Morgunblaðið - 29.03.1914, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.03.1914, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 685 Sannar sag'nir af Titanic. Eftir Archibald Gracie ofursta. x. kapítuli. Síðasti daqurinn. Af því að eg er eini karlmaður- inn, sem nú er á lífi af farþegum þeim, sem stóðu á þiljum Titanics meðan björgunarbátunum var skotið fyrir borð með konum og börnum, þá finst mér það skylda min, að geta um hetjudáð allra þeirra, er á skipi voru. Fyrst og fremst á eg þar við samferðamenn mína, sem stóðu ró- legir á þilfari, þangað til bátarnir með konum, börnum og ræðurum höfðu lagt frá borði, og sukku síðan í sæ með skipinu, fimtán eða 20 minútum síðar, með þeirri góðu samvizku, að hafa fórnað lífi sínu til þess að bjarga þeim, sem minni máttar voru. Þá vil eg og minnast á annan stýrimann, Lighttoller, og menn hans, sem intu skyldu sina af höndum, eins og engin hætta væri á ferðum. Og að siðustu minnist eg á konurnar, sem ekki mátti á sjá hinn minsta hræðsluvott eða vanstillingar, þegar þetta skelfilega slys vildi til. Eg geri mér í hugarlund, að þeir af lesendum minum, sem vanir eru að heyra sögur af áhrifamiklum æfin- týrum og svaðilförum, muni taka fegins höndum við frásögunni af þeirri hetjudáð, sem fólkið á Titanic sýndi, Bera mér til þess forréttindi og sorgleg skylda að segja söguna. Eg mun að mestu leyti segja frá því, sem eg sjálfur heyrði, sá og gerði á þessari ógleymanlegu »fyrstu< ferð Titanics, sem endaði með því, að skipið sökk i sæ kl. hérumbil 2,22 að morgni hins 15. april 1912, og Knýttir hnefar. 13 Saga stórglæpamannsins, eftir Övre Richter Frich. Framh. Hann var að hugsa um þetta meðan hann gekk heim í hægðum sínum. Hann hafði nú valið það að kasta sér út í óveður lífsins — og þótti vænt um að finna storma geðshræringanna leika um höfuð sér. Hann var eitt af þessum óhamingju- sömu hamingjubörnum, sem þjást af þörfinni til að svifta sig hinni ótæmandi auðnuþrá, sem bersti brjóst- um þeirra. Það er hið ótakmarkaða táp, sem gerir suma menn ruglaða, en aðra að mannhöturum. Þeir eru áhangendur Zorathrust og sækjast mest eftir ófriði og glæpum, alveg eins og fiðriidið sækist eftir ljósinu, sem síðar brennir það upp til agna. Hann staðnæmdist skyndilega. Fyrir framan dyr hans stóð maður nokkur og gægðist inn í milli riml- anna i hliðinu og athugaði nákvæm- var það mánudagur. Þá hafði skipið litlu fyr rekist á isjaka, á eða í nánd við 410 36” norður breiddar og 500 14” vestur lengdar, norðarlega í At- lanzhafi. Fórust þar 1490 menn. Á sunnudagsmorgun 14. apríl, hafði þetta aðdáanlega skip, hið fullkomn- asta sem hugvit mannsins hafði látið gera, brunað í hálft fjórða dægur yfir spegilsléttan sjóinn. Altaf var á blæja logn, frá því er skipið lagði af stað frá Southampton, og voru engin merki þess að skipast mundi veður i lofti. Skipstjóri hafði á hverjum degi aukið skriðinn á skipinu og spáð þvi, að þessi fyrsta ferð Titanics mundi verða hin hraðasta, sem farin hefði verið yfir Atlanzhaf, ef veðrið héldist óbreytt. Engum datt í hug að hræð- ast óvættir norðurhafanna sem lágu í vegi fyrir skipinu og söktu því á svipstundu. 