Tíminn - 07.04.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.04.1965, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 1965 T8EV8INN Þar eru spólaðar tennur I gervi- fólki af kappi Kristín Ragnarsdóttir heitir ung húsmóðir og tveggja dætra móðir. Reyndar hefur naumur tlmi gefizt til að sinna hús- freyjustörfum, því að hún stundar einnig nám í tann- læknadeild Háskólans og von- ast til að taka lokapróf vorið 1966. Ég hitti Kristínu að máli um daginn og forvitnaðist hjá ' henni um námið og hvernig hægt væri að samræma langt og erfitt tannlæknanám, bú- störfum og barnauppeldi. Aðstandendum leizt ekki meira en svo á blikuna — Hvers vegna datt þér í hug að leggjá fyrir þig tann- lækningar? — Ég veit það nú ekki fyrir víst, segir Kristín brosandi. — Ég varð stúdent 1959 og fyrsta veturinn á eftir sótti ég nokkra ~ tíma í ensku. En mig langaði til að halda áfram og ég held ekki, að mér hafi neitt óað við því hváð námið var langt. Ég hafði skrifað mig á bið- lista og vissi ekki, hvort ég kæmist að. Svo þegar ég kom heim og sagði frá því, að ég hefði verið tekin í deildina, sagði amma blessunin: „Æ, ég var að vona að þú hefðir ekki komizt.“ Ég held að fólkinu tnínu hafi ekki meira en svo litizt á þetta og yfirleitt gerði ínginn ráð fyrir, að ég lyki náminu. En sem betur fer sé íg nú bráðum fyrir endann á þessu. ‘ — Hvernig skiptist námið í deildinni? S — Það er í þremur hlutum, fyrsta, mið og siðasta hluta og er reiknað með frá 6—7% ári til að Ijúka því. Fyrstu tveir hlutarnir eru mjög svipaðir læknisfræðinni. Aðalfögin eru efnafræði, lífeðlisfræði, _ sjúk- dómafræði, bakteríufræði og lyfjafræði. í síðasta hluta eink um tannsmíðar, króniísmíði og almennar tannviðgerðir. Þau spóluðu af kappi í gervisjúklinga. — Hvenær byrjuðuð þið að gera við tennur? — Það var tiltölulega fljótt, sem við fórum að spóla í gervi- tennur í gervifólki og við lærð- um allt um þau efni, sem not- uð eru. En með alvörufólk byrjuðum við eftir fyrsta hlut- ann. Nú hefur því verið breytt og er ekki fyrr en eftir mið- hluta. Það er að mörgu leyti hagstæðara, fólk hefur iært meira og er betur undirbúið. — Hvar fara þessar tann- viðgerðir fram? — Tannlæknadeildin hefur stofu í kjallaranum á nýbygg- ingu Landsspítalans. Þangað kemur allt mögulegt fólk. All- ar almennar tannviðgerðir eru ókeypis og tannsmíð er á hálf- virði. — Fólk veigrar sér ekkert við að leita til ykkar nemanna? — Ekki verður þess vart, enda er reynt að vanda allar viðgerðir, sem unnar eru und- ir ströngu eftirliti. Viðskipta- vinirnir verða oft að taka á þol- inmæðinni, því að oftast tek- ur hver viðgerð óralangan tíma og gengur á ýmsu. En það eru alltaf langir biðlistar og færri komast að en vilja. Vandamál okkar er helzt, hve mjög hefur fjölgað í deildinni, þarna á stofunni eru til dæm- is ekki nema 10—12 stólar, en nemendur hins vegar um fimm- tíu. Það er rætt um sérstak- an tannlæknaháskóla, en hann á langt í land enn. Aðsóknin he£ur ver- ið takmörkuð þangað til í haust, þá voru teknir fimmtán nýir í deildina, en auðvitað heltast ýmsir úr lestinni, sum- ir falla eða hætta af margvís- l'egum ástæðum. — Varst þú ekkert óróleg, þegar þú fórst að gera við tennur í lifandi fólki? — Ég kveið fyrir því allra fyrst, aðalldga vaf það nú fyrsta daginn, en allt venst. Ég hélt mér mundi þykja þetta óhugnarlegt, nú finn ég ekkert fyrir því. Þess verður oft vart að sumum finnst tilhugsunin óviðfelldin, en ég hef ekki séð það frá því sjónarmiði Vinnudagurinn er frá átta á morgnana til sex á kvöldin. — Hvað er vinnudagurinn langur hjá ykkur í síðasta hluta? — Við byrjum í tímum klukk an átta á morgnana, og þrjá morgnana í viku erum við í almennum tannviðgerðum. Svo er matarhlé frá tólf til tvö og þá hefjast aftur bóklegir tím- ar. Tvo eftirmiðdaga í viku er- um við í tannsmíði og tvo eft- irmiðdaga