingi. Þar var reynt að sameina verkalýðinn og ná samkomulagi um nýja alþýðu- samlfandsstjórn. Kommúnistar og fylgifiskar þeirra komu í veg fyrir þau úrslit með ósanngirni og þvermóðsku, sem naumast þarf á að minna. Það mlál er þrautrætt og öllum augljóst: Kommúnistar vildu ekki sterka stjórn í Alþýðu- sambandi íslands með hag og heill verkalýðsins fyrir aug- um. Þeirra aðalatriði var að þjóna fIokkspólitrskuin hags- munum, Því fór sem fór á síðasta Alþýðusambandsþingi. Atburðirnir á síðasta Alþýðusambandsþingi urðu ekki aðeins Alþýðuflokkmim vonbrigði. Þau áttu einnig a.ð verða Framsóknarflokknum mikið íhugunarefni. Þar kom í ljós, að kommúnistar meta ímyndaða eða raiun- verulega flokkshagsmuni sýnu meira en veifarnað verka- lýðsins og heildarsamtaka hans. Frmsóknarmenn, sem þingið sátu, hljóta að hafa glöggvað sig á þessari stað- reynd, og þeim ber að láta hana sér að kenningu verða. Og það er barnaskapur að ætla, að friðaröld rynni upp í íslenzkri verkalýðshreyfingu, við atburðina á síðasta AI- þýðusamhandsþingi. Þar var stríöshanzka kastað af kommúnistum, og afíeiðingar þess hlutu að segja til sín eins og komið er á daginn. , Tíminn verður að gera upp við sig, hvort æskiltagra sé, að jafnaðarmenn eða kommúnistar séu úrslitaaðili valdarina og áhrifann-a í Alþýðusámbandi íslands að næsta þingi þess loknu. Og honu-m skal að gefnu tilefni leiðlbeint um nokkur atriði, ef það kynni að auðvelda honum og Framsóknarmönn um valið. Jafnaðarmenn vilja farsæla þróun verkalýðshreyf ingarinnar, kjarabætur, fram-farir og menningu. Þeir gera ekki alþýðusamtökin að vígvelli heldur starfsgrundvelli. R’eynslan sker úr um, að þeim er trúandi fyrir mlálefnum og samtökum verkalýðsins. Slíkt verður ekki sagt um komm únista. Þeim er löngum mesta kappsmálið að misnota verka- lýðshreytfinguna og leggja iðulega svo ríka áherzlu á þá viðleitni, að hagsmunamálin liggja í láginni og up-pbygging- astarfið -og þróunin gleymist. Þetta er íslenzkum verkalýð að verða æ ljósara og ekki sízt vegna atburðanna á síðasta Alþýðusambandsþingi. Þess vegna hefur til dæmis Iðja gengið kommúnistum úr greipum. Sú orrahríð hefur ekki aðeins staðið um mennina Björn Bjarnason og Guðjón A. Sigurðsson eins og Tíminn virðist halda. Málstaður Björns í félaginu, vonbrigðin af stjórn kommúnista á Iðju, er með þeim hætti, að Björn Bjarnason er vonlaus um að endur- heimt.a völdin og áhrifin, þó að hann njóti stuðnings Fram- sóknarmanna og meðmæla Tímans. Aiþýðuflokkurinn hefur ekki hlutazt til um bar'áttuna í verkalýðssamtökunum. Öðru nær. Verkalýðsfélögin, sem hann ræður, þykja ti-1 fyrirmyndar inn á við og út á við. En Tímanum er hollt að minnast þess, hverjir innleiddu sundr- ungina og bræðravígin í verkalýðshreyfinguna, Sömu ó- •heiilaþróunar hefur orðið vart í samvinnulhreyfingunm, en Tiíminn þekkir dável til hennar og ætti því að horfa einn- ig í þá átt. Og samtök fólksins, hvað sem þau heita og hver sem tilgangur þeirra er, gjalda ævintýramannanna, ef þeir komast til valda og áhrifa, hvort heldur er með full- tingi Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarmanna. KOMMÚNISTAR lofa og lofa' — ekki vantar það — en ég stend við loforð mín. Þú skalt fá hundrað kall ef ég vinn kosn ingarnar . . . Eitthvað á þessa leið er að- ferðin, sem leiðtogi Þjóðlegu konungssinnanna á- 3'uður-íta- líu, Achille Lauro, notar í kosn ingabaráttunni. Hann veit hvernig auðveldast er að vinna fylgi almennings þar í landi sem allur fjöldinn á hvorki í sig né á, og örbirgðin hefur rekið menn hópum saman í fylkingar kommúnista. Það var árið 1952, að hann vann bæjarstjórnarkosningam- ar í ættborg sinni, Napólí, og hlaut bá meira en helming allra greiddra atkvæða. Fyrir kosn- ingamar útbýtti hann vinstri- fótarskóm svo tugum þúsunda skipti á meðal kjósenda og hét þeim hægrifótarskó, ef hann ynni kosningarnar. Og hann stóð við það. Aðferð hans til að halda kjós endahylli hefur verið álíka ein- föld. Á jólakvöld hafa allir feng ið óke.ypis spaghetti að vild, en auk þess keypti hann rándýra atvinnuleikara í knattspymu- lið borgarinnar. Illar tungur hafa þó reynt að koma á kreik þeim orðrómi að hann hafi hirt aftur allan kostnað með rent- um og renturentum ásamt nán- ustu