Forvitin rauð - 01.10.1980, Blaðsíða 7

Forvitin rauð - 01.10.1980, Blaðsíða 7
7 Laumudrykkja húsmæðra ei alþekkt fyrirbæri og umrættj en það er alveg horft framhjá þeirri staðreynd að stór hluti kvenna vinnur utan heim- ilis, en á við áfengis- vandamál að stríða samt. Konurnar leyna ástandi sínu Meginvandamál kvenna í alkohólnum ög þeirra sem vilja veita. þeim aðstoð er hve mjög þær leyna ástandi sínu. Konur sem drekka hafa löngum verið fordæmdar harðlega af samféla^- inu (sbr.^lýsingar a þeim í bókmenntum) - afleiðingin er sú að konur leita ekki hjálp- ar fyrr en í ítrustu neyð. Það sem meira er allir þeir sem eiga að aðstoða, allt frá eig- inmanni og fjölskyldu til lækna horfa oft framhjá þeirri stað- reynd að viðkomandi kona er alkóhóliseruð. Eiginmenn hreinlega neita að viðurkenna staðreyndir, og þegar þeir loksins viðurkenna. hvað orðið er, koma þeir sér á brott. Af hverjum lo körlum skilja 9 við konur sín- ar ef hún reynist alkó- hólisti meðan aðeins 1 af hverjum lo konum skilur við mann sinn af sömu sökum. Það er mjög algengt að horft sé framhjá vandamálinu á spítulum, segir í skýrslunum frá Kanada,.' Konur eru sjaldan spurðar um á- fengisneyslu við lækn- isrannsóknir og könnun sem gerð var í Ottawa sýndi að 44$ kvennanna sem voru til meðferðar vegna áfengisvandamála þeirra höfðu EKKI A/ERIÐ SPURÐAR UM AFENGIS- NEYSLU SÍNA. Hið versta sem fram hefur komið er hve á- fengisböli kvenna er oft blandað saman við taugaveiklun og and- lega vanlíðan. Afleið- ingin er sú^að í stað meðferðar fá þær róandi lyf. Við frekari^rann- sóknir kémur í ljós að allmargar konur hafa fyrir löngu náð sér í dóp til að róa taugarn- ar til viðbótar við vín- ið. Starfsfólk á stofn- unum fyrir áfengissjúkl- inga segir að mjög oft mæti konurnar með væn- an skammt af pillum í nesti. Staðreynd sem engan ætti að furða á, þar sem um '{tíjc ailra róandi lyfja í Kanada er vísað á konur., Konur falla fyrir víninu mun eldri en karlar en þróast því hraðar til áfengissýki. Þær gefa oft þá skýr- ingu að einhver ákveð- inn atburður hafi leitt þær út í drykkjuna, dauðsfall, skilnaður, börnin yfirgefa hreiðr- ið o.fl. Sumir efast um þetta og segja að konur reyni alltaf að gefa þær skýringar sem þær vita að samfélagið tekur góðar og gildar. Það virðist svo sem konur í alkóhólnum vanti allt sjálfstraust og sjálfsálit og þær^ gangast undir mat þjóð- félagsins á sér. Hins Konan má ekki bregðast. Viðtal við Aðalheiði Birnu Gunnarsdóttur, áfengisráðgjafa Ég fór í heimsókn til Birnu og sníkti kaffi og viðtal eitt kvöldið í tilefni þess- ara skrifa Forvitinnar rauðrar um konur dg vímugjafa. Birna vildi gera þann fyrirvara við það sem hún segir hér á eftir að engar kann- anir eða beinharðar tölur eru til hérlendis um notkun og misnotkun kvenna á vimugjöfum. Það sem hún segir er því allt í senn: "per- sónulegar skoðanir, það sem ég hef lært í Bandaríkjunum þar sem ég hef fengið þjálfun í meðferð afengismála, það sem ég hef sjálf reynt og það sem ég hef séð" - eins og hún sagði. Hvað geturðu sagt okkur um drykkjusiði ísl. kvenna? Konur leyna drykkju sinni eins lengi og stætt er á. Fyrir því eru margar ástæður en ég tel, þér að segja að uppeldið eigi þar stærstan hlut að máli. Konurnar eiga að vera óvirkar og það er ekki ætlast til þess að þaar láti til sín taka úti í þjóðfélaginu - þar eru karlarnir virkir. Þó að körlunum leyfist að vera svolíti^ brokk- gengir í einkalífinu þá er ætlast til þess að konurnar standi eins og klettur úr hafinu innan fjölskyldunnar, gagn- vart eiginmanni og börn- um. Ef sá klettur mol- ast niður þá hefur eitt* hvað hræðilegt gerst. Fjölskyldan er horn- steinn þjóðfélagsins og konan er hornsteinn fjölskyldunnar er stund- ur sagt. Svona skoðar al- menningsálitið stöðu