í tannréttingum. Oft erum við ekki laus fyrr en klukkan 5 eða 6 á daginn, og ef til vill er þá eitthvert verk- efni í tannsmíði sem þarf að vinna heima. í sumar verð ég á námskeiði í aukafögum, skurðlækningum. lyflækning- um og röntgen og eigum við þá að fylgjast með læknum og kynnast þessu og síðan er tek- ið próf að því loknu. — Hverjar eru helztu grein- ar í lokaprófinu? — Það eru tannsmíði, tann- dráttur og krónusmíði og er prófið skriflegt. munnlegt og verklegt í flestum greinum. Svo tökum við sérstakt próf í barnatannlækningum og tann réttingum. Það er eiginlega ekki fyrr en á síðasta ári, að við fáumst við barnatannlækn- ingar og oft er dálítið erfitt að eiga við krakkana, því að þau geta ekki alltaf borið sig hraustlega. Mér finnst blátt áfram óhugnarlegt að sjá, hvað tennur í börnum eru illa farn- ar. Þau koma til okkar alveg frá fjögurra ára áldri og eru þá kannski með flestar barna- tennurnar meira og minna skemmdar, sem eiga að endast þeim fram undir tíu ára ald- ur. Hún gifti sig ári áður ei| hún byrjaði í náminu. f- Þú hefur gift þig i þann mund er þú hófst tannlækna- námið? — Já, eða réttara sagt arinu áður. Maðurinn minn, Stefán Már Stefánsson, átti þá eftir fjögur ár í lögfræðinni. Eldri dóttir okkar var þá hálfs árs og var á dagheimili allan dag inn. í fyrstu tveimur hlutun- um er námið ekki eins strangt, þá var hægt að slappa af um helgar og vinna kannski eitt- hvað með. Eftir að sú yngri fæddist voru þær báðar á dag- heimili þangað til í vetur, að mamma mín tók þá yngri til sín á daginn. Sú eldri er í leik- skóla eftir hádegi, en er hjá mömmu fram til þess. Þegar þær voru á barnaheimilinu og ég þurftí að fara í skólann fyr- ir klukkan átta, fylgdi pabbi þeim, því að tilvonandi lög- fræðingar fengu að sofa dálít- ið út og þurftu ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan tíu. Ég vann á skrifstofu fyrstu þrjú sumrin og maður- inn minn vann líka altaf. Hann lauk prófi síðast liðið vor og vinnur nú hjá borgar- dómara. Við vorum bæði í prófum þá, ég var að taka mið- hlutapróf, og þetta gekk ágæt- lega. Fjárhagslega erum við betur stödd eftir að hann gat farið að vinna- fyrir alvöru. Annars hefur mér aldrei fund- izt okkur beinlínrs vanta pen inga. En við höfum líka feng- ið góða hjálp bæði hjá foreldr um og tengdafólki, ókeypis húsnæði liöfum við haft og ver ið í fæði hjá þeim að nokkru leyti. Svo höfum við fengið ým iss konar styrki og lán. Bærinn byrjaöi á því fyrir nokkrum árum að úthluta lánum og hafa þó nokkrir notfært sér það. Þau veitast með því skilyrði, að maður vinni við barnaskól- ana einhvern tíma að námi loknu og er það að ýmsu leyti þægilegt fyrir stúlkur að þurfa ekki að leggja í þann kostn að, sem því fylgir að koma upp eigin tannlæknastofu. Lán in breytast síðan t beinan styrk, ef unnið er ákveðinn tíma. Auk þess hef ég fengið úr lánasjóði stúdenta, sem út- hlutað er úr tvisvar á ári. Það fer eftir því, hvað maður er kominn langt í námi, hversu lánin eru há. Fyrsti flokkur er um 15 þúsund krónur. Ég hef fengið lán úr þessum sjóði all- an tímanna frá 3. misseri mínu í deildinni. Maðurinn minn fékk líka lán ur sjóðn- um og er þetta því töluverð upphæð hjá okkur báðum. En þessi lán þarf ekki að byrja að borga fyrr en þremur árum eftir lokapróf og eru þau vaxta laus þangað til. En ég kvíði engu um það. þetta verður sjálfsagt alveg viðráðanlegt. , — Ræður þú giftum konum að leggja út í langt nám? — Nei, ég held ég mundi ekki gera það. Ég hlakka sjálf mjög til þegar ég verð búin, þetta verður meira þreytandi eftir því sem börnin stækka. gagnstætt við það sem margir álíta. En væntanlega muhdu þær ekki spyrja neinn ráða, heldur demba sér út í það, ef áhuginn er virkilega fyrir hendi. H.K. Spjallað við Kristínu Ragnarsdóttur tannlæknanema

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.