Forvitin rauð - 01.10.1980, Blaðsíða 16
___________________________ 16
Einstæður faðir í Hollywood
Þegar myndinni lauk
var ekki þurrt auga i
salnum. Pólk snýtti
sér og snökti og nudd-
aði augun með renn-
blautum vasaklútum.
Svo fór allt í einu
einhver að hlæja og
innan skamms skelli-
hlógu flestir í salnum.
Ég hló líka. En svo
datt mér í hug að þarna
væri okkur mannskepn-
unum rétt lýst; öll
varnarkerfi sett í
gang þegar eitthvað
snertir okkur inn í■
kviku. Maður getur
auðvitað ekki verið^
þekktur fyrir að gráta
í bíó.'
Myndin sem olli
þessum geðshræringum
heitir Kramer gegn
Kramer og er lön^u
orðin heimsfrseg a^ls-
landi þótt ekki sé von
á henni hingað fyrr en
um næstu jól. Frægðin
byggist fyrst^og fremst
á einhverjum ósköpum af
öskarsverðlaunum sem
leikstjórinn, Robert
Benton og aðalleikarinn
Dustin Hoffman fengu
við síðustu úthlutun.
Efni myndarinnar hefur
einnig vakið óskipta
athygli, enda væri synd
að segja. að einstæðir
foreldrar og vandamál
þeirra væru beinlínis
vinsælustu yiðfangsefni
Hollywood-fleikst jóra.
Söguþráðurinn
Kramer gegn Kramer
er nefnilega þetta sem
engum hefði dottið í
hug fyrir nokkrum árum
að einhverntíma yrði
framleitt í Hollywood:
vandamálamynd. í henni
segir frá hjónunum Ted
og JÓhönnu Kramer og
syni þeirra Billy.
jóhanna er óhamingju-
söm í hjónabandinu,
Ted er "ungur maður á
uppleið" 1 auglýsinga-
bransanum og gefur sér
engan tíma til að sinna
henni og Billy. Hún
er að renna saman við
veggfóðrið í íbúðinni.
Gegn þessu gerir hún
uppreisn sem felst í
því að hún yfirgefur
feðgana og fer til
Kaliforníu að leita að
sjálfri sér. Ted sit-
ur uppi með strákinn
og verður að gjöra svo
vel og fara að sinna
honum. Hann finnur
brátt að það samræmist
engan veginn að vera
framagosi og einstæður
faðir. Smám saman fer
hann að endurmeta af-
stöðu sína til lífsins,
til sjálfs sín og sonar
síns. Hann missir
starfið og fær brátt
annað sem er ekki eins
vel launað en heldur
ekki eins stressað.
Myndin lýsir síðan
daglegu lífi þeirra
feðga og samskiptum
þeirra I blíðu og
stríðu.
Þegar jóhanna. hefur
verið að heiman í hálft
annað ár kemur hún aft-
ur og vill fá Billy til
sín. Ted vill fa að
halda stráknum og málið
fer fyrir dómstóla sem
dæmir móðurinni barnið.
Þetta er í örstuttu
máli söguþráður myndar-
innar. Hann segir ekki
mikið samt sem áður,
einn og sér. Mestu
máli skiptir að um
þetta efni hefur Robert
Benton og leikurum hans
tekist að gera mjög
sannfærandi mynd sem
áhorfendur trúa og lifa
sig inn í. Dustin Hoff
mann, Meryl Streep og
Justin litli Henry eru
öll afbragðsleikarar,
og sama er að segja um
Jane ^Alexander sem leik
ur nágrannakonuna
Margaret. Handritið er
frábserlega skemmtilegt
og vel uppbyggt. Mynd-
in er hefðbundin að
formi, róleg og spenn-
andi atriði skiptast á
og öll áhersla er lögð
á leikinn, persónusköp-
unina. Kvikmyndatakan
undirstrikar^þetta
mætavel. Prásagnarmát-
inn er yfirvegaður, af-
slappaður án þess að
verða hægur, og myndin
er aldrei leiðinleg.
Spurningar
Hins ^vegar vekur
myndin ýmsar spurningar.
Jafnréttissinnar hafa.
bent á þá staðreynd að
öldum saman hafi það
asvinlega lent á konum
að sjá einar fyrir
börnum sínum en engum
hafi dottið í hug að
gera kvikmy.nd um þeirra
daglega streð. "Vanda-
mál einstæðra foreldra"
séu því ekki"spennandi"
fyrr en karlmaður fari
að glíma við þau.
Þetta er sjónarmið út
af fyrir^sig og athygl-
isvert þótt það dragi
ekki úr gildi myndar-
innar að mínu mati.
Nema ef vera skyldi að
í kjölfar hennar fylgdi
flóð af kvikmyndum um
"vesalings karlmennina'.'
Þá hefur verið bent
á að hlutur móðurinnar
í myndinni sé heldur
lítill og fremur nei-
kvæður. Það er rétt að
áhorfandinn kynnist jó-
hönnu lítið, fyrr en í
réttaratriðinu sem er
síðast í kvikmyndinni.
