Forvitin rauð - 01.10.1980, Page 10
Frásögn nafnlausrar konu Frásögn nafnlausrar konu Frásögn naf
Feimin og sjálfstraustslaus
Ég byrjaði að vera með
strák^þegjar ég var
fimmtán ara. Með þeim
manni átti ég eftir að
þola bæði himnaríki og
helvíti - aðallega
helvíti - í þrettán ár.
Ég^var feimin og
sjálfstraustslaus, for-
eldrar hans voru mikið
með^víh og ég fann
fljótt að vínið h^álp-
aði mér að slaka a,
vera hress og skemmti-
leg.
Við^giftum okkur
þegar ég var tvítug og
þá eignuðumst við barn.
Ég hafði unnið úti en
var ár heima eftir að
barnið fseddist, en þá
byrjaði ég að vinna
úti aftur - enda vorum
við þá að kaupa íbúð.
Við drukkum um helgar
með kunningjunum o§
vínið smurði öll fel-
agsleg samskipti eins
og gengur - en svo
byrjaði drykkjan að
fara úr böndunum.
Að kaupa íbúð
Árin á versta skulda-
tímabilinu voru hrylli-
leg. Ég var með barnið
á morgnana, fór með^
það í st'rætó yfir^hálf-
an bæinn á leikskóla
eftir hádegi, fór í
vinnuna til klukkan
sex, sótti barnið og
kom því heim, bjó til
kvöldmatinn án þess að
fara úr úljDunni og
hljóp svo á stað aftur
í kvöldvinnuna til
klukkan eitt eftir mið-
nætti.
Ég kom örmagna
heim, fékk mér í glas
til að slaka á, til að
sofna, til að geta tal-
að við bóndann - eða
eitthvað - ef ekkert
tilefni var til að
drekka þá bjó maður
sér það til.
Ég er sterk, dugleg
og svona leið nokkur
tími, drykk^an smáþró-
aðist og hjónabandið
smáversnaði. Alltaf
vann ég samt eins og
skepna en þetta var
allt saman að verða of
mikið og ég var byrjuð
að taka með mér vín
til að staupa mig á í
kvöldvinnunni til þess
að halda mér gangandi.
Um helgar "duttum við
svo í það" - ég og
bóndinn.
„Hefðardrykkja“
Þegar ég hugsa um
þetta eftir á finnst
mér þetta bæði óraun-
verulegt og sérkenni-
legt. Eg vann ekki
kvöldvinnu um helgar
og þá fékk ég mér væn-
an sjúss, ein, fyrir
kvöldmatinn og bjó svo
til dýrindis mat. Eft-
ir matinn lagði ég síð-
ustu hönd á heimilið,
kom barninu í rúmið,
við hjónin blönduðum
okkur "long drinks" og
settumst svo niður í
allan glæsibraginn
södd og sæl og virðing-
arverð - eins og gerist
þar sem "hóflega drukk-
ið vín, gleður manns-
ins hjarta." Glæsibrag-
urinn var farinn fjand-
ans til eftir nokkra
klukkutlma.
Maðurinn barði mig
allt okkar hjónaband,
hann kunni ekki aðra
leið þegar hann var
kominn 1 vandræði en aC
nota hnefana. Hann
barði bæði mig og barn-
ið. Ég lá einu^sinni í
þrjá daga á sjúkrahúsi
vegna áverka eítir
hann.
Áfall
Ég var farin að drekka
stífar og stífar og
upplifa "black out" og
kveljast^af sektar-
kennd, móral^og stöðug-
um slítandi áhyggjum
vegna þessarar andskot-
ans drykkju sem mér
fannst ég hafa minna og
minna vald yfir.
Þá gerðist það árið
1976 að ég drakk sam-
fellt í þrjá sólar-
hringa, ég ýtti öllu
öðru burt og bara
drakk. Eftir þessa
þrjá daga leitaði ég
til mömmu minnar, nið-
urbrotin á sál og lík-
ama, hún hringdi í
næturlækni sem spraut-
aði mig niður og sendi
mig til læknis sem
aftur lét leggja mig
inn á vífilsstaði.
