Alþýðublaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudag 1. apríl 1958. &lþýSublaS!8 FRUMVARPIÐ um uppsagn-; arrétt verkafólks frá störfum var á föstudag samþykkt sem lög frá alþingi. Ríkisstjórnin lofaði á síðast- liðnu hausti 19 manna nefnd Alþýðusambandsins, að sett yrðu lög um uppsagnarrétt verkafólks. Lögin, sem alþingi samþykkti á föstudag, eru því efndir á þessu loforði. Með lögum þessum er að ýmsu leyti bætt ur þvi óíremd- arástandi, sem ríkt hefur um þessi mál. Þykir Aiþýðublaðinu ástæða til að birta login í heild eins og þau voru endanléga samþykkt: 1. gr. Nú hefur verkamaður, iðnlærður eða óiðnlærður, sem fær laun sín greidd í iíma- eða vikukaupi, unnið ;hjá sáma at-: vinnurekanda í eitt ár eða leng ur, og ber honum þ'á éins mán- aðar uppsagnarfrestur frá störf um-. Tíma- eða vikukaupsmaður telst hafa unnið hjá sama at- vinnurekenda í eitt ár, ef hann hefur unnið hjá hbnum sam- tals a. m. k. 1800 kiukkustund- ir á síðustu 12 mánuðum, þar af a. m. k. 150 stundir síðasta mánuðinn fyrir uppsögn. Jafn- gildar unnumi klukkustundum teljast í þessu sambanái fjar- vistir vegna veikinda, slysa, or lofs, verkfalla og verkbanna. allt að 8 klst. fyrír hver.n fjar- vistardag. Launþega, sem rétt á til upp- sagnarfrests samkvæmt þessari grein, skal skylt að tilkvnna með eins mánaðar fyrirvara, ef hann óskar að hætta störfum hjá atvinnurekanda sinum. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðamót. 2. gr. Nú fer verkamaður fyr- ir tilmæli atvinnurekenda, sem hann vinnur hjá, til starfs um tíma 'hjá öðrum atvinnurek- anda, og skal þá sá tími talinn unnar vinnustundir hjá hinum fyrrtalda atvinnurekanda, að því er réttindi þau snertir, sem um getur í 1. gr. 3. gr. Nú fellur niður atvinr.a hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarviona er ekki fyrir hendi hjá skipaaf- greiðslu, fyrirtæki verðuir fyrir ófyrirsjáanlegu áfallí, svo sem vegn-a bruna eða skiptapa, og verður atvinnurekanda þá eijgi gert. að greiða bætur til laun- þega sinna, þó að vinna þeiri-a nemi eigi 150 klukkustunclumj á mánuði, enda missa launþeg^r þá eigi uppsagnarrétt sinn með- an slíkt ástand varir. Nú hefur verkamaður misst atvínnu sína af . ofangreindum ástæðum og honum býðsf ann- að starf, sem hann óskar að taka, og er hann.þá ekki bund- inn af ákvæðum 3. málsgr. 1. gr. um uppsagnarfrest, enda tik. kynnj hann strax atvinnurek- andanum, ef hann ræður sig hjá öðrum til frambúðar. 4. gr. Fastir starfsmenn og tíma- og vikukaupsmenn, sem rétt eiga á uppsagnarfresti sana kvæmt 1. gr. laga þessara, skulu eigi missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau eru greidd. fvrstu fjórtán dagana eftír að þeir forfallast frá vinnu sökum siúkdóma eða slysa. 5. gr. Nú yiU launþegi neyta rétt- ar síns samkvæmt 1. og 4. gr\, og skal hann þá, ef atvinnu- veitandi óskar þess, afhenda honum vottorð læknis um veifc- índin eða slysið, er sýni, að hann hafi verið óvinnufær vegna veikindanna eða slyssinsc 6. gr. Akvæðí laga þessara hagga ekki samningum miili samtaka atvinnurekenda og launþega. um greiðslu atvinnurekanda á sjúkrapeningum til starfs-. manna sinna hvort sem þeir eru greiddir til styrktarsióða, stéttarfélaga eða beint til þeirra. sjálfra. 7. gr. Ákvæði samnings atvinnurek; anda og launþega sem brjóta í bág við lög þessi, eru ógiíd, eí þau rýra rétt launþegans. Haldast skulu þau réttindb, sem veitt eru með sérstökum lögum, samningum eða leiðir aÆ . ven.ju í einstökum starfsgrein- um ef þau eru launþega hag- stæðari en ákvæði þessara laga. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gild'u Jafnframt fellur úr gildi 86. gr. laga nr. 24. 