Morgunblaðið - 06.09.1914, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.09.1914, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 1411 Hvernig fer? Allir sjá að viðburðir þeir, sem nú eru að gerast, hljóta um langan aldur að skapa forlög Norðurálfunn- ar og að einhverju leyti hinna álf- anna líka. Nú eru tímamót, senni- lega úrslitameiri en nokkur önnur tjfmamót í sögu mannkynsins, þau er vér þekkjum. En hvernig fer? Hvernig fer ef Þjóðverjar og Aust- urrikismenn verða ofaná og hvern- ig fer ef hinar bandaþjóðirnar sigra? Allir munu óttast að sigur Þjóðverja muni vita á megna aukna óánægju í heiminum. Þeir munu vilja auka lönd sín og nýlendur og margir kvíða að þeir muni óspart nota »pansraða hnefann«. Og enginn er í efa um að það verður eigi upphaf neinnar friðaraldar ef þeir bera hærri hlut úr býtum. Þjóðverjar eru nú sem stendur mesta hernaðarþjóð heimsins. Þeir eru sú þjóð, sem stoltust er af her sínum og mesta og ágætasta sérstöðu veitir hermanna- stéttinni, sem þar í landi er full of- metnaðar og enga aðra stétt telur sér jafnþarfa eða jafnnýta. Að þeir — óneyddir — fari að minka her sinn, er lítt hugsandí. Ef þeir sigra munu þeir öllu heldur kosta kapps um að magna hann og flotann sem mest, til þess að halda hinum und- irokuðu og sigruðu þjóðum í skefj- um. — En hvernig fer ef Englendingar og þeirra bandamenn bera sigur úr býtum. Um það er ekki eins vist hvað segja skal, en fróðlegt er í því sambandi að athuga ávarp sem merkur enskur rithrfundur, H. G. Wells hefir birt í enskum blöðum og óhætt má reiða sig á að fari mjög saman við skoðanir leiðandi brezkra manna. Skal hér þýddur útdráttur úr þessu ávarpi. Það er til Bandaríkjamanna. Ástæðan er sú, að í höfnum þar í landi liggur fjöldi þýzkra verzlunarskipa, er ekki voga sér yfir hafið til Þýzkalands, en mælt er að Þjóðverjar hafi í hyggju að gera eign Bandaríkjamanna, svo að þau i skjóli »stjarnanna og rand- anna« geti óhult siglt yfir hafið með matvöruna til þeirra. Látu þau fara til hlutlausa landsins Hollands og flytja síðan vörurnar upp Rín beint inn í Þýzkaland. Wells segir að England muni þola þetta af Hol- landi án þess að traðka hlutleysi þess. England muni ekki feta í fót- spor Þjóðverja og í eigin hagsmuna skyni rfiðast á friðsamri, varnarlít- illri þjóð. En þó muni þeim það mjög bagalegt að Þjóðverjar fái vist- ir á þennan hátt. Það geti lengt ófriðinn mjög og kostað líf margra góðra drengja. Hvetur hann því Bandaríkjamenn til þess að líta burt ffá stundarhag sínum og meta meir gagn það er öllum heiminum sé að Því að Þjóðverjar lúti í lægra haldi, °g betri málstað bandaþjóðanna. Hvernig hann rökstyður þetta skal litilsháttar skýrt, því að það er ekki ófróðlegt, og að þvi mér virð- Athugið! Vegna þess að ætíð eru gerðar tilraunir til þess að eftirlíkja Sólskinssápuna, biðjum vér alla kaupendur að gæta þess vel, að Sunlight standi á sérhverju stykki. Aðeins sú sápa er ósvikin SÖIskinssápa. Gætið þess að yður verði ekki fengin önnur sápa í hennar stað. Tlýkomin: Lffirfrakkaefni, Hápuefni, --------Tafaefni. = Guðm. Bjarnason, Bðafsfræfi 8. Kensla. Eg undirritaður byrja að kenna fiðluleik io. september; þeir sem vilja taka þátt í kenslunni snúi sér til min fyrir þann tíma. Eins og að undanförnu tek eg að mér að útvega musik við dansleiki, samsæti og aðrar skemtanir, hvort sem vill Piano, fiðlu og Klarrinet eða Orkestermusik. Til viðtals hvern virkan dag frá 6—8; sunnudögum frá 12—2. P. 0 Bernburg. Bergstaðastfæti 6. Stúlka