Alþýðublaðið - 13.04.1958, Síða 5

Alþýðublaðið - 13.04.1958, Síða 5
Sunnudagur 13. apríl 1958 Alþýðublaðið 5 6. tbl. Kitstjóri : Vilbergur Júlíussftn 1. árg. Pearl S. Buck Kínversku börnin í næsta h ú s i D \ 5 ,s ,s !S í > $ s s 's V iV S s S s s s s S s s a;r p? \ Hfl^rgrét Jórssdóttir; KVÖLDBÆ Á bak við fjöllin sól er sigin, það syrtir að og kvölda fer og burt í aldahafið hniginn og horfinn þessi dagur er. En lof sé guði, er líf mér gaf og Ijóssins dýrð að gleðjast af. Nú færist yfir húmið hljóða, eg halla mér á svæfilinn, og barnavininn blíða, góða eg bið að senda engil sinn. Þá hlýt eg ljúfa hvíld og frið, því hjá mér vakir englalið. ur • Mamma: „Hvað ertu að gera, Elsa?" : Elsa: „Skrifa bréf!“ ■i Mamma: „En þú kannt ekki gið skrifa.“ Elsa: „Það gerir ekkert til. Inga á að fá bréfð, og hún kann ekki að lesa!“ '( * , Mamma: „Þú springur, ef þú fcorðar meira!“ i Nonni: „Réttu mér þá tert- ®na og farðu svo frá!“ , — Pabbi, pabbi! Jólasveinn- inn er að koma. — Hvaða vitleysa er þetta, barn! Þetta er mamma þín. Hún hefur fengið sér nýjan hatt. * Fylumynd Mamma hafði oft áminnt Siggu um að taka vel upp um sig sokkana, því að annars væri sagt, að hún hefði kálfsfætur. Dag nokkurn var Sigga send til sltárarans. Hún heilsaði hon um kurteislega og sagði: ,,Þú vlidir. víst ekki vera svo góður 4að lyfta buxnaskálm- unum svolítið upp? Mamma bað mig að spvrja, hvort þú hefð ir ekki kálfsfætur!11 Læknirinn: „Hvar funduð þér fyrst til verkjarins?" Sjúklingur: „Milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.“ Hvar er smalinn? BREFASKRIFTIR. Ég undirrituð vil komast í bréfasam- band við stúlkur, á aldrinum 12 — 13 ára. Bergþóra Jónsdóttir, Þuríðarbraut 5, Bolungarvik. — Af hverju reisir þú reið- hjólið upp við rúmið þitt? — Ég er orðinn svo voðalega þreyttur á að ganga í svefni. * Siggi: „Pabbi minn hefur enga s.kemmda tönn.“ Palli: „Af hverju ekki?“ Siggi: „Hann er tannlaus." HEILRÆÐI Láttu smátt, en hyggðu hátt, heilsa kátt, ef áttu bágt, leik ei grátt við minni mátt, ■mæltu fátt og hlæðu lágt. E. Ben. — Er það drengur í þetta sinn? spurðum við, ein’um munni. og störðum á föðurinn. — Faðirinn lét, sem hann skildi okkur ekki. ■—• Hvað? spurði hann hissa.. — Nú, barnið auðvitað! — Barnið! Já, barnið! Nei, það er enn ein yndisleg, Jítil stúlka. Hún er mjög falleg. Ég er búinn að gefa henni nafn. Hún heitir Snotra önnur! Við stóðum þarna, sem steini lostnar. Engin okkar sagði orð. Jafnvel En-Bao brosti ekki einu sinni. Við vissum vel, að heitasta ósk hinnar kínversku móður var að eignast son. Hún var góð kona, hjálpsöm og vin- gjarnleg. Og hún gaf okkur oft að borða, mat og sælgæti. En allt í einu byrjaði En-Bao að hlæja. — Hvernig getur þér komið hlátur í hug, skömmin þín? sagði elzta systirin byrst. — O, það er svo fyndið, að ■ailir okkar drengir skuli vera stelpur -— Jæja, svo fórum við allar að hlæja. Við gleymdum þessu enn einu sinni með börnin. Það leið heilt ár. Og það var von á enn einu barni, hjá fjölskyld- unni, í næsta húsi. Snotra önnur stækkaði og þroskaðist dag frá degi. Flún