Morgunblaðið - 29.03.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1914, Blaðsíða 4
684 MORGUNBLAÐIÐ Nýju vörurnar n eru komnar til L" Th.Th i, Ingólfshvoli Beztu Cigarettur heimsins eru Special Sunripe trá R. & J. Hill Ltd, London. Söngkensía Aðaliim- boðsmaður fyrir Island Arent Claessen. Strandferðirnar. Gufuskipið ter fyrstu straudferðina kring um landið og leggur á stað frá Reykjavík 15. apríl. Skipstjóri verður Guðmundur Kristjánsson. Afgreiðslumaður í Reykjavík er Bjðrn Guðmunds- son kaupmaður. A. V. Tulinius eftir umboði. Frú Laura Finsen, útskrifuð frá sönglistaskólanum í K.höfn og lengi notið framhaldskenslu á Þýzkalandi, kennir söng. Sérstök áherzla lögð á raddmyndun og heilsusamlega öndunaraðferð (hygieinisk Pustemetode), sem hlífir hálsinum og þroskar röddina. Vanalega heima til viðtals kl. 5—6 e. h., Laugaveg 20 B (uppi). Prjónagarnið góða. Dömuklæðið þekta 2.50, 1.90—1.45. Sokkarnir (ullar) 1.10, Kvenbolir og Normalskyrtur, 'Enskar húfur o. fl. alt nýkomið. Fermingarfðtin koma 2. næsta mán. í mjög stóru úrvali 1 JLustursírœíi 1. dlsg. <9. Sunnlaugsson & Qo. Þakpappaverksmiðjan Dortheasminde Köbenhavn B. JU Herkúles-þakpappi Haldgóðir þakpappalitir allsk. Strokkvoðan Saxolin. ZACHARIAS & Co, Dortheasminde. Stofnað 1896. * Tals.: Miðst. 6617. Álagning með ábyrgð. Triumph-þakpappi Tjörulans — lyktarlans. Triumph-einangrunarpappj Páttur af Fjalla-Eyvindi eftir Gísla Konráðsson. — 31 — nú mjög út að leggjast, og sagði hann svo síðar, að ósjálfráð fýsn hafi dregið sig til útilegunnar, og að sjaldan eða aldrei ættu fjallabúar í hungri eða ill- viðri svo miklu, að ekki hefði þeim þótt það betra en í bygð, sökum frjáls- ræðis, er þeir áttu þar. Abraham stal gömlum sauð, potti, skjólu og öðru smá- legu og fór nú brott úr Haukadal með 2 hesta. Aðrir segja hann hyrfi fyrst frá Ströndum og vissu menn síðast til hans á Svanshóli hjá Sveini bróður hans. Er ekki getið um hverja leið hann fór áður hann kom til Eyvindar og Höllu á Arnarvatnsheiði; tók hann við Abra- ham. (Það vita menn ógerla hvar þau Eyvindur lágu á heiðinni; þykir ólík- legt að það væri við Arnarvatn í Grett- isskála, svo nærri mannavegi og urn- ferð grasafólks úr Borgarfirði, þó að veiði megi þar hafa úr vatninu; en lík- legra þau lægi austar lengra frá manna- vegi, eða i hrauninu undir Langjökli). Það hafa sumir sagt, og ætla menn satt vera, að Abraham væri ófermdur, er haun lagðist út. Sagt er að hann væri — 32 — maður hár vexti, allgrannur og heldur óhamingjulegur á svip; en ekki verður lýsing hans rituð fundin í alþingisbók- um, sem annara þessara þjófa; mætti það vera fyrir þá sök, að hann var ófermdur. 18. Hjörtur og Arnes leggja saman við Eyvind. Hjörtur hét maður í Árnesþingi og var Indriðason; var hann þegar á unga aldri latur og hvinskur, en vel styrkur. Var það ráðið að refsa honum, en er til skyldi taka var Hjörtur horfinn. Það er og sagt, að maður sá, er Guð- mundur Jónsson hét, brytist úr járnum eða varðhaldi og hlypi hann síðan á fjöll (þykir líklegt að verið hafi tukt- húss-Gvendur, er gamlir Barðstrending- ar hafa frá sagt, og áður er nefndur). Talið er, að þeir Gvendur og Hjörtur hittust, en óvíst hvar, og létti ekki fyr en þeir komu á fund Eyvindar; tók hann við þeim. Kom þá og Arnes að norðan og sló saman við Eyvind og kumpána hans. Varð brátt kostnaðar- — 33 — samt er þeir voru svo margir. Skjótt urðu illar fjárheimtur Borgfirðinga og það þótt þeir Eyvindur öfluðu fjárins norðan yfir Sandá af Kúluheiði, Gríms- tungnaheiði og alt vestur á Tvídægru. Er þá sagt að þeir lægi um hrið í Surts- helli, en lítt þorðu þeir þar við að hald- ast, svo nærri bygð og lestavegi Norð- . lendinga, þó að flestir Skagfirðingar og Eyfirðingar færu þá Kjöl, er siðar lagð- ist mjög niðúr: Kom svo, að þeir fluttu bygð sína í Þjófakrók, er sagt er nú heiði milli Eiríksjökuls og Baidjökuls eða upp undir Geitlandsjökli, og urðu þá enn djarftækir á fé manna, er gekk á Okina eður i Húsafellsskógi; höfðu og úr Hvítársíðu af Arnarvatnsheiði. 19. Snorri prestur stökkur þeim Eyvindi úr Þjófakrók. Snorri prestur og skáld Bjarnason •hafði nú tekið Húsafell, en áður hafði hann verið á Ströndum norður. Hann var allra manna rammastur á afl og að mörgu mikilhæfur. Kallaður var hann og fjölkunnugur. Þeir Eyvindur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.