Forvitin rauð - 01.01.1982, Síða 12
an lítils metin. Fólkið þarf því
að vinna alveg óskaplega til
þess eins að hafa ofan í sig og
á, og munaðarvörur eru sjald-
gæfar nema vinnan sé aukin. í
frystihúsum eru konur yfirleitt
í meirihluta, en matið á vinnu
þeirra er mjög mismunandi
eftir því hvernig stendur á á
hverjum tíma. Ef þensla er í at-
vinnulífinu og mikið er að gera,
er hóað í konurnar og þær
drifnar út á vinnumarkaðinn
t.þ.a. bjarga verðmætunum.
En einn daginn fá konur bréf:
„Vegna slæmrar veiði hefur
verið ákveðið að stöðva vinnu í
verksmiðjunni um tíma. Þegar
framleiðsla hefst að nýju mun
vinna hér í verksmiðjunni að
sjálfsögðu standa yður til
boða.“
„Semsagt, þurfum ekki að
nota ykkur meira í bili, þið
eruð velkomnar næst þegar við
þörfnumst ykkar.“
í samningi Alþýðusambands
Vestfjarða stendur í gr. 12.2:
„Verkafólk sem unnið hefur
eitt ár samfellt hjá aðilum, sem
fást við atvinnurekstur innan
sömu starfsgreinar, ber eins
mánaðar uppsagnarfrestur frá
störfum, enda hafi uppsögn hjá
fyrri atvinnurekendum borið
að með löglegum hætti.“
Lög sem þessi eru oftar en
ekki þverbrotin, og í þessu
sambandi er einfaldast að vísa
til kjaradeilna sjómanna í sl.
mánuði, þar sem fleiri hundruð
starfsmönnum var sagt upp án
lítils eða nokkurs fyrirvara. Að
vísu gat fólk sótt um atvinnu-
leysisbætur, sem nægðu þó
engan veginn til þess að fram-
fleyta viðkomandi aðilum. í
þessu sambandi má einnig
nefna áströlsku stulkurnar á
Flateyri sem var kastað út á
kaldan klakann og engin hjálp
veitt. Þessar sömu konur eru
tældar hingað með loforðum
um svimandi kaup í frystihús-
um á íslandi og glæsileikinn
drýpur af hverju orði í hinum
erlendu auglýsingum.
Okkur er spurn og því spyrj-
um við: „Flvar er réttlætið?“
Er hægt að réttlæta slíkt á
grundvelli þeirrar „staðreynd-
ar“ að þessar konur hafi unnið
það stutt hjá viðkomandi fyrir-
tækjum að þær eigi í raun ekki
rétt á neinum atvinnuleysisbót-
um? í framhaldi af þessu er þá
hægt að spyrja hvort réttlætan-
legt sé að draga hingað erlendar
stúlkur, en skilja síðan við þær
allslausar á vonarvöl í ókunnu
landi?
Á þessum litlu dæmum sést
að verkakonur gegna hlutverki
varavinnuafls og hafa lítið sem
ekkert atvinnuöryggi.
Á vertíðum er nóg að gera og
þá er ekki verið að tala um
„nauðsyn þess að konan sé
heima“! Verkakonan er, auk
efnahagslegrar kúgunar — eins
og allir, sem selja vinnuafl sitt,
— kúguð af auðvaldsþjóð-
félaginu hvað varðar hlutverk
hennar í fjölskyldunni. Flún
tekur i raun á sig tvöfalda
vinnu, því auk starfs síns í
framleiðslunni rekur hún e.t.v.
heimili, og þarf þ.a.l. að standa
sig á tveimur vígstöðvum.
Kona með slíkt vinnuálag og
karlinn með sína yfirvinnu geta
aldrei orðið virk í sínu verka-
lýðsfélagi. Hin borgaralega
hugmyndafræði beinist að því
að réttlæta og viðhalda þessu
ástandi. Þess vegna verður og
er stéttabarátta, barátta um
völdin í þjóðfélaginu.
