Forvitin rauð - 01.10.1980, Qupperneq 5
_________________ 5
Skröltklóin
Víst geta konur verið fyndnar
Breski leikhópurinn
Clapperclaw kemur til
Islands þriðjudaginn
9. september og treður
upp í Fél.stúd.nokkrum
sinnum. I hópnum eru
þrjár konur, Rix, Rae
og Caroline. Ötsend-
ari Forvitinnar rauðrar
hitti þær Rix og Rae
að máli í London fyrir
skemmstu og átti við
þær stutt viðtal, sem
hér fer á eftir.
F.r.: Hvað þýðir
"Clapperclaw"?
Rae: Það er gamaltj
enskt orð - Shakespeare
notar það einhvers
staðar. Merkingin sem
við leggjum í það er
eiginlega. hávaðasöm,
klórandi gagnrýni -
hávaði sem svíður undan.
F.r.: Við getum kallað
það skröltkló á ís-
lensku. En hvernig og
hvenær byrjuðuð þið?
Rix: Þetta byrjaði
allt saman með því að
kona nokkur í East End
í London auglýsti í
blaði sem heitir "Time
Out" eftir sósíalískum
söngvahöfundum sem
vildu starfa með henni
að pólitískri tónlist.
Við Rae vorum þær einu
sem svöruðu auglýsing-
unni. Við höfðum báðar
fengist svolítið við
leiklist og tónlist.
Við vorum ekki mjög
meðvitaðar pólitískt,
og ekki heldur sem
feministar. en við
höfðum áhuga á sósíal-
isma. Við byrjuðum að
æfa og semja texta og
lögðum eiginlega mesta
áherslu á að vera
fyndnar.
Rae: Þetta var upphaf-
ið á löngum þróunar-
ferli - við urðum að
læra að vera. fyndnar
og okkur skildist brátt
'að fyndnin varð að vera
öfgakennd. FÓlk er
alls ekki vant því að
kvenfólk geti verið
fyndið á sviði. Það
fellur ekki inn í
þessa klassísku mynd
af konum. Smám saman
fóru textar okkar að
fgalla meira um jafn-
réttismál,, það var
hluti af þróuninni.
Rix: Við komum fyrst
fram opinberlega í
nóvember 1976- Við
fengum ekkert kaup -
þettá var einskonar
tómstundagaman hjá okk-
ur. Við komum fram á
skemmtistöðum þar sem
fólk var að drekka og
urðum að hafa hátt til
að yfirgnæfa kliðinn í
salnum. Það var ágætis
raddþ jálf un.'
Rae: Við lö^ðum í
fyrstu meginaherslu á
tónlistina. og textana
en smám saman kom leik-
listin meira. inn í
þetta. Rix er sú eina
af okkur sem hefur ver-
ið^í eiginlegum leik-
skóla,. Fyrst vorum við
þrjár en fljótlega.
hætti konan sem hafði
hrundið þessu af stað
og nokkru seinna fengum
við Caroline til liðs
við okkur. Hún hefur
tónlistarmenntun eins
og ég. Við sömdum kab-
arett sem við kölluðum
"Cabaret Shaw" og sýnd-
um hann víða, m.a. í
Svíþjóð í fyrra.
Rix: 1 þessi ár höfum
við þróast og vaxið
saman og smám saman
orðið betur meðvitaðar
um jafnréttismálin.
Við höfum líka komist
að raun um að það sem
venjulega er kallað
áróðursleikhús - agit-
prop - á ekki vel við
okkur. Við viljum
skapa skemmtilegar sýn-
ingar, fullar af hlýj-
um sósíalisma. Sam-
bandið við áhorfendur
er okkur mikils virði
og er snar þáttur í
snýningum okkar. Mik-
ið af töluðum texta í
sýningunum er spunnið
á staðnum, ekki samið
fyrirfram. Þess vegna
eru viðbrögð áhorfenda
svo mikils virði.
F.r.: Hvað ætlið þið
að sýna, á íslandi?
Rix: Það er sýning
sem við köllum Ben Her
(stæling á Ben Húr).
HÚn fjallar um hlut
kvenna í mannkynssög-
unni. Þetta er löng
saga sem nær svona lo
miljón ár aftur í tím-
ann, en það eru ekki
kóngar og drottningar
sem koma við sögu held-
ur venjulegar konur.
Við höfum komist að
þeirri niðurstöðu að
mannkynssagan hafi gafn-
an verið rituð af ráð-
andi stéttum á hverjum
tíma og að þessar stétt-
ir hafi í raun svipt
verkafólk sinni sögu.
