Forvitin rauð - 01.10.1980, Síða 14
14
Milljón prósent menn
- En 25% konur
Það þarf ekki annað
en fletta yfir dagblöð>-
um, hlusta á útvarp eða
horfa á sjónvarp til
þess að sjá að meiri-
hluti þeirra sem þar
koma við sögu eru karl-
menn. Það sem þeir að-
hafast þykir fréttnæmt.
Þar með er ekki
sagt að konurnar séu
ekki einnig önnum kafn-
ar, en þeirra störf
þykja ekki í frásögur
færandi.
Á Norðurlöndunum
hófust á kvennaárinu
forðum daga umræður
innan þarlendra ríkis-
fjölmiðla um jafnrétti
kynjanna. Og framsaekn-
ir karlmenn og konur
fóru á stúfana til að
kanna málið nánar. Og
sjá, í Ijós kom að
bæði í útvarpi og sjón-
varpi voru karlmenn í
miklum meirihluta, bæði
meðal þeirra sem sáu
um efni í þessum fjöl-
miðlum og meðal þeirra
sem leitað var álits
hjá í sambandi við hin
ýmsu málefni.
Fjórðungur fólks í
sjónvarpsheiminum
eru konur
Margir vildu meina
að þetta væri rökrétt
afleiðing þess sam-
félags þar sem karl-
menn sitja í öllum
helstu lykil- og valda-
stöðum. Þá væri eðli-
lega leitað til þeirra
um alla vega upplýsing-
ar. Fjölmiðlarnir end-
urspegluðu einungis
það þjóðfélag þar sem
þeir væru starfræktir.
Kannanir í Noregi, Sví-
þjóð og Danmörku sýndu
að í þeim sjónvarps-
heimi sem þar blasir
við áhorfendum eru kon-
ur 25$ íbúa, en karl-
menn eru þar í yfir-
gnæfandi meirihluta,
eða um 75$• Þarna
skýtur dálítið skökku
við ef talað er um að
þessir fjölmiðlar varp-
i út spegilmynd af
þjóðfélaginu. Flestir
hefðu a.m.k. haldið að
konur^væru um helmingur
þjóðfélagsþegna á Norð-
urlöndum.
Ef sögunni er vikið
til Ameriku er svipað
up^i á teningnum. Um
fjórðungur þeirra sem
birtist á skermi sjón-
varpsins þar vestra er
kvenkyns.
Með tilliti til þess
að bæði kvikmyndahús
hérlendis og sjórívarp-
ið sýna talsvert af
amerísku efni, er kann-
ski ekki úr vegi að
koma hér aðeins inn á
niðurstöður úr könnun
sem Gerbner og Gross
gerðu á bandaríska
sjónvarpinu á árunum
1967-1975, með tilliti
til kynjahlutverkanna.
Könnunin náði til af-
þreyingarefnis sem sent
var út á þeirra besta
útsendingartíma.
Konurnar í sjónvarpinu eru
ungar og kynþokkafullar
Fyrir utan að vera
aðeins fjórðungur af
fólkinu í sjónvarps-
veröldinni reyndust
konurnar vera ungar og
kynþokkafullar. Þær
sem komnar voru til
ára sinna sáust sjaldan
að ekki sé talað um þær
sem auk þess að vera
komnar til ára sinna,
voru ófríðar í þokka-
bót. Þær sáust alls
ekki.
Karlmenn á „besta“ aldri
Karlmennirnir i
sjónvarpinu voru hins
vegar á "besta" aldri,
og sá aldur virtist
spanna nokkuð breitt
aldurssvið. Þeir voru
oft á tíðum iðjuleys-
ingjar, allar götur
sáust þeir sjaldan gera
nokkurn skapaðan hlut.
Og ef þeir tóku til
hendinni á annað borð,
þá dugði ekkert minna
til, en að þeir væru
forstjórar eigin fyrir-
tækja, lögfræðingar eða
læknar.
Fáir stunduðu al-
menna, launavinnu utan
einstaka lögregluþjónn
eða aðrir verðir dóms
og laga sem stöku sinn-
um sáust á rölti í
s j ónvarpsveröldinni.
Giftar eða í
giftingarhugleiðingum
Konurnar í s jónvarp-
inu voru annað hvort
giftar húsmæður eða
þá ungar stúlkur í
giftingarhugleiðingum.
Oft'var þeim lýst sem
hálfgerðum heimskingjum
og oftast nær sem til-
finningaverum eingöngu.
Það sem rak þær áfram
og skipti sköpum í lífi
þeirra var ÁSTIN. Og
áhugi þeirra fyrir því
sem átti sér stað fyrir
utan veggi heimilisins
var afar takmarkaður,
svo ekki sé dýpra í ár-
inni tekið.