HVAR ER
RÉTTLÆTIÐ?
Verkalýðsmál hafa verið mikið
rædd í fjölmiðlum undan-
farnar vikur, m.a. vegna ný-
yfirstaðinna kjaradeilna á Vest-
fjörðum. Mikið er skrafað og
skeggrætt um þessa hluti, en
sjaldan er þó rætt um aðbúnað
verkafólks í bókstaflegri merk-
ingu.
í lögum um aðbúnað og holl-
ustuhætti stendur m.a.: grein
6.4. „Unglingar innan 16 ára
vinni ekki við flökunarvéla-
samstæður hausinga- eða
flakningsvélar"
En við sem tölum út frá eigin
reynslu vitum að þessari laga-
grein hefur verið gefinn lítill
gaumur hingað til. Unglingum
sem ekki hafa náð 16 ára aldri
er potað á vélasamstæður í
trássi við öll lög. Þetta sætta
þeir sig við þar sem þá verður
kaupið hærra en ella. Og þetta
er einmitt tipiskt dæmi um það
hvað fólk lætur bjóða sér uppá
til þess að fá laun sín hækkuð,
allir virðast ánægðir, og verka-
lýðsforystan skiptir sér ekki af
þessu því að þetta er hin viður-
kennda leið til þess að ná hærra
kaupi. Vinnuþrælkunin er gerð
að aukaatriði, og í þessu felst
mórallinn á vinnustað, þ.e.a.s.
að vinna betur og meira en
hinir til þess að fá hærra kaup,
því það sem fólk hefur til við-
miðunar á kaupið er miðað út
frá félögum á vinnustað, enda
er gefið tækifæri og eiginlega
byggt á samkeppnisviðhorfum
verkafólksins á ekki stærri
vinnustað en 50—100 manna.
Þar finnast varla tveir menn
sem hafa sama kaup, fyrir
vinnu sína þó svo að vinnutím-
inn sé sá sami og unnið sé hlið
við hlið, það er ekki bara
stéttaskipting á milli karla,
kvenna og barna, heldur einnig
meðal þeirra. Þetta hlýtur og
gerir einnig að auka á sundrung
verkafólks. Það vinnur hver
fyrir sig.
Og hver ber ábyrgðina eins
og er? Er það verkalýðsforyst-
an undir handajaðri hins kapi-
taliska þjóðskipulags? Eða er
það verkafólkið sjálft sem ber
ábyrgðina á ástandi þessara
mála?
Á Flateyri við Önundarfjörð
er eitt frystihús starfandi, þar
sem meirihluti þorpsbúa vinn-
ur. Þorpið vaknar snemma því
að stimpilklukkan bíður. Á
mínútunni 8 er allt á fullu í
frystihúsinu, konurnar í
vinnslusalnum standa hver við
sitt borð, og þegar litið er yfir
salinn minna þær helst á vélar
þar sem þær keppast við vinnu
sína. Oft er unnið langt fram á
kvöld, og þá sérstaklega þegar
„fiskurinn liggur undir
skemmdum!“ Eftir slíkar
tarnir er fólki stirt um mál,
hvað þá að það geti hugsað eitt-
hvað af viti.
En hvers vegna vinnur fólkið
svona eins og skepnur? Er það
nauðsynlegt? gæti einhver
spurt.
Sá sem hefur kynnt sér mál
verkalýðsins að einhverju leyti
veit það að íslenskur verka-
lýður gegnir lægst launuðu
störfum í þjóðfélaginu, og enn
fremur eru störf hans alla jafn-
FIRRING
Á hræin
leggjast gammarnir
og skilja eftir
nakin hvít beinin
á þurri
eyðimörkinni.
Hlið við hlið
liggja þau
sundruð
og án samhengis
Hvern gæti
grunað
að ÞAU
hefðu
einhverntíman verið
menn?
SKOTTA.
FfRVITIN
+ RAUÐ