Tíminn - 07.04.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.04.1965, Blaðsíða 11
TIMINN 11 MHJVIKUDAGUR 7. aprfl 1965 ---'1 27 ‘ engri vinnu í staðinn. Hann jagaðist stöðugt út af því, að tala sjúklinganna væri of há, og fjöldi þeirra, sem gátu unn- ið allt of lítill í samanburði við stærð búðanna. Hann var vanur að segja, að hann ætti í stöðugu stríði við aðalstöðvarn- ar vegna ónógs vinnukrafts. Yosh grunaði mennina í sjúkrahúsinu um að vera skróp- ara og að þeir gerðu sér einungis upp veikindi til þess að komast hjá því að vinna fyrir hann, svo hann gerði lífið í sjúkrahúsinu svo leitt, að fáa fýsti að vera þar. Hann var vanur að koma þangað að sýna vald sitt. Hann lét sjúkling- ana fylkja liði, sama hversu veikir þeir voru, og svo barði hann marga þeirra. Eftir að hafa látið þá þjást meira en þörf var á, fór hann yfir í skálana og réðist þar á þá, sem veikir voru og þá, sem aðeins voru færir um að vinna störf innan fangabúðanna. Hann lét mennina fylkja liði út í sól- skininu og oft voru þeir látnir standa þar berhöfðaðir tím- unum saman. Yosh bannaði að malaríu- og beri-beri tilfelli færu í sjúkrahúsið, og þessir menn urðu aðeins að reyna að láta sér batna í skálunum, án nokkurrar sérstakrar aðhlynningar. Auðvelt er að ímynda sér, hve erfitt það gat verið fyrir menn með hita og sem þjáðust af andlegri ofreynslu að standa úti í sólinni í lengri tíma. Það er erfitt að gera sér grein fyrir afstöðu Japananna gagnvart hinum sjúku, og sérstaklega hvað þeir bjuggust við að vinna með þessum aðferðum, sem nálguðust hreint brjálæði. Annað hvort vildu þeir notfæra sér ódýran vinnu- kraft fanganna, og þá var augljóst, að bezt var að heilsa þeirra væri sem í beztu lagi, eða þá, að þeir vildu grafa undan líkamskröftum þeirra til þess að tryggja, að þeir gætu aldrei risið upp gegn kvölurum sínum. Þeir rejmdu að ná báðum þessum takmörkum sínum. Þeir leyfðu Bretunum og Bandríkjamönnunum að verða að varanlegum malaríusjúklingum, áður en þeir útvéguða flugnanet, og gáfu svo of lítið af kínin til þess að lækná veikina. Þar sem yfir níutíu af hundraði af allri kínin-fram- leiðslu heimsins var á Jövu, var enginn skortur á lyfinu og bar að auki voru nægar birgðir í Macassar. Þeir létu mennina ekki fá nægilegan mat, til þess að peir gætu unnið og afleiðingin hlaut að verða sú, að veikind- n jukust. Stórvægileg mistök sem þessi voru einn stærsti veikleikinn í skipulagningu þeirra og stjórn. Yosh var furðulega naskur á að sjá, hvaða menn voru ekki færir um að vinna. Hann sagði oft: — Ómögulegur við mann með veikt hjarta, enda þótt hann hefði ekki með nokkru móti getað séð, hvernig honum leið með því einu að líta á hann. En svo var líka alltaf hætta á, að hann veldi menn til vinnu, sem ekki voru líkamlega færir um að framkvæma hana, svo við álitum betra, að við veldum mennina í vinnuflokkana, ef ófærir menn urðu á annað borð að taka þátt í vinnunni. Þetta vissi hann, og gat því þvingað læknana og sjálfan mig til þess að láta af höndum nægilega marga menn. Þetta var eitt djöfullegasta bragð hans, og gegn því var engin vörn önnur en flærð og undan- brögð. Það varð að falsa listann yfir vinnufæra menn. Menn, sem útskrifaðir voru af sjúkrahúsinu voru látnir vera áfram á sjúkralistanum, skipt var um nöfn, segja varð, að þeir, sem höfðu slæmt hjarta, þjáðust af einhverju allt öðru, venju- lega einhverjum hitabeltissjúkdómi, sem hægt var að dylja með fölskum sáraumbúðum. Reyndin var sú, að Yosh skildi ekki, að til væru aðrir innvortis sjúkdómar en berklar og botnlangabólga. Þrátt fyrir allt þetta var undarlegt, hve hjálpsamur og vingjarnlegur hann gat verið, ef einhver var mjög veikur eða í dauðanum. Þá kom hann með allt, sem við báðum um — ís, teppi, sprautur, lyf og hvað eina. Honum virtist standa á sama, þótt ástand sjúklingsins væri orðið svona vegna þess. að hann sjálfur hafði ekki veitt honum það, sem hann þarín- aðist fram að þessu eða vegna skipulagsaðferða samlanda hans. Einu sinni þegar hann var að fara yfir ársfjórðungslegan