óskast að Vífilsstöðum 1. október næstkomandi. Hátt kaup í boði. Upplýsiugar gefur frk. Nilson, Vífilsstöðum. LUX Öllum ber saman um, að LUX-sápuspænir séu beztir til að þvo úr ullarfatnað; fatnaðurinn hleypur aldrei ef LUX-sápuspænÍr eru notaðir. Fylgið leiðarvísinum. Gætið þess, að LUX standi á hverjum pakka. Fæst hjá öllum kaupmönnum. POLITIKEN Fpisind. Fremskridt. Danmarks störste Blad. Fremragencle danske og udenlandske Medarbeidere. Mest fuldkomne Verdens-Telegram Tjeneste. • Egne Korrespondenter i London, Paris, Berlin, Wien, New York, Chicago, Rom, Athen, Konstantinopel, St. Petersborg, Stockholm, Kristiania, Reykjavik. Læses overalt i Nordevropa. Abonnementsprisen paa Island er 3 Kr. 50 pr. Kvartal Porto. Abonnement tegnes paa Politikens Kontor: Raadhusplads, Kjöbenhavn B. % ist hlutdrægnislaust sagt frá og álykt- að. »---------í mörg ár hefir Norð- urálfan verið eintómar herbúðir og í þeim herbúðum hafa miljónir manna sífelt verið undir vopnum. Ofrið- aróttinn hefir aleitrað lif þjóðanna, dregið úr þekkingaraukning og lam- að mannfélagsframfarirnar — öll út- gjöld stífð úr hnefa nema til hers og flota. Það væri heimskulegt að kenna nokkurri einni þjóð um þetta ástand. Það hefir dafnast, rétt eins og alt annað sem ilt er, hægt og rólega. Það má fara aftur í timann til þess að leita að orsökunum. Hvað þýð- ir það þó maður þekki þann er upp- tökin á og þann sem á mesta sök- ina ? Það er hvort sem er komið í óefnið og okkar er að finna ráð fram úr því. En það fullyrðum vér Englend- ingar, að siðustu 40 árin hafi hin þýzka stjórn haft alla forystu í vfg- búnaðinum og gengið þar á undan með hraðari skrefum en dæmi eru til. Hún hefir neytt oss Englend- inga til þess að bæta herskipi við herskip í miskunarlausri samkepni til þess að halda þeim yfirburðum á sjó, sem frelsi vort og sjálfstæði er undir komið. Hún hefir reynt meira á þolmagn hinnar frönsku þjóðar en séð varð að húti gæti staðist. Almenningsfræðsla og al- menningsheill hefir orðið að sitja á hakanum, og hin blómlega Parísar- borg er nú að verða mergsmoginn bær af hinum sívaxandi sköttum og álögum. Hin illn áhrif Þýzkalands. Látum oss engan veginn gera lítið úr hinni þýzku þjóð og því er hún hefir lagt til lista, bókmenta og vísinda og alt sem gott er í mann- legu lífi. En ill áhrif geta hvílt eins og martröð á beztu þjóðum og svo er nú Þýzkalandi farið, að síðan það vann sigurinn mikla árið 1871, þá hefir það kropið fyrir og tilbeðið þann auð, það vald og þá frægð sem einskisvirðir réttlætið og hina andlegu hlið hlutanna. Það hefir staðið frammi fyrir öllum með ógn- unum og yfirgangi. Það hefir tran- að sjálfu sér fram án tillits til ann- ara og með einhverjum föðurlands- legum þjösna og ruddaskap. Það hefir virt að vettugi samnitiga og skuldbindingar, svo öll Norðurálfan hefir ávalt staðið á öndinni og ekki vitað hvað gera skyldi. Og með því nú engin þjóð er orðin svo framarlega í heilagleika að hún um- beri alt möglunarlaust, þá hafa allar þjóðir verið fullar gremju sakir þessa. Og nú er loks hættan, sem yfir vofði, skollin á. Þýzkaland hefir vaðið fram á vígvöllinn. Austurríki segir Serbíu stríð á hendur vegna morðs, er einn af sjálfs þess þegnum hafði framið. Rússland hervæðist til verndar venzla- þjóð sinni — og Þýzkaland segir Rússlandi stríð á hendur og ræðst á Frakkland í slíku snatri, að auð- séð er að þetta hefir verið undirbú- ið árum saman. Ryðjandi sér braut

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.