Tíminn - 07.04.1965, Blaðsíða 2
2
TiMINN
MIÐVIKUDAGUR 7. aprfl 1965
Þriðjudagur, 6. aprfl.
NTBBerlín. — A-Þýzkaland
lokaði í dag þjóðvegunum
milli Vestur-Berlínar og Vestur
-Þýzkalands annan daginn í
röð til þess að mótmæla fundi
vestur-þýzka þingsins, sem
hefst í V-Berlín á miðvikudag-
inn. Vegunum var lokað í
fjórar og hálfa klukkustund.
Sovézkar herþotur flugu í
dag inn yfir Vestur-Berlín og
renndu sér yfir flugvöllinn,
Tempel Hof„ í aðeins 250 m.
hæð.
Ludwig Erhard, kanslari V-
Þýzkalands, kom í kvöld með
flugvél til V-Berlínar til þess
að sitja fundi þingsins, sem
forseti þess, Eugen Gestenmai
er, mun setja á morgun. Willy
Brandt, borgarstjóri, mun einn
ig halda ræðu.
NTB-Moskvu. — Izvestija, blað
sovézku ríkisstjórnarinnar,
skrifar í dag, að fundur vest-
ur-þýzka þingsins í V-Berlín
gæti leitt til óþægilegra
vandræða, en skilgreindi ekk
ert frekar við hvað var átt.
Þá hefur það vakið undrun
manna, að tveir af háttsettustu
hershöfðingjum Sovétríkjanna
eru komnir til Austur-Berlínar,
þeir Andrei Gretsjko, aðstoðar
varnarmálaráðherra, og Kon-
stantin Versjinin, yfirmaður
flughersins.
NTB-Houston. — Geimfararnir
Walter Schirra og Thomas
Stafford voru f gær valdir til
þess að fara út í geiminn með
tveim Gimini-geimförum f
haust. Geimförin eiga að mæt-
ast f geimnum.
NTB-Saigon. — Hörkubardag
ar geisuðu í dag milli suður-
víetnamískra hermanna og
Viet Cong-manna um 710 km.
suðvestur af Saigon. 135 her
menn stjórnarinnar féllu í
bardögunum, sem hófust á
sunnudag. Talið er að Viet
Cong hafi misst 121 mann. Bar
izt er á mýrasvæði og hrís-
grjónaökrum.
NTB-Teheran. — Utanríkis-
ráðherrar CENTO-ríkjanna
koma saman til fundar á mið-
vikudaginn, og verður m. a.
rætt um Kýpurdeiluna,
NTB-Colombo. — 11 menn,
sem verið hafa ákærðir fyrir
að hafa skipulagt byltingu á
Ceylon í tið Sirimavo Bandar
anaika, voru í dag dæmdir í
10 ára fangelsi
NTB-Aþenu. — A. m. k. 30.
000 manns urðu heimilislaus í
jarðskjálftunum í suðurhluta
Grikklands á mánudaginn Er
þó talið, að þessi tala geti
verið ennþá hærri 17 létu
lífið og 203 særðust
NTB-New Vork. - Sérstök
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
sem á að vinna að því að finna
nýjar leiðir í heimsviðskiptun-
um með það fyrir augum að
fullnægja þörfum vanþróaðra
ríkja, kom saman til síns
fyrsta fundar í dag. Stofnun
þessi — Trade and Develop-
ment Board — hefur fulltrúa
frá 54 löndum.
Brezku fjárlögin lögð fram í gær. I- Aðalverkefnin eru: .
JAFNVÆGI í UTANRÍKISVIÐ-
SKIPTUM OG ÖR HAGVÖXTUR
NTB-LONDON, þriðjudag.
James Callaghan, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í neðri deild
brezka þingsins í dag, að rfldsstjórnin mundi leggja ný gjöld á
sígarettur, drykkjarföng og bifreiðar þegar í stað til þess að draga
úr neyzlu heimafyrir. Jafnframt boðaði hann nýjar ráðstafanir til
þess að draga úr fjárfestingu erlendis og auka fjárfestingu Breta
í sínu eigin landi, en með þessu vonaði hann, að ríkisstjórninni tæk-
ist að koma á jafnvægi á greiðslujöfnuðinum við útlönd. Þá boðaði
Caliaghan nýja skatta og kvað nauðsynlegt að taka skattalöggjöfina
til algerrar endurskoðunar.