Ef niðurstöðurnar úr
þessari könnun endur-
spegla amerískt þjóð-
félag þá eru 25$ amerík-
ana konur, aðeins 15$
þeirra eru börn og gam-
alt fólk. 50$ amerik-
ana stunda en® vinnu
og aðeins 10$ þeirra
eru venjulegir laun-
þegar. Undarlegt fólk
ameríkanar.
Konurnar á skrifstofunum en
karlarnir í tæknistörfunum
Kannanir i þessa
veru á Norðurlöndum
hafa ekki ósvipaða sög-
u að segjja. Ástandið
er að visu ögn skárra
þar, en verkaskiptingin
innan ríkisf jölmiðlanna,
þar er hin hefðbundna,
konurnar á skrifstofun-
um en karlarnir í tækni-
störfunum. Vegna þess
hve útvarp og sjónvarp
eru taldir áhrifamiklir
fjölmiðlar, voru þessar
niðurstöður jafnréttis-
sinnum á Norðurlöndum,
þyrnir í augum. Það
er enn langt í land í
jafnréttismálunum og
mörgum finnst að ríkis-
fjölmiðlarnir ættu að
ganga á undan með góðu
fordæmi, reyna að
breyta hugarfari manna
til þess að unnt verði
að gera, að veruleika
það jafnrétti sem laga-
bókstafurinn hefur
fyrir löngu sagt fyrir
um. Sérstaklega þar
sem ríkisfjölmiðlarnir
eiga að stuðla að lýð-
ræði og eiga að gera
öllum skoðunum og þá
væntanlegja öllum þegn-
um jafnhatt undir höfði
verkafólk sést varla
Kannski er ekki hægt
að heimfæra þessar nið-
urstöður beint upp á
ísland, en það er ekki
ótrúlegt að við íslend-
in£ar líkjumst hinum
Norðurlöndunum nokkuð
í þessu sem og svo mörg-
u öðru.
Umræða um þessi mál
hér á íslandi hefur
engin verið. Það virð-
ist ekki valda neinum,
hvorki yfirmönnum ríkis-
fjölmiðlanna eða öðrum,
teljandi^áhyggjum £Ó
ýmsar þjóðfélagsstéttir
svo sem húsmæður og
verkafólk sjáist hvorki
né heyrist í útvarpi og
sjónvarpi.
EI.
er fullnægt og; barnið
fær aö deila ábyrgðinni
með einhverjum öðrum.
Hins vegar getur af-
brýðisemi gert vart við
sig því barnið nýtur
minni tengsla, við for-
eldrið og það þarf að
sýna einum fullorðnum
enn tillitssemi og
skyldurækni.
Margir foreldrar eru
gagnrýndir og fá sekt-
artilfinningu ef þeir
eftir skilnað mynda
ný sambönd við hitt
kynið. Þetta, er þó
fullkomlega éðlilegt
vegna þess að þá fellur
það ekki í hlut barns-
ins að fullrægja öllum
tilfinningalegum þörf-
um foreldris síns.
Fulíorðinn maður þarfn-
ast annars fullorðins
og þeirri^þörf hvorki
getur né á barnið að
fullns^gja. Foreldrarn-
ir eiga líka að fá að
hugsa um sjálfa, sig og
eiga ekki einungis að
lifa fyrir, börnin. f
flestum tilfellum
hljóta börnin að gleðj-
ast yfir því að foreldr-
um þeirra líði vel.
Lifi foreldrarnir eigin
lífi auðveldar það
einnigj börnunum síðar
meir a, unglingsárunum
að losa um böndin við
f jölskylduna. án þess
að fyllast sektarkennd.
Samt sem áður verður
barnið vanalega afbrýð-
isamt um eitthvert
skeið eftir að nýr fé-
lagi kemur inn í líf
foreldranna. Ef í hlut
á forráðamaður barns-
ins getur því fundist
það vera, að "missa"
hann líka,. Ef það er
hitt foreldrið þá vill
barnið ekki þurfa að
deila því með öðrum þá
stuttu stund sem það
eyðir með foreldrinu.
Stundum koma svo önnur
systkin inn í spilið
sem flækir málið enn
meir.
Skilnaður er lífsreynsla
Skilnaður er ætíð
sársaukafullur. Það
væri óraunsætt að í-
mynda sér^að það fyrir-
fyndist "ánsegjulegur"
skilnaður. En takist
öllum aðilum að komast
yfir vonbrigðin og sár-
indin hafa þeir lært
sitthvað.
Ef foreldrar vinna
saman að málum barn-
anna þurfa þau ekki að
bíða, skaða af skilnaði
þótt hann s'é þeim erf ið
lífsreynsla. Erfiðar
getur því orðið að búa
hjá foreldrum sem tekst
alls ekki að leysa,
vandamál sín.
Og jafnvel þótt fólk
skilji heldur það samt
áfram að vera, foreldrar
barna sinna og hlýtur
að deila með sér ábyrgð
og gleði yfir auknum
þroska, þeirra.
B.G. þýddi og endur-
sagði.
* *