Morgunblaðið - 03.05.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1914, Blaðsíða 2
8^6 MORGUNBLAÐIÐ Lérefí frá Tí). Tí). tngóífsfjvoíi f)2fir bezí orð á sér; 36 feguncfir 0,16 tií 0,85. kvöld. Hefir félagið boðið til sín yfir- mönnum af Lavoisier, frakkneska her- skipinu. Vér gengum í gær fram hjá byggingum þeim við Rauðará, sem áð- ur notaði hlutafélagið »Mjölnir«. Tók- um vór eftir því, að ekki ein einasta rúða í öllum gluggum húsanna, var óbrotin. Fyr má nú vera skemda- f/snin ! í k v ö 1 d kl. 9 ætlar hr. Þórarinn Guðmundsson, fiðluleikarinn, að efna til hljómleika í Goodtemplarahúsinu. Þórarinn er n/kominn frá Kaupmanna- höfn og hefir lagt þar stund á fiðlu- leik á hljómlistaskólanum. Lauk hann prófi þar fyrir skömmu síðan og hefir hlotið lof kennara sinna þar. Þórarinn er enn kornuugur og má ef til vill búast við miklu af honum. Undir öllum kringumstæðum verða margir sem vilja heyra til hans í kvöld, þegar hann, fyrsta sinni að bknu námi, sjálf- ur efnir til hljómleika. Bjórmálið. Um það hefir verið mikið talað þessa dagana hér í bænum. Hafa sumir »vitað fyrir víst« að hann mundi verða sendur aftur með Botniu, og aftur aðrir sem vissu »áreiðanlega« að skipstjórinn á Ely ekki þyrfti að deyja úr þorsta á leiðinni til útlanda, því bjórinn mundi hann fá — alla 20 kassana. Vér getum frætt lesendur vora á því, að enn er það mál með Öllu óútkljáð. Kassarnir eru undir um- sjón lögreglunnar og þeirra stranglega gætt dag og nótt. Varla að nokkur óviðkomandi fái að skoða þá. — Fyndinn maður sagði þegar einhver spurði hvað ætti að gera við bjórinn: »Það kvað eiga að fara með hann í »steininn««. »Já, þá yrði gott þar að vera«, sagði hinn. »Bara að hann volgni ekki«, sagði annar gárunganna, þegar hann sá gæzlu- manuinn tylla sór á eiun kassann. E i n s og vór gátum um í blaðinu f gær, tók heilbrigðisfulltrúinn í fyrra- dag mjólkurbrúsa af mjólkurpóstinum frá Reykjum. Varðveitti hann þá fram til kvölds, en er minst varði hurfu þeir honum — og kvað ekki hafa spurst til þeirra síðan------ Aumingja maðurinn ! . . . . Jón Ögmundsson, hrossþjófurinn, er nú kominn inn á Klepp, Var farið með hann þangað í gærdag og á geð- veikralæknirinn að rannsaka hann og dæma uro það, hvort hann só með öllnm mjalla eður eigi. III meðferð á hestum. Það er ljótt að fara illa með dýrin og ólánsmerki er það, enda lætur sér það enginn vel siðaður maður sæma. En þrátt fyrir það sér maður þó daglega ýms atvik — ýmislegt það í framkomu manna, sem bendir til þess að þeir álíti skepnurnar fremur verkfæri, sem þeir megi hagnýta Gullhi’ingur fundinn. Vitja má á skrifstofu Morgunblaðsins. eftir vild sinni, en lífi og tilfinningu gæddar verur. Hestarnir eru látnir þræla allan daginn frá morgni til kvölds — sumir ef til vill svangir og magrir. A kvöldin eru þeir löðrandi í svita og þá eru þeir látn- ir inn í köld og óþrifaleg hús. Þeim er gefið, en mönnum dettur ekki í hug — sumum hverjum — að þerra af þeim svitann eða leggja yfir þá dúk til skýlis, eins og venja er er- lendis. Þeim er lþfað að skjálfa alla nóttina. Ymsir skeyta því lítið hvernig aktýgin fara á hestum þeirra — þeir meiðast undan þeim, en er beitt fyr- ir þung æki eigi að síður. Og kveinki þeir sér eða sýni þrjósku, þá rykkir ökumaðurinn í taumana, svo að munnvikin á skepnunni særast. Ýfist það sár upp á hverjum degi og verður æ viðkvæmara. En á lendum, síðum og leggjum dýranna dynja svipuhöggin og þau eigi ætið sem mýkst. Eða hvað sýnist mönn- um um »svipu« þá, er sýnd er í glugga Morgunblaðsins í dag? Ætli það væri ekki notalegt að láta klappa sér ofurlítið með henm? Vér höfum hana nú til sýnis hverjum þeim, er ekki hefir viljað trúa því, að illa væri farið með skepnurnar hér i þessum bæ. Jarðepfi ódýrust og bezt hjá Petersen frá Viðeij, Hafnarstræti 22. Sjaldgæft tækifæri!!! Ótrúlega ódýrt. 