Callaghan talaði í tvo tíma um
fjárlögin, sem eru hin fyrstu sem
stjórn Verkamannaflokksins hefur
lagt fram í Brétlandi í 14 ár, og
felast í þeim ýmsar aðgerðir til
þess að leysa efnahagsvandræði
Bretlands. Fjárlögin þýða samtals
164 mllljón punda skattahækkun,
t en það er um það bil sú upphæð,
sem búist var við.
Callaghan lagði áherzlu á, að
aðalverkefnið væri að skapa jafn-
vægi i utanríkisviðskiptum Breta,
sem voru óhagstæð um 745 millj.
punda í fyrra. Neyzla innanlands
verður að minnka um 200 milljón
ir punda. Þetta verður gert með
því að hætta við fyrirhugaða
smíði TSR 2, sem er sprengjuflug
vél, sem fer hraðar en hljóðið.
Þýðir þetta 35 milljón punda
sparnað á ári, en hingað til hefur
smíði.,. þessarar yélar kostað
Bret^,lg5:,wtltUÁpi? punda.
Hærri flutningsgjöld munu
huka tekjur ríkiains um aðrar 35
millj. punda, en afganginn, 164
milljónir, í innanlandsneyzlunni
verður að fá með auknum sköttum
og gjöldum-
. Fjárfestingar í útlöndum til
langs tíma verða minnkaðar um
a. m. k. 100 milljónir punda í
ár, sagði Callaghan, sem boðaði
einnig algjöra endurskoðun skatt
kerfisins, endurskoðun, sem mun
taka niörg ár. í ræðu sinni kom
hann fram með eftirtalda nýja
' skatta:
Tekjur af öllum eígnum, sem
seldar eru, verða skattlagðar. Fáar
undantekningar eru frá þessari
reglu, en sú þýðingarmesta er að
sala eigna eða vara, fyrir minna
p en 1000 pund eru skattfrjáls. Þessi
Færeyingar vilja breyt-
nýi skattur gefur ríkinu 125 millj
ón punda tekjur á ári. Tekjur
af ríkisskuldabréfum eða öðrum
verðbréfum með föstum vöxtum
verða hér eftír ékki skattfrjáls.
Undantekningar eru þó góðgerðar
stofnanir, lífeyrissjóðir og erlend
ar stofnanir.
Skynditekjur af sölu, þ. e. tekj-
ur, sem eru fengnar á einu ári
frá 6. apríl í ár að telja, skattleggj
ast sem venjulegar tekjur, en
slíkar tekjur, sem fást á meira en
einu ári, verða skattlagðar með
30%. Tekjur fyrirtækja verða
skattlagðar samkvæmt lögum um
fyrirtækjaskatt. Cr/ aghan sagði,
að fyrirtæki fengju ekki lengur
að skrifa miðdegisverði og aðrar
móttökur fyrir viðskiptavini sína,
aðra en útlendínga, sem frádrátt
á skattskýrsluna. Hann gagnrýndi
einnig bilastyrk fyrirtækja. Sagði
harín, að hér eftir fengju þau
ekki 30% afskrift ; íýrst'a árið.
Það eina. sem fyrihækiii fá, 'er
viss árlegur styrkur. Menn með
Jazzkvöid í
Súlnasalnum
A.F.S.-félagið i Reykjavík —
samtök skólanema. sem dvalizt
hafa í Bandaríkjunum á vegum
American Field Service — efnir til
jazzkvölds í Súlnasal Hótel Sögu
n- k. miðvikudag, 7. aprfl, kl. 9
síðdegis.
Þarna munu koma fram tvær
íslenzkar jazzhljómsveitir undir
stjórn Gunnars Ormslev og Arnar
Ármanns, en auk þess mun leika
13 manna hljómsveit af Keflavík
urvelli. Kynnir kvöldsins verður
Ólafur Stephensen.
háar tekjur fá einnig að finna
fyrir nýrri ákviirðun í sambandi
við skattinn; hér eftír geta þeir
ekki dregið samningsbundnar gjaf
ir til stofnana frá tekjum sínum
né heldur talið stimpilgjöld í
sambandi við eignasölu sem frá-
drátt. Þetta veitir ríkinu tugi
milljóna í tekjur. Hann vildi ekki
segja nákvæmlega hversu hár fyr
irtækjaskatturinn yrði, en
taldi, að hann myndi að öllum lík
indum ekki fara yfir 40%.
