Alþýðublaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudag 1. apríl 1958.
AlþHiibiati*
3
Alþýöublaðið
Otgeíandí:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Augiýsingast j óri:
Ritstlórnarsimar:
'Vugiýamgaslmi:
Vfsreiðslusími:
Xðsetur:
Alþýðuflokkurinn.
Helgi Sœmundsson.
Sigvaldi Hjáimarsson
Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r
14901 og 14902
14 9 0 6.
149 00.
Alþýðuhúslð
vtóýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10
Skapsmunakastið
ÞJÓÐVILJIiNN var á sunnudag stórorður í garð Al-
þýðuiflokksins vegna þess að hann leggur til að farin verði
,jþriðja leiðin“ í efnalhagsmálunum. Þykist blaðið ekkert.
vita, hvað til standi af hálfu Alþýðuflokksins, en lýsir sig
eigi að síður andvígt úrræðum hans. Þetta er með öðrum
orðurn skapsmunakast.
Alþýóublaðinu dettur ekki í hug að skattyrðast við Þjóð-
viljann aif þessu tilefni. Finna verður málamiðlunarleið
milli tillagna Aiþýðu'bandalagsns og Framsóknarflokksins
um lausn efnahagsmálanna. Þess freistar Alþýðuflokkurinn.
Þjóðviljinn ætti að meta þá viðleitni, ef hann óskar núiver-
andi ríkisstjóm lífs á sæmilegum> starfsgrundvelli. Núgild-
andi efnahagskerfi fær ekki staðizt. Það krefst um eða yfir
200 mil'jóna í nýjum tekjum, og þeirra verður auðvitað
•ekki aflað nema með þungum álögum.. Sömuleiðis er tvi-
sýnt, að unnt verði að snúa algerlega við blaðinu. Og þá
verður að finna ,,þriðju leið“ eins og Alþýðuflokkurinn
leggur ti . Alþýðubandalagið verður svo að meta, hvern
kostinn þaö velur. Þjóðviljinn gerir því engan greiða með
fordómum í garð Alþýðuflokksins, dylgjum og stóryi'ðum.
Og hanri ætti a8 Mta bera sem m,innst á vanmetakenndinni
vegna j>’ss að Aiþýðufiokkurinn reynir að leysa hnútinn.
Við myndun núverandi ríkisstjórnar var um það
samið, að verkalýðshreyfingin yrði höfð með í ráðum
um lausn efnaliagsmalanna. Það sam.sjarf hcfur gefizt
vel. Fulltrúar A’þýðubanda 1 agsins og jafnaðarmanna
hafa Hiagað til boi'ið gæfu til samstarfs í nítján manna
nefndirj.n, og svo þárf að verða áfram, ef ekki á að
hleypa af stokkunum nýrri baráttu í alþýðusamtökun-
um. E * Þjóðviljmn. hefur um langt skeið reynt að telja
landsmömmm trú um, að Alþýðuflokkurmn vildi leysa
efnahagsíráli'i með gengislækkun, þó að sú fullyrðing sé
úr lauisw 'itffi gripin. Þvert á rnóti hefur Alþýðuflokkur-
inn ci'S O’g Alþýðubandalagið farið að tillögum verka-
lýðishreyfijigarinnai- í efnahagsmálunum. Nú segir svo
Þjóðviiji'in, að Alþýðuflokkurinn bori ekki að híiía sér
fyrir g&iigfelækkun. af ótta við verkalýðshrsyfinguna, —
Sá málflutnÍTigur er í senn ódrengilegui- og fjaiTÍ lagi.
Og hann er í frammi hafður sömu dagana og Aiþýðu-
flokkurinn er að reyna að ná isamkomulagi jnf 8 stuðn-
ingsflokkum ríkisstjórnarinnar um stefnu og úrræði í
efnahagsmálunum, sem vonir standi til, að verkalýðs-
hreyfingin geti isameinazt um og .marki einhver tímamót.
