Alþýðublaðið - 25.03.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 25.03.1958, Síða 3
J>riðjudagur 25. marz 1958 &lþltabla«i« w— Alþýöubíaöiö Utgefandi: AlþýðufloHkurinn. Ritstiórí: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingast j óri: Emilía S a m ú e ls d ó 11 i r. Ritstjórnarsfmar: 14901 og 1490 2. A.uglýsingasími: 1 49 0 6 Afgreiðslusími: 149 00. Aðsetur: AlþýSuhasiB Þrem&nuðjB Alþýöublaðains, Hverfisgötu 8—10. ■■ . — „ . . , Aðalatriði málsins ÞJÓÐVILJIiNÍN heldur áfram aö ræða fcaráttuna um verkalýð'shreyifinguna 'Og fordæma Alþýðuflokkinn vegna þess, að hann sætti sig ekki við völd og áhrif kommúnista. Hins vegar forðast blaðið að minnast á aðalatriði máisins, en það eru atburðirnir á síðasta þingi Alþýðusambands íslands. Þar léðu jafhaðarmenn máls á friði og samstarfi í verka- lýðshreyfingunni, en sú viðleitni þeirra var virt að vettugi. Því fór sem fór. Areiðanlega er það rétt, sem Þjóðviljinn bendir á, að síðasta stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur var undirstrikun á samstarfsvilja. Þar var hætt við ótímabær átök um forustu félagsins. Kommúnistar eru í vonlausum minnihluta í Sjómannafélaginu, og þess vegna áttuðu þeir sig á því, að baráttan þar myndi aðeins til ills eins.' Því ber út af fyrir sig að fagna. En kommúnistar settu að temja sér svipaðá glöggskyggni alls staðar í verkalýðshreyfing- unni og þá ekki sízt í heildarsamtökum íslenzkrar alþýðu. Þeir brugðust því hlutverki á síðasta þingi Alþýðusam- bands íslands. Nú segja afleiðingarnar til sín. Kommún- istar skjáltfa við tilhugsunina um alþýðusambandsþingið i haust .En væri ekki fáðlegt tfyrir þá að játa yfirsjónina og mistökin og reyna að bæta fyrir ólhappaverkin? Tilefni umræðnanna er að sjálfsögðu afstaða Framsókn- arflokksins, sem Þjóðviljinn þykist kunna vel að meta. Al- þýðublaðið hefur áður gert grein fyrir þeim viðhorfum: Á næsta a'.þýðusamibandsþingi verður um það áð velja, hvort kommúnistar eða iafnaðarmenn verði úrslitaaðilar valdanna og ahrifanna í Alþýðusambandi íslands næstu tvö ár. Framsóknarflokkurinn sleppur ekki við vandann með því að Tiíminn getfi í skyn, að hann geti hugsað sér sam- starf við báða málsaðila. Ábyr.gðarleysi kommúnista á síð- asta alþýðusambandsþingi var ævintýri, sem er verka- Jýðshreyfingunni stórhættulegt. Og Framsóknarflokkurinn ætti að minnsta kosti að hugsa sig um tvisvar áður en hann gerist samsekur kommúnistum beint eða óbeint í því efni, Slfikt yrðd alþýðusamitökunum til tjóns og kommúnistum skammgóður vermir. Þeir eru ekki hræddir að ástæðulausu. A eftir áœtlun MORG UNBLAÐIÐ getur fagurlega í Reykjavíkurbréfi á sunnudag leikritsins Dagbók Önnu Frank og fcoðskaparins, sem það flytur. Síðan leggur greinarhöfundur út af þessu svofelldum orðum: „íslendingar eiga enfitt með að skilja ömurleikann, sem hvílir yfir lœfi þeirra, sem ofsóttir eru á þann veg sem þarna er lýst. Sem betur fer 'hafa þvílíkar aðfarir aldrei tíðkazt í okkar landi. En því miður heyra slíkar hörmungar ekki aðeins fortíðinni til. Þær eru einnig samtímafyrir- brigði í s-tórum hluta beims. Gyðingaotfsóitnir n'azista vloru andstyggð. Nazifeminn var einungis eitt alfbrigði einriæðis og ofbeldis þess sem svo mjög hefur markað 20. öldina. Þar má segja, að komm- únisminn sé aðalstafninn en nazisminn hafi verið ein grein á. Nazisminn er vonandi úr sögunni fyrir fullt og allt, en kommúnisminn blómgast enn. Innan endimarka veldis hans eru óteljandi fjölskyldur, sem eiga við sama öryggis- leysið að búa og lýst er í leikritinu um Önnu Frank. Þav hafa heilir þjóðfiokkar verið teknir upp af heimastöðvum sínum og ssttir í fangabúðir eða a. m. k. rieknar í útlegð. Ótrúlegt er en samt satt, að til skuli vera greindir og í sjálfu sér góðhjartaðir Islendingar, sem trúa því, að slíkir stjórnarhættir horfi til góðs og vipna að því af öllum sálar- kröftum að innleiða þá á íslandi.