var bústin, skrýtin og skemmti lag. Öllum þótti vænt urn hana. Og faðirinn gat varla skil ið hana við sig. Hann tók hana jafnvel með sér á te-húsið. — Te-húsið? spurði Davíð. — Já, þangað fara allir kín verskir’ feður til þess að rabba saman, drekka te og borða sinn uppáhaldsmat. Þangað sækja þeir gjarnan tilbreytingu frá heimilum sínum, fjöl skyldu, — og þá oftast nær alltaf of mörgum börnum. En hinn kínverski faðir gat ekkí séð af dóttur sinni. Hann tók hana því með sér í te-hús- ið. Ég sé hann fyrir mér, hvar hann heldur af stað til te-húss- ins, í fögrum kyrtli, með vatnspípuna í hendinni. Á eftir honum gengur þjónustu- stúlkan og ber Snotru litlu. Hún er í rauðri silkitreyju, með Búddha-húfu á höfðinu. -—- Búdda-húfu? át Anna eftir. — Já, kínyersk börn nota Búddha-húfur. Það eru falleg- ar húfur með bryddingum, og á þeim eru átta Búddha-mynd- ir. Litlu, fallegu flétturnar hennar Snotru, sem bundnar voru saman með rauðum silki- spotta, komu upp um gat á Búddha-húfunni og stóður beint upp í loftið! Allir voru hissa á að siá föð- urinn koma með litlu dóttur sína á te-húsið. En hánn skeytti því engu. Hann kímdl bara og sagði, að það væri miklu auðveldara fyrir sig að velja sér mat, þegar Snotra væri með honum. Og ekki leið á löngu, þar til Snotra varð uppáhald allra í te-húsinu. Fólkið lék sér við hana. hló og gerði að gamni sínu. Og: Snotra skríkti og saug fing- urna. — Saug fingurna? endurtók Anna. — Já kínversku börnin eru að mörgu leyti ekkert frábrugð in amerískum börnum. Þaus gera bæði gott og illt. Og þau eru ekki síður skemmtileg, með sínar rauðu kinnar, svörtu augu og fléttur. Og þegar fað- irinn sá, hvað allir voru hrifn- ir af litlu dóttur hans, varð hann dálítið hreykinn — og jafnvel montinn. Hann lét hana á mitt borðið,;. innan um alla bollana og skálarnar. Síðan setti hann upp gleraugun sín, ræskti sig hressilega og hélt ræðu. Hann sagði: -— Telpur eru ekki síður skemmtilegar en drengir. Ég! held mér gæti varla þótt vænna um fimm drengi heldur en þessr ar fimm dætur mínar. Ég ætla að ala þær allar upp, eins og þær væru drengir •— Og Snotra hafði ekki hugmynd um, hvað pabbi hennar var að segja. Hún var svo-lítil. Hún bara skríkti og hló. TALNAGATA 1—15. Hafskip taka hvild hjá mér. 4, 6, 13, 12, 2. Heimasæta glöð ég er. 12, 14, 8, 3, 6, 10. Gjarna um jól við gleðjum þig. 13, 11, 4. Góðir dregnir forðast; mig. 9, 15, 5, 5, 6. Klórað tíðum í mig er. i 1, 10, 6, 7. Enginn reiðir va|n í mér. . i Ó. Þ. K. 1 Gesturinn: „tlvað ertu garn- all, Siggi minn?“ Siggi: „Gamall? Ég er nærri því nýr!“ ! ROBINSON Eftir Kjeld Simonsen Ferðalagið gekk að óskum dögum saman, en það var eins og ólánið elti aumingja Róbinson. Skyndilega skall á þá ofsaveður með suðaustan stormi, og skipið strandaði stuttu síðar á blindskeri, ör- skammt frá landi. — Það gekk greiðlega að koma út björgunarbátn.umj og komust allir skipverjar í hann. Var nú róið af miklu kappi í átt- ina til lands, en allt í einu kom heljarmikill brotsjór og hvolfdi bátnum. , i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.