14. apríl að kvöldi, var okkur sagt, að skipið hefði siglt 546 enskar míl- ur um daginn og að næsta dag mundi það fara enn hraðara. Siðar um kvöldið gaus upp sá kvitt- ur og barst mér til eyrna, að Titanic hefði fengið loftskeyti frá öðrum skipum, sem vöruðu yfirmennina við ísjökum og íshröngli, sem væri á leiðinni. Þótti mörgum sennilegt að svo væri, þvi altaf kólnaði í veðri. En þrátt fyrir það urðum við ekki vör við að skipið hægði á sér, og vélarnar gengu með sama hraða og áður. Gamlir sjómenn hafa siðan sagt mér, að aldrei hafi verið jafnmikill is á þessum slóðum um þetta leyti árs. Skemtanir þær og þægindi, sem vér nutum i þessari fljótandi höll, virtist mörgum og þar á meðal mér sjálfum, spá óheilkvænlega fyrir því. Manni virtist skipið alt of vel úr garði gert og viðhafnarmikið, og hlyti lega lásinn. Það var lágur maður og herðibreiður í síðri kápu, með köflótta enska húfu á höfði. VI. Maðurinn Jrá Arqentínu. Götuljósin vörpuðu daufum bjarma á andlit mannsins. Það var rautt og þrútið, en hendurnar voru ein- kennilega litlar og hvítar. Honum varð ekkert hverft við þegar Fjeld gekk að honum, en hneigði sig kurteislega. — Þér eruð vist dr. Fjeld, mælti hinn ókunni maður á þýzku, en framburðurinn bar þess þó ljóst vitni, að maðurinn hafði alið aldur sinn hjá suðrænni þjóðum. Þér fyrirgefið þó eg standi hér fyrir hliðum yðar og virði fyrir mér þennan einkennilega lás. Eg er sem sé sérfræðingur i þeirri grein. En það er ekki eingöngu lásinn, sem vekur undrun mina, þótt — — — — Þér fyrirgefið þótt eg trufli yður, mælti Fjeld á þýzku. Eg er læknir, og þér komið hér síðla til húsa. Er það vegna sjúklings eða með því að vekja reiði hins himneska almættis. Einn af merkustu farþeg- unum, Mr. Charles M. Hays, forstj. kanadisku járnbrautanna, hóf fyrstur máls á þessu hugboði vorn. Hann var að íhuga hvernig gistihallirnar meðfram nýrri járnbrautarálmu skyldu útbúnar. Gafst honum ágætt tæki- færi á Titanic til að athuga það óhóf og þann munað, er menn sækjast svo mjcg eftir. En þessi var spá hans, og rættist hún fáum stundum síðar, er hann beið bana ásamt mörg- um hundruðum manns: »Wbite Star, Cunard og Hamburg- Amerika félögin neyta nú allra bragða hvort um sig til þess að verða fremst i flokki að því er óhóf snertir. En þess mun skamt að bíða, að afleið- ing þess verði hið hræðilegasta sjó- slys sem sögur geta um«. Eg hefi farið margar férðir yfir Atlantzhaf og þá ætíð haft það fyrir fasta reglu að hreyfa mig eins mikið á degi hverjum og mér hefir verið unt. En eg vék.frá þessari reglu á Titanic og naut meira bókalesturs og samræða. Mér fanst næstum þvi að eg væri í strandferða sumar- leyfi og nyti allra þæginda þess — því ekkert minti mig á það að eg væri úti á hinu ólgufulla Atlanzhafi. Vér urðum næstum því ekki varir við hreyfingar skipsins og vélaskrölt- ið, hvorki í sölunum né á þilfari. En eg hafði ákveðið að byrja æfing- ar á sunnudaginn á knattleikasviðinu, leikfimissalnum, sundlauginni, o. s. frv. Reis eg þann dag snemma úr rekkju og æfði mig fyrst i Tennis- leik