29. marz 1956, um almannatryggingar. Simnudagur. -----— ÉG SÁ í Morgun- blaðinu í dag, að spurning dagsins var, hvort verra væri fyrir börn, að mæður ynnu úti. Þetta mál er alltaf á dag- skrá, elíki sízt í seinni tíð. Flestir munu sammála um það, að hverju barni er holl- ast að góð móðirin annist það sem mest. Uppeldisfræð- ingar eru ytfirleitt á þeirri skoðun núna, að það sé lélegt heimili og lélegir foreldrar, . sem ekki séu barninu rneíra virði en hópheimili barna eða bæli. A. m'. k. skilst manni, að stefnan sé þessi í uppeld- ísmálum nú á dögum. Surns staðar erlendis hefur meira að segja verið komið upp toarnaiheimilumi þar sem „for- eldrar“ hafa sinn barnahóp. Þykir það aiffarasælla. Um spurninguna, hvort foétra sé fyrir barnið, að móðirin vinni ekki úti, er það að segja, að víst er það betra. Öryggiskennd er barninu nauðsyn, kannske mesta nauðsynin. Móðir, sem getur helgað börnunum sínum mest- alla krafta sína, umhugsun og aðihlynningu, vinnur þjóðíe- laginu 'áreiðanlega meira gagn en flestir aðrir. Hitt er svo satt og rétt, að nauðsyn krefst þess oft, að móðir vinni úti. Þ'á er gott dagheirn íli bezta lausnin. En barnið verður sffellt að vita, að móð- urinnar er von á vissum tíma, það stuðlar að öryggis- kennd þess og ró, en þetta hvort tveggja stuðlar að vel- líðan þess, þroska og heil- steyptari skapgerð. Máivuclagur. — — — Vinur minn góður kom að málí við mig í dag og sagðist endilega vilja segja ínér svolitla Sögu. Ég tók því vel, ég hef alltaf gaman af sögum. Hönum sagðist svo ffá:. „Nýlega -var ég á gangi niðri í miðbæ, en þurfti að mæta á ákveðnum tíma á á- kveðnum stað. Veður var ekki sem bezt, svo ég stakk mér inn á alþing, því að ég sá, - • -að’fundut* stóð yfir. Ég settist' á áheyrendapalla og skyggndl íst niður. í pontunni stóð einn þingmaðurinn og flutti mál sitt áf miklum móði. En þing- salurinn var næstum alveg tómur, aðeins forseti og rit- arar í sætum og einn eða tveir þingm'enn á gægjum. Það er langt síðan ég hafði komið í þingið, og því kom* mér þetta undarlega fyrir sjónir. Hins vegar er mér nú sagt, að þetta sé daglegt brauð, þing- menn iflytji mikið af ræðum yfir tómum' bekkjum. En það, sem ég var mest hissa á, var ónægja þingmannsins með sjálfan sig undir þessurn kringumstæð'um. Það virtist ekki hafa minnstu áhrif á hann, þótt sama og enginn hlustaði 4 hann, hann þandi si.g hið mesta, skaut fram bringunni og reyndi meira að segja að vera fyndínn. Ég hatfði svo gam,an- af að horfa á hann, að ég gieymdi að taka eftir því, sem hann var að segja, en eitthvað var hann að bera saman eyðslu Reykjavík ur og ríkissjóðs umtfram á- ætlun. En um leið og ég gekk atftur niður stigann, datt mér í hug, hvort ekki væri miklu hagkvæmara og ódýrara að láta þingmenn flytja svona ræður í einrúmi inn á segul- band, fýrst enginn fæst til að hlusta. á þá?“ Þriðjudagur. •------— í dag byrjar ein- mánuður. Ég leit af tilviljun í almanak Þjóðvinafélagsins og só þar, að við þennan dag stóð: Einrnónaðarsamkoma. Heitdagur. Ég hafði ekki veitt þessu athygli fyrr, svo ég fór að glugga í, hvað á bak við þetta væri. í íslenzkum þjóð- 'háttum Jónasar frá Hrafna- gili stendur svo (bls. 218); „Einmónaðarsamkoma eða heiídagur Eyfirðinga var haldinn við og við i Eyjafirði síðan á 14. öld. Var það þriðju dagurinn fyrstur í einmánuði og ihaldinn helgur, messað og saífnað gjöfum til fátækra; bannað í tilsk. 29. maí 1744.“ Um upphaf þessa helgidags í Eyjafírði segir svo í Árbók- um Jóns Espóiín við árið 1477 (II, bls. 87): „Um haustið og veturinn eftir gjörði eld- gang og bresti ógurlega með dynkjum, öskufallí og myrkri fyrir norðan land, svo að pen ingur þreitfst eigi, en jörð var þó snjólaus. Var þá haldin samkoma lærðra og leikra á þriðjudaginn fyrstan í ein- mánuði að Grund í Eyjafirði og settur heitdagur, en lög- tekin einmánaðarsamkoman.“ Annars var- fyrsti dagur í einmánuði kallaður yngis- mannadagur áður fyrr, eins og fyrsti þorradagur var kall- aður bóndadagur og fyrsti góudagur konudagur. Miðvikudagur. 