Forvitin rauð - 01.12.1980, Side 2

Forvitin rauð - 01.12.1980, Side 2
2 ÖTGEFANDI: RAUÐSOKKAHREYFINGIN MERKTAR GREINAR ERU Á SKÓLAVÖÍ0USTIG 12 ÁBYRGÐ HÖFUNDA 101 REYKJAVÍK ö 28798 Aö blaóinu unnu: Dagný Kristjár.sdóttir Erna Indriðadóttir Guðrún Sigur jónsdóttir Helga Jónsdóttir I miðstöó eru: Berglind Gunnarsdóttir Kristín Hallgrimsdóttir Elin V. Ölafsdóttir Magnús Guánundsscn Guðlaug Teitsdóttir Margrét Rún Quðmundsdóttir Hjördis Hjartardóttir Rán Tryggvadóttir Kristin Astgeirsdóttir Snjólaug Stefánsdóttir Sigrún Ágústsdóttir Vilborg Sigurðardóttir Þórunn Hjartardóttir 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Leiðari Könur og atvinnulifið Forvitin Rauð, 4.tölublaö, er að þessu sinni helgað konum og atvinnulífinu. Það verður ekki sagt aó byrlega blási i þeim málum, kjarasamningar eru ný- afstaðnir með venjulegum stórsóknarfórnum af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Láglaunaöflin sem alltaf á að bjarga í hverjrn samningum fengu litlar úrbætur en þó verður að geta þess san gott er gert, félags- málapakkans. Ríkisstjórnin gaf fyrirheit um þriggja mánaóa fæðingarorlof fyrir allar konur og nú liggur frumvarp þess efnis fyrir Alþingi. Sannarlega skref í rétta átt cg þaó san meira er, í frumvarpinu er talað un alla foreldra, san gefúr körlum tækifæri til að njóta fæðingarorlofs að hluta til. Það er þó sá galli á gjöf Njarðar að orlofið er metið eftir vinnu- framlagi cg auk þess eru þrir mánuðir vart til skipt- anna milli fareldra. Krafa Rauðsokkahreyfingarinnar hefur um margra ára skeið verið 6 mánaða fæðingarorl- of fyrir foreldra og við verðum að halda þeirri kröfu á lofti cg berjast fyrir enn staarra skrefi. Annað atriói san vert er að nefna er 10 ára áætlun um upp- byggingu dagvistarstofnana (ef af henni verður) og þær 1100 milljónir san veitt verður til dagvistar- stofnana á næsta ári. Þó er sá meinbugur á að stór hluti fjárins fer í skuldir. Það hlýtur að vera fyrsta skrefið að kanna þörfina og gera áætlun út frá henni. Krafan er næg og góð dagvistun fyrir öll barn. ASÍ þing er nýafstaðið og þar bar helst til tíðinda að fulltrúum verkakvenna í frystihúsum var vikið úr mið- stjóminni til að betur mætti fara un ihaldið cg Alþýðubandalagið í einni sæing. Það verður ekki séð að jafnréttisumræða urdanfarinna ára hafi haft mikil áhrif á ASÍ helmilinu, og sú spurning vaknar hversu lengi konur í verkalýósstétt láta bjóða sér slík vinnu- brögð og hvart þaar ætla áfram að láta karlveldið í ASl ráðskast með sin kjör og fórna þeim á altari stéttasam- vinnustefnunnar? Það eru blikur á lofti, auðvaldskreppan heldur áfram með atvinnuleysi úti i heimi, en ný er ný ógnun að kcma æ betur i Ijós. Ný tæknibylting er að hefja innreið □ □□□□□□□□□□□□□□□ D □ sina i vestrænum iðnrikjum. Samkvamt skýrslum sen unnar voru á vegúm Sameinuðu Þjóðanna fyrir kvenna- ráðstefnuna i Kaupnannahöfn s.l. sunar, bendir allt til þess að tölvubyltingin svokallaða kcmi harðast niður á konum og að þær muni missa vinnuna svo millj- ónum skiptir. Það er verið að kcma tölvum i notkun i þeim atvinnugreinum san konur hafa unnið við svo sem i þjónustugreinun, bönkum og frystihúsum. Konur verða að vera vel á verði, hér sannast san oft áður að þegar kreppir að verða, konur fyrstu fórnarlambin. Karlveld- ið heldur sinu. Þær raddir hafa heyrst að konur ættu að taka sig saman og stofna sitt eigin verkalýðssamband vegna þess hve illa þeim gengur að kcma sinum málum áfram innan ASl. I ljósi þess sen áður var sagt um tölvubyltinguna hlýtur sú spurning aó vaJína hvort ASl forystunni er treystandi til að standa vörð un hag kvenna, hvart gamlir fordónar kcma ekki upp á yfirborðið þegar gullöld atvinnuleysisins hefst? Auðvitað ætti samstaða vinnandi fólks að rikja, en þegar svo er kcmið, að sam- tök launafólks einkennast af valdabrölti og samningamakki þá má spyrja hvort konur eigi þangað nokkuð erirdi? Viö spyrjum, hvað er það sen skiptir máli, er það verka- lýðsbaráttan, að hverju er verið að stefna? Gætu konur tryggt sinn hag betur utan ASl? Un þessar mundir virðist svo san róttæk barátta eigi erfitt uppdráttar og sér þess viða stað. Almennur doði einkennir starf i vinstri hreyfingunni, þótt einstakir menn haldi merkinu á lofti. Hið sama gildir um Rauðsokka- hreyfinguna, það er eins og lamandi hönd vonleysisins leggist jar yfir þótt óánægja kvenna sé mikil og umræður un jafn- rétti miklar, þá vantar innri kraft. On leið eru borgara- öflin að hressast, konur á þeim væng hugsa sér til hreyf- ings á frsmabraut. Við Rauðsokkar erun sannfærðar um að eina leiðin til jafnréttis sé hreytingar á Þjóðfélagsgerð- inni, við höfum löngum tekið mið af baráttu meó vopnum stéttabaráttunnar og við höldum ótrauðar áfram á þeirri braut þó að á móti blási um hríð. En það næst auðvitað enginn árangur ef þú situr heima með hendur í skauti í stað þess að kreppa hnefa, reka upp öskur og strengja þess heit aó láta ekki deigan síga fyrr en jafnrétti er náð. Miðstöð. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.