Öllum þessum staðreyndum snýr Þjóðviljinn við í
skapsmunakasti sínu. Hann staðihæfir, að Alþýðublaðið fari
með rangar tölur af því að það hefur sagt sannleikann um,
hvað til þess þurfi að framlengja gamla efnáhagsvíxiiinn.
Þetta er að herja höfðinu við steininn. Alþýðubandalagið
verður að hverfa frá óskhyggju og ævintýrum, eif það vill
vera ábyrgur stjórnanflökkur. Og það mun sizt að öllu
þj.óna verkalýðshreyfingunni með sams fconar fíflalátum
og þeim, sem einbenna forustugrein Þjóðviljans á sunnu-
dag. Hann er líkastur því, að fjandmenn núverandi ríkis-
stjórnar hafi gsrt innriás á hlaðið annað hvort til að skaða
þjóðfélagið eða skemmta íhaldinu nema hvort tveggja sé.
Efnahagsmálin verður að taka fastari tökum en verið
hs i'ur undanfarið. Slíkt er láreiðanlega ósk og krafa
verkalýðsins, sem hefur mestra hagsmuna að gæta í
þessu efni. Honuini má ekki verða hugsað tii atvinnu-
leysis, aukinnar dýrtíðár og áframihaldandi spákaup-
mennsku. Þesg vegna skiptir miklu máli, að Alþýðu-
bandalagið og Alþýðuflokkurinn beri gæfu til þess að
haida áfram þeirri samvinnu, sem tekizt hefur með
verkalýðshreyfingunni og ríkisvaidinu. En þá verður að
niást samjkpmulag uni aðkallandi lausn cfnahagismálanna.
Það er kiarni mlálsins.
Alþýðufoandalagið ætti fremur að sætta sig við, að Al-
þýðufl'okkurinn fimii samkomulagsleiðina en allt refci á
reiðanum eða ríkisstjórninnl takist ekki að leysa efnahags-
málin. En þá verða 'víst náðamlenn Alþýðuhandaiagsins að
hafa vit fyrir Þjóðiviljanum, svo að hann skaði ekki sj.álfan
sig og aðra með skapsmunaköstum sínum.
( Utan úr heimi )
MARGT er nú rætt um verzl
I unarkreppu þá, sem farin er að
! gera vart við sig í Bandaríkj-
unum. í umræðum í neðri deild
brezka þingsins um fund æðstu
; manna stórveldanna spurði Be-
| van, hvort ætlunin væri að
ihalda slíka ráðstefnu á sama
tíma og Vesturlöndunum væri
ógnað af samdrætti í efnahags-
lífinu. Hér er um að ræða sjón-
armið, sem of lítill gaumur hef-
ur verið gefinn.
Afleiðingar kreppu í Banda-
ríkjunum hlýtur að gæta um
allan heim, en erfitt er að gera
sér grein fyrir þeim nema í höf-
uðatriðum.
Jafnvel Rússar eru ekki of
vissir um, að kreppa á Vestur-
löndum verði þeim í hag. Enda
þótt þeir trúi því staðfastlega,
að hugmyndakerfi kommúnism
•ans eigi vísastan framgang í
löndum, sem eiga við efnahags
örðugleika að stríða. Reynslan
frá Þýzkalandi millistríðsár-
anna sýnir, að atvinnuleysi fylk
ir mönnum ekki síður undir
fána fasismans en í raðir kom-
múnista. Auk þess segir í fræð-
um kommúnista, að auðvaldið
mæti alltaf kreppu með aukn-
um vígbúnaði.
