Alþýðublaðið - 25.03.1958, Side 7

Alþýðublaðið - 25.03.1958, Side 7
Þriðjudagxír 25. rnarz 1958 AlþýSublaSið ?■' Sunnudagur. ■----— ÞAÐ virðist vera sivo, að bófcaútgáfa ætti að dreifast meira á árið en áður var. Nú koma daglega út bækur. Um þetta vorum við að ræða tveir kunningjar við kaffiborðið í dag. Hann hafði mjög ákveðnar meiningar um bókaútgáfu á landi hér. Taldi hann bækur yfirleitt allt of dýrar. Þegar ég spurði hann, hvern ig hann vildi ráða bót á þessu, sagði hann eitihvað á þessa leið: Það á að gera bækurnar miklu einfaldari í sniðum, lát- lausar og smekklegar, en vera ekki að kosta upp ú þær dýr- um dómum, eins og oft er gert núna, bæði í bandi, pappír, kápu og alis konar flúri. Bæk ur eru fyrst og fremst til að lesa þær, ekki til að fara vel í skáp. Einstaka grúskarar og safnarar geta svo snurfusað við sínar bækur. Bækur eru allt of dýrar á íslandi, enda seljast ekki nema fá eintök flestra þeirra, og því verður kostnaðurinn á hvert eintak óheyrilega mikill. Hér verður að verða stefnubreyting. í framtíðinni á að gefa allar venjulegar bækur út á snotr- an en óbrotinn hátt, allur í- burður á að hverfa. Þá munu fleiri eintök seljast, og vérðið getur bví orðið lægra. Þannig fórust þessum kunn ingja mínum orð, og ég hygg, að hann hafi mikið til síns máls. Mánuáagur. -------Sigurður Þórarins- son talaði létt og viturlega um daginn og veginn, eins og hans var von og vísa. Hann minntist á styrki og lán til námsmanna erlendis og kom með mjög skynsamlega til- lögu. Vildi hann aðeins veita lán til fólks, er nám stundar erlendis, fyrstu tvö árin. Væri þá skorið úr um það, hverjir ætluðu sér að leggja stund á langt nám, sem þjóðinni mætti að verulegu haldi koma, eða einungis væri um að ræða að meira eða minna leyti óraunhæft gutl. Hér er athyglisvert mál á ferð. Margír hafa talið styrki til ýmissa námsmanna erlend- is hæpna, svo ekki sé meira sagt, en aftur á móti fá þeir, sem eru í löngu og erfiðu námi, oftast stvrki af skorn- um skammti. Vaxtaiaust lán til þeirra, sem í styttra nám fara, t.d. til allra þeirra, sem erii „að kynna sér“ ýmsa hluti, er góður styrkur.' En þjóðfélagið á auðvitað fyrst og fremst að veita þeim náms- mönnum óafturkræfa styrki, sem lengi dveljast ytra við dýrt og erfitt nám, er síðar kemur að sem mestu gagni fyrir þjóðina það kem- ur að því mieiri notum, þ' í lengra sem liðið er á náms tímann. Ráðamenn styrkveit- inga ættu að taka þessa til- lögu dr. Sisurðar til alvarlegr ar yfirvegunar. Þriðjudagur. --------Einhvers staðar sá ég í dag, að því máli var hreyft, að koma ætti á nám- skeiðum á fiskiskipum, sem unglingum á vissum aldri væri skylt að sækja. Vafa- iaust yrðu skiptar skoðanir um þetta. Þegnskylduvinna á yfirleitt ekki upp á pallborðið hjá íslendingum. En vera má þó, að ekki þyrfti að vera um skyldukvöð að ræða. Marga unglinga langar til að komasí á sjó um tíma, en þeir eiga þess ekki alltaf kost. — Hér gætu sjómanna- og útgerðar- mannasamtök unnið sameig- inlega að merku málefni. Hvernig væri að skipuleggja dvöl svo sem eins og tveggja unglinga á stærri fiskiskipum tíma og tíma. Þótt ungling- arnir væru í skóla, gætu þeir gjarnan fengið frí þennan reynslutíma. Hér er á ferð- inni meira mál en margur hyggur. _ Eg frétti af unglingi í