Morgunblaðið - 20.06.1915, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Bezta Alið
Heimtið það!
— o -
Aðalumboð fyrir ísland:
Nathan & Olsen.
Beauvais
niðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar í heimi.
Otal heiðurspeninga á sýningum víðsvegar um heiminn.
Biðjið ætíð um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vðru.
Aðalumboðsmenn á íslandi:
hefir alla hina ágætusíu.. eiginiegfeika. Betra að þvo 4r
henni en nn:\kurri annari sápu, sken.mir ekki fötin |>vi húfi
er búin ti! úr hinum hreinustu er'nu n, 05 al!u< tiibúningur
hennar hinn vaodaðasts. biýtir <>£ íétísr þvottinn.
ÞE5SA sáru œttu ailir aó bidja um.
Farlð eftir fj'rirsogniniii sem er á otlum 5un!ight sápu umbúðusn.
881
O- Johnson & Kaaber.
011 tónlðg
011 hljóðfæri
sendast burðargjaldsfrítt hvert sem er.
Specialitet
f Ódýr tónlög (20 aura safnið). Franskar fiðlur
(frá ca. ij kr., ítölsk Mandolin frá ca. 12 xr.
Verðlisti sendist og fyrirspurnum svarað um hæl.
Aarhns Musikhandel, Aarhus.
&
Vörumerki.
Heinr. Marsmann’s
vindlar
©ru lang-beztir,
Aðalumboðsmenn á Islandi:
Nathan & Olsen.
mons og því skar eg þannig úr mál-
inu:
Sökum þess að eigí er hægt að
færa sönnur á það, hver á þennan
hund, skal hann drepinn.
Eg hafði búist við því að þessi
úrskurður mundi hafa hin réttu áhrif
— hinn rétti eigandi, önnur hvor
piparmeyjanna, mundi fara að gráta
er hún heyrði hver háski hundinum
var búinn og heldur kjósa að hann
fengi að lifa, þótt hún mætti eigi
hafa hann hjá sér, heldur en hann
væri drepinn.
En gömlu konurnar gullu við
einum munni og af svo mikilli
ákefð, að mér lá við að hugfallast:
— Nei, aldrei að eilífu.
— Vesalings skepnanl
— Þá vil eg miklu heldur sleppa
öllu tilkalli til hans.
— }á, það vil eg miklu heldur.
Mér gramdist nú dálítið að þetta
gamla heillaráð brást mér, • en eg
kendi svo í brjósti um vesalings
skepnuna, sem öll þrætan reis út
af, að eg vildi ekki kveða upp dauða-
dóm yfir henni.
Eg kvaðst því eigi fær um það,
að dæma í þessu máli og réði þeim
til þess að láta hundinn sjálfan velja
það, með hvorri þeirra hann vildi
heldur dvelja.
Þær féllust þegar á þá uppástungu
mina.
En nú gránaði fyrst gamanið.
Black varð fyrst alveg forviða er
hann sá vinkonur sínar fara sína í
hvora áttina og hljóp því fyrst nokkra
stund geltandi á milli þeirra. Að
lokum réð hann það þó af, að fara
með Julía en var þó alls eigi ánægður.
Hann át nú miðdegisverð hjá Júlía
en er hann komst að því hvar Val-
entine átti heima, fór hann til henn-
ar og gisti hjá henni um nóttina.
í margar vikur varð nú greyið að
sætta sig við þetta tvíbýli og hann
var á- sífeldu rölti fram og aftur milli
Ráðhúsgötu og Stórugötu.
Hann sleit sér alveg út á þessu
og á báðum stöðunum var hann of-
fyltur af alls konar sælgæti og kjass-
aður fram úr öllu hófi.
Alt þorpið skemti sér við þetta
strið og skilnað piparmeyjanna. Ráp-
ið á hundinum og spár um það
hvernig þetta mundi alt saman enda,
var aðalsamræðuefnið alls staðar.
Einu sinni hafði Black sofið hjá
Valentine og um morguninn kom
hann ekki til Julia. Hún beið milli
vonar og ótta allan daginn, en ekki
kom Black. Næsta dag kom hann
eigi heldur og hún var orðin dauð-
hrædd um hann. En svo komst
hún að því hvernig i öfiu lá. Val-
entine lokaði Black inni.
Nú voru lögð ráð á til þess að
ná honum og það' hepnaðist og nú
lokaði Julía hann inni. Hann fór
nú úr einu fangelsinu í annað, en
fekk enga frjálsa stund%
En af þessu leiddi aftur það, að
hann misti alveg matarlystina og leit
ekki við því góðgæti sem var borið
á borð fyrir hann. Hann varð veik-
ur og mönnum kom saman um, að
þess mundi ekki langt að bíða að
hann dræpist.
En þá gerðist nokkuð sem engan
hafði órað fyrir.
Black fékk megnustu óbeit á pip-
armeyjunum, sem fóru svo illa með
hann og strauk því frá þeim. Fór
hann því til fyrri heimkynna þeiria,
sem stóðu í eyði og settist þar að
í skúr nokkrum.
• Nú runnu honum aftur upp nýir
sólskinsdagar. Hann var frjáls ferða
sinna og gekk um bæinn að leita
sér fæðis. En hann vantaði þó ein-
hvern vin. Og svo var það einn
góðan veðurdag að farandmaður
nokkur gaf honum að éta með sér
og við það festi Black svo mikla
trygð við manninn að hann slóst í
för með honum.
Margir höfðu séð hundinn
í för með manninum. Og svo
var gömlu konunum sagt frá
því. En þær trúðu því ekki. Hund-
urinn þeirra var dauður. Það vissu
þær báðar, annars hefði hann að
sjálfsögðu heimsótt aðra hvora þeirra
— hann var dauður, það gat eigi
öðmvísi verið. Og sameiginleg sorg
þeirra sætti þær aftur.
Nú eitrar öfundin eigi lengur til-
veru gömlu kvennanna. Þær fluttu
til gamla bústaðar síns og vaninn
hefir aftur gert þær handgengnar
hvor annari.
En á hægindastóli Blacks í stof-
unni er stór púði og í hann saum-
uð mynd af Black með svörtu silki,
Á þann stól má enginn setjast,
Stóllinn hans Blacks er helgigrip-
ur gömlu jungfrúnna.