720 munir fyrir aðeins kr. 3.90. Fallegt, gylt, 36 stunda akkerisgangs- úr og festi, 3 ára ábyrgð á nákvæmum gangi, 2 hringir (á karl og konu) úr amer. gulldouble, nýtizku karlm. silkibrjúst, 3- ag. vasaklútar, fallegt kvenhálsband úr ansturl. perbm með patentlás, mansj. hnappar úr gulldouble, ný gerð, afarfalleg kvenbrjóstnál (Parisarnýung), vasaspegill, amer. hnappur með eftirgerðnm gimstein- nm, falleg budda, spari-stofn-album, fall- egustu myndir i heimi, indverskur spá- maður, ómissandi i samkvæmum, 20 rit- föng og enn yfir 600 munir, ómissaiidi á hverjn heimiii, alt þetta ásamt úrinu, sem eitt er fjárhæðarinnar virði, kostar aðeins 3 kr. 90 aura sent gegn póstkröfu eða borgun fyrirfram. Wiener-Central-V ersandhaus P. Last, Krakau. NB. Liki ekki, verður andvirðinu skilað-. Minningarsjóður Björns Jónssonar. Tekið móti gjöfum í skrifstofu og bókverzlun ísufoldar, pappírsverzlun- inni Björn Kristjánsson og verzlun* lóns frá Vaðnesi á Laugavegi. Auglýsið i Morgnnblaðinn Ódýr og góð Jiarímannsföf á 9.75 og 12,50. — Skoðið þau hjá Tf) Tl) & Co. flfram eftir O. Sweff TTJaráen. Framb. Tólfti kapítuli. Viðmótslipurð og heilbrigð skynsemi. »Betri er einn fugl í hendi en tíu á þáki«. »Aldrei sel eg mig í hendur svertingja«, mælti amerákur liðs- foringi, sem eltur hafði verið uppi af blámanni einum. »Mér þykir fyrir því«, svaraði blámaðurinn, og miðaði á hann byssu sinni, »því að þá verð eg að skjóta yður þegar; eg hefi engan tíma til að fara að sækja hvítan mann til að taka yður«. — Liðsforinginn lét sig! í heiminum er mesti urmull af fólki, sem fengið hefir einhliða fræðivitsmentun án framkvæmdavits, menn, sem aðeins hafa látið sér ant um að þroskast á þröngu sviði, svo að úr þeim hafa orðið andlegir kryplingar í jþtað alhliða þroskaðra manna. Adam Smith var hinn hæfasti til að kenna oss hagfræði, en hinn óhæfasti að sjá um eigin fjárhag. Mörg mikilmenni eru svo sneidd öllu »dagsins þarfa« viti, að liörmulegt er. — Beethoven var mesti tónsnillingur, en einu sinni greiddi hann 1200 kr. fyrir 6 skyrtur og vasaklúta 0g skraddaranum sínum borgaði hann jafnan fyrirfram, enda þótt hann á köflum væri svo blásnauður, að hann varð að nærast á vatnsglasi og kexmolum til miðdegisverðar. »Prófessorinn er ekki heima«, hrópaði þjónn Lessings, er barið var að dyrum einusinni í rökkrinu. Hann sá ekki, að það var Less- ing sjálfur, sem barði upp á heima hjá sér. »Jæja — það gerir ekkert til«, svaraði Lessing, »eg get komið seinna*. Fyrir skömmu voru 3 háskólakandidatar í vinnu á bæ einum i Astralíu. Einn þeirra var frá Oxford, annar frá Cambridge, þriðji frá þýzkum háskóla. Þessir menn höfðu átt að verða leiðtogar manna en urðu nautahirðar. Bóndinn sjálfur hafði engrar bókment. unar notið, en hann kunni að hirðing sauðfjár. —Vinnumenn hans kandidatarnir þrír, kunnu erlend tungumál og skeggræddu um þjóð megunar- og heimspeki, en sauðfjárhirðingin var þeim hebreska. Bóndinn, sem ekki gat talað af þekkingu um annað en sauðfé, átti stór efni, en kandídatarnir naumast í sig og á. Ofurmenning án framkvæmdaþekkingar gerir menn veika fyrir og óhæfa til að standa í lífsins striti. Einhliða bókmentun veldur óþörfum efasemdum og trúleysi á eigin orku, þegar út í lífið kemur. Bókvitið heíir oft í för með sér of mikla fíngerð í fari rnanna, sem drepur niður eðlilegan dug þeirra. Háskólakandídatinn kemst eigi sjaldan að raun um, að loknu prófi, að hann er eigi lengur fær um að eiga við menn i daglegum' viðskiftum lífsins og ómegnugur þess að vinna bug á daglegum erfiðleikum lífsins. Hann verður oft að lúta í lægra haldi fyrir ómentaða drengnum, sem ekkert hafði haft til brunns að bera annað en harða lífsreynslu, samfara heilbrigðri skynsemi, viðmótslægni og hygni. Það eru framkvæmdamennirnir, sem sigra á vorum dögum. »Heilbrigð skynsemi lætur jafan undan síga því, er eigi verður breytt og kann því að hagnýta sér það«, segir Wendell Phillips. »Hverir eru þetta?« spurði Napoleon og benti á 12 smástyttur úr silfri inn í kirkju einni. »Það eru postularnir«, var svarað. »Takið þá«, skipaði Napoleon, »látið bræða þá og búa til úr þeim peninga og sendið þá út um heim, svo að þeir verði að gagni og. breyti þannig að dæmi herra síns og meistara«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.