En þá bregður- Meryl
Streep upp mjög sannfsar-
andi og jákvæðri mynd
af henni sem^ég tel að
við konur í áhorfenda-
hópi getum vei við unað.
Reyndar laug því ein-
hver að mér að Meryl
hefði sjálf samið þetta
atriði, þ.e. ræðuna sem
hún flytur fyrir rétt-
inum. Þar lýsir hún
hjónabandi þeirra Ted
síðustu fimm árin,
hvernig þau hafi stöð-
ugt fjarlægst hvort
annað vegna þess að^
hann hafði aldrei tima
til að sinna henni og
hvernig hún missti
sjálfstraustið, varð
hrædd og óhamingjusöm
og fannst hún vera ófær
um að gegna móðurhlut-
verkinu. Þetta minnir
óneitanlega á Nóru í
Brúðuheimilinu.
Kramerhjónin eru vel
efnuð og vel menntuð.
Þótt Ted lækki í laun-
um virðist það ekki
hafa nein sjáanleg á-
hrif á lífskjör hans.
jóhanna fær starf sem
er betur launað en nýja
starfið hans Ted, eftir
að hún er farin að
heiman. Baráttan fyrir
brauðinu er víðsfjarri.
Sykurhúð
Kramer gegn Kramer
sver sig í~ætt við ýms-
ar aðrar nýlegar banda-
rískar myndir - myndir
eins og An unmarried
woman, Aliee doesn't
live here anymore og
margar fleiri þar sem
samskipti fólks og eink-
um samskipti kynjanna
eru þungamiðja atburða-
rásarinnar og sýnd í
nýju ljósi. Það er dá-
lítið merkilegt að
þessar myndir skuli
koma frá Bandaríkjunum
og vera framleiddar
innan þess kerfis sem
um áraraðir hefur verið
ein helsta draumafa-
brikka heimsins, þaðan
sem sykurhúðaðar glans-
myndir^af fallegu og
ríku fólki haf^ streymt
yfir okkur og fyllt
okkur af öfund og amer-
ískum' draumum.
Enn er talsvert eft-
ir af glanshúðinni.
Fólkið í myndinni er
t.d. bæði ríkt og fall-
egt, gáfað og gott,
skilningsríkt og sið-
menntað. Það lifir í
heimi þar sem peningar
"skipta ekki máli".
Það læðist að manni sá
grunur að veruleikinn
sé allmiklu harkalegri
og fáránlegri en hann^
er sýndur 1 myndinni.'
ÞÓtt réttaratriðið sé
frábærlega vel leikið
og áhrifaríkt og aðferð
ir lögfræðinganna sví-
virðilegar þegar þeir
hamast við að "sanna"
að sinn skjólstæðingur
sé betur fær um að ala
upp barn en hitt for-
eldrið,þá grunar mann
að í raun séu réttar-
höld af þessu tagi^ein-
hvern veginn öðruvísi.
1 breska bla,ðinu"Spare
Rib" sá ég t.d. grein
eftir konu sem hafði
lent í svipuðu máli í
Bandaríkjunum og mót-
mælti hún hástöfum
þeirri glansmynd sern^
dregin væri upp af rétt-
arhöldunum.
Tímamót
En þrátt fyrir þetta
allt er það staðreynd
að Kramer gegn Kramer
er kvikmynd sem markar
tímamót. Eins og ég
sagði áðan sýnir hún
samskipti kynjanna í
nýju ljósi, því lj/si
sem jafnréttisbaráttan
á liðnum áratugum hefur
varpað á þessi sam-
skipti. Það sem gerir
myndina svo merkilega
er þó fyrst og fremst
lýsingin á aðalpersón-
unni, Ted. Þróun hans
úr dæmigerðum karlmanni
og framagosa í mann-
eskju og föður sætir
vissulega tíðindum á
kvikmyndatjaldinu.
í myndinni endur-
speglast þau viðhorf
sem hafa verið að ryðja
sér til rúms á Vestur-
löndum í kjölfar jafn-
réttisbaráttunnar.
Kynslóð Ted Kramer er
áreiðanlega sú fyrsta
í mannkynssögunni sem
hafnar þeirri karlímynd
sem við höfum búið við
svo lengi. Það er ó-
neitanlega mikils virði
að fá þessa ný^u^mynd
af karlmanni nútímans
beina leið frá Holly-
wood, þaðan sem við
7
Að vera í alkóhólinu. . .
vegar kemur fram að
þessar konur hugsa ekk-
ert öðru vísi en aðrar
konur, sjálfsálit
þeirra er bara í lág-
marki.
Konur, vinna og áfengi
Heimlldir: Ruth Cooper-
stock, A Review of
Womens” Psychotropic
Drug Use.
Það sem maður fær. . . .
vini sem^styrkja mig;
eins og ég styrki þa.
Ég hef breyst mikið,
fundið jafnvægi sem ég
hafði ekki áður og mér
finnst, svei mér þá, að
ég sé núna fyrst að
skilja hvað raunveruleg
lífsgleði er.
Stundum þarf maður
að ganga i gegnum eitt-
hvað ljótt til að finna
það sem er verulega
fallegt.
