Morgunblaðið - 20.06.1915, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.06.1915, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ S Rokstad skálinn í Hamrahlíð er til sölu með mjög góðu verði. Semjið sem lyrst við eigandann Emil Rokstad, Bjarmalandi. / 4 háseta vantar. Ennfremur 1 formann og 4 stúlkur. Menn snúi sér til Jóll. Norðfjöirð úrsmiðs Bankastræti 12. BERGBNS NOTFORRETNINE Nætur, Sildarnætur, Tilbúnar Stangarnætur, Snerpe- nætur fyrir kópsíld, síld, makríl. Fisknetjagarn, úr rússneskum, frönskum og ítölskum hampi. Færi, Lóðarfæri, Kaðlar. Öngultaumar, Segldukar, Presenningsdúkar — tilbúnar Presenningar. éirœnar Saunir trá Beauvais eru ljúffengastar. Beauvais Leverpcstej er bezt. OFNA og ELDAVÉLAR aliskonar, frá hinni alþektu verksmiðju „De forenede Jérnstöberier Svendborg“. — — Miklar byrgðir fyrirliggjandi — — Utvega ofna af cllum gerðum og eins Miðstöðvar-hitavélar. Laura Nielsen (]oh. Hansens Enke) Austurstræti 1. Stríösvátryggingar taka þessi félög að sér: Gentorsikrings-Aktieselskabet „Skaudinavia". „Danske Genforsikring A.s“. Forsikringsaktieselskabet „ISTational". Vátryggingarskírteini gefin út hér. Aðaiumboðsmaðor captain Carl Trolle. Mikið úrval af rammalistum I kom með Vestu á Laugaveg 1. — lnnrömmun fljótt og vel af hendi leyst. — Þar fást einnig beztar tækifærisgjafir, svo sem myndir í ramma og rammalausar, myndastyttur o. fl. Alt óheyrt ódýrt. Komið og reynið. Þrætuefnið. Eftir Louis Roubaud. Eg var settur dómari í litlu þorpi i Suður-Frakklandi. Kom þar fyrir einkennilegt mál, sem eg var alveg í vandræðum með og minti mig ósjálfrátt á biblíuna, Salómon og konurnar tvær, sem báðar þóttust eiga sama barnið. Tvær gamlar piparmeyjar, Julia Sirombroie og Valentine Exbrayat höfðu um langan aldur búið saman í litlu húsi, sem var þakið vinviði Og vafningsviði. A hverjum degi gengu þær saman eftir helztu götu borgarinnar. Þær voru ætíð í svört- um kjólum og höfðu afgamla hatta bundna niður fyrir hökuna. Eigi töluðu þær orð saman, en trítluðu hvor við annarar hlið og á undan þeim hljóp litill hrokkinhærður hundur. Liltu eftir að|eg var kominn þang- að frétti eg það að gömlu pipar- meyjarnar væru svarnir óvinir. En hvernig stóð á því að þær gengu saman á hverjumj degi ? Hvernig stóð á því að þær bjuggu saman ? Það kvað svo ramt að óvináttu Þeirra, að þær töluðust aldrei við. Þær settu á sig fýlusvip, og ólu upp í sér óvináttu og hatur. A hverju kvöldi lögðu þær hund- inn sinn, Black, til hvíldar i bezta hægindastólnum í stofunni, og eftir það hveikti Júlía á kerti og gekk upp stigann. í efstu tröppunni sneri hún sér við og rétti ljósið að Valen- tine svo hún gæti kveikt á sínu kerti og svo gengu þær hvor til síns svefnherbergis, án þess að virða hina viðlits, og svo sváfu þær fram á dag. Þannig hafði það gengið í þrjú ár. Óvinátta þeirra reis út af Black, sem báðar elskuðu eins og sitt eigið líf og það var hundinum að þakka, eða kenna, að þær héldu áfram sambúðinni — hvorug þeirra mátti af honum sjá. Black þótti jafn vænt um þær báðar og hjarta hans — það var gott. Augu hans voru blíð og við- kvæmnisleg eins og títt er um uppáhaldshunda og hann vissi ekk- ert um hatrið milli þeirra Juliu og Valentine. En þrátt fyrir alla þá reglusemi, sem hann haíði sýnt í þrjú ár, brá hann þó einu sinni út af venjunni og það atvik varð til þess að jafnvægið, sem áður hafði verið milli piparmeyjanna, fó,r út um þúfur. Einn góðan veðurdag hafði Black vaknað venju fremur snemma. Hafði hann gerst óþolinmóður og labbað upp á loft. Krafsaði hann þar í hurðirnar á svefnherbergjum pipar- meyjanna og af því Valentine var svefnstyggari en Julia, vaknaði hún við þruskið og tók hundiun upp í rúmið til sin. Menn geta nú getið því nærri, hvert uppþot hefir af þessu orðið. Þegar Júlía vaknaði um morgun- inn og fann ekki Black í stofunni, gekk hún upp á loftið aftur, og varð þess þá fljótt áskynja, hver svik voru i tafli. Nokkrum vikum siðar stefndi hún svo Valentine fyrir dómarann. Eg man enn eftir því eins og það hefði gerst í gær, þegar þær komu til mín, skrækhljóða og óða- mála. Þær samkjöftuðu fyrst í stað svo mjög, að eg varð að biðja ákær- anda að skýra mér frá málavöxtum. — Já, nú skuluð þér heyra sög- una, herra dómari, mælti hún. Við búum saman, jungfrúin þarna og eg, en við höfum ákveðið að skilja. Eftir daginn í dag hefi eg leigt mér húsnæði í Ráðhúsgötu og hún ætlar að eiga heima í Stórugötu. Við höfum orðið ásáttar um það að skifta húsgögnunum jafnt, því þau höfum við keypt í félagi. En eg krefst þess að fá Black, sem okkur var gefinn fyrir átta árum. — Okkur báðum, gall Valentine fram i. — Já, báðum, samsinti Julia, en við getum ekki skift hundinum á milli okkar og eg á að eiga hann vegna þess að eg er eldri. Eg vildi nú fá nánari upplýsingar um hundinn og spurði þvi: — Hver gaf ykkur hundinn ? — Garðyrkjumaðurinn. Nú var kallað á garðyrkjumann- inn. Hann kom og sneri gamla hattinum sinum óaflátanlega milli handanna. — Hverjum hafið þér gefið hund- inn? — Jungfrúnum. — Já, en hvorri þeirra? Hann 'hélt höndunum kyrrum eitt andartak, en svo fór hann aftur að velta hattiuum. Þó svaraði hann engu og eg endurtók þess vegna spurninguna. Maðurinn var gætinn og einfald- ur og endurtók þvi svar sitt, að hann hefði gefið jungfrúnum hund- inn. Þá kom mér í hug dómur Saló-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.