vet- ur, sem ætlaði að hætta í skóla og fara að vinna, helzt vildi hann komast á bát. Hann var á sextánda ári og í þriðja bekk í gagnfræðaskóla. Hann fékk hvergi rúm og varð að halda áfram í skóla, sjálfum sér til lítils gagns eftir von- brigðin. Hann þótti of ungur í skiprúm. Væri ekki hægt að koma einhverju skipulagi á þessa hluti á þessari miklu skipulagningaöld? Miðvikudagur. --------Ég hitti sérfræðing minn í heimspólitíkinni, Kalla á kvistinum, í dag. Hann var hin reifasti. „Þessi Framvörð- ur þeirra þarna vestra er að vísu ósköp lítið grey, svona eins og góður krakkabolti, en það er margur knár, þótt hann sé smár. Og nú ku þeir þarna fyrir vestan ætla að fara að rvðja úr sér einhverjum reið- innar ósköpum af þessum gervihnöttum. Svona á það að ganga, lagsmaður, láta hend- . ur svolítið standa fram úr erm um. Ætli Rússanum fari ekki að blöskra, þegar sjö verða sólir á lofti, eins og hjá Haga- lín.. Sko, það er um ,&ö. ger.'i fyrir þá vestanmenn að hafa tunglin bara nógu lítil, því að þá komast þau kannski alla leið út í himingeiminn. Það er hægt að kasta bolta býsna iangt.“ Þetta söng nú í Kalla gamla í dag. Fimmtudagur. ■------Sérfræðingur minn í skattamálum kom að máli við mig í dag og vildi óður og uppvægur, að við fengjum fleiri kollega í lið með okkur og færum að búa. „Og hví í dauðanum?“ spurði ég. ,,Við erum víst hvorugur mildir búmenn.“ „Hvað gerir það til, maður?“ svaraði hann af bragði. „Við töpum auðvitað, og svo drögum við tapið frá á skattframtali, og þannig losnum víð alveg við að borga skatta. Þú hefur lesið um Vil- hjálm Þór, er það ekki? Hann dró bara tapið á tómstunda- dútlinu frá tekjum af atvinnu sinni, o,£j hæstiréitur sagð'i: allt í fína lagi.“ „Gætum við þá ekki alveg eins gert út í tómstundum, nóg má tapa á því?“ „Jú, jú, blessaður vertu, bara að hafa einhvern atvinnu rekstur sem ,,hobbý“, þá verð ur kostnaður svo mikill, að tekjurnar fara allar í sukkið, og skattayfirvöldin verða að þegja.“ Ég skildi nú ekki almenni- lega þessa röksemdafærslu. Hvað um þig? Föstudagur. — — — Ég var a.ð hlusta á fréttirnar í útvarpinu í dag, að vanda, og þá datt mér í hug, að skelfingar ósköp geta þær alltaf verið háalvarlegar. Það er alveg eins og engir aðr ir en stóralvarlegir atburðir gerist í heiminum. Að vísu er rétt að geta þess, að einstöku sinnum í miðdegisfréttum bregður fyrir frásögn af ein- hverju skemmtilegu. Annars kemur naumast fyrir, að út- varpsfréttir séu í léttum tón. Hvernig væri, að þeir þarna á fréttastofunni tækju nú upp á því, að leita svo sem einu sinni í viku eftir frásögnum af skringilegum atburðum, sem eru að gerast einhvers staðar á heimsbyggðinni. Ekki getur farið h,iá því, að einhvers staðar í útvarpi sé sagt frá einhverju skemmti- legu. Enginn vafi er á því, að ■ þetta yrði vel þegið af útvarps hlustendum. Nú, hér mætti kannski bæta því við, að fréttamenn við blöð gætu sér að skaolausu líka verið ofurlítið léttar-i í frásögnum. Því fer víðs fjarri, að allt, sem gerist innan lands og utan, sé sorglegt og alvar- legt. Laugardagur. --------Mönnum er rnjög gjarnt á það nú á dögum að vilja reikna út alla skapaða hiuti. „Hvað heldurðu, að þetta eða hitt kosti nú mik- ið?