“ Alþýðublaðið getur tekið undir þetta, en hlýtur að bæta við undxun sinni á því, að grieindur m.aður eins og Bjarni Benediktsson skyldi ekki vara þjóð sína við villimennsku Hitlers og félaga hans eftir að hafa átt kost á að sjá af- töku hjá nazistum í Berlín. Á honum sannast, að skýzt, þott skýr sé. En nú vantar ekki þá vandlætingu, sem hvergi kom í leitirnar, meðan þýzki nazisminn var og hét. Hún er dálíitið á eftir áætlun. ( Utar» úr heimi ) ENN HEFUR ekki verið gert kunnugt, hvaða ríki standa að útgáfu hins nýja alþjóðamál- gagns kommúnista. Sagt er að Rúmenar og Ungverjar hafi ekki tekið þátt í ráðstefnunni, sem haldin var í Prag til að undirbúa rit þetta, og fulltrúar aðeins þriggja kommúnista- flokka á Vesturlöndum voru mættir, Frakkar, ítalir og Aust urríkismenn. Hvorki Pólverjar né Júgóslavar voru mættir. Þeir hafa lengi verið andstæðir hugmyndinni um slíkt málgagn. Khrustjov hefur núisýnt þeim, að hann getur gert það, sem honum sýnist án þess að þeirra samþykki komi til. Það er engin tilviljun að Prag var valin sem útgáfustað- ur þessa málgagns. Ásamt kom múnistáflokkum Frakklands og Austur-Þýzkalands hefur tékk- neski kommúnistaflokkurinn verið eftirlátastur Rússum (að öðrum leppflokkum ólöstuðum) og harðastir stuðningsmemi þeirra í deilunni við Pólverja og Júgóslava. Þetta nýja tímarit, sem á að fjalla um teoretisk vandamál marxismans og vera upplýs- ingarit, gegnir sama hlutverki og „Fyrir frið og alþýðulýð- ræði“, sem Kominform gaf út á árum áður. Hlutverk þess var að halda uppi áróðri gegn tító- ismanum. Eftir lát Stalins dró mjög úr áhrifum Kominform og loks var það leyst upp fyrir heimsókn Títós til Moskvu vor ið 1955. Stalinræða Khrustjovs á 20. flokksþinginu í febrúar 1956 leiddi til upplausnar í kommún istaflokkum víða um heim, og eftir atburðina í Póllandi og Ungverjalandi sáu Sovétforingj arnir að íími var til kominn að herða á aganum. Júgóslavar og Pólverjar settu sig á móti útgáfu alþjóðlegs málgagns kommúnista. Togli- atti var einnig andvígur slíkri útgáfu, þar eð slíkt kynni að gera samsiarfið við Nenni erf- iðara. Auk þess var búizt við að Mao-Tse-tung mundi fylgja bessum þjóðum að málum. Þegar eftir uppreisnina í Ungverjalandi báru kommún- istár í Austur-Þzkalandi, Aust urríki, Frakklandi og Tékkó- slóvakíu fram kröfur um, að alþjóðlegt málgagn yrði gefið út og hlutu þessár tillögur fylgi rússneskra blaða. Frakkarnir gátu snúið Togliatti til fylgis við hugmyndir sínar og hann varð að láta undan stalinistun- um í sínum eigin flokki. Á bylíingarafmælinu í Moskvu síðastliðið haust var gengið frá undirbúningi máls- ins. Mao-Tse-tung gerðist tals maður hugmyndarinnar og sýndi lítið sjálfstæði gagnvart ráðamönnum Sovétríkjanna. Gomulka var mjög andvígur málinu og eftir því sem honum segist sjálfum frá, hélt hann mikla ræðu gegn því. Hann hlaut stuðning Kadars, þótt merkilegt megi virðast. Annars er Kadar í erfiðri aðstöðu nú til dags. Stalinis'ar í Ungverja landi krefjast þess, að hann verði dreginn fyrir lög og dóm vegna viðbragða sinna fvrstu daga byltingarinnar. Því er honum á móti skapi að stofnað verði til hugmyndafræðilegrar rýni með strangdíalektiskum aðferðum. Gómúlka hafði reyndar látið þau orð falla, að „Sovétríkin væru sjálfkjörin til forustu hins sósíalistiska hluta