og fekk mér síðan bað í sund- lauginni. Aldrei hefi eg fengið eins gott bað. Volgur sjórinn hresti lik- ama minn og styrkti. En hversu mjög mundi ánægja mín hafa verið skerð, ef eg hefði haft hugmynd um það að þetta væri nær mitt siðasta bað og að eg mundi þurfa að neyta sundkunnáttu í 28 stiga köldum* sæ áður en næsti dagur risi. Mér finst það ekki lengra siðan en í gær að eg átti tal við skipverja þá, er stjórnuðu þessum skemtunum. Knattleikarinn F. Wright, var Eng- lendingur og líktist mjög ýmsum öðrum mönnum sem eg hefi séð og leikið knattleik við, sem er uppáhalds leikur minn. Eg hefi hvergi heyrt minst á hann í frásög- unum um stysið og því gríp eg tækifærið til þess að segja frá hon- um og síðustu æfistundum hans. Frh. *) Frostmarkið á Fahrenheit er 32 stig. Palladómar. Eftir Hrajn. Hann er vænn að vallarsýn, vakur í gangi og digur, geltir, urrar, ýlfrar, hrín, æði snöfurligur. ¥ Hárið litlaust, hýr á kinn, hár í kvennagrúa, megi hann opna munninn sinnr má hann galli spúa. y Kjálkabreiður, vaxinn vel, vikótt sýnist enni, klumsa og »játsa«, þýtt með þel, þykir tftumenni. — iSrœnar Baunir trá Beauvais eru ljúffengastar! — Nei, alls ekki mælti maðurinn kumpánalega. Eg er einn af fuglum himinsins, og komi eg seint, þá er það ekki mér að kenna. Það er lögreglan sem hefir tafið mig. — Eíí varð að sýna þeim öll min fingraför og svara ótal spurningum — viðvíkjandi bankaþjófnaðinum — rödd hans var höst og ósveigjanleg —, sem hefir gert marga góða menn æra og vitstola. En eg hafði öll mín skilríki vel út búin. Þó skal eg segja yður það, að eg slapp ekki fyrir góðmensku eina, því eg tala slæma norsku, og er hún ólík norsku Ibsens. — — — En eg hefi lesið margt og mikið í dag i blöðunum. — Eg hefi aldrei lesið eins mörg fréttablöð. — — Því miður skil eg ekki ástæð- ur yðar fyrir þessari ræðu, mælti Fjeld. Eg veit ekki enn, hvert tak- mark þér hafið sett yður, og banka- ránið er mér alveg úr minni liðið. — Haldið þér það ? spurði hinn og lagði áherzlu á orðin. Eg er alls ekki á sama máli. — Eg heiti Mario Heredia — verkfræðingur og verzlunarerindreki. — Eg verzla með stál. Eg á það tilviljun einni að þakka að eg veit að Erko vinur minn er hér í bænum og að hann á heima hjá yður. Mér þætti mjög vænt um, ef að eg gæti hitt hann í kvöld. Það er mjög áríðandi bæði fyrir hann — og yður. Röddin var hás en þó heyrðist hótunamiður í henni um leið og orðin voru sögð. En Fjeld lét það lítið á sig fá------— — Vinir Erkos eru mínir vinir, mælti hann brosandi. Gerið svo vel og gangið innan dyra. Erko er kominn í rúmið, en eg ímynda mér að hann veiti hverjum þeim manni viðtal, sem hyggur á fund hans. — Erko sat inni í svefnherbergi sínu, þegar Fjeld kom þangað. — Það biður maður hér niðri, hvíslaði Fjeld. — Hann kveðst heita Mario Heredia. Erko stökk á fætur. — Mario Heredia, tautaði hann og skalf í honum röddin. — Já, mælti Fjeld, og hann grunar okkur um bankaránið. Er hann hættulegur — féniðingur, glæframaður eða---------? — Hann er djöfuHinn sjálfur, .mælti Erko og skalf á beinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.