“ spyrja menn, og svo nefna þeir einhverja fárán- lega hluti. Venjulega anza ég þessu alis engu. En í dag var ekki laust við, að ég stanzaði við, er góður kunningi minn, sem er kenn- ari, spurði: „Hvað heldurðu, að það kosti þjóðina mikið að hafa þennan gersamlega dauða staf y alltaf dinglandi í mái- inu?“ Og spyr ég: — Hvað skyldi það kosta þjóðina? Kunnugir segja mér, að lang- mestur tími fari í að kenna y af öllum síafsetningaratriðum og eru þau þó mörg ærið erf- ið. Og hvers vegna er verið að kenna y? Aðeins vegna upp runans, því að ekki heyrist stafurinn, eða hljóðið bak við hann, lengur í framburði. Og hver hugsar um uppruna y-s- ins til lengdar? Mjög fáir. Myndum við sakna þess, ef við slepptum því alveg. Varla lengi. Þetta er eiginlega ekk- ert annað en smekksatriði. Fyrst í stað þætti manni ljót- ara að sjá kír og firr og hír,dir og skir á prenti, en næsta kvn- slóð skeytti því engu. En hvað skyldi annars kosta að troða þessu y-i inn í alla krakka og unglinga — nú og fullorðna? Hvaða reiknimeistari vill reikna út þá fjárfestingu, sem liggur í y-kennslunni? Vöggur. McCalI-snið — vortízkan. Nýtt glæsilegt úrvaí af kiólaefnum — Lítið í $ Tízkuhnappar ^ meðal annars S egta Tahiti S skelplata. Álít fyrir heimasaum. Skólavörðustíg 12 I FEBRÚAR var í París sýnd- ur ballett af nýrri gerð, eftir Francoise Sagan, „Svikna stefnu mótið“ nefnist hann og hefur fátt það til að bera, sem eldri og hefðbundnir ballettar styðjast við, nema að meðal þeirra sem dansa í honum er Toni Lander frá hinum konunglega danska ballet. — Auk.hennar .ber-.mest.á Noelle. Adam, sem er 23 ára kynbomba og Vladimiir Skouratoff. Ballettinn er dansaður eftir svo ofsafullum jazz, að áður á- litnir slæmir unglingar, sem stunda jazz í æstustu jazzklúbb- um stórborganna, eru talin allra beztu. börn eftir það, sem þarna fór fram. Ballettinn var sýndur í Teatre Francais, en aðeins fyrir hálíu húsi. Þó svo Paríisarbúar hafi verið frægir fyrir að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, þá var þeim hér nóg boðið. Þeir neituðu að sjá þennan ballett, sem þeir telja svo ósiðlegan, að ekki taki nokkru tali. Ungur málari, sein ekki selur myndir sínar fyrir minna en 30 þús. stykkið, gerði sviðsteikning ar fyrir ballettinn, en allt kom fyrir ekki. Músík við ballettinn, sem er eftir þvi sem næst verður kom- izt bandbrjálaður jazz, gerði Mi- chel Magne. Það var á-meðan Sagan beið- þess hvort hún lifði eða dæi eft- ir bílslysið fræga, að henni duttu í hug tónar, sem Magne hafði eitt sinn leikið fyrir hana. Þá var það að hún fékk þá hugmynd að skapa mætti ballett við þessa tónlist og má víst segja, að á meðan hun lá og gat ekki hreyft sig af völdum slyssins, hafi hug- ur hennar reikað svona ofsalega að ballett þessi varð til. Varla mun hún þó reyna sig við^ slík ævintýri í bráð, eftir hinar afleitu viðtökur, sem ballettinn fékk. Eitt má -þó finna gott viS : þetta, en það er að einhver sköpunargáfa, án þess að troðn t ■ar séu gamlar brautir, skuli í ieynast m.eð ungiingum eins og Sagan, sem þjáist víst af engu eins mikið og því, að hafa feng- ið í hendur allt of mikla pen-: inga á aRt öf skömmum tíma.; En um- það virðast Parísarbúai sammóla. Þá er og sömu sögu að segja um Bernard Buffet, enda hexur Framhald á 8. síSu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.