konunnar, móðurinnar, í fjölskyldunni, við erum öll alin upp við þennan hugsunarhátt og ef konurnar bregðast dæmir almenningsálitið þær hart - en sjálfar daana þær sig harðast af öllum. Þess vegna neita þaer að horfast í augu við drykkjuskap sinn og þess vegna leyna þær honum fyrir öðrum. Sektarkenndln er það sem einkennir drykkjuskap kvenna um- fram allt annað. Þegar konur eru að fela flösk- una eða glösin eru þær ekkert síður að fela staðreyndir fyrir sjálf- um sér en öðrum. Hvað getur svona ástand gengið lengi? Það getur gengið lengi. Ég hef séð og vitað um konur sem beita ótrúlegum sjálfs- aga, mæta í boð og dreypa á einu glasi allt kvöldið eins og "ladies". Þær fara hins vegar snemma heim - af því að heima eiga þær flösku. Konur sem eru alkó- hólistar eru alls stað- ar. Alkóhólisminn er sjúkdómur sem fer ekk- ert í manngreinarálit. Mamma þín, systir þín, kennarinn þinn, konan sem vinnur við hliðina á þér, læknirinn þinn - allt geta þetta ver- ið konur sem eru að fela drykkju sina vand- lega. Leita konur enn síður hjálpar vegna alkólhol- isma en karlar? Ja, ennþá. ^Það kemur inn a það sem ég sagði um harða dóma samfélags- ins vegna drykkju kvenna. Ég held að hlutfallið sé u.þ.b. ein kona á móti hverj- um þremur körlum sem koma til meðferðar. Standa makar og f.iöl- skyldur á sama hátt~liieð áfengissjúkum konum og körlum? Nei. Þetta kemur líka inn á það sem ég sagði fyrst. Karlmenn eru mjög háðir þeirri hugsun að móðirin sé eitthvað sem ekki bregst, móðir þeirra er gjarna hafin yfir gagn- rýni og þeir vilja að móðirin sem þeir völdu börnunum sínum sé traust og góð. Ef hún bregst, ef hún verður drykkjusjúk, þá vilja þeir ekki sjá það, víkja því frá sér, neita því þangað til því verður ekki neitað, þá fara þeir. Þann- ig eru viðbrögðin ansi oft. Þeir hugsa: "HÚn og börnin komast betur af án mín". En ef konan er veik er þetta hroðaleg a órök- rétt.'? Karlmenn eru ekki eins rökfastir og kon- ur. Þeir bregðast við á siðferðilegan^og til- finningalegan hátt, verða gjarna ruglaðir og missa áttirnar þegar þeir standa frammi fyr- ir sjúkdómum og erfið- leikum innan fjölskyld- unnar. Ég held að þetta eigi sér líka stoð í uppeldi og fél- agsmótun. Bæði karlar og konur eru^bæði veik og sterk, mjúk og hörð að eðlisfari, en það er alltaf ýtt undir mýkt- ina hjá konum, hörkuna hjá körlum. Konur^ passa allt sem á bágt, karlarnir vilja oft gera það en vita ekki hvernig á að fara að því. NÚ segja tölur frá Kanada að níu af hverj- um tíu eiginmönnum skilji við alvarlega drykkjusjukar konur en hlutfallið se öfugt hja konum drykkjumamia. Heldurðu að þetta se svipað her? Það mætti segja mér það. í hverju felst meðferð við alkóhólisma? Alkóhólismi er sjúk- dómur, stigversnandi, ólæknandi og banvænn. ÞÚ ert aldrei laus við hann ef þú ert orðin virkur alkóhólisti, en þú getur haldið honum óvirkum. Alkóhólisti drekkur ekki í dag,~er sú lífsregla sem menn verða að setja sér. MÍn skoðun^er sú að við höldum alkóhólisma við á þrennan hátt: í fyrsta lagi með alkó- hóli, í öðru lagi með pillum eða öðrum vímu- gjöfum og í þriðja lagi með neikvæðu hugarfari. Alkóhólisminn er líkamlegur, andlegur, félagslegur og að mínu mati líka trúarlegur sjúkdómur og það er EKKI nóg að taka alkó- hólið frá manneskju, það verður að fjalla um allt hitt 'líka. Það hefur sýnt sig að það er hægt að hjálpa fólki alfarið frá þessum sjúkdómi,ef það vill losna við hann og hjalpa ser sjálftT En fólk verður einlaqglega að vilja sjálft og þetta á ein- kum við um konur með áfengisvandamál. Það þýðir ekkert að^bíða óvirkar eftir því að einhver geri eitthvað .í málinu, þær verða að taka fulla ábyrgð á eigin vandamáli og VILJA s^álfar vinna í því. Þa getum við hjálpað. DK.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.