Þetta var i fyrsta
sinn sem leitað var
hjálpar vegna áfengis-
vandamáls míns. Mamma
hafði haft áhyggjjur af
mér og ég var buin að
þjást sjálf og pínast
- en ég vissi varla
að AA-samtökin væru
til. í raun fannst
mér að þetta væri mín
einstaklingsbundna og
persónule^a kreppa,
minn personule^i aum-
ingjadómur og^eg^vissi
ekki hvernig ég átti
að eiga við hann. Mér
fannst líka undir niðri
aö það væru einhverjir
aðrir sem væru alkar
- ekki ég.
Meðferð og viðbrögð
fjölskyldunnar
Það eru gerðir marg-
ir góðir hlutir á VÍf-
ilsstöðum. Ég var með
þeim yngstu sem voru
til meðferðar á þessum
tíma. Ég sat þarna all-
hress og hlustaði á
fólk sem var verulegja
illa farið segja fra
margra mánaða samfelld-
ri drykkju, á spritti
og öllu mögulegu og ég
hlustaði á fólk sem
var búið að éta sterk
lyf í tonnatali árum
saman - og því meira
sem ég heyrði þeim mun
ómerkilegra fannst mér
mitt vandamál. Þegar
ég útskrifaðist sagði
yfirlæknirinn: "Jæja,
hvernig heldurðu að
þér gangi að standa þig
nú þegar þú kemur út í
þjóðfelagið?" Og ég
svaraði: "Það verður
sko allt í lagi^- ef ég
passa mig bara á að
hlusta ekki á ákveðna
músík sem vekur upp hjá
mér drykkjulöngun."
Stundum hef ég hugs-
að um þetta tilsvar og
fundist það utan enda
hvers konar barn ég gat
verið. Ég fór heim og
byrjaði að drekka á
sama hátt og áður.
Maðurinn minn hafðl
orðið fokvondur yfir
því að ég skyldi stinga
af og leggjast í leti
og ómennsku inn á VÍf-
ilsstaði - út af engu.
Þegar ég hélt svo áfram
að tala um þetta sem
vandamál og byrjaði að
sækja AA-fundi þá fann
hann ráð fyrir mig.
Hann ákvað að skammta
mér vínið og stjórna
drykkjunni hjá mér -
sjálfur og persónulega.
Við sátum inni í
stofu og drukkum "í
hófi" - en ég átti allt
af eitthvað 1 bakhönd-
inni. ɧ var með könnu
af víni a bak við
hrærivélina, inni x
ofninum, flösku x 6-
hreina-taus-körfunni,
inni á klósetti - felu-
staðirnir voru þessir
venjulegu. Á milli
þesa sem við drukkum
saman varð ég að fá
skammtinn minn og ég
fékk mér hann.
Sektarkenndin og
mórallinn eftir hvert
fyllirí sem ég ætlaði
ekki^á - ætlaði alveg
að sálga mér. Ég ham-
aðist 1 húsverkunum í
þynnkunni, hafði flott-
an mat, bakaði, gerði
enn fínna, fór með
barnið í bæinn og gaf
því gjafir sem ég hafði
engin efni á o.s.frv.
Það hlaut eitthvað að
gerast í málinu.
AA-samtökin
Á þessum tíma var ég
byrjuð að sækja AA-
fundi og hélt í þá
dauðahaldi. Ég fann
þar samkennd og sam-
stöðu sem ég þarfnaðist
ákaflega en fundirnir
urðu jafnframt upp-
Sþretta hálfgerðra of-
sókna fyrir mig. Eng-
inn í kringum mig VILDI
sjá að drykkja min vseri
vandamál.
Maðurinn minn,
fjölskylda hans og vin-
ir okkar sögðu: "Þú
ert enginn alkóhólistil'
Þú hefur ekkért að gera
á þessa fundi eða í
þennan félagsskap.'^ Mér
fannst stundum að ég
vsari að^verða vitlaus
- var é§ eða var ég
ekki alkohólisti?
Maðurinn minn sagði
að fólkið í AA-samtök-
unum væri heilaskemmt
pakk og aumingjar sem
nenntu ekki að vinna
fyrir sér og ég ætti
ekkert sameiginlegt með
þeim ræflum. Ég þráað-
ist hins vegar við að
sækja fundina. Ég
hafði. margbeðið hann
um að vera ekki með vín
heima - en hann kom
alltaf með birgðir
heim. Ég datt í það
líka og kvaldist og
píndist af sektarkennd
yfir því að ég væri nú
ofan a allt annað að
svikja fólkið í AA-
samtökunum sem vildi
mér svo vel.