heims- ins“, en með því sagði hann ekkert um forustuhlutverk kom múnistaflokks Ráðstjórnarríkj- anna. Gómúlka neyddist til að fall ast á, að „endurskoðunarsteín- an“ væri aðalhætta kommún- istaflokka. En þó var undan- tekning gerð um það sem Pól- land varðar, og bætt við að „dogmatismi“ gæti í vissum tilfellum verið stórhættulegur. Gómúlka fékk óbundnar hend- Ur í baráttunni við stalinista í Póllandi. En framar öllu hélt hann fast við regluna um „sjálfstæði og full yfirráð hvers flökks í sínu landi“. Og hann hélt því fram, að frjáls sam- skipti kommúnistaflokkanna kæmu að meira gagni heldur en sameiginleg yfirstjórn. Það vakti mikla reiði, að Júgóslavar neituðu að skrifa undir Moskvuyfirlýsinguna. Khrústjov hefur lengi reynt að bæta sambúðina við Júgóslavíu. En þeir virðast nú hafa misst bað traust, sem beir höfðu á honum og gengu því ekki í samkomulagsátt þegar ástæða gafst. Á byltingarafmælinu í Moskvu var reynt að láta líta svo út sem kommúnistar um heim allan væru sammála og sneru bökum saman. En ráð- stefnan í Prag sýnir að þeir hafa gefizt upp við að bíða eft- ir Gómúlka og Tító. J. Sv. xel Strand er ekki stóryrlur, en temur sér mikil umsvif AXEL STRAND, varaformað ur hinnar sænsku deildar Nor- ræna ráðsins, er maður, sem vekur á sér athygli hvar, sem hann sézt, —< samt er hann mjög hljóðlátur maður. Við fvrstu sín gæti engum dottið í hug að Axel Strand væri út- lærður iðnaðarmaður, en hann tók sveinspróf í húsgagnasmíði 1912, úti á jskáni. Síðar fór hann til Stokkhólms. Varð hann brátt gjaldkeri í LO (Alþýðu- sambandi Svíþjóðar) og smám saman vann hann sig upp í for- setastól fceirra samtaka. Sagt hefur verið, að forseti LO hefði meiri völd en forsæt- isráðherrann. Svíar hafa það á tilfinningunni að það sé LO, sem skipuleggur innréttingu þjóðarbúsins, og bá er ekki ó- nýtt, að hafa lærðan húsgagna- smið í forsetasæti LO. Axel Strand notar lítt stór orð né mikil umsvif, en öll mál hefur hann bó leyst á þægileg- an og gagnlegan hátt. Hann skipar vel sína ábyrgðarmiklu slöðu. Hann talar lágt og hægt, en hugsunin og framsetningin er skýr og rökrétt. Axel Strand hefur átt sæti í sænska þinginu síðan 1938, en i Axel Strand starf hans í verkalýðshreyfing- unni var það umsvifamikið, að hann hafði lítinn tíma til þing- starfa. Þegar hann lét af störf- um í LO fór hann að láta þing- mál meir til sín taka. Hann var kiörinn varaforseti þingdeildar sinnar, síðar varð hann forseti laeanefndar þingsins. Þegar vandasöm mál koma fyrir þing ið eru oft settar nefndir til að ræða þau sérstaklega. Hefur Axel Strand oft verið valinn í slíkar nefndir. Hann undirbjó til dæmis tryggingarlöggjöf Svía og nú er hann formaður nefndar þeirrar, sem undirbýr hina nýju löggjöf um eftirlaun. Axel Strand hefur jafnan tek ið mikinn þátt í samstarfi jafn aðarmannaflokkanna á Norður- löndum, og þekkir flesta for- ustumenn þeirra persónulega. í Norræna ráðinu hefur hann getið sér gott orð fyrir samn- ingalipurð og réttsýni og unnið sér traust norrænna stjórn- málamanna. Það hefur verið sænsku verkalýðshreyfingunni mikill styrkur að menn eins og Axel Strand hafa valizt til að veita henni forustu. Haim er fyrst og fremst lýðræðissinni eins og beir gerast beztir. Stefna hans hefur alltaf verið sú, að þeir, sem hæfastir eru fari með for- ustuhlutverk innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann hefur sýnt og sannað, hvernig unnið verður að félagsmálum méð beztum árangri og því er starf hans mikilvægt dæmi fyrir aðra foringja verkalýðsmála. Ragnhild Sandström.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.