pöntunarlista okkar yfir lyf og sá, að við höfðum beðið um 50.000 töflur af kínin, kvartaði hann yfir því, að þetta væri allt of há tala. Sagði hann, að við gerðum of mikið úr malaríu í búðunum, og værum að leggja fram þessa pönt- un til þess eins og koma honum í vandræði hjá yfirmönnum hans. Að svo mæltu strikaði hann út síðasta núllið. Áður en hálfur mártuður var liðinn, var okkur farið að vanta mjög tilfinnanlega lyfið. Það tók nokkra daga og sí- endureknar beiðnir um lyfið, áður en hann gerði sér Ijóst, var oröið. hættulegt. Þegar honum hafði að zt hin mikla nauð'syn, stökk hann á bak hjóli sínu, o'g hélt 'af stað til aðalsjúkrahússins í borginni. Nokkr- ir bandarískir fangar, sem unnu þar, sáu hann koma. Hann gekk inn til læknanna og krafðist þess að fá kínin. Lyfja- fræðingurinn, Japani, sem ekki var í hernum, spurði, hver hann væri og hvaða vald hann hefði til þess að taka á móti lyfjum. Yosh gaf honum aðeins hnefahögg á kjálkann FYRRIKONAN HANS DENISE ROBBINS honum . . . og mér líka. Það sem gerðist í kvöld er allt yður að kenna . . . Þér eruð vond kona . . Þér hafið elt bróður minn á röndum . . . allir hafa reynt að vara mig við yður .. . En þetta varð mér um megn. Ég greip höndum fyrir eyrun og þaut út úr setustofunni. Ég hljóp eftir ganginum. Allt hafði gerzt svo skyndilega . . . ég gat ekki hugsað skýrt lengur. Dyrnar á vinnuherbergi Esmonds opnuðust og hann kom út og hélt á frakka og tösku í hendinni. Hann varn- aði mér að komast áfram. Ég sá hversu fölur hann var og andlit- ið virtist sem hoggið í marmara. — Ég verð að tala við þig, Sheylly, sagði hann. — Ég ek til Nice og tek næstu vél til Parísar. Síðan fer ég til London. Ég hef hugsað mér að opna húsið í Eaton Square aftur. Ég leit upp á hann. Ég vissi að skelfingin var uppmáluð á and- liti mínu. — Hvenær komið þér aftur? spurði ég. — Ég vil helzt ekki koma aftur, svaraði hann biturri röddu. — En i ég verð að koma. Ég á að stjórna | hljómleikum .hér eftir nýárið. | Ég kinkaði kolli. Allt er eyði- llagt, hugsaði ég. Hann ætlaði að ■vera hjá okkur yfir alla hátíðina. I —Ég harma það sem gerðist í ! áðan, hélt hann áfram. — Það var j jmjög leiðinlegt . . . en . . . en égj ; missti stjórn á mér. — Ég skil það, hvíslaði ég. — Nei, sagði hann stuttlega. — Ég held þú getir það ekki. Ég held ekki að neinn skilji það. En ég ætla ekki að skýra neitt nánar. þú getur trúað hverju sem þú vilt. Allt sem ég bið þig um er að þú reynir að þurrka út hjá börn- unum hverja endurminningu um móður þeirra . . . algerlega. — Nei — hrópaði ég ósjálfrátt. — Gerðu eins og ég segi, Sheylly, sagði hann kuldalega. — Það er bezt að börnin gleymi henni alveg. Ég get ekki afborið að heyra Conrad minnast á hana aftur. Og í guðanna bænum, vertu kyrr hjá börnunum. Hvað svo sem systir mín segir eða gerir, vertu þá kyrr. Þau hafa ekki annan en þig að leita skjóls hjá í þessum bölvaða heimi. Eg kyngdi. Þetta var i annað skipti sama dag sem ég heyrði augu við þá staðreynd. Gráttu hann taka svo til orða. ! ekki Sheylly. — Ég varpa ábyrgðinni á böi.n- En ég snökti og þrýsti andlitinu unum alveg á þig, þá veit ég Vi ] að öxl hans og þrýsti mér að þau eru í góðum höndum, Sheyllys* honum. Ég fann hann kyssti mig Lofaðu mér að þú verðir kyrr hjáiá hárið, ekki einu sinni, heldur þeim, bæði mín og þeirra vegnrv! mörgum sinnum. og svo sagði Eg fann tárin leítuðu fram j hann. augnakrókana þegar ég leit á — Guð blessi þig, Sheylly. hann. — Þér vitið ég skal gera mitt bezta, sagði ég. Aftur bað hann afsökunar fyrir það sem gerzt hafði. — Systir mín fær skipun um að meðan hún dvelur í þessu húsi fær doktor Valguy ekki að vitja hennar. Þakka þér fyrir allt, sem þú gerir mig. Ifeo gekk hann. Ég heyrði dyrnar íaila’að stöfum á eftir honum og bíllinn var ræstur. Ég var gersam- lega ringluð og ráðþrota. Það var eins og dökkt ský legðist yfir Arc-en-ciel og kæfði allt sem var bjart og fagurt fyrir fullt og allt. Ég gekk tii herbergis míns, tók Eg kinkaði kolli. Eg barðist við! fram gjöfuna frá honum og þrýsti