Callaghan sagði, að stofnaðir
yrðu svonefndir póstsparibankar
sem veitir 5% vextí á innlagt fé.
Sagði hann, að mikil þörf væri
fyrir aukinn spamað í Bretlandi,
en landið ætti að geta staðið und-
ir endurreísnar- og endurnýjunar
áætlunum sínum. Aðalatriðið í
dag væri að ,koma á jafnvægi í
viðskiptunum við útlönd, og yrði
að takmarka einkaneyzlu þar til
þetta tæklst. Veigamestu verk-
efni okkar eru að koma á viðun
andi greiðslujöfnuði og auka hag
vöxtinn sagði hann.
Bílaskatturinn mun hækka úr
ESJUFERÐIR
Framhald at 1. síðu
Ameríkuríkjum almennt. — Það
virðist, sem þeir komi hingað oft
eingöngu til þess að fara þessa
einu ferð, ságði Guðjón', — og að
henni lokinni fara þeir austur aft-
ur. Við vorum til dæmis að bóka
núna fyrir skömmu fjölskyldu frá
Jamaica, þrennt, sem ætlar að
koma hingað og fara hringferð
með Esjunni út á þessa grein í
New York Times. Maður sér af
þessu, að þetta blað er alveg stór-
kostlega voldugt.
Hringferðir Esjunnar eru eigin-
lega allt árið, en ferðamanna-
straumurinn byrjar ekki fyrr en í
júní eða júlí. Ferðin tekur sex og
hálfan til sjö daga, og er til skipt-
is farið vestur um og austur um
land. Skipaútgerðin hefur einnig
gefið farþegum kost á að fara smá
ferðir í landi á meðan skipið hef-
ur viðdvöl í höfnum. Fyrir austan
er farið upp á Fljótsdalshérað og
þegar skipið er á Húsavík eða Ak-
ureyri gefst tækifæri til þess að
fara í Mývatnssveit. Esjan tekur
um 148 farþega í kojur.
1800 kr. íslenzkum í 2100 kr.,
sígarettupakkinn hækkar um 3
krónur, Whisky eða Gin um 24
kr. pr. flösku, öl um 60 aura pr.
hálfan líter, sterkt vín um 9 kr.
og létt vín um 6 kr. pr. flösku.
Persónufrádráttur hækkar, bæði
fyrír einstaklinga og hjón, um
2400 kr í ár, þannig, að ein-
staklingur greiðir ekki skatt af
fyrstu 26.400 krónunum og hjón
ekki af fyrstu 38.400 kr.
Brezku fjárlögunum var vel tek
íð víðast hvar í dag, svo og vel
í New York, Washington, hjá
EBE í Brussel og í bankaheimin
um í Sviss. Eru fjárlögin talin
sterk og skref í rétta átt.
KRUSTJOFF
FramhalO al l síðu.
á kommúnismann og hinn
endanlega sigur hans. En
þér eruð kapitalisti og auð-
vitað trúið þér á kapitalism-
ann. Og samt sem áður verð
um við að lifa saman í
friði. —
Það leit út fyrir að Krust-
joff ætlaði að segja meira,
en kona hans, Nína, tók um
arm hans og sagði: — Við
verðum að fara. —
Fréttaritari Politiken bæt
ir við: — Hanp lét eftir sig
stuttan pólitískan boðskap.
Boðskap, sem frekar en allt
annað' vitnar um, að hann
trúir ennþá á hæfileika
sína sem stjórnmálamaður,
á hæfileika sína til þess að
leiða eina af stærstu þjóð-
um heimsins. En eftir liggja
ósvaraðar margar spurning-
ar og spurningamerki, því
að hann vildi ekkert segja
um, hvernig hann var sett-
ur frá völdum og hversu
hart hann barðist gegn því,
né heldur hvaða álit hann
hefur á eftirmönnum sínum
og hvernig líf hans er nú í
dag.
