Forvitin rauð - 01.10.1980, Síða 13

Forvitin rauð - 01.10.1980, Síða 13
13 Átt þú við vandamál að stríða? FÓlk veltir því oft fyrir sér hvort drykkja þess sé vandamál eða hvort allt sé^í lagi.^ Ef þú vilt svara þessum spurningum sem hér fara á eftir getur þú sjálf(ur) metið drykkjuskap þinn. Dragðu hrin^ utan um þau svör sem lýsa helst tilfinningum þinum og raunverulegum drykkjusiðum og þá færðu út þitt eigið mat á stöðunni. Ef þú vilt vera verulega hlutlæg(ur) biddu þá einhvern sem þekkir þig vel að fara yfir svörin með þér. 1. Hvenær drekkurðu helst? í boðum eða á Oftast með ein- Oft ein(n). öðrum manna- um eða tveim mótum. öðrum. 2. Neitarðu víni ef þér er boðið það? Oft. Stundum. Sjaldan. 3. Hvernig líður þér í boðum þar sem vín er ekki á boðstólum? Vel. Ekki vel. Illa 4. Drekkurðu þig vel hífaða(n)? Sjaldan. Stundum. Oft. 5. Hvað drekkur þú mikið á mannamótum? Minna en aðr- Svipað og aðr- Meira en flestir. ir. ir. 6. Finnur þú einhvern tíma til sektarkenndar vegna drykkju þinnar? Aldrei. Stundum. Oft. 7. Hefur þú einhvern tíma lent í slagsmálum þegar þú ert að drekka? Sjaldan. Oft. Oftast. 8. Er það mikilvægt fyrlr þig að drekka til að slaka vel á? Það er ekki Það hjálpar. Það er nauðsyn- mikilvægt. legt. 9. Er það mikilvægt í þínum augum þe§ar þú velur þér vini að þeir hafi sama áhuga og þu á því að drekka? Það er ekki Að ýmsu leyti. Það er nauðsyn- mikilvs^t. legt. 10. Finnurðu stundum hjá þér þörf fyrir vín? Aldrei. Stundum. Oft. 11. Hvað telur þú vera. helstu ástæðuna fyrir því að þú drekkur í samkvæmum? Til að vera Til að skemmta Til að slaka á. með. mér betur. 12. Þe^ar þér er boðið heim veltir þú því þá fyrir þer hvort vín verði á boðstólum? Aldrei. Stundum. Oft. 13. Hvernig myndir þú bregðast við ef þér væru aðeins boðnar áfengislausar veitingar? Alveg sama. Ekki sama. Mér myndi leið- ast. 14. Hefur þú vaknað upp að morgni eftir drykkju og uppgötvað að þú manst ekki hluta af kvöldinu? Aldrei. Stundum.. Oft. 15. Hefurðu tekið eftir því^að drykkja þín hafi orsakað einhverja breytingu á hæfni þinni til að vinna vinnuna þína? Engri. Það vottar að- Ég finn verulega eins fyrir því. fyrir því. 16. Hvernig liði þér ef atvinnurekandi þinn færi að spyrja þig út í drykkju þína? Alveg sama. Mér liði ekki Ég færi í varn- vel. arstöðu. 17. Hefurðu upplifað það að drykkja þín orsak- aði skjálftaköst? Aldrei. Stundum. Oft. 18. Hversu oft hefur þú upplifað timburmenn? Sjaldan. Stundum. Oft. 19. Hefurðu farið á fund hjá AA eða verið á spúkrahúsi vegna drykkju eða leitað einhvern tima til eirihvers og beðið um hjálp vegna drykkju þinnar? Nei. Já, en það var Já. ekki vegna þess að mér fyndist ég eiga við áfengis- vandamál að stríða. 20. Geturðu hætt að drekka án innri baráttu eft- ir eitt eða tvö glös? Alltaf„ Stundum. Venjulega ekki. 21. Hve miklu máli skiptir drykkja í sambandi við vinnu þína eða samskipti við annað fólk í tengslum við vinnuna? Skiptir engu Hjálpar. Skiptir höfuð máli. máli. 22. Hvernig myndir þú lýsa drykkju þinni? Ég hef fullkomið Hef ekki alveg Hef ekkert vald vald yfir henni. vald yfir henni.yfir henni. 23. Hefur maki þinn, foreldrar eða aðrir nánir ættingjar nokkurn tíma leitað hjálpar einhvers staðar vegna drykkju þinnar? Aldrei. Nei, en hótað já. því. 24. Hvernig lítur maki þinn á drykkju þína? Allt í lagi. Honum er ekki Hann er á móti rótt. henni. 25. Hefur drykkja þín haft áhrif á ráðningu þína 1 vinnu eða viðskiptasambönd? Engin áhrif. Nokkur. Það hefur oft gerst. 26. Hefur maki þinn, foreldri eða nánir ættingj- ar eða vinir nokkru sinni haft áhyggjur af drykk- ju þinni eða kvartað yfir h'enni? 27. Hefurðu nokkurn tíma skipt um vinnu að eigin frumkvæði vegna drykkjuskapar hjá þér? Aldrei. Það hefur komið Oft. fyrir. 28. Hvað myndir þú telja að kæmi drykkju oftast af stað hjá þér? Persónuleg á- Félagslegur Bein afskipti og kvörðun. þrýstingur. persónulegur þrýstingur frá öðru fólki. 29. Finnurðu hpá þér einhverja hvöt til þess að grípa fram í þroun drykkjumálanna hjá þér til að ná jafnvægi aftur? . Aldrei. Stundum. Ég reyni það oft og hugsa mikið um það. 30. Hefurðu verið tekin föst/fastur fyrir að aka drukkin(n| eða í vímu, eða verið tekin(n) föst/fastur þó ekki sé nema nokkrar klukkustund- ir vegna ölvunar? Aldrei. já, einu sinni. já, oftar en einu sinni. Þegar þú telur saman^stigin í þessu sjálfsmati þá gjefur hvert svar í dálki eitt þér eitt stig, í dalki tvö, tvö stig ogj í dálki þrjú, þrjú stig. Samanlögð stigin gefa þer hugmynd um stöðuna í drykkjumálum þínum og það hve háð(ur) þú ert víni ^SÚ/sá sem er með 3o-4o stig gjefur tæplega náð því stigi að drykkjan sé vandamal. Ef þú ert með fleiri en 4o stig þá skaltu íhuga vandlega þá staðreynd að þú gætir vel verið á hraðri leið inn í alvarlegt vandamál, Ef þú^ert með 60 stig eða meira £á ættirðu að leita hjálpar vegna áfengis- vandamáls þíns. ÞÚ getur leitað hjálpar hjá eftirtöldum aðil- um og skalt ekki hika við það ef þér finnst þú £arfnast^þess - það verður tekið vel og hlýlega á móti þér. SÁA (Samtök áhugafólks um áfengisvandamál), Lág- múla 9, simi: 82399. SAA getur gefið þér góð ráð o§ leiðbeint þér. Það er líka vakt sem kölluð er salgasslan en í hana geturðu náð á tímanum 5-11 á virkum dögum ogj um helgar. Síminn er 81515. Sálgæslan er þo frekar vegna neyðartilfella, en skrifstofan er ráðgefandi. AA-samtökin, Tjarnargötu 3, sími: 16373. Þar er opið a milli 1 og 5 alla virka daga. Sömuleiðis getur heimilislæknir vísað þér til meðferðar t.d. á vífilsstöðum ef þú leitar til hans (ekki biðja um pillur((). DK.

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.