Morgunblaðið - 14.12.1913, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.12.1913, Qupperneq 2
196 MORGUNBLAÐIÐ Hvað á eg að gefa í Jólagjöf? Komið í Vefnaðarvöruverzlun Th Th Ingólfshvoli, og þar mun yður hjálpað. flfram eftir 0. Sweff Ttlarden. I. k a p í t u 1 i. Hvað er oss kleift? ÍYamh. Það eru að eins menn, sem eru veikir fyrir og óákveðnir, sem bera við viðbárum um tækifærisleysi. Eins og ekki sé ætíð nóg, sem hægt er að koma sér áfram með. Hver stund í skólanum, hver fyrirlestur o. s. frv., er tækifæri. Hver einasti sjúklingur, hver ein- asta blaðagrein, hver einasta prédikun, hver einasta verzlun — gefa þér færi til þess að sýna kurteisi, heiðarleik, karlmensku og ávinna þér vini. Hver sönnun sem þú færð fyrir trausti á þér, gefur þér tækifæri til að komast áfram, og hver skylda, sem þér er á hendur lögð, gerir hið sama. Lati verkmaðurinn, en eigi hinn iðni, kvartar yfir tíma- og tækifærisleysi. Margir eru þeir, sem ná í »hamsana« eina af »mögu- leikum*, en vinna þó meira úr þeim, en aðrir úr öllum möguleik- um æfilangt. »Enginn er sá maður til«, segir kardínáli einn, »að eigi hafi lánið einhverntíma gert honum heimsókn, en lánið er svo gert, að þar sem fólk er eigi viðbúið að taka móti því, fer það inn um dymar og út um gluggann«. Ert þú reiðubúinn til að grípa tækifærið? Opin augu sjá tækifærin hvarvetna, opin eyru komast eigi hjá þvi að heyra óp þeirra, sem farast vegna þess, að þeim er eigi hjálpað; opin hjörtu skortir aldrei fólk, sem á skilið hjálp; opnar hendur þarf aldrei að vanta góða og nytsama vinnu. Naumast var nokkur sá sjómaður til í Norðurálfu, er eigi hafðí brotið heilannum hvað væri hinumegin Atlanzhafsins. En Columbus leysti þá gátu með einbeitni sinni og kjarki, og fann nýja heimsálfu. utal epli höfðu fallið úr trjánum niður á haus fólks, til þess að þvinga það til að hugsa, en Newton varð fyrstur til þess að uppgötva — þyngdarlögmálið. Frá þvi á dögum Adams og Evu, höfðu þrumur og eldingar reynt að opna augun á mönnum fyrir rafmagnihu, en alt varð árangurslaust, og fólk skelfdist að eins, er það sá þessi furðuverk loftsins. En þá kom Franklín til sögunnar, og sýndi fram á með ofur einfaldri tilraun, að eldingin er ekki annað, en opinberun á hinu ótæmandi rafmagnsafli loftsins og vatnsins, sem hægt er að breyta. Þessir menn eru taldir miklir menn, af því að þeir kunnu að »grípa tækifærið«, sem annars liggur laust fyrir öllu mannkyninu. »Af tilviljun, mætti eg hinu dauðadæmda skipi, »Central-Ame- rika«, segir skipstjóri einn. »Myrkur skall á, veður harnðaði og eg bauð aðstoð mína, ef þyrfti«. »Já, við erum aðsökkva«, sagði Hern- den skipstj. »Viljið þér ekki heldur láta farþega yðar koma þegar yflr í mitt skip«, spurði eg. »Nei, en verið þér i nánd við okkur þangað til í fyrramálið«. — »Eg skal reyna það«, svaraði eg, «en væri samt eigi betra, að farþegarnir kæmu undir eins yfir til mín?« — »Verið þér að eins kyrrir í nánd við okkur tilmorguns!