Við sjáum það m.a. á
því að alltaf þegar
kúgarar komast til
valda byrja þeir á £ví
að brenna. bækur. FÓlki
er sagt: svona er
þetta og svona hefur
það alltaf verið.
Þetta er gert til þess
að koma í veg fyrir að
við breytum þjóðfélag-
inu.
Rae: Við teljum að
margt hafi áunnist og
að alltaf hafi verið
til.^sterkt fólk af
alþýðustétt og frá því
viljum við segja. Við
viljum að fólk fari út
af sýningum okkar í
baráttuskapi, að því
finnist það hafa afl
til að breyta því sem
breyta þarf.
Rix: Við reynum að
nota húmor á nýjan hátt
Venjulega er húmor not-
aður til að viðhalda
kynþáttafordómum, mis-
rétti kynjanna, o.s.
frv. Þetta er yfir-
stéttarhúmor. Við leit
um hins vegar að rótum
kímninnar, alþýðuhúmor,
og notum hann sem vopn
gegn fólki sem á það
skilið að vera gert
hlægilegt.
F.r.: Hvernig gengur
ykkur að lifa. af list-
inni í Bretlandi "járn-
frúarinnar"?
Rae: Það er erfitt að
lifa í Bretlandi og erf-
itt að ná til fólks.
Við höfum skrimt af at-
vinnuleysisbótum hingað
til. Við höfum reynt
að ná til almennings,
til vinnandi fólks, en
samkeppnin við sjón-
varpið er hörð. Það er
okkur áhyggjuefni að
hópurinn sem við náum
til er nokkuð þrön^ur
og auðveldast að na, til
þeirra sem eru manni
sammála fyrirfram. Op-
inbera styrki fáum við
enga. Til þess þarf
maður að vera innundir
hjá kerfinu en þar rík-
ir það viðhorf að það
sem gefur peninga í
aðra hönd sé gott, ann-
að ekki. Ráðamenn
menningarmála og gagn-
rýnendur eru yfirleitt
af yfirstétt, og þeim
finnst konur ekki eiga
að vera fyndnar.
Rix: Það er auðvitað
hægt að draga úr háð-
inu, komast að mála-
miðlun, en um leið og
maður gerir það er mað-
ur* kominn í mótsöga við
sinn eigin lífsstíí.
Svo er líka hægt að
sýna erlendis þar sem
aðstæður eru betri fyr-
ir frjálsa leikhópa en
£ar með er maður kominn
úr tengslum við sinn
eigin veruleika, sínar
pólitísku rætur. Við
höfum ferðast svolítið,
sýndum t.d. í Svíþjóð í
fyrra og í Danmörku í
sumar og fengum aldeil-
is frábærar viðtökur
þar. Við hlökkum til
að fara til íslands.'
Ráðgert er að Clapp-
erclaw sýni Ben Her á
þremur sýningum í Fel.
st.stúd.,11.,12.og lj.
september. Auk þess
munu þær Rix, Rae og
Caroline halda námskeið
laugardaginn 13. sept.
og geta allir sem áhuga
hafa látið skrá sig á
námskeiðið gegn vægu
þátttökuggaldi. Al-
þýðuleikhúsið annast
skráningu þátttakenda.
Forvitin rauð bendir
lesendum sínum á að
láta ekki^Clapperclaw
framhjá sér fara - það
er ekki á hverjum degi
sem svo hressar og
skemmtilegar konur rek-
ur á okkar f jörur.'
Ingibjörg Haraldsd.
Hvað varð
um bama -
árskröfumar?
Forvitin rauð hafði
samband við Elínu ölafs-
dóttur til að forvitn-
ast um hvað orðið hefði
um tillögur í samrsarii
við barnaárskröfur ASÍ
sem lagðar voru fram í
yfirstöðnum samningaum-
ræðum BSRB við ríkis-
valdið. Tillögur þess-
ar fólu m.a. í sér auk-
ið dagvlstarrými, leng-
ingu fæðin^arorlofs,
veikindafrí vegna barna
o.fl. sem snerta bein-
línis hagsmuni kvenna.
Elín Ölafsdóttir sem
situr í jafnréttismála-
nefnd BSRB tjáði okkur
það stutt og laggott að
engin þessarra tillagna
hefði verið rædd hvað
þá meir. Hún sagðist
ennfremur harma það
hve þeir karlmenn er
mestu réðu um gang
mála í samninganefndun-
um væru blindir á þau
atriði er svo miklu
skiptu fyrir stóran
hluta fólks sem konur
eru innan BSRB og að
þeir sæju ekki einu
sinni ástæðu til að
ræða þau....