Morgunblaðið - 29.03.1914, Blaðsíða 8
688
MORGUNBLAÐIÐ
II smálestir af nýjum vorvðrum
komu með sfðasta skipi.
Vér nefnnm:
dragter,
Léreft, tvisttau, flonel, gardínutau, káputau, kjölatau, leggingar,
kápur, regnkápur, allskonar smávörur, sjöl — yfir höfuð
vefnaðarvara
hverju nafni sem hún nefnist.
Verðið er hið lægsta í bænum, gæðin alkunn og smekkurinn við hvers manns hæfi.
Lítið á vörurnar hjá
TH. TH. Ingólfshvoli.
Smávegis.
Hngvit ástarinnar. Eg sat hérna
um daginn inni á veitingahúsi ásamt
kunningja mínum, sem er símritari.
Ungur maður sat þar við borð skamt
■Jrá okkur og lék sér að því að slá
með gaflinum sínum í borðið. Gegnt
honum, hinu meginn i' salnum sátu
tvœr konur. Var önnur þeirra ung
og fríð en hin var nokkuð við aldur.
Sú yngri handlék einnig gaffalinn sinn
og sló með honum í borðið alveg eins
og ungi maðurinn.
Vinur miun hlustaði eftir þessu
banki nokkra stund. Síðan tók hann
gaffalinn sinn og tók að slá honum í
borðið á sama hátt.
Eg varð sem þrumu lostinn af undr-
un, en þó þótti mór það undarlegást,
að unga stúlkan kafroðnaði, hvíslaði
einhverju að gömlu konunni og síðan
flýttu þær sér út. Ungi maðurinn
reis einnig á fætur og gekk út á eftir
þeim.
— Hvað á þetta alt að þýða ? spurði
eg-
Vinur minn hló.
— Það skal eg segja þér, mælti
hann. Þessi ungu hjú eru bæði sím-
ritarar og svo sendu þau hvort öðru
skeyti með því að slá göflunum í borðin
— eintómt bölvað ástarslúður. Svo
símaði eg til þeirra:
Hættið þessum barnaskap, en farið
heldur til prestsins og látið hann gefa
ykkur saman.
Mikill gæðagripur er Iyftivélin.
Hr. Charley Marston hefir skrifstofu
sína á 32. lofti í einum Babelsturni
New-Yorkborgar. í því húsi eru eng-
ir stigar heldur lyftivólar.
Einn góðan veðurdag leggur kona
hans á stað niður á skrifstofuna.
Þurfti hún endilega að tala við mann
sinn um mikilsvarðandi málefni og
mjög áríðandi.
Rótt í sama mund og lyftivólin
fleygir henni upp á loftið, kemur mað-
ur hennar »utan úr bæ«. Stigur hann
þegar á aðra lyftivól og lætur hana
fleygja sér upp á 32. loft. En er
þangað kemúr, segir skrifstofufólkið
honum, að kona hans hafi þangað
komið í mjög áríðandi erindagerðum,
en af því að hann hafi ekki verið við,
hafi hún þegar farið aftur.
Hr. Marston steig þá aftur í lyfti-
vólina og fór niður, en er þangað kom,
var honum sagt, að þegar kona hans
hafi heyrt, að hann væri farinn upp á
skrifstofu sína, þa hafi hún farið upp
á eftir honum.
— Well, mælti hr. Marston og fl/tti
sór upp á loft aftur.
Frú Marston hafði þá verið sagt það
á skrifstofunni að maður hennar væri
farinn niður. Fl/tti hún sór þá auð-
vitað niður aftur. Lá henni við gráti
er hún heyrði að Marston væri farinn
upp á loft aftur. En hún eyddi ekki
tímanum til ón/tis og steig því þegar
inn í lyftivólina aftur og brá sór upp
á loft.
En er þangað kom, var maður henn-
ar farinn. Nú jæja, þá bíð eg hans
hórna, mælti hún þá.
Hr. Marston var nú einnig orðinn
leiður á þessum eltingaleik og ákvað
því að bíða konu sinnar niðri.
Sátu þau nú þannig drykklanga
stund, hann uppi og hún niðri, en að
lokum urðu þau leið á því og þá fór
hún niður, en hann upp á loft.
Yiljið þið gera svo vel að segja kon-
unni roinui, er húi; kemur hingað upp
aftur, að bíða mín hór.
Og niðri hjá dyraverbi mælti frúin:
— Viljið þór gera svo vel og biðja
manninn minn að bíða mín hér þegar
hann kemur.
Bæði fengu skilaboðin og bæði biðu
lengi, lengi. Áð lokum brast hr.
Marston þolinmæðina og steig hann í
lyftivólina sótrauður af gremju. En
er upp á loftið kom var konan auðvit-
að fariu niður aftur.
Þá var þeim báðum nóg boðið.
Hann settist að vinnu sinni og hún
fór heim án þess að geta talað við
mann sinn um hið mikilsverða og áríð-
andi málefni.
„Leiðrétting".
Herra ritstjóril
Mætti eg biðja yður að ljá rúm I
yðar heiðraða blaði eftirfarandi lin-
um:
í blaðinu >Visir< 27. marz er
svonefnd »Leiðrétting« frá stjórn
Málfundafélags Verzlunarskóla ís-
lands út af grein með fyrirsögninni
»Fánamálið« er var í Morgunblað-
inu 24. þ. m.
Stjórnin segir, að það hafi ekki
verið tilgangur félagsmanna að til-
laga sú, er stendur í áðnrnefndri
grein — og sem að öllu leyti er
rétt — kæmist íyrir almennings
sjónir, en þetta er vægast sagt ósann-
indi, þvi þegar eg kom fram með
tillöguna tók eg það skýrt fram, að
eg hefði hana einmitt þannig orðaða
vegna þess, að hún ætti að komast
fyrir almenninqs sjómr og á »hærri
staði«, Enda sér hver heilvita mað-
ur, að slik tillaga eða áskorun gat
ekki verið samþykt í öðrum tilgangi.
Mér þykir leitt fyrir félagsins
hönd þetta ýrumhlaup stjórnarinnar
og endaskifti hennar á rlttu og róngu.
Tillögumaður.
Smekkmenn
bæjarins geía bezí dæmf um bver befir
fengid fahegasfar vorvörur bunda har(~
mönnum, svo sem fafnaði, böfuðfötum, sumarfrökkum, fataefnum, síifsum, sokkum,
nærfaínaði og ötiu öðru, er gerir fóík að snurfimönnum.
Þeir kaupa bvergi annarssfaðar en bjá
m. m. & Co„ Tfusíursfrsefi 14.
&