Alþýðublaðið - 21.03.1958, Síða 6

Alþýðublaðið - 21.03.1958, Síða 6
6 A1 þ ý 8 n b 1 a 8 I 8 Föstudagur 21. marz 1958 'HINN FYRSTA APRÍL n,k. munu fulltrúar frá United Automobile Workers og helzt' 'bifreiöaframleiðendur Banda- xíkjanna hefja viðræður um nýja kjarasamninga í stað þeirra, sem falla úr gildi hinn 30. maí í ár. Umdeildasta atriðið, sem tek ið verður fyrir, er sú krafa verkalýðsfélaganna, að fram- leiðendur veiti verkamönnum hlutdeild, sem svarar 25 af hundraði, í hreinum hagnaði fyrirtækisins yfir 10 af hundr aði. Tillaga þessi var borinfram af Walter Rauther, forseta United Automobile Workers, og samþykkt af 3000 fulltrúum verkalýðsféjagsins á sérstakri ráðstefnu í Detroit. Rauther mælti með þrenns- konar skiptingu á „aukahagn- aði“ fyrirtækja: að 50 af hundr aði færu til eigenda og hlut- hafa, 25 af hundraði til verka- manna og 25 af hundraði til niðurgreiðslu til bifreiðakaup enda. Að þessu sinni verður þó aðeins krafan um hlutdeild verkamanna í hagnaði fyrirtæk isins baráttumál verkalýðsfé- lagsins. Hagfræðingar verkalýðsfé- lagsins skýra svo frá. að ef þessi tillaga Rauthers hefði ver ið framkvæmd á tímabilinu 1947—1956 hjá bílaiðnaðarfyr irtækinu General Nlotors, hefði hin árlegu arðhlutaskipti starfsmannanna að meðaltali numið 278,500,000 dollurum, þ. e. kringum 31 eent á klst, auk hinna venjulegu launa. Stjórnir þeirra þriggja iðn- fyrirtækja, sem hlut eiga að máli — General Motors, Ford og Chrysler — vísuðu tillög- unni á bug umsvifalaust. Har- low H. Curtice, forseti Gener- al Motors, sagði, að hún væri „róttæk . . og ósamrýmanleg hinni amerísku hugsjón um frjálsa samkeppni“. Svipuð gagnrýni kom fram af hálfu stjórna Ford og Chrysler. Afstaða Rawsons Wood, for manns Council of Profit Shar ing Industries, var önnur. Harai skýrði svo frá, að arð- skiptaskipulag það, sem fram Walter Reuther. kvæmt hefði verið við málm- steypUlfyriirtæki hans í Níew York og Los Angeles. hefði orð ið til þess að bæta framleiðslu fyrirtækisins og auka hagnað þess og vinnugleði starfsfólks- ins. „Ein af beztu leiðunum til þess að varðveita og bæta hina frjálsu samkeppni er arðskipí- ing“, sagði hamr. „Ef hægt væri að koma tillögu United Auto- mobile Workers í framkvæmd, myndi hún geta stuðlað að því að- stöðva kapphlaupið milli kaups og verðlags". Krafa Unit’ed Automobile Workers ber vott um þýðingar mikla breytingu á afstöðuverka lýðsins til arðskipta. Yerka- lýðsleiðtogar voru vanir að visa slíkum áformum á bug á þeim grnudvelli, að af þeim leiddi aukirrn vinnuhraði og þau væru í sumum tilfellum notuð til þess að réttlæta lægri grund- vallariaun. En eftir því sem verkalýðs- félcgum hefur vaxið styrkur, og þau hafa fengið bolmagn til þess að veita félögum sínum vernd gegn ofríki, hefur and staðan gegn slíkum áformum smám saman mir.nkað. Hin síð ustu ár hafa æ fleiri tillcgur um arðskipti komið til fram- SPÉSPEGILL , '/v ý’Cú ’?*£, I 1 Æ. . kvæmda og hafa margar þeirra verið árangur af starfi verkalýðsfélaga. Council of Profit • Sharing Industries, stofnun sú, sem veitir allar upplýsingar um arð skilptingu í Bandaríkj unum, hefur gefið þær upplýsingar, að kringum 20,000 framleiðend ur í Bandaríkiunum, hafi nú samkomulag af einhverju tagi við starfsfólk sitt um arðskipt ingu. Nær það til milli 1.500.000 og 2.000,000 starfsmanna. Um tveir þriðju hlutar allra iðn- fyrirtækja í Bandaríkjunum starfa í sambandi við verkalýðs félög. Samkvæmt upplýsingum þessarar stofnunar eru eftir- farandi þrjár tegundir arð- skiptinga algengastar. 1. Atvinnurekandi úthlutar reiðufé mánaðarlega, á þriggja mánaða fresti, á sex mánaða fresti eða árlega. 2. Innborgun arðhluta í styrktarsjóð, en úr honum er síðan borgað, venjulega þegar starfsmaður deyr, verður ó- vinnufær eða hættir störfum fyrir aldurs sakir eða af ein- hverjum öðrum ástæðum. 