DK.
höfum alltaf fengið
fyrirmyndir. Við get-
um orðað þetta svo:
Jöhn Wayne er dauður,
len§i lifi Dustin Hoff-
man.
Ingibjörg Haraldsd.
vil ekki gleyma. . .
mál að í gegnum allt
þetta hafa börnin mín
spjarað sig - þau eru
falleg og efnileg og
góðir krakkar. Þau hafs
komið standandi niður
þrátt fyrir allt.
Meðferðir
Árið 1976 var ég
sprautuð niður eftir
fjögurra daga túr og
lögð inná Geðdeild
Borgarspítalans í með-
ferð. Eg fékk pillur
- mikið af þeim - svo
að ég var í einhvers
konar vímu allan tím-
ann. Ég varð mjög ör.
Ég sat inni í handa-
vinnustofu frá morgni
til kvölds og saumaði
og föndraði, þrælstress-
uð, ég gaf mér varla
tíma til að fara £ mat
eða kaffi, ég var allt-
af að klára eitthvað.
Ég sat þarna í vímu og
framleiddi eins og
verksmiðja í níu daga,
þá var ég útskrifuð.
Árið 1977 fór ég
upp í Reykjadal og
aftur árið 1978 Þá
var farið að líða mjög
langt á milli túranna,
margir mánuðir en
seinni dvölin í Reykja-
dal og Sogni hafði
mjög sterk áhrif á mig.
Samt datt ég aftur og
fór þá á Silungapoll
en datt enn einu sinni
í vor. Það tekur
óskaplega langan tíma
og það er^mjög erfitt
og mikil átök að viður-
kenna, fyrir sjálfum
sér að maður sé alkó-
hólisti og að vín sé
ekkert^fyrir mann. Ég
held nú samt að þetta
sé að komast inn í
kollinn á mér núna.
^Þe§ar ég datt síðast
fór eg í meðferð á
Göngudeild Landspítal-
ans. Þar fékk ég víta-
mínsprautur og tvær
tegundir af pillum sem
ég veit ekki hvað heita,
Þetta gekk í viku en
mér leið svo undarlega
af þeim, ég varð svo
æst og óeðlileg o^
þess vegna hætti eg að
fara uppeftir. Vinkona
mín sækir sér hálfs
mánaðar skammta á Göngu
deildina og krossar það
svo með brennivíni
þegar henni sýnist.
Pillur
Ég veit lítið^um^
pillur eins og þú sérð
en þriðji maðurinn minn
var á kafi í þeim. Við
vorum búin að vera
saman í fimm mánuði
þegar ég komst að því
að hann var dópisti.
Þetta var fyrir fjórum
árum og ef hann varð
lens keypti hann
amfetamín á "svörtum".
Pillan kostaði fjögur
þúsund krónur þá. Hann
er dáinn núna, á besta
aldri, hjartað í honum
f ór.
Ég er búin^að vera
edrú núna og án vímu-
gjafa í nokkra mánuði
og er fjári hress. Ég
man mjögj vel hvernig
ég fór utúr síðasta
fylliríi - ég skalf
svo ofboðslegja að ég
gat ekki stjornað ein-
um einasta vöðva lík-
amans, ég komst ekki
hjálparlaust á klósett-
ið. Ég man líðanina
mjög vel og ég vil ekki
gleyma henni í bráð.
Þar að auki hugsa ég
eins og við öll: Ég
drekk ekki í dag.
DK.
Sú skýring er oft
nefnd á drykkju karl-
manna að þeir séu undir
svo miklu álagi á vinnu-
stað og séu hundleiðir
á og firrtir vinnunni.
Konur eru stundum tald-
ar öfundsverðar ef þær
geta "leyft sér að vera
heima", en staðreyndin
er að margar konur
finna til vanmáttar og
innilokunar heima.
VÍnið er hins vegar
ekki viðurkennt sem
lausn við slíku stressi.
Konur sem drekka vegna
álags á vinnustað eru
almennt álitnar heldur
ókvenlegar. Þær reyna
þó hvað þær geta að
standa sig í vinnunni
og tölur sýna að 80$
kvenna sem eiga við
áfengisvanda að stríða
stunda. sína vinnu án
teljandi vandræða.
Vinnan er konum alveg
jafn mikilvæg og körl-
um.
Það kemur fram hér
sem víða annars staðar
að það gilda ekki sömu
reglur um konur og
karla., það sem herrun-
um leyfist er ekki álit-
ið heiðvirðum konum
sæmandi, samanber þær
venjur sem^víða gilda
þar sem kráarmennin^ á
sér langa sögu. Bjor-
drykkja karlmanna í
vinnutímanum þykir
nokkuð sjálfsögð en
líðst vart á vinnustöð-
um kvenna.
Eftir þéssar upplýs-
in^ar benda^konurnar
fra Kanada á að konur
þurfi á meðférð að
halda og að það verði
að sinna þeirra vanda-
málum í ríkara mæli en
hingað til, þar sem þær
^era meira til að fela
áfengisbölið af ótta
við viðbrögð fjölskyld-
unnar, ótta við að
standa einar uppi.
K.Á.