Kertaljós og sálmar
Sumt af þvx sem ég
gerði þegar eg var í
drykkjunni er svo rugl-
að að ég sé það fyrir
mér sem eitthvað fjar-
lægt og óraunverulegt
- eins og einhverga
aðra konu sem er þo ég.
Þegar maðurinn minn
var farinn að sofa og
ég ein að drekka,
setti ég stundum sálma-
lög á fóninn, kveikti
á kertum, slökkti ljós-
in og gerði allt ákaf-
lega dramatískt í stof-
unni. Þegar leið á
nóttina varð ég svo
heimspekileg og talaði
hástöfum við flöskuna
- sem var hvort eð er
eini góði vinurinn
minn.'
SÁA-menn sendu migj
á Rainsbeek í Bandarxkj-
unum haustið 1978.
Það var mjög lærdóms-
ríkt að vera þar. Þeg-
ar ég kom þaðan aftur
vissi ég að allt myndi
fara í sama farið hjá
okkur hjónum. __ Ég bað
hann að fara á fjöl-
skyldunámskeið til áð
hjálpa mér, hann fór
einu sinni með mér á
AA-fund og þrisvar á
Al-Anon fundi en kom
af þeim fullur fyrir-
litningar og talaði um
að á þessum fundum væru
bara "grenjandi kerl-
ingar".
Ég fór að tala um
skilnað og þá sneri
hann við blaðinu og
vildi fara sjálfur
meðferð. Ég sagði þá
að ef hann færi í með-
ferð færi hann sín
vegna fyrst og fremst
- ekki mín vegna og
þá hætti hann við.
Spennan óx og óx,
barnið átti^í erfið-
leikum í skólanum, ég
var búin að kynnast
öðrum manni og sálar-
stríðið var orðið ein-
um of mikið af því góða.
Það endaði með því að
ég fór í örvæntingu og
keypti mér flösku. Ég
sat með hana við eld-
húsborðið þegar maður-
inn kom heim og ég
gleymi^ekki svipnum á
honum á meðan ég lifi.
Hann ljómaði upp - hann
varð svo glaður. Hann
sótti meira vín, sem
hann átti, og setti
fyrir framan mig og
blandaði meira að
segja^í glös handa mér.
Svo fór hann út í snún-
inga með barnið og þá
ílás
hringdi vinur minn sem
er í AA. Ég var í
sterkri vímu og niður-
brotin - en honum
tókst að tala mig til
og^kom og sótti mig.
Hjónaband mitt var loks-
ins búið.
Barnið
Með drykkjunni allri
saman, ósamkomulaginu
og öllu því hafði verið
farið illa með barnið
og það sá á. Hann var
órólegur, taugaóstyrkur
og öryggislaus. Honum
gekk ekki vel í skól-
anum og átti í erfið-
leikum. Sektarkenndin
vegna hans var það
versta sem hvíldi á
mér. Pabbi hans hafði
oft barið hann og var
mjög harkalegur við
hann, eins og hann
hafði sjálfur verið
alinn upp, og það bætti
ekki úr skák. Samt
þykir stráknum vænt um
hann o^ þeim hvor um
annan a sinn hátt.
Ég var nú samt sú
sem bar hitann og þung-
ann af barninu, eins
og gengur, og eftir að
ég hafði tekið^migj á
í drykkjunni fór eg að
hjálpa honum mikið í
skólanum og náði mjög
góðum árangri. Barnið
var byrgað að jafna
sig. Þa kom skilnaður-
inn og maðurinn minn
var eldsnöggur að kyrr-
setja barnið hjá sér.
Ég hef ekki fengið hann
aftur.
Ég var svipt forræði
barnsins míns vegna
nýju^sambúðarinnar sem
ég fór í og fortíðar .
sambýlismanns míns sem
er orðinn yndislegur
maður núna - hvað sem
áður var. Fyrrum alkó-
hólisma mínum var líka
kennt um og því að um-
hverfisskipti væru vond
fyrir barnið. Allt eru
þetta dómar, eða for-
dómar, sem eru byggðir
Kerfið skellur
Viðmœlandi:
29 ára, á eitt bam