grátinn, Esmond var svo hörku-j henni að brjósti mér. Ég skildi legur og kaldur. Mig langaði mest I tilfinningar Esmonds. Allar fagrar til að leggja hendur um háls hon- endurminningar hans um kon- um og hugga hann á sama hátt og ^ una „ eiskuðu hafði Lucien ég huggaði son hans, þegar eitt-: eyðilagi og fótum troðið hvað bjátaði á. Svo setti hann Mér yeittist erfitt að hefja á skyndilega frá sér töskuna og tók ný hversdagslifnaðarhætti. Sn mig í fangið. eins og ant af þegar börn eru — Gráttu ekki vina mín, sagði annars vegar verður maður að hann. — Það sem heyrir fortíð- leggja sig fram, svo að þau verði inni til er fortíð. Við get.um ekki ekki vör við að neitt sé öðru vísi fært klukkuna aftur. Kannski en venjulega. horfist ég nú í fyrsta skipti í Eg sá ekki lafði Warr í marga daga. Sir . Austen «kom í skóla- herbergið einn daginn og bað mig stamandi að halda mér og börnun- um í hæfilegri fjarlægð frá henni. —Konan mín . . . er. . . . ekki vel frísk . . doktor Valguy er farinn í smáleyfi . . við höfum fengið annan lækni .. . . roskinn mann . . . doktor Rafael . Það er bezt að bömin komi ekki til . . . hennar . . . jæja . . . þökk fyrir Eg spurði hann engra spum- inga. Ég skildi bara alltof vel, hvers vegna Lucien hafði val- ið að fara í .,smáferðalag“ ein- mitt nú. Og ég skildi líka að lafði Warr var ekki ýkja hrifin af ná- vist minni um þessar mundir. Og það Iá við borð ég vorkenndi henni. 13. kapítuli. Nýja árið gekk í garð. Janúar, febrúuar og marz liðu, svo kom apríl . . . og hið dásamlega vor við Miðjarðarhafið. Lafði Warr valdi af einhverri ástæðu þann kostinn að sniðganga mig sem mest. Hún lét eins og hún væri — eða kannski var það satt — svo veik að hún dvaldi sem mest í herbergi sínu. Einn morgun í apríl sendi lafði Warr boð eftir börnunum. Ég klæddi Kate og Conrad í þeirra beztu föt og fylgdi þeim til henn- ar. Börnin horfðu forvitnislega á hana. Ég líka. Því að Monica Warr var stórkostleg leikkona. Ég trúði ekki hún væri raunverulega veik, en hún lék alveg skínandi vel sár- þjáðan sjúkling — þrátt fyrir að hún leit hraustlega út. Ég hafði nefnilega heyrt hjá þjónunum að hún hefði óslökkvandi matarlyst. Hún leit fjandsamlega á mig en sagði ekki eitt einasta orð. Hún rétti fram hendina í átt til Con- rads og sagði veiklulega: — Veslings Monica frænka hef- ur verið svo veik. Eins og hver heilbrigður og eðlilegur drengur á þessúm aldri hafði Conrad hvorki skilning né samúð með „sjúkdómum" full- orðna fólksins, en hann endurtók orðin sem ég hafði beðið hann að segja við frænku sína. Ég reyndi einnig að sýna hlut- tekningu mína. — Það er leiðin- legt að þér hafið verið sjúk, lafði Warr. Hún leiddi hjá sér að svara mér, lokaði bara augunum og greip hönd um hjartastað. — Ég þoli svo lítið, sagði hún og kinkaði kolli til barnanna. — Nú verð ég að hvílast, svo að þið skuluð fara. Komið á morgun og heimsækið mig. Hún talaði alls ekki við mig. Ég átti bersýnilega að finna að ég var í ónáð, þótt ég vissi ekki hvað ég hafði gert. Ég vissi að Lucien Valguy var kominn aftur, en enginn af okkur hafði séð hann og ég var meira en lítið fegin því. Og svo kom Esmond heim. En hann var breyttur. Grímaii var alltaf á andliti hans og hann leyndi öllum tilfinningum sínum . . . Hann var líka óstyrkur og eirðarlaus. Hann eyddi miklu minni tíma með börnunum en fyrr, leit bara inn í örstuttar heimsóknir, klappaði þeim á kollana og hvarf aftur. Hann fór ekki í felur með að hann kallaði mig fornafni. Það var bara „Sheylly" núna, hver svo sem heyrði til. Hafi lafði Warr veitt því eftirtekt sagði hún ekki orð. Margt var breytt á Arc-en-ciel hugsaði ég. Tilfinningum var haldið með valdi í skefjum, enginn þorði að sýna, hvað hann hugsaði eða hélt. Og það var kann- ski bara gott. Lafði Warr náði sér fullkom- lega og lagði niður svörtu klæðin og skrýddist litfögrum og íburðar meiri kjólum. Hún sagði aldrei orð við mig — nema það væri bráðnauðsynlegt. En hún vissi að hún gat ekki gengið í berhögg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.