«—hrópaði skípstjórinn af nýju. — »En veðrið versnaði svo mjög um nóttina, að eg gat eigi haldið skipi mínu kyrru, og 11/2 klst. eftir að eg tal- aði við skipstjórann, sökk skipið með allri áhöfn«. Skipstjórinn sá það um seinan, að hann lét hið góða færi til björgunar frá sér fara. Og hvað stoðaði það honum, er dauðann bar að, þótt hann ávítti sjálfan sig harðlega? En mannslífin, sem þarna var fórnað vegna þess, að skipstjóri var eigi nógu skjótráður og of bjartsýnn — þau voru eigi fá. En lötum og úrræðalitlum mönnum fer oft eins og þessum skipstjóra. Þeir sjá það eigi fyr en eftir á og læra það aldrei, að mylnan getur ekki notast við það vatn til að mala kornið, sem þegar er runnið framhjá. Svona fólk er ýmist of seint eða of snemma á ferðinni með alt, sem það ætlar að gera. Á barnsaldrinum kom það of seint í skól- ann og vanrækti skyldur sínar heima fyrir. Þetta varð svo að vana og síðar í lífinu þegar það sýpur seiðið af þessu, kennir það tilvilj- uninni um og telur sér trú um, að »ef eg hefði farið í gær þá hefði eg náð í þessa atvinnu, en við skulum sjá hvort mér býðst ekki eitthvað á morgun«. Svona fólk þekkir ýmsar leiðir til þess að græða fé, en finst tíminn aldrei nógu hentugur; þetta fólk veit ósköp vel, hvernig það á að bæta stöðu sína, svo að það verði fært um að hjálpa öðrum, en »sem stendur er ekkert færi á því«. Þetta fólk kann i stuttu mdli eigi að nota sér tœkifœrið. Tilviljunin er einskis verð, ef þú kant eigi að nota þér hana. Glott færi gerir þig hlægilegan, ef þú ert eigi viðbúinn að veita því viðtöku. Þið æskufólk, ungir menn og ungar stúlkur — því standið þið »með hendur í vösum«?' Var alt landið á annara höndum, er þið fæddust? Ber jörðin eigi lengur ávexti? Er enga atvinnu að fá,. allar stöður fullskipaðar, allar bjargir bannaðar? Eru allar fram- leiðslulindir lands yðar þurtæmdar? Allir leyndardómar náttúrunn- ar full-rannsakaðir? Er engin leið að því fyrir ykkur að bæta yð- ar eigin kjör eða veita öðrum fulltingi? Er samkepni vorra daga svo fílefld, að þið megið því vel una, ef þið getið, sem maðursegir, dregið fram lifið? Skyldi yður vera það hlutskifti ætlað að fæðast á þessum stórstigu framsóknartímum, er öll hin mikla reynsla for- tiðarinnar er við hönd yðar, til þess eins að auka tölu skepna þeirra, sem aðeins hugsa um að hafa mat í sig. Hvar sem litið er blasir hið sama við: hið nýja rekur hið gamla af stóli. Vélar, þetta 10 ára, verða að víkja fyrir öðrum nýrri og fullkomnari, vinnuaðferð forfeðra vorra víkur fyrir annari betri. öðru hvoru falla þeir í valinn, sem helgað hafa líf sitt vinnu og framsókn. Það er ætíð þörf á einhverjum til að fylla skörðin — í hinni miklu lífsbaráttu. Meðan nóg verkefni bíður vor í heiminum; — meðan eðli manns- ins er á þá lund, að vinsamlegt orð eða lítilfjörlegur greiði getur orðíð til þess að stöðva ólánið eða veita láninu framrás — til handa meðbræðrum vorum; — meðan sjálft eðli vort er það, að oss þykir mest i varið að starfa heiðarlega og með alvöru, — meðan úir og grúir af óteljandi dæmum ágætra manna til þess að hvetja oss til framkvæmda — eg segi meðan svo stendur, erum vér á hverju augna- bliki að rekast á gott færi. Sökum hinnar miklu og sívaxandi aðsóknar að verzluninni, eru hinir heiðruðu viðskiftamenn vinsam’egast beðnir að senda pantanir sínar mjög tímanlega. VERZL. LIVERPOOL. Hvar á eg að kaupa Karlm. og Drengja Föt, Frakka, Regnkápur, Nærföt, Hálslin, Slifsi og Höfuðföt? í fataverzlun Th. TH. & CO. Aushirstrati 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.