3. Arðhlutum er skipt, þann. ig að annar hlutinn er borgað ur í reiðufé í sjóð, sem starfs- menn fá arðgreiðslu úr, venju lega einu sinni á ári, og hinn hlutinn lagður í styrktarsjóð, sem greitt er úr, þegar starfs- maður deyr, verður óvinnufær eöa hættir störfum. Meðal stærri fyrirtækja er ^ger^gáslt arðskiptí^'yi^rkomu lagið, sem um getur í annarri grein. Þekktustu og elztu arð skiptaáætluninni, sem enn er í framkvæmd, var komið á ár ið 1886 af William Procter við sápufyrirtækið Procter and Gamble Company. Önnur þekkt fyrirtæki, sem framkvæma arðskiptingu á sama grundvelli, eru: Lever Brothers, Motorola, Pacific Finance, Sears-Roebuck, Solar Aircraft, Union Tank Car, Jewel Tea og Western Auto Supply. Mun færri af hinum stærri fyrirtækjum framkvæma arð- skiptingu á grundvelli fyrstu greinar. Eitt þeirra er fyrir- tækið Eastman Kodak og var því komið á árið 1912. Árið 1957 borgaði það 50,000 starfs mönnum sínum samtals 38,200, 000 dollara í launaágóðahluta. Auk þessa hefur fyrirtækið ann an sjóð, sem eftirlaun eru greidd úr. Annað dæmi er frímerkja- mælafyrirtæfkiðl Pitneý- Bowes. Samkvæmt fyrirkomu- lagi þess sem gekk í gildi ár- ið 1946, fara fram greiðslur í reiðufé á þriggja mánaða fresti og er úthlutað 25 af hundraði af hreinum hagnaði af rekstri fyrirtækisins, áður en skattar eru frádregnir, til arðskipta og ellilauna. Árið 1956 námu launa arðskiptingar 1,400,000 dollur- um, og svipuð upphæð var greidd í ellilaunasjóð. Við fyr- irtækið starfa kring.um 3 900 manns. Arðskipting hefur verið skil greínd; þannig, að hún sé „fyr- irkomulag, þar sem atvinnu- rekandi greiðir öllu starfsfólki — auk venjulegra launa •— Framhald á 8. síðu. Éslenzk ®g erlend úrvaBslféð: í GRÆNAN febrúarhimin stara brostin augu vatnanna frá kaldri ásjónu landsins. Af ferðum vindanna eirðarlausu um víðáttu hvolfsins hafa engar spurnir borizt. Litlausri hrímþoku blandið hefur lognið stirðnað við brjóst hvítra eyðimarka. Undir hola þagnarskeliina leita stakir bassatónar þegar íshjartað slær. Á mjóum fótleggjum sínum koma mennirnir eftir hjarninu með fjöli á herðum sér. S s s s s s c s s s s s s s s s s s s s s s, s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s i ( Bréfakassinn ) ÞAÐ HEFUR komið í Ijós nú og á síðustu árum, að eitt af mestu vandamálum fiski og síldarútvegsins er, hvað erfitt er að fá íslenzka sjómenn á skipin. En við, sem eldri erum, munum aðra tíma. Fyrst eftir að hinir stærri vélbátar og tog- arar komu til sögunnar, fengu ekki skiprúm á þeim nema vanir og harðduglegir menn, enda var- erfiðið og vökur meira þá, áður en vökulögin komu, og jafnvel eftir það, á meðan ekkí var nema 6 tíma hvíld á sólarhring. Voru menn oft orðn ir þreyttir og syfjaðir eftir 18 tfma stöðu á dekki, oft í mis- jöfnu veðri, þó duglegir væru. En nú síðan. 12 stunda vökulög- in voru lögfest á alþingi, hef- ur viðhorfið breytzt mikið til bóta, bæði hvað svefn, hvíld og allan aðbúnað snertir, svo að hraustir unglingar geta vel komið til greina sem nútíðar sjómenn. Og það er leiðin, sem ber að stefna að. Og það verð- ur ekki gert á annan. farsælli hátt en að hið háa alþingi taki rnálið að sér, og lögleiði þegn- skylduvinnu sjóvinnunámskeið eða að undangenginni rann- sókn til hvað margra manna lögin mundu ná, t.d. 16—18 ára. Og ef nægilegur fjöldi fengist með tveirnur árgöngum, yrði tveggja ára sjóvinnunámskeið lögleitt á alþingi á vor- og síldarvertíð. Þetta fyrirkomu- lag hefði þann kost, að hann yrði unglingunum góður upp- eldis- og lærdómsskóli, senx mundi jafnvel bjarga mörgum unglingnum frá glapstigum og gera hann að nýtum og dugleg- um manni. Við höfum dæmin fvrir okkur, hvernig aðrar stærri og voldugri þóðir levsa svipuð verkefni og lögleiða hjá sér herskyldu og þykir ekkert harðræði, en sem betur fer er- um við Islendingar lausir við hana. — En við getum ekki horft upp á það, að aðalatvinnu vegur vor. sem mesta og bezta lífsafkomu veitir hinni íslenzku b.ióð, dragist saman eða bíði hnekki vegna mannleysis. Og það er alls ekki vansalaust að þurfa að manna skipin út með útlendingum. Og þá vaknar, spurningin, hvað verður lengi að bíða þess, að þeir taki yfir- ráðin á flötanum og því næst á landinu. Og er því sjálfstæði og þjóðerní hínnar íslenzku h.ióð- ar í mikilli hættu, ef ekkert er • að gert í tíma. Þór. nn3 pgfttsffSMir í Laugarneskirkju sunnudagiim 23. inarz kl. 8,3§. Páll Kr. Pálsson aðstoðar og leikur orgelsóló. Áðgöngumiðar seldir hiá Sigfúsi Eymundssyni, Blöndal, Skólavörðustíg 2 og Vesturveri.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.