Krustjoff var frísklegur í
útliti og lítið eitt sólbrennd
ur. Hann gekk um sali safns
ins klæddur í dimmblá föt,
hvítri skyrtu og með blátt
silkibindi með rauðum fer-
hyrningi í.
ingar á Heimastjórn-
arlögunum
Aðils-Khöfn, þriðjudag.
Hákon Djurhuus lagði í gær
fram fyrir hönd færeysku lands
stjórnarinnar tillögu um víðtækar
breytingar á lö'gunum frá 1948 um
heimastjórn Færeyja.
í tillögu landsstjórnarinnar seg
ir m.a. að í framtíðinni skuli
Færeyingar, sem ferðast til ann
arra landa, hafa vegabréf, þar sem
þeir eru sagðir Færeyingar án
þess að nokkuð sé minnzt á sam-
band þeirra við Danmörku. Fær-
eyingar skuli ekkj lengur eiga
þingmenn í danska þjóðþinginu.
Færeyski fáninn skal viðurkennd
ur eins og ríkisfánar annarra ríkja
Færeyingar eigi sjálfir að gera
samninga við erlend ríki um mál,
s«m einungis smerta Færeyjar. Að
lokum er lagt til. að grein sú i
umræddum lögum, sem kveður á
um, að landsstjórnin skuli strax
senda ríkisumboðsmanninum til-
kynningu uni samþykktir sinar.
skuli faUa niður.
Sparar eUsneytískosaað
bíla um allt að helming
KJ—Reykjavík, oriðjudag
Fyrir nokkru kom á markað
inn i Bandaríkjunum nýtt kerfi
sem spara á eldsneytiskostnað bif
reiða ailt að 50% Agúst Jónsson
Laugavegi 19 hefur fengið umboð
fyrir kerfi þetta hér á landi, sem
nefnist, DYNATRON og eru þeg
ar fyrirliggjandi hjá honum sett
i flest allar gerðir bifreiða.
Kerfi þetta, ef kerfi skyldi kalla
þvi í raun og veru er þetta að-
eins Sérstök skrúfa sem skrúfuð
ar i útrennslisgatið á olíupönn
unni, og lítill sívalningur sem
komið er fyrir á leiðslunni milli
benzíndælunnar og blöndungsins,
er mjög auðvelt að koma því fyr
I ir. Sá sem fann upp þessa aðferð
Ivið að minnka eldneytiskostnaðinn
heitir Winthrop A. Johns, banda-
ríkjamaður og var áður eldflauga
sérfræðingur Fann hann upp
þessa sparnaðaraðferð af algjörri
tilviljun. þegar hann vann að því
að finns heppilegt eldsneyti fyrir
eldflaugar.
Má segja með þessa uppgötvun
eins og svo margar aðrar t. d.
penisilínið að þær verða fyrir
algjöra tilviljun Uppgötvunin
byggist á því að i þessari skrúfu
sem skrúfuð er i olíuponnuna er
..magnhetta" sem dregur ti) sín
ýmis óhreinindi sem ailtai eru t
olíunni, og einnig járnsvarf og
flísar sem annars myndu fara með
olíunni um véiina Sívalningurinn
sem xornið er tyrir a letðsluna
milli benzindælunnar og biönd-
jungsins hefur inni að halda fast
|og fljótandi efni sem gerir það
I að verkum að benzínið nýtist
I miklu betur, og bíllinn fær meiri
| kraft. DYNATRON kerfið endist
í 50 þúsund mílur eða jafnlengi
og venjuleg bílvél endist. DYNA-
TRON kerfið fer að verka strax
og það er sett i bílinn, en hve
mikið það sparat benzímð ter eft
ir bifreiðinni sjálfri, ástandi henn
ar og hvernig henni er ekið.
DYNATRON kerfið hefur verið
sett i bifre'ðir hér á landi og hef
ur árangur aí þvi verið mjög iá-
kvæður. Þó er einnig hægt að
setja það i dráttarvélar og diesel-
hrevfla Ágúst Jónsson L,augaveg
19 gefur allar upplýsrngar um
kerfið.