Morgunblaðið - 20.06.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1915, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ D Sigurinn undir skotvopnum kominn. Herþjonustuskylda á Englandi? RæOa Lloyd George. Þann 4. þ. mán. hélt Mr. Lloyd George, hinn nýi hergagnaráð- herra Breta, ræðu í Manehester um ófriðarhorfurnar og hvað Bretum bæri að gera. Hefir sú ræða vakið mikla athygli víðs- vegar, einkum vegna þess að þar tekur hann að nokkru leyti í sama strenginn og blöð þau, sem hafa borið herstjórninni það á brýn, að hún hafi ekki séð hernum fyrir sæmilegum skot- vopnum. Ræðan er of lóng til þess að hún sé birt öll, en útdrátt úr henni þykir oss rétt að fiytja: Bretland berst fyrir tilveru sinni. Þetta er ekki i fyrsta skifti, sem eg kem til Manchester. Eg kom hingað fyrst fyrir 42 árum. (Lloyd George er fæddur í Man- chester). Síðan hefi eg oft komið hingað og vanalega, ef eigi altaf, í stjórnmálaerindum. Nu kem eg hingað sem fulltrúi rikisins og fer með þeim þýð'ingarmestu erind- um, sem nokkurntima hafa verið flutt Manchesterbúum. Fóstur- jörð vor berst nú fyrir tilveru sinni. Hún berst fyrir frelsi Ev- rópu og það er mest undir þeim mönnum komið, sem stjórna verksmiðjunum og vinna í þeim, hvort Bretland á að ganga af þessurn hólmi bakbrotið og svift heiðri og sæmd, eða það á að hrósa sigri frjálst og óháð og öfl- ugra en nokkru sinni áður. Eg vil jafnvel taka svo djúft í ár- inni og segja, að nú sem stendur sé alt komið undir verksmiðj'um Bretlands. Hafið þið iesið frá-, sagnirnar um orusturnar í Galiziu. Lesið þær, lesið þær vel, og þið munuð sjá það sjálfir hvað mikið er undir verksmiðjunum komið í þessum ófriði. Hvað læra má af óförum Rússa. Bandamenn vorir, Rússar, hafa beðið alvarlegan hnekki. Eg er kominn hingað tii þesa að aegja yður sannleikann. Það er ekki' að ætlast til þess að þið fórnið miklu ef þið vitið hann eigi. Rússar hafa farið hrakfarir. Hvers vegna? Þjóðverjar hafa unnið sigur, stórsigur. Hvers vegna? Ekki vegna þess að herraenn þeirra séu betri — engir hermenn hafa nokkuru sinni barist af jafn mikilli hreysti sem rússnesku her- mennirnir. Er það þá vegna þess að Þjóðverjar hafi betri hers- höfðingja? I Galiziu hefir her- stjórn Rússa á hendi sá maður, sem er einhver hinn allra bezti hershöfðingi álfunnar nú sem stendur. Er það vegna þess að Þjóðverjar hafi haft meira lið? Rús8ar hafa ótakmarkað lið, ágætt lið. Hverju eiga Þjóðverjar þá sigur sinn að þakka? Þeir eiga hann eingöngu því að þakka að þeir hafa miklu meiri og betri hergögn, fallbyssur og sprengi- kúlur. Þennan sigur hafa þeir unnið — eigi fyrir snilli herfor- ingja sinna né heldur framúrskar- andi hreysti hermannanna — held- ur fyrir það, að þeir hafa kunn- að að nota iðnaðarstofnanir sínar og sérstaklega fyrir fram- úrskarandi fyrirkomulag í þýzk- um verksmiðjum. 200 þúsund sprengikúium létu þeir rigna yfir Rússa á einni klukkustund og 700 þúsund sprengikúlum í einni orustu. Ef við hefðum getað sent Þjóðverjum sams konar kveðjur mundum vér eigi einung- is hafa rekið þá burtu úr Frakk- landi heldur einnig verið komnir inn í Þýzkaland og þá hefði ófriðn- um lyktað fyr. Því hefðu verk- smiðjurnar getað komið til leiðar og ekkert annað en þær. Hvað gera þarf, Nu sem stendur höfum vér yfr- ið nóg af raönnum. Frakkar hafa ágætan her og Rússar hafa óþriót- andi her. Það er engin hætta á því að oss skorti menn En okk- ur vantar verksmiðjur til að sjá fyrír vopnum, máttinn til þess að brjótast fram og troða hið sví- virðilega heræði undir fótum. Til þess að ná því fagra tak- marki þarfnast ríkið hjálpar, hjálpar hvers ykkar, hjálpar ykk- ar allra og allrar þeirrar hiálpar sem hver og einn ykkar getur í té látið. Herskylda. Það hefir mikið verið um það rætt að við ættum að koma á hjá oss herskyldu. Ef nauðsyn krefst þess, þá er eg viss um að eng- inn mundi hafa á móti því. Vér hófum unnið og bjargað frelsi voru í þessu landi oftar en einu sinni með herskyldu. Frakkar vörðu frelsi sitt, sem þeir fengu í stjórnarbyltingunni miklu, ein- göngu með herskyldu. Banda- ríkin náðu s'álfstæði sínu— björg- uðu tilveru sinni — með her- skyldu, og Frakkar og ítalir verja nú tilveru sína með herskyldu. Hún hefir verið hið öfiugasta vopn í höndum þjóðanna í bar- áttunni fyrir frelsinu. Samt sem áður mundi það vera stórt glappa8kot að grípa til her- skyldu nema nauðsyn bæri til þess. Eg ímynda mér að þeir, sem eru henni andvígir, geti með sanni sagt að æskumennirnir hafi ekki hikað við að verða við þeim áskorunum, sem til þeirra var beint, að berjast fyrir frelsi ætt- jarðarinnar. Þeir