7,'SyngjaiTðrpásk- ar“ voru að þessu sinni mjög ónægjulegir. Að vísu var ekki mikið um verulega list- ræn atriði, en hér var um góða skemmtun að ræða, enda á þetta að vera í léttari tón. Sumir Iistamennirnir gerðu verkefnum sínum ágæt skil, og þó sérstaklega þau Guðrún, Kristinn og Þuríður. Ég var í fyrstu hálfmóðgað- ur út í þá, sem að skemmtun- inni stóðu, fyrir að fylla ekki dagskrána alla með söng, heldur þurfa að fá Karl Guð- mundsson til að hiaupa í skarðið. En Kari var svo skemmtilegur, þegar hann kom, að ég gleymdi að vera móðgaður. Hann var sannar- lega í essinu sínu. íslenzkir einsöngvarar ættu að halda þessari „syngjandi páska“ venju sinni áfram. Og þótt tíminn, sem þoir hafa skemmtanirnar á, sé ekkí heppilegur fyrir allan aimenn ing, aetti fólk samt aö reyna að sækja þær. Svoha skemmt anir eru ágæt dægrastytting, betri en margar sýningar, sem fólk þyrpist á. Og alltaf fljóta góð atriði með, enda eru þarna sannir listamenn innan um. Fimmtudagur. —-------Ég hitti sérfræðing minn í heimspolitíkinni, Kalla á kvistinum, um mið- aftansleytið, eins og svo oft áður. Hann var fjöðrum feng- inn yfir að sjó mig og raus- aði: ,,Nú gengur það glatt í Rússíá, þú hetfur vafalaust frétt af því. Krústjov vinur vor er nú alvsg hættur að púkka upp á frjalslyndis- grímu og þess háttar lýðræðis veikleika. Nú er hann orðinn einvaldur, eins og erkióvinur hans, Stalin, sællar minning- ar. Þetta er sko sagan eins og hún er venjulegust. Miklir einræðisherrar taka alltaf erkióvininni sér til fyrirmynd ar. Mér finnst Krústjov alveg passa inn í ruliuna. Og nú fær Buiganin, blessaður, ekki að skrifa fleiri bréf. Krústjov hlýtur að verða að sjó honum fyrir einihverju sæmilegu tómstundadútli hér eftir.“ „Þú kallar þetta þá hreint einræði í Rússlandi,“ sagði . ég. — „Ja, það er sko spursmálið, kunningi,“ svaraði Kalli. „Sumir kalla svona vending- ar, eins og nú eru að gerast í Rússíá. miðmögnun vaídsins.. Krústjov er hinn almagnaði möndull, sem allt á himni (þ. e. spútníkarnir) og jörð snýst um. Þeir segja, að hann sé bara samnefnari alls, sem gerist, og allt sé það lýðræðis- legt. Þeir trúa því, sem vilja, og Þsir ku vera sælir í sinni trú, sumir hverjir.“ Föstudagur. — — — Öllu fer aftur á þessum síðustu og verstu tímum, Nú eru hundarnir ' m;eira að segja Bættir að'reka úr túninu, þótt þeim sé sigað, Hvað missir sína náttúru á spútniköldinni. A. m. k. vrkja þeir um þetta í Þjóðviljanum í dag. Þar stendur: „Aum- ingja íslenzki hundur, sem áttir að reka úr túninu illan, óboðinn gest, hvað hefur orð ið af þér?“ Því spyr maður mann í dag: Hver er hundur- inn, sem þannig afneitar sínu hlutiverki? Urn þetta orti einn yifir síðdegiskaffinu í dag: „Hvað er nú, hundur hefurðu misst gelt þitt' og gjámm og góða siðu? Týndirðu trú, tapaðir leið, eða kanntu ekki við hann Krústjov?“ Og' nú á að fara að selja á- fengi á Keflavíkurflugvelli. Skelfing hlýtur urnferð að aúkast um völlinn, fyrst far- þegar þurfa ekki lengur að fara þurrbrjósta þessa löngu leið yfir Atlantsála. IJm það má líka segja, að ekki er von- um fyrr, að ríkið græði svo- lítið á drykkjuskap annarra en landans. Laugardagur. — — —- Kollega minn benti mér á það í dag, aS nú væru gömlu mennirnir farn- ir að setjast við Ingólfsstytt- una á Arnarhóli. Ég leit út um gluggann: Jú, þarna sátu þrír eða fjórir öldungar, héldu stöfum sínum milli.fót- anna, studdust fram á þá og horfðu út yfir sund og voga. „Þetta eru gamlir sjórnenn,“ sagði kollega minn, „sumir skútukarlar, þótt þeir séu nú óðum að hverfa. Þeir staulast hér upp á Arnarhólinu, þegar vorar og hlýnar, horfa út á sjóinn og rifja upp gamlar minningar. Þeir segja ekfcif . .margt, þessir gömlu merm, e.p, þeir hugsa þeim mun meira,: enda mega þeir muna tvenna, tímana.“ Þeir sátu lengi, öldungari\- ir, enda haifa þeir nógan tíma. nú orðið. Áður fyrr höfðu. þeir öðru að sinna en sitja. og horfa út í bláinn. Kannske • eru þeir ekki allir sjómenp. Sumir eru sjálfsagt gamlir bændur að norðan, austan eö'a vestan. og þeir horfa vafa- •*. laust til fjallanna og út yfir þau. Það væri gaman að sjá. allar þær mörgu og misjöfuu myndir, sem í sífellu kvikna á tjaldi hugans hjá þeim: sumar þær myndir sér engi:p kjmslóð framar. 29.-3.—''58. Vöggur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.