Alþýðublaðið - 01.05.1958, Qupperneq 4
■%
Alþýðublaðið
Fimmtudagur 1. maí 195S.
vermMGUk
SÆNSKAK BÓICMENNTIR
: og sænsk bókagerð standa á
mjög háu stigi. Svíar eiga mjög'
marga góða rithöfunda — cg
hafa alltaf átt. Þeir hafa gert
ýmsar tilraunir í skáldskap og
• bókmenntum, reynt að finna ný
ijá'ningarform og stundum stað-
ið' þjóða fremst í þesSsu efni. —
Margir íslenzkir rithöfundar
hafa sótt þekkingu og hughrif
iil þeirra og stundum hefur þetta
líkst eftirhermum. Oft hafa ís-
lenzkir rifhöfundar hafið þser
tilraunir hér, sem Svíar hafa
verið að hætta við. En allt hef-
ur þetta haft sín áhrif. Það hef-
ur átt sér stað að ungir íslenzk-
ir höfundar hafa boðað uppá -
fyndingar sænskra liöfunda eins
og' ný sannindi um sama leyti,
sem Svíar hafa yfirgefið þær og
' iiafist handa um nýjar.
EN ÞÓ að ýmsir sænskir höf-
: undar hafa verið mjög leitandi
nð efni og formi, hafa þeir allt-
af átt fastmótaða, jákvæða hóf-
unda á gamlan mælikvarða —
•og þessir höfundar hafa veriö
vinsælastir hér. Við þekkjum
allmikið til sænskra þókmennla,
en samt sem áður skortir mikið
6 að sú þekking sé tæmandi. —
Þetta stafar eingöngu af því að
okkur hefur virzt sem dönsk og
norsk tunga stæði okkur nær, i
að Danir og Norðmenn væru
okkur skyldari, sem mér virðist |
Fagrar bækur til sýnis.
Svíar og bókmenntirnar
Fegurstu bækurnar eru
einfaldar að gerð.
Tökum Svía til fyrir
myndar í gerð bóka.
vera mikið vafamál, að minnsta
kosti hvað tunguna snertir. En
einnig hefur hér ráðið miklu
um val íslenzkra útgefenda á
þýddum bókmenntum. Sölu-
möguleikinn ræður þar . ailtaf
mestu um, og þýðir ekki um að
tala svo þýðingarmikill er hann.
SÆNSKAR BÆKUR eru ákaf
lega fagrar og vel gerðar hvar
sem á þær er litið. Það er þö
ekki vegna þess, að yfirleitt sé
mikið borið í ytri gerð þeirra,
því að fegurstu bækurnar á
sænsku bókasýningunni, sem nú
er í Þjóðminjasafninu, eru þær
sem eru einfaldastar að gerð. —
Má í því sambandi til dæmis
vekja athygli á bókum „Tidens-
j forlag“, en það útgáfufélag legg- I
| ur mikla áherzlu á að gefa út I
bækur til sölu meðal aiþýðu,
cnda er það útgáfufélag hennar.
Þ:::r eru einfaldar, auðveldar í
hendi og fagrar að mínu áliti."
ÞAÐ ER ERFITT að slíta sig
frá þessari bókamergð. Mann
langar til að fá sér sæti með bók
í hendi og fara að lesa, en alltaf
grípur augað nýja bók, og að
lokum eru þær orðnar svo marg-
ar, sem mann langar til að kynn
ast, að ekki dugir að f sér
neina sérstaka til kynningar
stutta stund. Maður vill helzt
taka þær flestar með sér heim.
Ég vil mælast til þess að íslenzk
ir bókaútgefendur og rithöfur.d-
ar kynni sér gaumgæfilega bóka
gerðina á þessari sýningu.
MÉR HEFUR verið sagt, að úí
gáfufélögin, sem standa að þess-
ari sýningu hafa þegar afhent
menntámálaráðuneytinu allar
þessar bækur til ráðstöfunar. —
Menntamálaráðherra mun svo
hafa í hyggju að ráðstafa þeim.
Ekki finnst mér þó að tæta megi
þetta safn í sundur. Þó væri ef
til vill ekki úr vegi að taka sér-
fræðilegar bækur út úr og koma
þeim fyrir í skólum eða stofn-
unum þar sem samskonar fræði
eru stunduð. Að öðru leyti ættí
safnið að fara á einn stað, þar
sem almenningur getur átt ao-
gang að þeim.
Hannes á horninu.
Fjölmennum í kröfugöngu fisiítrúaráðs
í clag og tökum
háfíðahöSdum
I
*
*
I
«.
I
)
)
\
s
*
Læknar kynna sér
heiisuvernd.
FULLTRÚAR frá heilbrigð-
isstjórnum 24 þjóða í Evrópu,
þar á meðal frá Sovétcíkjunum,
Austur-Evrópuríkjum og öli-
um Norðurlöndunm fimnr hítt-
ust í Lissábon þann 17. apríl.
JÞar ræddu fulltrúarnir um sam
eiginleg áhugamál sín. en skipta
sér síðan í þrjá hópa og ferðasí
um Evrópulönd í mánaðartíma
til þess að kynnast af eigin sjón
og reynd ástandi í heilsuvernd-
armálum. Hópurinn hittist svo
á ný í London um miðjan maí-
jrnánuð.
Það er Alþjóðaheilsuverndar
stofnunin —• WHO — sem
gengst fyrir þessum fundum og
ferðalögum. Hefur stofnunin
efnt til slíkra ferðalaga um Ev-
rópu síðan 1951 er fulltrúar
heilbrigðisstjórnanna ferðuðust
um Svíþjóð, Skotland og Eelg-
íu.
Frá íslandi mætir Sigurður
Sigurðsson berklayfirlæknir.
ðslandsmeí.
Á SUNDMÓTI ÍR í gær-
kvöldi setti sveit ÍR nýtt met í
3X50 m þrísundi á 1:33,5 mín.
Gamla metið var 1:37,4 og átti
Ægir það. Pétur Kristjánsson,
Á sigraði í 100 m skriðsundi á
59,1 sek. Annar varð Guðmund
ur Gíslason, ÍR á 59,6 og þriðji
Lars Larsson, Danmörku 59,8
sek. Ágústa Þorsteinsdóttir
sigraði í 100 m skriðsundi
kvenna á 1:07,6. Karin Larsson
synti á 1:08,0.
ókbindarafélag Islands
flytur öllum félágsniönnum sínurn
beztu árnaðaróskir í tilefni dagsins og
hvetur félagsmenn sína til almennrar
þátttöku í hátíðarhöldunum 1. maí
Á.B.S., félag afgreiðslusfúlkna
í brauða og mjólkurbúðum
flytur öllum félagskonum sínum beztu
árnaðaróskir í tilefni dagsins og hvetur
þær til almennrar þátttöku í hátíðar-
höldunum 1. maí,
Stjórnin.
Verkakvennafélagið
Framsókn
flytur öllum félagskonum sínum beztu
árnaðaróskir í tilefni dagsins.
Mætum allar undir fána félagsins.
Stjórn V. K. Framsókn.
Múrarafélag Reykjavíkur
flytur öllum félagsmönnum sínum beztu
árnaðaróskir í tilefni dagsins og hvetur
félagsmenn sína til þess að taka þátt í
hátíðarhöldunum 1. maí og ganga
undir fána félagsins.
Stjórnin.