Umræðurnar í Bandaríkjun-
um um vandamál atvinnulífs-
ins hafa bæði glatt og skelft
Rússa. Bæði er það, að þær kröf
ur verða æ háværari innan
i Bandaríkjanna, að fé því, sem
veiít er til aðstoðar við erlend
' ríki megi aðeins verja til að
kaupa amerískar vörur, og svo
hitt, að republikanar kunni að
grípa til sömu aðgerða og Hoow
er á sínum tíma, en það mundi
vafalaust verða til þess, að
demókratar berðust fyrir ,,New
Deal“ stefnunni, sem einkennd
, ist af frjálslyndi og víðsýni, en
1 slíkt mundi efla mjög áhrif
Bandaríkjanna í heiminum. Af-
leiðingarnar af auknurn hern-
aðarútgjöldum eru ærið tvíeggj
aðar. Þess er vart að vænta, að
framleiðsla eyðileggingarvopna
I hafi örvandi áhrif á framleiðslu
j neyzluvarnings, — og vopna-
; framleiðslan er lítill hluti allr-
ar iðnaðarframleiðslunnar.
Ef Bandaríkin aftur á móti
hverfa að því ráði, að efla land
herinn væri vafalaust auðveld-
ara að ná góðum árangri á hinu
diplomatiska sviði og efnahag-
ur ríkisins batna að ráði.
Afleiðingar efnahagskreppu í
Bandaríkjunum á Evrópulönd-
in eru margvíslegar. Uppgang-
ur atvinnulífsins í Þýzkalandi
er að stöðvast. í fyrsta sinn frá
stríðslokum eru þýzkir verka-'
menn farnir að sýna merki um
óþolinmæði. En Þýzkalandi
væri aðeins hagur í, að drægi
nokkuð úr aðdáun almennings
á Adenauer.
í Frakklandi mundi heims-
kreppa valda hruni núverandi
stjórnarhátta. Frakkar gætu
varla haldið áfram hernaSar-
aðgerðum í Alsír, ef greiðslu-
halli ríkissjóðs yrði óhagstæð-
ari en nú er. En ástæða er til
að óttast, að ósigur í Alsír yrði
til þess að koma á einræði
hægrisinnaðra afla í Frakk-
landi.
Afleiðingarnar af kreppu
yrðu uggvænlegri og meiri í
Bretlandi en nokkru öðru landi,
þar eð efnahagskerfi þeirra er
fast tengt alþjóðlegu samstarfi.
Það sýnir hversu ástandið er
enn óljóst, að í febrúar, þegar
fjöldi atvinnulausra í Banda-
ríkjunum komst yfir fimm mill
jónir, var greiðslujöfnuður Eng
lendinga hagstæðari en nokk-
urn tíma fyrr síðan stríði lauk,
og innflutningur þeirra frá
Bandaríkjunum aldrei verið
meiri. Mestur hluti innflutn-
ings Englendinga eru hráefni
og því er þeim meiri hagur í
verðfalli þeirra en öðrum þjóð-
um. En falli sterlingvörur í
verði, neyðast Englendingar til
að ganga á gull- og dollara-
forða sinn, og er þá líklegt að
greiðslujöfnuðurinn verði ærið
óhagstæður, enda er mikið um
það rætt í Englandi, að tak-
marka rétt samveldislandanna
til þess, að nota sterlingsinn-
stæður sínar í London.
Óvissan um framtíð sterling-
svæðisins hefur valdið því, að
Englendingar hafa hneygzt að
því að styðja hugmyndina um
fríverzlunarsvæði Evrópu. Ef
verzlunarkreppa skellur á má
búast við, að Englendingar ein-
angrist með dollarasvæði, sem
þeir megna ekki að verzla við
á aðra hönd og tollmúrað svæði
frjálsrar verzlunar í Evrópu.
Eitt er víst: skelli á kreppa,
munu efnahagsmótsetningar
Vesturveldanna gera pólitískt
samstarf þeirra nær ómögulegt.
Það ber því nauðsyn til, að
grípa þegar í taumana, og koma
á nánu efnahagssamstarfi, sem
verndað gæti Vesturlönd fyrir
kreppuástandi.
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s’
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
$
s
s
s
s
s
s
S
s
s
s
Góð fermingargjöf
Rafmagnsrakvél
Philips Verð kr- 476 00 Pifco Verð kr-682 00
BRflun Vcrð kr. 505.00
Véla- og RaftækiaverSluniii HLF.
Bankastræti 10 — Sími 12852