vinum sínum og stuðn- ingsmönnum. Þeir hafi til dæm is ekið daglega í bifreiðum borg arinnar, — jafnvel hafi bæjar- s.jóður verið látinn greiða sum- arleytfistferðir þessara náunga, bæði til Sardíníu og Sviss. En rétt er rétt, — Lauro hef ur sjálfur lagt talsvert af mörk um af eigin fé, 75 milljónir króna að sögn. Hann er ekki blásnauður, enda bótt hann sé kominn af fátækum fiskimönn um í Napólí. Fyrir styrjöldina ke.ypti hann talsvert af brezk- um togurum sem enginn vildi eiga þá, en allir eftir að styrj- öldin skall á og þénaði hann drjúgan skilding á beim við- skiptum. í dag veit hann ekki „líra“ sinna tal, og lírur eru líka peningar. Þegar hann tók til við stjóm málin stofnaði hann sinn eiginn flokk, sem hann kallaði Þjóð- lega konungssinna. Fyrst í stað var það eitt af stefnuskrármál- um hans að þjóðaratkvæða- greiðsla yrði látin fram fara um það, hvort Umberto skyldi tek- inn til konungs, en Ítalía er lýð veldi nú eins og kunnugt er. Þeirri kröfu hefur hann síðan lítið hreyft og er því nokkur ástæða til að ætla, að konungs- hyllin sé ekki meiri en í meðal- lagi. Fyrir tveim árum síðan vann hann enn kosningasigur, *en stjórn hans á Napólí hefur samt sem áður fengið sinn endi og varð nokkuð brátt um það. Rík- isstjórnin ákvað nefnilega að setja alla bæjarstjórnina af og þá fyrst og fremst sjálfan borg arstjórann, og nú er verið að endurskoða mjög nákvæmlega allt, sem þeir menn hafa gert frá því 1952. Ef til vill er Lauro Achille Lauro. bó ekki beinlínis sakaður um fjárdráft, öllu fremur fyrir að hafa stofnað til óviðhlítandi spillingar og fyrir að hafa tvö- faldað starfsmannalið borgar- innar og veita stuðningsmönn- um sínum þar með bein og bit- linga. Þá hafa og skuldir borg- arinnar aukizt um þrjá mill- iarði í hans stjórnartíð, og það verður að teljast þó nokkuð. Lauro vannst þó tími til að segia af sér áður en ríkisstjórn inni tókst að setja hann af, og nú hefur hann kastað sér út í landsmálabaráttuna af offorsi miklu, og er þó kominn yfir sjötugt. Ekki verður þó sagt, að allir séu hrifnir af því framtaki hans. Þingkosningar eiga fram að fara á Italíu í maí eða júní og kristnu demókratarnir, sem öllu fremur ættu að kallast kaþólsku demókratarnir, hafa gert sér vonir um að þeir gætu unnið aftur bað, sem þeir töp- uðu síðast. og náð aftur meiri- hluta. Hafði flokkurinn hugsað sér verulegan sigur á Suður- Ítalíu, þar sem flokkurinn hef- ur gert margt og mikið til að bæta kjör smábænda bar, þótt enn sé langt í land að sigrast á fátækt þeirra. En nú kernur Lauro fram á sjónarsviðið, og hann getur orð ið hættulegur keppandi una fylgi almennings á Suður-íta- líu. Hvort sem það er satt eða ekki, að hann eigi sem svarar átján hundruð milljónum kr., þá er hann að minnsta kosti svo ríkur að hann getur háð harða kosningabaráttu, og það er sagt ganga lygi næst hvílík- ur forkur hann sé til starfa, kominn á þennan aldur. Hann skrapp til Rómaborgar fyrir skemmstu og skýrði blaðamönn um þar frá áætlunum sínum í Framhald a 4. siðu Sinfóníutónleikar SINFÓNlHHLJÓMSVEIT ÍSLANDS hélt tónteika í Þjóð- leikhúsinu s. 1. þrið-judagskvöld undir stjórn tékkneska hljóm- sveitarstjórans Václav Smetá ceks. Leikur sveitarinnar und ir stjórn þessa ágiæta hljóm- sveitarstjóra var hinn ágætasti sem í hið fyrra skiptið, er hann gisti þetta land. Á efnisskránni voru fjögur verk, sem öll voru vel spiluð og sum frábærlega. •Einleikari á þessum hljóm- leikum var B.jörn Ólafsson, sem lék fiðlukonsert í a-moll eftir Dvorák. Björn skilaði verikinu vel, sem við var að búast, þó ekki væri flutningur inn hnökralaus. Það má teljast afrek í sjálfu sér, að jafn störf um hlaðinn maður sem Björn skuli hafa tíma til að æfa kon- sert. samhliða öðrum störfum í hljómsveitinni og skila því svo vel. Ég og vafalaust margir aðrir, vil fá meira að heyra. iSinfónían í c-dúr eftir Klusák var að möiigu leyti at- hyglisverð, en ekki sérleig-a ,..sláandi“ við fyrstu hlustun. Svíta eftir Pólverjann Luto- slawski var miög skemmtileg og ágætlega leikin, þótt hún sé var loks simfónía eftir Vorisak vafalaust mjög erfið í leik. Þá í D-dúr, kraftmikið, klassiskt verk, sem hljómsveitin skilaði 'friábærlega. G. G.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.