streyma alt af að — fleiri en hægt er að víg- búa. Það væri gott að geta stært sig af því, að þessum ófriði lokn- um, að vér hefðum gert það, sem engin þjóð hefði nokkru sinni gert og það án herskyldu, að æskumenn vorir af öllum stéttum og frá öllum heimilum hefðu af fúsum vilja fórnað lifi sínu fyrir föðurlandið. öðru máli er um það að gegna, hvort eigi bæri að skylda menn til þesa að vinna i verksmiðjum landsins og að hergagnagerð. Það væri eigi að ófyrirsynju gert. Vér skulum vera alveg hrein- skilnir við sjálfa oss. Þegar þessi ófriður hófst var engin þjóð eins illa undir hann búin og vér. Samt sem áður syrgi eg það eigi svo mjög. Það mun verða vörn sögunnar í vorn garð þegar hún fer að dæma um ófrið þennan. Vér höfðum eigi búið oss undir ófrið. Vér drógum eigi saman lið til þeas að standa yfir höfuðs- vörðum Þýzkalands eða Austur- ríkis eða til þess að fótumtroða frjálsræði neinnar þjóðar. En það varð aftur tíl þes8 að vér vorum verst undir ófriðinn búnir. Eg hefi eigi staðið i þesaari nýju stöðu nema nokkra daga. En það sem eg hefi séð hefir sannfært mig um það, að þjóðin hefir enn eigi lagt fram helming iðnaðarkrafta sinna til þess að leiða þennan ófrið farsællega til lykta. Vér berjumst nú gegn þeirri þjóð, sem komið hefir á hjá sér því fyrirkomulagi, sem er langbezt í heimi, hvort held- ur til friðar eða ófriðar, og vér höfum sýnt svo mikið kæruleysi og hugsunarleysi að að vér hefðum eigi getað haldið sæmd vorri óskertri mikið leng- ur, jafnvel þótt friður hefði hald- ist. Þjóðin þarfnast allra þeirra véla, sem hægt er að nota til framleiðslu skotfæra og hergagna, allrar þeirrar þekkingar, sem þarf til að famleiða það, og allra starfskrafta þegna sinna. Hver einasta sprengikúla er lífvörður þjóðarinnar. Þær eru eigi ein- ungis gerðar til þess að drepa óvini, og það verða menn að hafa hugfast. Vér þurfum eigi annað en lesa sögurnar af orustunum til þess að sjá hvernig stóru fall- byssurnar ónýta vélbyssur óvin- ananna, sem að öðrum kosti hefðu orðið ótal mönnum að bana, hvernig þær sundra gadda- vír8girðingum og leyfa hindrun- arlaus áhlaup. Eg sný því máli minu til allra: Leggið fram alla ykkar krafta til þess aö verja' líf hinna hraustu hermanna, seia berjast fyrir frelsiættjarðar vorraf-- En þá kemur spurningin: Get- um við komið öllu því í frarú'" kvæmd, sem gera þarf, án þess að grípa til einhverra óbrigðulW ráða ? Ríkið verður að ganga fyrir öllu öðru. Fyrst og fremst verð- um vér að draga^meira lið % verksmiðjurnar ö'g í öðru lagi verðúr stjórnin að hafa hönd 1 bagga með þeim fremur en ver- ið hefir. Frakkar eru í þessu efni á undan okkur. Það sera eg hefi nú í hyggju að gera senr hergagnaráðheri'a, var gert 1 Frakklandi í september og okto- ber í haust. Sá maður, sem kotfl þvi í framkvæmd, var ungui' jafnaðarmaður og hann gcrði það eingöngu af umhyggju fyrir föð- urlandi sínu. Hann sameinaði allar hinar stærstu verksmiðjur i Frakklandi og mér þykir vænt um það að nú hefir hann ná- kvæmlega sömu stöðu á hendi og eg, og eg býzt við því að hitta' hann bráðlega til þess að ráðg'- ast við hann um það hvað gera- skal. Að einu leyti hefir hanH staðið betur að vígi en eg. Allir verkamenn i Frakklandi er* verkamenn stjórnarinnar og leið- ir það auðvitað af herskyldu þeirra. Eftir lögum þeirra má senda verkamennina til hvaða verksmiðju sem er, alt eftir því hvar stiórnin heldur að þeir geti orðið að mestu gagni- I Frakklandi og ítalíu erti og verksmiðjueigendur undir valdi stjórnarinnar, alveg eins-' og hermennirnir í skotgryfjunum En eg vil segja ykkur það skýrt og skorinort, að það getur orðið hættulegt að treysta því 1 þessu landi ,að framhaldið verði eins og byrjuniu. Við höfum fengið mikinn sjálfboðaher, hinn* stærsta snm sögur fara af. Hann skiftir miljónum, en það tók tíu mánuði að safna honum. Vér getum eigi eytt tíu mánuðum i það að safna liði í verksniið- iurnar. Eg vil vekja athygli ykkar » einu: Eins og nú stendur hafa í herinn gengið þeir menn, sern hefðu getað unnið rhiklu þarfara verk heima. Mér er sagt: ÞU getur stöðvað þetta með því að' segja þeim mönnum, sem eru þarfari annarsstaðar, að fara ekk' til vígvallarin8. En það er ek^1 hægt. Mér er sagt að marg1' verkamenn ætli að ganga í beJ"' inn. Þeir segja sem svo: &?¦ vil ekki að það sé um mig sag að eg sé verri en félagar míi'11- Og þeir ætla að fara. . Þeg^ svo er ástatt, þarf herskyl^' eigi til þess að senda menn ll vígvallarins, heldur tii þess '' varna þeim þess að fara þarifP' svo þeir séu kyrrir í verksim unum. trað'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.