Forvitin rauð - 01.01.1982, Page 2

Forvitin rauð - 01.01.1982, Page 2
2 FORVITIN RAUÐ Útgefandi: Rauðsokkahreyfingin, Skólavörðustíg 12, 4. hæð, sími 28798. Ábyrgðarmaður: Kristín Jónsdóttir Merktar greinar eru á ábyrgð höfunda. Húsnæði Rauðsokkahreyfingarinnar, Sokkholt, er opið alla virka daga kl. 17—18.30. Þar er hægt að fá ráðleggingar og upplýsingar um ýmis mál er varða allar konur. Einnig erum við með opið hús kl. 14—17 alla laugardaga. Sími 28798. ímiðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar eru nú: Anna Karin Júlíussen Hildur Jónsdóttir Kristín Jónsdóttir Margrét Rún Guðmundsdóttir Martha Sverrisdóttir Sigríður Albertsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir Endurreisn Lesandigóður! Eins og þér mun vera kunn- ugt, kom fram uppástunga um að leggja Rauðsokkahreyfing- una niður fyrir jól. Með því markmiði var fundur haldinn 15. desember sl. Sem betur fór voru skiptar skoðanir um málið og er þetta blað árangur af því. Stofnuð var ný, 7 manna miðstöð, sem þegar hóf störf af miklum krafti. Mun hún starfa, til að byrja með, fram að ársfjórðungsfundi í mars nk. Byrjað var á að ræða skipulag hreyfingarinnar og var miðstöð skipt niður í embætti: formann, gjaldkera, ritara, menningarfulltrúa og 2 skipu- lagsstjóra og lögð mikil áhersla á ábyrgð hvers embættis, því miðstöð var sammála um að orsökin fyrir athafnaleysi hreyfingarinnar undanfarin ár, sé að miklu leyti stjórnleysi að kenna; hver og ein hefur getað gert — eða látið ógert — það, sem hún hefur viljað og einung- is átt það við eigin samvisku. Meginverkefni nýju mið- stöðvarinnar eru, fyrir utan út- gáfu þessa blaðs, að undirbúa 8. mars og ræða stefnuskrá og skipulag hreyfingarinnar, sem svo verður tekið til umræðu og ákvörðunar á ársfjórðungs- fundinum í mars nk. 8. mars verður að þessu sinni helgaður kröfum um frið og næga atvinnu og er undirbún- ingurinn undir þann dag í full- um gangi. Dagskrá verður flutt frá kl. 20.30 að Hótel Borg og er verið að æfa sönghóp, mála á borða vinna að skreytingum hússins, semja ræður o.fl. Umræður eru í gangi um pólitískan grundvöll Rauð- sokkahreyfingarinnar — allir eru sammála um að hann haldi áfram að vera sósíalískur og að við leggjum áherslu á að styðja og starfa með verkakonum og öðrum láglaunakonum, en auðvitað er hreyfingin vett- vangur allra framsækinna kvenna, sem vilja berjast gegn misrétti og kúgun, sem þetta þjóðfélag beitir konurnar. Risaveldin standa andspænis hvort öðru, grá fyrir járnum og skekja sig ógurlega, svo undir- tekur í öllum heiminum. Vopnaskak risanna vekur ugg í brjóstum alls venjulegs fólks og spurningar vakna í hugum okkar: fáum við að lifa í friði? Munum við sjá börnin okkar vaxa úr grasi — eignast þau framtíð? Um þetta munum við fjalla 8. mars. Annað, sem snertir okkur síst minna og er nátengt vopna- skakinu er kreppan og afleið- ingar hennar fyrir okkur kon- ur. Við höfum orðið sögulega yfirsýn yfir, hvað gerist á krepputímum: samdráttur verður í framleiðslunni og fjölda fólks er sagt upp störf- um og þá konum ævinlega fyrst. Og til þess að við sættum okkur betur við hlutskipti okk- ar, erum við undirbúnar ræki- lega andlega með áróðri um kynhlutverk okkar — við eig- um að vera sætar og þýðar, grannar og góðar matseljur, mæður og ástmeyjar, tískupæj- ur og iðnar við skúringarnar o.s.frv. o.s.frv. — og ef okkur tekst illa að sameina öll þessi hlutverk, þá verðum við svo óánægðar með okkur sjálfar, að við hugsum ekki um annað á meðan — og þá er tilganginum náð. 8. mars verður einnig helg- aður baráttunni gegn þessu ástandi. Að lokum vil ég skora á þig að koma og taka þátt í barátt- unni fyrir frelsi og jafnrétti og stuðla að endurreisn Rauð- sokkahreyfingarinnar. Anna Karin Júlíussen KONA Gleymdist þú í önnum hversdagsleikans eða ert þú aðeins í lítillæti þínu að breiða yfir hetjudáðirnar? Gleymdist réttur þinn eða breiddir þú yfir hann með þögn og þolinmæði? Gleymdust spor þín og fyrri barátta eða ert þú aðeins að þóknast fjöldanum? Hvert forstu með verkin þín, vonirnar, þrána? Hvar er trúin viljinn og krafturinn? Kona! hvar er lífið þitt? SKOTTA

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.